Þjóðviljinn - 08.11.1964, Blaðsíða 3
I
Sunnudagur 8. növember 1964
MÓÐVILJINN
Er þetta ekki dálítið leiðinlegt?
Emis og stund'u-m áður, lang-
ar mig enn tíl að minna les-
endur Þjóðviljans á merkja-
söludag Blindrafélagsins, sem
er í dag.
Það er að vísu dálítið leið-
mlegt, að fitja upp á slíku
enn á ný og skírskota til mann-
úðar, mannkærleika, samúðar
og annarra borgaralegra dyggða
samferðafólksins. Þetta er því
leiðinlegra, sem ýmsum vitrum
mönnum, með þjóðfélagslega
samvizku, finnst merkjasölur
meir en dálítið leiðinlegar, held-
ur blátt áfram óþolandi.
En þótt borgararnir séu
kannski orðnir leiðir og lang-
þreyttir á hinum tíðu og end-
urteknu merkjasölum, verður
að segja þeim það til verðugs
hróss ag þeir taka slíkum fyr-
irbærum yfirleitt vel og af
fyllsta skilningi og er merkja-
sala Blíndrafélagsins þar eng-
in undantekning.
En það er svo margt, sem
okkur þykir leiðinlegt, að við
tökum yfirleitt ekki eftir hinu
leiðinlega, nema við séum sér-
staklega á það minntir.
f sumar, er leið, var hjá mér
Um tíma átta ára gömul telpa.
Við vorum miklir mátar. Eitt
kvöld kom hún til mín út í
fjós, þegar ég var að mjólka,
tvísté góða stund á flórnum
og ég fann á mér, að henni
laegi eitthvað mjög mikið á
hjarta.
Loks herti hún upp hugann
og spurði í fullkomnum trún-
aði:
— Finnst þér ekki dálítið
leiðinlegt, að vera blindur?
Mér varg orðfall, eins og
manni verður ávallt og æfin-
Skúli Guðjónsson
Byggingarfélag alþýðu
Hafnarfírði
-.'í "■ ■ ' v:";; '
Félagið vill áminna félagsmenn sína að greiða nú þegar
gjaldfallin félagsgjöld, svo þeir verði ekki strikaðir út
af félagaskrá.
í 15. gr. félagslaga stendur: Félagsmaður getur sætt brott-
rekstri úr félaginu fyrir: c-liður. Ef hann eigi greiðir
lögmæt félagsgjöld tvö ár samfleytt.
Skrifstofa félagsins á II. hæð í húsi Kaupfélags Hafn-
firðinga, er opin 1.—10. hvers mánaðar milli kl. 5 og 7
síðdegis.
Stjórnin.
lega, þegar maður heyrir þá
hugsun fellda í orð, er manni
hefnr fundizt að ekki verði
með orðum tjáð.
Að vísu mun ég hafa svar-
að vinkonu minni einhverju,
en það hefur áreiðanlega ver-
ið út í hött.
Nú mjmdi kannski einhver
vilja spyrja: — Hverju eruð
þið bættari, þótt við kaupum
af ykkur merki, er ekki jafn ^
leiðinlegt að vera blindur fyr-
ir því?
En hér komum við að kjarna
málsins.
Blindrafélagið á sér sín á-
hugamál og óleystu viðfangs-
efni, rétt eins og önnur heið-
arleg félög. Það vantar enn
íbúðir fyrir blint fólk. Það
þarf að geta bætt aðstöðu sína
frá því sem er. Félagið þarf
að hjálpa fólki, sem missir
sjón, að komast yfir örðug-
asta hjallann og sætta sig við
það ,sem orðið er. Hér er í
raun og veru um merkilegt sál-
gæzlustarf að ræða, sem eng-
inn getur leyst af hendi, ann-
ar en sá sem blindur er. Hér
fer bezt á því, að blindur leiði
bíindan.
Og enn mætti það nefna, að
mjög er orðið aðkallandi, að
félagið komi á fót einhverjum
þeim iðnaði, er blindir geti að
unnið.
Því fleiri, sem kaupa merki
okkar, því nær stöndum við
því að hrinda þessum og öðr-
um áhugamálum okkar í fram-
kvæmd. Og því nær, sem við
þokumst takmarkinu, því
minna vitum við af myrkrinu.
Við getum jafnvel alveg gleymt
því, ef vel gengur, að okkur
® hafi fundizt dálítið leiðinlegt,
að vera blindur.
Þegar maður á lífsblóm,
sagði Bjartur í Sumarhúsum.
— Ef við eigum starfslöngun,
jafnvel þótt hún kunni að
standa í öfugu hlutfalli við
starfsgetuna og ef við eigum
áhugamál, sem fá okkur til að
gleyma persónulegum óþæg-
indum, þá getur jafnvel okk-
ur fundizt sem að það sé fal-
legt á Hvítárvöllum, þegar vel
veiðist.
Á þessari slagorðanna öld,
heyrir maður ákaflega oft
nefnd þjóðfélagsleg vandamál.
Sjálft hugtakið, þjóðfélags-
legt vandamál, er svo fyrir-
ferðarmikið og stórt í sniðum,
að mann óar jafnvel við því
að brjóta það til mergjar, enda
sennilegast, að það sé í tölu
þeirra slagorða, sem ætlazt er
til að ekki Séu brotin til
mergjar, heldur gleypt hrá og
í heilu lagi.
Mennirnir með hina þjóðfé-
lagslegu samvizku gera yfirleitt
allt, sem þeir koma nálægt, að
þjóðfélagslegu vandamáli, allt
frá barninu í vöggunni til öld-
ungsins á grafarbakkanum, sem
gerir sér leik að því, að lifa
lengur en þjóðfélagið hefur not
fyrir hann.
