Þjóðviljinn - 12.11.1964, Blaðsíða 2
II
ÞIÓÐVILJINN
Fimmtudagur 12. nóvember 1964
Ræða Lúðvíks
Framhald af 1. síðu.
þvættingur en ekki hagfræði-
leg vísindi, því að einmitt nú
þessa dagana er ríkisstjórnin
að flytja frumvarp á Alþingi
um aðlögfesta vísitöluákvæðin
um kjarasamningana á nýjan
leik. Og nú á að taka upp aft-
ur vísitöluútreikning á öllu
kaupi, til þess að draga úr ó-
róleika á vinnumarkaði og
þeim sífelldu víxlhækkunum
a verðlagi og kaupgjaldi, sem
átt hafa sér stað á undanföm-
um árum.
Þegar viðreisnarstefnan hóf
göngu sína, var því hátíðlega
lofað, að ríkisvaldið skyldi
ekki skipta sér af samningum
launþega og atvinnurekenda.
Jafnframt var því lýst yfir,
að samningar þessara aðila um
kaupgjaldsmálin yrðu að vera
á þeirra eigin ábyrgð og ekki
mundi verða leyft að velta af-
leiðingum þeirra út f hið al-
menna vöruverðlag. Frá þessu
loforði hefur ríkisstjómin
vikið, ekki einu, sinni og ekki
tvisvar, heldur margoft á und-
anförnum árum. Og hún hefur
í hvert skipti, sem samið hefur
verið um launahækkun, velt
henni út í hið almenna vöru-
verðlag, eins og allir vita.
1 upphafi viðreisnar var
sagt, að allir styrkir og upp-
bætur til atvinnuveganna yrðu
niðurfelldir. • Nú eru uppbótar-
og' niðurgreiðsluf járhæðir
hærri en nokkru sinni áður og
munu vera um 800 milj. kr. á
ári.
Lækkun skatta á almennum
Iaunatekjum, sem lofað var,
hefur lítið orðið úr. Nú bera
launþegar í landinu sig verr
undan opinberum sköttum en
nokkru sinni áður og hvað
hefur orðið um það grundvall-
aratriði viðreisnarinnar að
koma á stöðugu verðlagi?
Fjárlagafrumvarpið, sem hér
er til umræðu vitnar um ár-
angurinn í þeim efnum. Fyrstu
fjárlög viðreisnarinnar 1960,
eftir að hinu nýja efnahags-
kerfi hafði verið komið á, voru
að upphæð 1501 milj. kr. Fjár-
lagafrumvarpið fyrir 1965 ger-
ir ráð fyrir 3200 milj. kr. út-
gjöldum og 3400 milj., ef vega-
útgjöldin eru talin með. Þann-
ig hefúr farið um hið stöðuga
verðlag sem lofað var.
Stefna Alþýðu-
bandalagsins
Nei, sannleikurinn er sá, að
öll meginatriði á loforðalista
viðreisnarinnar eru fokin út í
veður og vind og hinar hag-
fræðilegu kenningar hennar
hafa reynzt rangar. Afleiðing-
ar viðreisnarstefnunnar koma
hins vegar enn þá fram víða
í þjóðlífinu. Verstu afleiðingar
hennar eru ranglát skipti þjóð-
arteknanna, enn þá ranglátari
en áður var, og skipulagsleysið
í uppbyggingu atvinnuveganna.
Viðreisnarstefnan hefur miðað
að því að halda niðri launa-
kjörum vinnandi fólks, en
hyglað milliliðum, kaupsýslu-
mönnum og ýmsum brasþlýð.
