Þjóðviljinn - 12.11.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.11.1964, Blaðsíða 1
ÞINGFRETTIR Fimmtudagur 12. nóvember 1964 Stjórmrstefna gegnsýrð van- trú á aðalatvinnuvegi þjóð- arinnar á engan rétt á sér Það fer ekki á milli mála, að fjárhagsleg afkoma ríkis- sjóðs hefur verið góð 1963, eins og hún reyndar hefur verið nokkur undanfarin ár. Rekstursafgangur var hjá rík- iSSjóði árið 1961 154,S miljónir króna. Árið 1962 var rekstursafgangurinn 295,6 milj. kr. og árið 1963 var rekstursafgangur ríkissjóðs 339,7 milj. kr. Greiðsluafgang- ur var að sjálfsögðu nokkru mihni, en þó mikill öll árin. Skattheimta Þessi hagstaeða afkoma rík- issjóðs stafar ekki af spamaði í rekstri ríkisins eða lágum útgjöldum. Útgjöldin hafa þvert á móti stóraukizt frá ári til árs og hækkað meira en sam nemur hækkuðu verð- lagi í landinu. Það sem úrslit- um ræður um þessa hagstæðu afkormu ríkissjóðs, eru miklar og sívaxandi tekjur. Sú stefna hefur ráðið að hækka tekjur ríkisins jafnt og þétt með það fyrir augum, að drjúgur rekst- ursafgangur yrði örugglega hjá ríkissjóði. En hvernig eru hinar miklu ríkistekjur fengnar? Þær eru að yfirgnæfandi meirihluta tollar og skattar. Tollarnir eru lagðir á innfiuttar vörur og vörur framleiddar innanlands. Tollarnir hafa stórhækkað hin síðari ár, en þó mest á almenn- um nauðsynjavörum. Næst- hæsti tekjustofn rikisins er söluskattur, sem iagður er svo að segja á alla vörusölu í landinu og alla selda þjónustu. Söluskatturinn hefur margfald- azt í tíð núverandi ríkisstjórn- ar. Þannig hafa hækkdndi tekj- ur ríkissjóðs orðið til þess að hækka allt verðlag í landinu, orðið til þess að auka dýrtíð- ina og þann vanda, sem henni fyígir. Núverandi ríkisstjórn hefur verið óspör á auknar ríkisálögur. Þrátt fyrir rífleg- an afgang f rekstri ríkisins hefur hún ekki fengizt til að samþykkja eðlilegar og sann- gjarnar fjárveitingar til að- kallandi málefna nema með því skilyrði að nýjar álögur komi til. Þannig varð á síðasta þingi að samþykkja nýja hækkun á benzínskatti, sem nemur 100 miijónum kr. á ári, til þess að hægt væri að knýja fram umbætur í samgöngu- málum. Á þessu þingi sam- þykkti stjórnarmeirihlutinn hækkun á söluskatti, sem nem- ur 300 milj. kr. á ári undir því yfirskynj að hækka ætti lítillega bætur til almanna- trygginganna ög veita nokkurn etyrk til sjávarútvegsins. Nú rennur öll . þessi söluskatts- hækkun í ríkissjóð, en samkv. fyrirliggjandi fjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár eiga styrkirnir til sjávarútvegsins að falla að verulegu leyti nið- ur. Skattar og auðfélög Þannig hefur stefnan verið og er enn. Árið 1960, sem var fyrsta ár viðreisnarinnar, voru öll útgjöld ríkissjóðs sam- kvæmt fjárlögum 1501 milj. kr. Á fjárlagafrumvarpi fyrir 1965, sem hér liggur fyrir til um- ræðu eru útgjöld ríkissjóðs á- ætluð 3200 milj. og eru þó yfir 200 milj. kr. af útgjöld- um til vegamála tekin út úr fjárlagafrumvarpinu. Það er því augljóst mál, að útgjöld og tekjur ríkisins hafa hækkað miklum mun meira en sem nemur alm. verðlagshækk- un í landinu og t.d. hækkun kaupgjalds fjölmennustu la-una- stéttanna. Stórauknar ríkis- tekjur, sem jafnframt eru stórauknar álögur á almenn- ing í landinu, gefa tilefni