Þó minnist ég þess ekki að
hafa, í hinu mikla orðaflóði
um hin ólíkustu þjóðfélagslegu
vandamál, nokkru sinni beyrt
blinda menn gerða að þjóðfé-
lagslegu vandamáli. Þó 'telja
fróðir menn, að á íslandi séu
fleiri blindir menn hlutfalls-
lega, en í nokkru öðru vest-
rænu landi.
Út af fyrir sig er það mikil
og ánægjuleg viðurkenning á
lífi <yg starfi blindra manna,
þegar jafnvel þeir, sem telja
-<S>
Reiknivélin
sig fædda og í heiminn borna
tfl þess að leita að og skil-
greina þjóðfélagsleg vanda-
mál, hafa 'aldrei látið sér detta
í hug, að nefna blindu í sam-
bandi við slík fyrirbæri.
Og víst er um það, að við
sem blindir erum, eigum þá
ósk heitasta, að okkur auðnist
ávallt að ráða fram úr okkar
málum á þann veg, að við
verðum aldrei taldir til þjóð-
félagslegra vandamála.
Þegar við nú bjóðum merki
okkar til kaups, einu sinni
enn, gerum við það í því
trausti, að kaupendumir skilji
yfirleitt þessa viðleitni okkar
og vilji stuðla að því að það
verði með hverju árinu sem
líður minna leiðinlegt að vera
blindur maður á íslandi.
Skúli Guðjónsson.
KVE Þýzkir, mjög fallegt urval.
SKÓ Bftk Ný sending tekin fram í fyrramálið.
Im KJÖRGARÐUR
skódeild.
í fyrra var leikritið Reiknivélin eftir Erling Halldórsson sýnt á
vegum tilraunaleikhússins Grímu í Tjarnarbæ. Nú hefur leikritið
aftur verið tekið til sýninga og verður næsta sýning annað kvöld
kl. 9. Ýmsir telja þetta leikrit með þvi merkara sem fram hefur
komið eftir íslenzka höfunda og hefur Þorgeir Þorgeirsson kvik-
myndastjóri kvikmyndað nokkúr atriði úr sýningunni. — Myndin
sýnir Brynju Benediktsdóttur og Þorleif Fálsson í hlutverkum
sínum.
Húsnæði til leigu
59 ferm. íbúðariiúsnæði í eitíbýlishúsi. Einnig á sama
stað 100 ferm. geymslu eða iðnaðarpláss ásamt rúmgóðu
at’hafnasvæði. Leigist allt í emu eða sitt í hvora lagi.
Fyrirframgreiðsla. — Tilboð leggist inn á afgreiðslu
Þjóðviljans merkt; „Húsnæði — 800“.
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Á þriðjudag verður dregið í 11. flokki.
2.600 vinningar að f járhæð 5.000.000 krónur.
Á morgun eru seinustu forvöð að endumýja.
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
11- FLOKKUR
2 á 200.000 kr. 400.000 kr.
2 á 100.000 kr. 200.000 kr.
... 72 á 10.000 kr. 720.000 kr.
280 á 5.000 kr. 1.400.000 kr.
2.240 á 1.000 kr. 2.240.000 kr.
AUKAVINNINGAR ;
4 á 10.000 kr- 40.000 kr.
2.600 5.000.000 kr.
ALLTMEÐ
IMSKIF
Á næstunni ferma skip vor
til íslands, sem hér segir:
NeW YORK:
Selfoss 5.—10. nóv.
Dettifoss 27. nóv. — 2. des.
Lagarfoss 28. nóv.—4. des.
Brúarfoss 14. — 17. des_
KAUPM ANN AHÖFN:
Gullfoss 7. — 9. nóv.
Mánafoss 13. nóv.
Gullfoss 27. — 30. nóv.
Reykjafoss um 1. des.
IÆITH:
Gullfoss
Gullfoss
12. nóv.
23. nóv.
ROTTERDAM:
Brúarfoss 12. — 13. nóv.
Tungufoss 25. nóv.
Selfoss 2. — 4. des.
HAMBURG:
Goðafoss 9. — 10. nóv.
Brúarfoss 16. — 18. nó.v.
Goðafoss 1. — 4. des. 1
Selfoss 7. — 9. des.
ANTWERPEN:
Tungufoss 23. — 24. nóv.
Tungufoss 14. — 15. des.
HULL:
Goðafoss 12.
Brúarfoss
Tungufoss
16. nóv.
20. nóv.
27. nóv.
GAUTABORG:
Mánafoss 1L nóv.
Mánafoss í byrjun des.
Fjallfoss um miðjan des.
KRISTIANSAND:
Mánafoss 12. nóv.
Gullfoss 2. des.
VENTSPILS:
Reykjafoss 22. —24. nóv.
GDYNIA:
Bakkafoss
Reykjafoss
Fjallfoss
KOTKA:
Bákkafoss
Fjallfoss
um 15. nóv.
25. nóv.
um 7. des.
13. — 14. nóv.
10. — 12. des.
Vegna væntanlegs verkfalls
í Bretlandi 1. desember
fermir Gullfoss í Leith 23.
nóvember í stað 4. desem-
ber og Tungufoss í Hull 27.
nóvember í stað Goðafoss
2. desember.
Vér 'skiljum oss rétt til
breytingar á áætlun þessari
ef nauðsyn krefur.
HF.
FIMSKIPAFÉLAG
ISLANDS