Stefna viðreisnarinnar hefur
verið handahóf og skipulags-
leysi, stefna, sem óhjákvæmi-
lega hefur leitt af sér sóun og
eyðslu. Stefna okkar Alþýðu-
bandalagsmanna er andstæð
stefnu viðreisnarinnar. Við
leggjum áherzlu á, að tekið
verði upp skipulag á þjóðar-
búskapnum sem heild, að út-
flutnings- og innflutningsverzl-
un landsins verði stjórnað
samkvæmt hagsmunum þjóðar-
heildarinnar og að uppbygging
og þróun atvinnulifsins fari
fram í meginatriðum eftir á-
ætlun. Við leggjum áherzlu á
heilbrigt samstarf ríkisvalds
og samtaka launastéttanna um
skiptingu þjóðarteknanna. Og
við krefjumst þess, að vaxandi
þjóðartekjur komi vinnustétt-
unum til góða í hækkandi
kaupi, ekki aðeins í hækk-
andi kaupi fyrir lengri vinnu-
tíma heldur í hækkandi kaupi
fyrir hverja unna vinnustund.
Við Alþýðubandalagsmenn
'teljum, að breyta eigi skatt-
heimtu opinberra aðila í
grundvallaratriðum, að létta
þurfi gjöldum af nauðsynja-
vörum og almennum þurftar-
tekjum, en auka að sama skapi
gjöldin á eyðslu og gróða.
Við teljum óhjákvæmilegt
að gjörbreyta um stefnu í
húsnæðismálum. Braskinu þarf
að útrýma úr byggingarmálum
og íbúðabyggingar að komast
á félagslegan grundvöll. Hús-
byggingalán til einstaklinga og
félaga þarf að hækka og veita
til lengri tíma með lægri vöxt-
um, en reglur þarf að sjálf-
sögðu að setja, sem fyrirbyggja.
að hægt sé að braska með slík-
ar íbúðir.
-<•>
Fru umræðum um hreppstjóru,
jurBrækturlög og hufnurgerð
1 fyrrad. tók Pétur Pétursson
sæti á Alþingi í stað Benedikts
Gröndal sem nú dvelur er-
lendis. Pétur hefur setið á
þingi áður.
1 efri deild var tekið til um-
ræðu frumvarp til laga um
hreppstjóra. Frumvarpið felur
í sér nokkrar breytingar á
gildandi lögum, sem eru afar
úrelt orðin þó í raun og veru
•----------------------------$>
Hæstu vinningar
í Happdrætti Hl
Þriðjudaginn 10. nóvember var
dregið £ 11. flokki Happdrættis
Háskóla Islands. Dregnir voru
2.600 vinningar að fjárhæð fimm
miljónir króna.
Hæsti vinningurinn, 200.000
krónur, kom á heilmiða númer
37.043. Voru báðir heilmiðarnir
seldir í umboðinu á Akureyri.
100.000 krónur komu á hálf-
miða númer 43.263. Þrír hlutar
voru seldir í umboði Guðrúnar
ólafsdóttur, Bókaverzlun Sigfús-
ar Eymundssonar, og einn hluti
var seldur 1 umboði Helgu Sí-
vertsen i Vesturveri.
10.000 krónur:
2111 4646 8283 9248 10632
12635 14107 14278 15465 18211
18831 20495 22594 23473 23635
23675 25661 28884 30066 32419
32684 34718 36005 37004 37042
37044 37389 39300 42155 42819
44848 45171 49216 53140 54147
54502 57571 58097.
megi segja að þarna sé aðeins
um að ræða lögfestingu á hefð
og venjum, sem ríkt hafa um
þessi mál. Jóhann Hafstein
dómsmálaráðherra, mælti fyrir
frumvarpinu og varð honum
einkum tíðrætt um launahækk-
un þá, sem hreppstjórum er
ætluð samkvæmt frumvarpinu.
Ólafur Jóhannesson (F) tók
næstur til máls og sagðist á-
nægður með unnið starf í þess-
um efnum en fann einkum að
því að í frumvarpinu eru lít-
il sem engin ákvæði um valds-
svið hreppstjóra nema sagt er
að þau skuli vera á valdi ráð-
herra. Hann taldi nokkur vand-
kvæði á því að gera breyting-
ar á frumvarpinu f nefnd
deildarinnar.