til þess, að skattheimta ríkisins sé athuguð nokkru nánar og þá um leið sú stefna, sem ríkj- andi hefur verið í skattheimtu- málum hins opinbera síðustu árin. Skattheimta ríkisins hefur ekki aðeins verið að aukast í kvæmd samkvæmt stefnuyfir- lýsingu viðreisnarinnar. Því hefur verið haldið fram, að kaupmáttur almennra launa væri of mikill og orsakaði jafnvægisleysi í þjóðarbú- skapnum. Jafnframt hefur hinu verið haldið fram, að efla þyrfti fjárhagslega vel- stæða atvinnurekendur til þess að tryggja-efnalegar fram- farir. Ráða sköttunum sjálfir Á s.l. vetri urðu miklar um- ræður og allhörð átök um skatta- og útsvarsmálin á Al- þingi. Þá kom þessi stefna ríkisstjórnarinnar skýrt og ó- tvírætt fram. Gunnar Thorodd- sen, f jármálaráðherra, beitti sér þá gegn tillögum um hækkun persónufrádráttar umfram það, sem þá var samþykkt. Hann Þjóðarfram- leiðslan Þegar litið er á efnahags- mál þjóðarinnar sem heild, verður því ekki neitað, að margir og mikilvægir þættir efnahagsmálanna hafa orðið mjög hagstæðir hin síðari ár. Þjóðarframleiðslan hefur auk- izt með hverju ári og sum árin mjög verulega. Talið er, að aukning þjóðarframleiðslunnar .hafi orðið um 8% árið 1962 og um 7% árið 1963 og allt bend- ir tU, að aukning þjóðarfram- leiðslunnar í ár verði þó enn þá meiri. Við þetta bætist hækkandi verð á útflutnings- vörum landsins svo að þjóðar- tekjurnar munu hækka nokkru meir en þjóðarframleiðslan. Til samanburðar við þessar tölur má benda á, að talið er, að meðaltalsaukning þjóðar- framleiðslu í Vestur-Evrópu- Ræða Lúðvíks Jósepssonar, formanns þingflokks Alþýðubandalagsins við 7. umræðu fjárlaganna á Alþingi tíð núverandi ríkisstjórnar, hún hefur einnig verið að breytast í grundvallaratriðum. Nefskattar, sem ganga jafnt yfir ríka og fátæka, hafa ver- ið að stórhækka. Söluskattur, sem lagður er með jöfnum þunga á brýnustu lífsnauð- synjar og glysvarning, hefur hækkað meira en aðrir skattar. Sú lækkun, sem átt hefur sér stað á tollstigum, hefur ein- göngu náð til þeirrar vöru sem hæst var tolluð áður og yfir- leitt telst til munaðarvöru. Vísitala Hagstofunnar sýnir á ótvíræðan hátt að verðhækkun á matvörum hefur orðið miklu meiri á s.l. 5 árum en t.d. á vefnaðarvörum og ýmsum öðr- um vörum. Toll- og söluskatts- innheimta ríkisins hefur hækk- að hlutfallslega mest á mat- vörum og daglegum nauðsynja- vamingi. Beinir skattar ríkisins á fé- lögum og hvers konar atvinnu- rekstri hafa hins vegar lækkað. Heimildir slíkra aðila til skatt- frádráttar hafa verið auknar og meiri brögð en áður eru að því að þeir, sem rekstur stunda, sleppi unc’in réttlátri skattlagningu. Útsvars- og skattstigar á hæstu tekjunr hafa verið lækkaðir, en gjöld af almennum miðlungstekjum launafólks hafa aukizt. Það hefur sem sagt átt sér stað mjög verulega breyting í-. skattinnheimtu opinberra aðila á undanfömum árum. Þessi tilfærsla skattanna af atvinnu- rekstri og hæstu tekjum yfir á herðar þeirra, sem lægri hafa tekjuraar, hoíu>' v^-; ’ fpars-1 barðist gegn því, að vísitölu- umreikningur yrði tekinn upp við skattlagningu, þannig að komið yrði í veg fyrir, að aukin dýrtíð leiddi af sér hækkandi skattgreiðslur. Og tillaga okkar Alþýðubandalags- manna um raunhæft eftirlit með framtölum