Þjóðviljinn - 12.11.1964, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 12.11.1964, Qupperneq 12
DANSKIR RITDÓMARAR GEGN SKÁLDA TÍMA Skáldatími Halldórs Lax- ness er nýútkominn í danskri þöðingu Sönderholms. Dönsk blöð eru byrjuð að ritdæfa þetta verk, og eru víst ekki sérlega hrifin að því er hingað til hefur frétzt. Þannig skrifar Svend Holm nýlega í Information og kveðst hafa orðið fyrir von- brigðum með bókina, þótt svo í henni megi finna einstaka góða hluti. Hann segir, að víst hefði það verið, æskilegt að einn hinna síðhstu þrótt- miklu epísku höfundum Norð- urlanda hefði lokið tímabili hinnar „breiðu" skáldsögu með því að gefa yfirlit yfir það, forsendur þess og þró- un. En af því hafi því miður ekki orðið. Holm segir að Laxness hafi bersýnilega talið mikla nauð- syn á að lýsa neikvæðri af- stöðu sinni til Sovétríkja Stal- íns. „En þetta uppgjör, — sem er hið eina alvarlega og víðtæka í bókinni — týnist að nokkru í löngum lýsing- um á földum hljóðnemum, fáránlegum skriffinnum. njósnurum og lögreglumönn- um, sem svo mikið fer fyrir, að það er erfitt sjá, hvar finna mátti Halldóri sjálfum stað í öllum Sovétríkjunum“. En miklu áhrifameiri, segir ritdómarinn, er frásögnin af Veru Hertsch og handtöku hennar. Beztum árangri telur grein- arhöfundur Halldór ná í nokkrum mannlýsingum sem dreifðar eru um bókina. En lokaorð hans eru þau, að Skáldatfmi sýni að höfund- ur geti verið mikill sem skáld, þótt hann sé það ekki sem hugsuður. Halldór Laxness. FRÁ ALÞINGI Tæknistof nun sjávarútvegs- ins og fleira rætt í gær A fundi Sameinaðs þjngs í gær voru allmörg mál til um- ræðu og gekk furðanlega að komast yfir þau. Fyrsta málið var fyrirspum frá Jóni Skaftasyni um umferða- kennslu í skólum. Gylfi Gísla- sem taldi þau mál vera í góð- um höndum og mundi senn verða ráðinn maður að fullu en hingað til hefur Jón Oddgeir Jónsson gegnt þessum störfum sem hálfu starfi. í-Meðal þeirraj sem tóku til máls var Alfreð Gíslason. Sagði hann, að í þessu máli hafi ver- ið farið vel af stað með setn- ingu laganna um þessi mál 1958 og fagnaði hann þvi jafnframt að starf Jóns Oddgeirs skyldi nú verða fullt starf. En á fram- kvæmd þessara mála væri mik- ill losarabragur og yrði skil- yrðislaust að setja það fast inn í námsskrá skólanna að kenna umferðarreglur, annars væri allt- af hætta á því, að einstakir kennarar létu málið sitja á hak- anum. Hannibal Valdimarsson sagð'. að ákvæði yrði að koma í reglu- gerð þess efnis að kennarar yrðu að láta umferðarkennara eftir tima sína, þvi engin ástæða væri til þess að þeir gerðu það án bréfs frá fræðslumálastjóra að svo yrði að vera. Síðan voru tenkar fyrir fyrir- spumir frá Jóni Skaptasyni, fyrst um sjálfvirkan síma í Hafnarhreppi og upplýsti Ing- ólfur Jónsson, að hafizt yrði handa við uppsetningu tækja í næsta mánuði. Þá var fyrir- spum frá sama þingmanni um Keflavíkurveginn og upplýsti Ingólfur Jónsson, að Keflavíkur- vegurinn yrði að fullu búinn á næsta ári eins og til stóð í vegaáætluninni. Þá var tekið fyrir þingsálykt- unartillaga frá Framsóknar- mönnum um kaup Seðlabankans á víxlum iðnaðarins. Lúðvík Jósepsson kvaddi sér hljóðs og .sagði í upphafi, að nú væri orðið langt umliðið síð- an þessi mál voru til