Jóhann Hafstein sagðl sig
skorta reynslu í þessum efn-
um en samráð hefði verið haft
við sýslumenn um málið og
einnig væri nefndinni f lófa
lagið að bera sig saman við
hreppstjóra þá tvo, er sæti
ættu f efri deild.
Þá var á dagskrá frumvarp
til laga um breytingu á lögum
um meðferð einkamála í hér-
aði og var það aðeins til sam-
ræmingar á hinum nýja laga-
bálki um hreppstjóra og hið
sama var að segja um 3. mál
* dqgskrá um stefnuvntto
I neðri deild var frumva*
um Síldarverksmiðjur ríkisir
samþykkt til efri deildar. Þá
hafði Guðlaugur Gíslason
framsögu fyrir nefndaráliti um
orlof, sem var einn liðurinn í
samkomulagi ríkisstjórnarinn-
ar, Alþýðusambands íslands og
Vinnuveitendasambandsins á
s.l. vori. Lagði hann til að
frumvarpið yrði samþykkt til
3. umræðu.
Þá mælti Gísli Guðtnundsson
fyrir frumvarpi Framsóknar-
manna um hafnargerð. Fram-
sóknarmenn fluttu þetta frum-
varp áður. Emil Jónsson,
sjávarútvegsmálaráðherra tók
til máls og sagði að þetta mál
væri í athugun hjá ríkisstjórn-
inni og væri einhvers að
vænta af þeim athugunum
bráðlega. Gísli Guðmundsson
tók næst til máls en síðan var
málinu vísað til 2. umræðu og
nefndar.
Ágúst Þorvaldsson flutti
framsögu um frumvarp til
laga um breytingu á jarðrækt-
arlögum. Hann sagði það fela
f sér nokkrar sárabætur fyrir
bændur vegna vaxandi dýrtíð-
ar og gengisfellinga frá því
núgildandi l£g gengu f gildi
1950, sem tvímælalaust hefðu
rýrt þá styrki til bænda, sem
þeim ber að fá skv. jarðrækt-
arlögunum.
Ingólfur Jðnsson, landbún-
aðarráðherra, iagði málið í at-
hugun hjá ríkisstjóminni og
mundi hún leggja fram sömu
Hllögur og Framsóknarmenn
•9 væri því ekki ástæða til að
••"ða betta frumvarp frekar.
■ "ks fagnaði Agúst Þorvalds-
m stefnubreytingu stjómar-
;nnar f þessum málum, ef
marka mætti orð landbúnaðar-
ráðherranS.
Kauphækkun og
styttur vinnutími
Á s.l. sumri tókust samning-
ar milli Alþýðusambands Is-
lands, Vinnuveitendasambands-
ins og ríkisstjórnarinnar um
launa- og kjaramál, sem á
ýmsan hátt marka tímamót
í þeirri baráttu, sem átt hefur
sér stað um þessi mál undan-
farin ár.
Það var fyrir forgöngu Al-
þýðusambandsins, sem þessir
samningar voru teknir upp.
Þó að ekki tækist að fá fram
neinar teljandi beinar kaup-
hækkanir í samningunum s.l.
sumar, var þó samið um ým-
iss önnur þýðingarmikil hags-
munamál vinnandi fólks. Þann-
ig var nú samið um að verð-
tryggja allt kaup, jafnt kaup
verkamanna, kaup bænda,
kaup sjómanna, sem kaup ann-
arra latmþega, þ.e.a.s., um það
var samið, að kaup skuli breyt-
ast f samræmi við breytt verð-
lag í landinu á hverjum tíma.