og alveg sér- staklega með framtölum þeirra aðila, sem nú hafa mesta möguleika til að sleppa und- an réttlátum sköttum^ lét ráð- herrann stuðningsmenn sína á Alþingi fella. Nú er hins vegar hljóðið í ráðherranum nokkuð breytt varðandi þessi mál. Sú breyt- ing varð fyrst eftir að mikil og mögnuð óánægja gaus upp meðai almennings í landinu á s.l. s/umri, þegar skattar þessa árs lágu fyrir. Þá kom í Ijós betur en oftast áður, hvílíkt misrétti á sér stað i álagningu opinberra gjalda. Þá áttuðu margir sig á því að það var rétt, sem við Alþýðubandalags- menn höfðum raunar sagt í umræðum á Alþingi um þessi mál, að í rauninni er það svo, að allir þeir, scai hafa með höndum einhvem atvinnurekst- ur, hafa sjálfdæmi um, hve háa opinbera skatta þeir greiða. Framtöl þeirra sæta engri athugun, sem heitið getur. en hins vegar er allvel um v >ð séð, að tekjur launafólks komi til skila. Nú er því ástandið þannig, að launafólk er látið greiða allt of há opinber gjöld til ríkis og bæja vegna þess. að margir aðilar í landinu kornast hjá því að greiða sinn eðlilega hluta af gjöldunum. Lúðvík Jósepsson löndum hafi orðið 3,5—4% ár- ið 1963, en aukning þjóðar- tekna þó lægri í þessum lönd- um en 3,5—4%. Þessi hagstæða þróun hefur skiljanlega stóraukið gjaldeyr- istekjur þjóðarinnar, skapað mikla atvinnu í landinu og hækkandi almennar atvinnu- tekjur. Allir Iandsmenn vita, að það er stóraukinn sjávarafli, sem fyrst og fremst hefur leitt til þessarar þróunar. Á árunum 1957, 1958 og 1959 var grund- völlur lagður að gerbreytingu fiskibátaflota landsmanna. Þá voru fyrstu stóru stálbátamir keyptir og á þeim árum voru miklir samningar gerðir um kaup á fiskiskipum af hinni nýju gerð. Á þessum árum var einnig hafizt handa úm upp- byggingu síldariðnaðar á ýms- um stöðum á landinu, sem lítt eða ekki höfðu komið við þá sögu áður. Sjávarútvegurinn Þegar núverandi ríkisstjórn kom fram með hina nýju stefnu sína í efnahagstnálum árið 1960, brást hún öndverð við þessum ráðatöfunum til uppbyggingar í sjávarútvegin- um. Sérfrseðingar ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum töldu, að erlendar skuldir vegna fiskiskipakaupa stefndu efna- hagsmálum þjóðarinnar í óefni og að óhjákvæmilegt væri að draga úr frekari fjárfestingu í sjávarútvegsmálum engu síður en í öðrum greinum. Vantrú ríkisstjórnarinnar og sérfræð- inga hennar ' á uppbyggingu sjávarútvegsins kom fram með ýmsum hætti. Hér skulu nefnd nokkur dæmi. Á Alþingi fluttu 7 þingmenn Sjálfstæðisflokksins saman tillögu um að skóra á ríkis- , stjórnina að hlutast til um, að hin nýju 150—250 rúml. fiski- skip, sem keypt hefðu verið, yrðu send til tilraunafiskveiða við strendur Afríku, þar sem eins og stóð í greinargerð til- lögunnar — að fyrirsjáanlegt væri, að þessi skip yrðu ekki rekin með árangri til veiða við fsland! Þannig var bjart- sýnin og framsýnin í þessum málum á íhaldsbænum þá. Ár- ið 1962 sagði Jónas Haralz, að- alsérfræðingur ríkisstjórnar- innar í ræðu, m.a. eftirfarandi orðrétt: — Vegna þeirra aðstæðna, sem ég hefi hér nefnt, má ekki gera ráð fyrir, að framleiðsla sjávarútvegsins, þ.e.a.s. fisk- veiða og fiskvinnslu, aukist samanlagt um meira en 4,5% árlega að meðaltali á næstu árum. Og síðar í ræðu