umræðu, en þetta var framhald umræðu um þessi mál. Ástæða væri þvi e.t.v. til að rifja upp nokkur atriði en til þess gæfist ekki tóm. Til glöggvunar skal þess getið, að frásögn frá þessum umræðum er í blaðinu í dag, þar sem greint er frá umræð- um 29. okt. síðastliðinn meðan prentaraverkfallið stóð). Lúðvík lagði aðaláherzlu á, að íslenzkur iðnaður skiptist i margar undirgreinar og það væri hrein og bein fásinna að skikka Seðlabankann til að lána fá út á framleiðslu fyrir innan- Framhald á 3. siðu. ELLIHEIMILIÐ ,MINNI GRUND' n Nýega hefur Elliheimilið Grund opnað nýtt vist- heimili að Blómvallagötu 12 og ber það heitið „Minni Grund“. Þarna er vistpláss fyrir þrjátíu manns og þegar hafa flutt inn á heimilið sextán konur og sex karlar og er þannig ekki búið að ráðstafa átta plássum. 1 haust átti Gísli Sigurbjörns- son þrjátíu ára starfsafmæli sem forstjóri elliheimilisins og ber þetta vott um lifandi framtaks- semi forstjórans og hefur hann ekki staðnað í starfinu. Þetta hús var byggt árið 1945 og bjó þarna áður forstjórinn með fjölskyldu sinni og einnig starfsfólk á elliheimilinu. Undanfarið hafa farið þarna fram umfangsmiklar breytingar á innréttingu hússins og er smekklega búið að vistfólki. Þannig eru fimmtíu herbergi í húsinu og skiptist þannig nið- ur í dag eftir notkun: 25 eins manns herbergi og þrjú tveggja manna herbergi fyrir vistfólk, 18 herbergi fyrir starfsfólk og 4 dagstofur og hvíldarherbergi fyrir vistfólkið. Þá verður eldhús á hverri hæð og einnig snyrtiherbergi og baðherbergi á fjórum hæðum hússins. Vistfólk á þessu heimili hef- ur það nokkuð frjálsara heldur en yfir á aðalbólinu við Hring- brautina og sækir raunar alla þjónustu þangað nema hvað það fær morgunverð á staðnum. Vistgjald á dag er kr. 139.00 á þessu nýja heimili. Elliheimilið Grund lætur nú í té þjónustu fyrir 348 vistmenn hér í Reykjavík og 39 í Hvera- gerði og hefur 136 starfsfólk á launaskrá hjá fyrirtækinu. Húsbrunl á Akureyri Um sjöleytið í fyrrakvöld kom upp eldur í húsinu að Spítala- vegi 9 á Akureyri og er húsið talið gjörónýtt af völdum elds, reyks og vatns. Það tók tvo tíma að slökkva eldinn og kom eldurinn upp í fatageymslu á annarri hæð hússins, en þar bjó Valdimar Jónasson ásamt fjölskyldu sinni. Á neðri hæðinni bjó Kjartan Ólafsson ásamt fjölskyldu. Eitthvað mun fjölskyldan á neðri hæðinni hafa bjargað út af húsmunum sínum annars eyðilagðist að mestu innbú beggja fjölskyldnanna. Þetta var tvílyft timburhús og reist árið 1901 af Guðmundi Hannessyni, lækni og síðar bjó þama Steingrímur Matthíasson; læknir og var húsið bústaður spítalalækna £ nær fjörutíu ár. „Fólkinu þykir innilega vænt um landið" í fyrradag komu Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og frú heim úr opinberri heim- sókn til ísrael en þar dvöld- ust þau um það bil viku tíma. Átti forsætisráðherra viðtal við fréttamenn í gær um förina. Sýnd virðing Forsætisráðherrp 'ív . ^im hjónum hafa verið tekið með mikilli vinsemd og virðingu í fsrael. Er þau komu til Tel Aviv á sunnudagskvöldið 1. nóvember tóku Eshkol forsæt- isráðherra og varaforsætisráð- herrann sem nú gegnir störfum utanríkisráðherra á móti þeim auk aðstaoðarfólks er síðan fylgdist með þeim á för þeirra um