Þetta ákvæði hefur þegar
komið í veg fyrir stórfelldar
verðlagshækkanir, sem annars
hefðu skollið yfir á s. 1. sumri
og nú í haust. Verðtryggingin
á kaup kemur í veg fyrir, að
hægt verði, eins og gert hefur
verið á undanförnum árum, að
hækka í sífellu söluskatta,
verzlunarálagningu eða aðrar
álögur, án þess þá, að slíkt
komi stjómarvöldum landsins
eða atvinnurekendum f koll.
1 samningunum í sumar var
samið um mikilvægar breyting-
ar f húsnæðismálum. Lánin
verða nú hækkuð og vextir
lækkaðir mikið. Þá var einnig
samið um nokkra styttingu á
vínnutímanum og loforð gefin
um, að frekar skyldi unnið að
þeim málum og löggjöf um
vinnuvernd undirbúin. Samið
var um nokkra lengingu orlofs
og mikla samræmingu á kaupi
þeim verkalýðsfélögum til
hagsbóta, sem dregizt höfðu
aftur úr f ýmsum sérákvæðum.
Samningarnir s.l. sumar
marka tfmamót í þeim efnum,
að með þeim hefur ríkisstjórn-
in viðurkennt, að hin harða
og óbilgjama stefna hennar í
kaupgjalds- og verðlagsmálum,
fær ekki staðizt. Með samn-
ingunum hefur ríkisstjórnin
viðurkennt, að fara verði
samninga- og samkomulags-
leiðina við launþegasamtökin
í landinu, til þess að viðunandi
lausn geti fengizt f mikilvæg-
um greinum efnahagsmál-
anna.
Eins og kunnugt er, voru
þessir samningar milli verka-'
Iýðsfélaganna. atvinnurekenda
og ríkisstjórnarinnar gerðir að-
eins til ríns árs. Hinn 5. júní
haldið.
á næsta sumri renna samning-
arnir út.
Fyrir þann tíma þarf að
gera nýjan samning og þá
verður ekki undan því vikizt
að semja um allverulega hækk-
un á kaupi verkafólks og um
styttingu vinnutímans. Rökin
fyrir kauphækkun eru öllum
ljós. Kaupmáttur tímakaupsins
hefur farið minnkandi á und-
anförnum árum þrátt fyrir
aukna framleiðslu og vaxandi
þjóðartekjur. Árstekjur verka-
manns fyrir 8 stunda dagvinnu,
eru nú 77 þúsund krónur.
Heildarútgjöld meðalfjölskyldu
eru hins vegar samkvæmt vísi-
tölu Hagstofunnar talin vera
108 þúsund^ kr. á ári. 1 þeim
útgjöldum er þó ekki reiknað
með nema 1000 kr. húsaleigu-
kostnaði á mánuði, sem allir
vita, að er allt af lágt.
Um það ættu því ekki að
standa deilur, að brýn nauð-
syn er á að hækka almennt
kaup verkafólks. Samningarhir
við verkalýðshreyfinguna frá
s.l. sumri, sem ríkisstjómin
var aðili að, voru vissulega
mikilvægir. Þeir gáfu bendingu
um það, að ríkisstjórnin var
að skipta um stefnu í ýmsum
atriðum. I vetur og á næsta
vori mun á það reyna, hvort
svo er f raun og veru. Þá hlýt-
ur að koma fram, hvort ríkis-
stjórnin er reiðubúin að falla
frá kjaraskerðingarstefnunni
og breyta um stefnu f efna-
hagsmálum f grundvallaratrið-
um.
Efnahagsmálin
Verkefnin sem nú blasa við
f efnahagsmálum þjóðarinnar
eru mörg og stór. Möguleikarn-
ir til að stórauka enn þjóð-
arframleiðsluna eru fyrir
hendi, ef rétt er á málunum
haldið. Sjávarframleiðslan get-
ur enn aukizt með risaskrefum.
Afkastageta sfldveiðlflotans er
ekki nýtt nema að nokkrum
hluta. Á beztu afladögum
sumarsins liggur síldveiðiflot-
inn aðgerðarlaus í höfn og bíð-
ur löndunar eða sendist milli
landsfjórðunga með aflann.