sinni sagði Jónas Haralz orðrétt, sem hér segir: — Ég hefi reynt að sýna fram á, að þær atvinnugreinar, sem hingað til hafa verið meg- instoðir þjóðarbúskaparins landbúnaður, sjávarútvegur og framleiðsla iðnaðarvöru fyrir innlendan markað, veiti ekki næstu árin nægilegt svigrúm til þess vaxtar þjóðarfram- leiðslu, sem æskileg er. Til þess að sá vöxtur geti átt sér stað, verður að fara nýjar leiðir. Þetta var nú speki hans þá. Reynslan hefur gert þessa út- reikninga Jónasar Haralz hlægilega, því að framleiðslu- aukning sjávarútvegsins hefur orðið margfalt meiri en Jónas gerði ráð fyrir. Sama skoðun og fram kom hjá Jónasi Haralz, kom fram hjá Jóhannesi Nordal, banka- stjóra Seðlabankans, snemma á árin-u 1962, þegar hann í við- tali við blöð í Danmörku gaf þá skýringu á tilraunum sín- um til að fá erlend auðfélög til þátttöku f atvinnurekstri á Islandi, að talið væri að út- flutningstekjur sjávarútvogsins gætu f hæsta lagi hækkað um 5% á ári næstu árin og slík aukning hjá aðalatvinnuveg landsins nægði ekki til að tryggja með góðu móti bætt lífskjör og velmegun í landinu, eins og það var orðað. Og eitt dæmi skal enn nefnt um mat ríkisstjórnarinnar á aðalatvinnuvegi landsins, sjáv- arútveginum. Dagblaðið Vísir skýrði frá því 28. febrúar á þessu ári, að forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hefði sagt á þingi ungra Sjálfstæð- ismanna orðrétt það, sem hér fer á eftir; að hann, forsætis- ráðherra, efaðist um, að nokk- urt annað sjálfstætt ríki byggði velgengni sína á jafn ótraust- um grundvelli og fiski, sem syndir um hafdjúpin. Röng stefna Þegar þessar staðreyndir um viðbrögð viðreisnarmanna til uppbyggingar hins nýja fiski- skipaflota og síldariðnaðar og mat þeirra á möguleikum sjáv- arútvegsins er haft í huga, verða fullyrðingar ríkisstjóm- arinnar nú og stuðningsmanna hennar um það, að hin hag- stæða efnahagsþróun, stór- aukin framleiðsla og ört vax- andi gjaldeyristekjur sé að þakka viðreisnarstefnu ríkis- stjórnarinnar að naprasta háði. Það eru ekki reglur við- reisnarinnar um takmarkaðaj litla afhendingu gjaldeyris til hvers, sem um hann biður og leitt hefur til gjaldeyrissóunar, sem myndað hafa þann gjald- eyrissjóð, sem nú er státað af, heldur mikil útflutningsfram- leiðsla og hagstætt verðlag á erlendum mörkuðum. Viðreisnarstefnan hefur reynzt röng í öllum grundvall- aratriðum. Reynslan hefur dæmt til dauða flestar hag- fræðilegar kenningar hennar. Þegar hin nýja efnahags- málastefna stjórnarinnar, við- reisnarstefnan, *var upp tekin snemma á árinu 1960, var því haldið fram, að erlendar skuld- ir þjóðarinnar væru orðnar allt of miklar og þær yrðu að lækka. Eftir fjögurra ára við- reisn sýndu opinberar skýrslur, að erlendu skuldirnar höfðu hækkað en ekki lækkað. Þegar ráðstafanir viðreisnarinnar voru lögfestar f febrúar 1960f var því haldið fram með til- heyrandi hagfræðilegu yfirlæti, að vísitöluákvæðin í launþega- samningum væru stórhættuleg og orsökuðu víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags og væru því ein meginorsök dýr- tíðarvandamálsins. Eftir rúm- lega 4 ára reynslu virðist rík- isstjórnin hafa sannfærzt um að þessar fullyrðingar séu á 2 sföu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.