landið svo og sendiherrum Norðurlanda í ísrael, og forsæt- isráðherrann fylgdi þeim einn- ig á flugvöllinn við brottför- ina. Hvarvetna þar sem þau komu voru íslenzkir og ísra- elskir fánar dregnir að hún og böm fögnuðu þeim með litlum íslenzkum fánum. Hvarvetna þar sem þau komu tóku for- ustumennimir á hverjum stað á móti þeim, svo sem ráðherr- ar og borgarstjórar ög einnig ræddu þau við forseta landsins og við David Ben Gurion fyrr- verandi forsætisráðherra. Lögðu israelskir forustumenn á það áherzlu í ræðum sínum að fs- lendingar hefðu veitt þeim stuðning í atkvæðagreiðslum hjá Sameinuðu þjóðunum er stofnun Ísraelsríkis var þar til umræðu og ísraelsmenn ættu okkur þakkir að gjalda Stór- framkvæmdir Forsætisráðherra sagði að það hefði haft mjög mikil á- hrif á sig að sjá þær stór- felldu framkvæmdir sem verið væri að vinna að í fsrael og að kynnast því hve rik áherzla væri á það lögð að ala þjóðina upp í trú á land sitt og skapa henni þar lífsskilyrði og kvaðst hann hafa sannfærzt um það á þessu ferðalagi að gyðingar .ættu hvergi annars staðar heima en í fsrael og að það væri rétt að fá þeim þar land og safna hinum dreifðu þjóð- arbrotum þar saman. Alls staðar er verið að byggja og vinna að stórfram- kvæmdum í landinu, sagði ráð- herrann, nefndi hann sem dæmi um byggingar háskóla, nýtt þinghús og nýtt og stórt sjúkrahús rétt fyrir utan Jerú- salem. Þá er nýbúið að tengja saman vatnsleiðslu frá Genes- aretvatninu sem leiðir vatn alls um 200 kílómetra leið suður í eyðimörkina, þar sem það er notað til þess að græða hana upp. Það vatn sem þannig fæst nægir þó ekki og er í undirbúningi að afsalta sjó og nota það vatn er þannig fæst til áveitu. Er gert ráð fyrir að það verði komið í fram- kvæmd eftir 5—6 ár. Á hafnlausum stað sem nefn- ist Ashdod er nú verið að reisa höfn fyrir suðurhluta landsins og cr gert ráð fyrir að sú framkvæmd kosti um Bjarni Bcncdiktsson. 50 miljónir dollara. Hafa ísra- elsmenn þegar tryggt sér láns- fé til þeirra framkvæmda. Er grjóti fcil hafnarinnar flutt um 100 km. veg. Þarna rétt hjá er borg í byggingu með um 20. þúsund íbúum en eftir nokkur ár er ráðgert að íbúa- tala hennar verði komin upp í 200 þúsundir. Þá hafa Israelsmenn nýlokið stórvirki við Dauðahafið. Hafa þeir byggt þar nýja verksmiðju til vinnslu pottösku og fleiri efna til iðnaðar og kostaði sú framkvæmd um 30 miljónir dollara. Er verksmiðjan svo sjálfvirk að aðeins vinna 8 manns í einu í þessu verk- smiðjubákni, sagði forsætisráð- herra. Er pottaska mest flutt út til Japan og víðar. Allar þessar framkvæmdir eru risavaxnar á okkar mæli- kvarða og mikið átak fyrir þjóð sem aðeins telur 2,5 milj- ónir íbúa, sagði forsætisráð- herra. Til þeirra hefur verið aflað fjár með lánum hjá t.d. Alþjóðabankanum en háskól- inn og sjúkrahúsið eru hinsveg- ar reist fyrir gjafafé frá gyð- ingum erlendis, mest í Banda- ríkjunum, og draga fsraels- menn enga dul á hver stuðn- ingur þeim er að því framlagi. Innflytjendur Eitt erfiðasta viðfangsefnið sem við er að glíma er þó það að margir tugir þúsunda inn- flytjenda koma til landsins á hverju ári víðs vegar að úr heiminum og eru þeir að sjálf- sögðu á mjög misjöfnu menn- ingarstigi. Áherzla er hins veg- ar lögð á það