Yfirgnæfandi hluti síldaraflans
fer í verðminnstu vinnslu, sem
þekklst. Með aukinni og bættri
vinnslu sfldaraflans, sem auð-
velt ætti að vera að koma í
framkvæmd, mætti auka út-
flutningsverðmæti hans um
500—600 milj. kr. á ári eða
miklu hærri fjárhæð en hugsan-
legt er að öll þau stóriðjufyr-
irtæki, sem ýmsir menn hafa
verið að leika sér að tala um
að koma hér upp, gætu geflð
Islendingum á sambærilegum
tfma.
Möguleikar til framfara i
landbúnaði eru einnig miklir
og til aukinnar vinnslu úr fram-
leiðsluvörum landbúnaðarins.
íslenzka ullin er eftirsótt gæða-
vara, sem margfaldast í verði
við fullvinnslu. Öhjákvæmilegt
er að leggja fram mikið fé til
stuðnings íslenzkum landbún-
aði. Því fé þarf fyrst og fremst
að verja til þess að hafa æski-
leg áhrif á þróun Iandbúnað-
arins til aukinnar félagslegrar
framleiðslu og til útrýmingar á
smábúskap.
Ýmsar greinar iðnaðarins
hafa líka mikið þjóðhagslegt
gildi og á að efla með aukn-
um fjárframlögum. Þar skipta
mestu máli þær iðngreinar,
sem eru í nánustum tengslum
við ’ aðalatvinnuvegi þjóðarinn-
ar.
En grundvallarskilyrði þess,
að þessir og aðrir möguleikar
til stórfelldrar aukningar þjóð-
arframleiðslunnar séu nýttity
er það, að tekin verði upp
skipuleg stjóm á þjóðarbú-
skapnum sem heild, og unnið
samkvæmt áætlunum um upp-
byggingu og þróun atvinnuveg-
anna. Allt vinnuafl þjóðarinn-
ar verður að nýtast. Sú skömm
má ekki lengur standa, að
fjöldi fólks f heilum lands-
fjórðungi sé atvinnulítið mán-
uðum saman. Þar er hægt að
koma upp fiskiðnaði, sem ekki
byggir á daglegum afla og þar
væri einnig hægt að koma upp
framleiðslu, sem byggði á hrá-
efnum landbúnaðarins.
Þjóðarfekjurnar
Það sem vantar, er forusta
ríkisvaldsins og skilningur og
trú á því, sem hægt er að
gera. Mikil þjóðarframleiðsla
og vaxandi þjóðartekjur eru
að sjálfsögðu markmið, sem
keppt er að. En þjóðartekj-
unum þarf að skipta réttlát-
lega. Hlut vinnustéttanna má
ekki bera fyrir borð. Sú efna-
hagsmálastefna sem miðar að
því að skerða hlut framleiðslu-
stéttanna, verkafólks, sjó-
manna og bænda og annarra
launþega, en skarar eld að
köku milliliða og gróðabrasks-
manna, á ekki rétt á sér. Sú
efnahagsmálastefna, sem leið-
ir til endurtekinna árekstra
milli ríkisvalds og launþega-
samtaka og leíðir af sér sífellt
aukna dýrtíð, fær ekki staðizt.
Sú efnahagsmálastefna, . sem
grundvölluð er á vantrú og
skilningsleysi á aðalatvinnu-
vegum þjóðarinnar og treystir
á óljósar vonir um að fá er-
lenda auðjöfra til þess að
bjarga við atvinnulífi landsins.
á engan rétt á sér. Frá slfkri
stefnu þarf að hverfa hið allra
fyrsta. Upp þarf að taka stefnu
skipulagðra framkvæmda og
framfara, stefnu, sem byggir á
samstarfi vinnandi fólks og
ríkisvaldsins. —