að steypa þessu sundurleita fólki saman í eina þjóð og er unglingunum kennd hebreska-, þótt fullorðna fólkið tali ýmsar tungur. Nefndi for- sætisráðherra sem dæmi um fólksflutningana að í írak hefðu verið búsettir 125 þús- und gyðingar en 120 þúsund þeirra hefðu flutzt til ísrael á fáum árum. Ég fann það áberandi á ferðalagi mínu, hve fólkinu þykir innilega vænt um landið, sagði forsætisráðherra, þetta er fólk sem áður átti ekkert land. Gyðingar hafa ekki verið bændur en með stofnun sam- yrkjubúa og samvinnubúa eða þorpa hefur verið gerð tilraun til þess ' að láta fólkið leita aftur til landsins. Þó stunda aðeins 15—20% þjóðarinnar landbúnað. Umsetin þjóð fsraelsmenn eru umsetnir ó- vinaþjóðum og má heita að landið allt liggi undir skotum. Allir piltar eru herskyldir í 26 mánuði og stúlkur í 20 mán- uði og undanþágur eru ekki veittar nema brýna nauðsyn þyki til béra. Þó að það sé gott að eiga vini, þá er það okkar eigin styrkur sem dugar, sagði Eshkol forsætisráðherra í viðtali við mig, sagði Bjami Benediktsson. Við komum í 180 manna samyrkjubú er liggur rétt við landamæri Jórdaníu. Þar voru miklir garðar til skjóls fyrir skotum og skotgraf- ir inni á milli húsanna og neð- anjarðarbyrgi fyrir bömin í barnaheimilinu. Þó er þetta bú ekki á aðalhemaðarsvæðinu. Samyrkjubú Fréttamennirnir spurðu for- sætisráðherrann nokkru nánar um samyrkjubúin í fsrael og landbúnaðinn þar. Skýrði hann svo frá að um það bil fjórði hluti þeirra sem landbúnað stunda búi á samyrkjubúum, kúbbits, stærð búanna er mjög misjöfn. Á stærsta og elzta bún landsins, stofnuðu 1928, sem forsætisráðherrann heimsótti, búa um 1600 manns að börn- um meðtöldum og er þar einn- ig stundaður nokkur iðnaður auk landbúnaðarins. Þeir sem setjast að á samyrkjubúum verða að leggja allar eignir sínar til þeirra en í stað þess sér búið fyrir öllum þörfum þeirra. Börnin eru alin upp á bamaheimilum og í skólum en foreldramir fá að hafa þau hjá sér tíma á hverjum degi. Mönn- um er frjálst að fara af búinu hvenær sem þeir vilja en fá ekki eignir sínar aftur. Innan búsins er allt sameiginlegt og engin peningaviðskipti til. Sagði forsætisráðherrann að sam- yrkjubúin væru mjög sterkur þáttur í lífi þjóðarinnar og margir af forustumönnum þjóð- arinnar væru þátttakendur í þeim og dveldust þar um helg- ar, t.d. David Ben Gurion. Samvinna óhjákvæmileg Á samvinnubúum eða sam- vinnuþorpum búa álíka margir og á samyrkjubúunum. Þar hefur hver maður sitt eigið land. en afurðimar eru seldar sameiginlega og öll stærri jarðyrkjuverkfæri eru sameign og ýmislegt til búanna keypt sameiginlega. Samvinnuþorpin eru helzt ekki stærri en það að ekki þurfi að kaupa vinnu- afl, þetta er þó nokkuð að breytast og vinna innflytjend- urnir oft á búunum um tíma. Yfirleitt á ríkið allt jarðnæði og leigir einkabændum það og jafnvel hjá þeim er sala á búsafurðum sameiginleg. Sagði forsætisráðherra að lokum í þessum umræðum um búskap í ísrael að samyrkjubúin væru byggð upp á óræktuðu landi og án samvinnu hefði ekki ver- ið hægt að lyfta því grettis- taki sem þjóðin hefur gsrt, það hefði verið ofviða fram- taki einstaklingsins. FORSÆTTSRÁÐHERRA RÆÐIR UM ÍSRAELSFÖR SÍNA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.