Þjóðviljinn - 15.11.1964, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.11.1964, Síða 6
g SlDA ÞIÖiDVILHNN Sunnudagur 15. nóvember 1964 LÝÐRÆÐIÐ ER MARGÞÆTT I>egar við eigum að dæma eitt eða annað miðum við að sjálfsögðu vanalega við það, sem við þekkjum bezt — sjálf- sagt einnig í samræmi við það, að „hverjum þykir sinn fugl fagur“. £>etta er ekki óeðlilegt. Við hvað ætti annars að miða? Beinlínis á þennan hátt taka menn einnig afstöðu til hugtaka eins og lýðræði. Einmitt það hefur gert borgaralegum og afturhaldssömum hópum auð- velt að halda því fram að eins og lýðræðið okkar er „gamla norræna þjóðveldið okkar“ eins og það heitir á hátíðlegum stundum, þannig hafi það allt- af verið og síðan er því haldið fram, að stjómskipulag sem er ekki eins og Qkkar stjórnskipu- lag, með mörgum flokkum, al- þingiskosningum og alþingis- mönnum í líkingu við okkar, slík stjórn sé ekki lýðræðisleg og basta. Gallinn er bara sá að það er ekki rétt að setja vandamál- ið svona fram. Lýðræði er og hlýtur ævinlega að vera að þróast og þar af leiðandi er það til í mörgum myndum. Lýðræði er stjómskipun — form ríkisvalds — og það er ekki hægt að skilja það frá ríkinu og stéttarbyggingu þess. Lýðræði og frelsi einnar stétt- ar skerðir meira eða minna frelsi annarra stétta í stétta- þjóðfélagi. Hið raunverulega eðli lýð- - ræðis kemur því aðeins fram, að gætt sé að því hverjir njóta þess og hverjir ekki. f okkar ■ samfélagi er frelsi arðræningja mikil frelsisskerðing þeirra, sem eru arðrændir. Samkvæmt frelsishugmyndum „frjáls- lyndra“ flokka má ekki hafa eftirlit með einokunarhringum, verðlagi og gróða, ekki má heldur skerða rétt vinnuveit- enda til þess að stjóma og út- vega vinnu . . . en verkamenn mega ekki hafa verkfallsrétt. Lýðræði fárra Þetta er ekki nýtt. Ef við förum tvö til tvöþúsund og fimm hundruð ár aftur í tím- ann, er Aþenu haldið á lofti sem lýðræðisríki og andstæðu við Spörtu t.d. Og rétt er það, að í Aþenu var gert út um opinber mál á sameiginlegum þingum allra frjálsra borgara. Á víkingaöld í Danmörku höfðu frjálsir bændur einnig svipað vald til þess að kjósa konung á þingum í Vi-borg, Ringsted og Lund. Það var aðeins sá hængur á lýðræðinu, að þess nutu að- eins frjálsir borgarar, en þeir voru minnihluti íbúa. T.d. voru ófrjálsir menn og réttlausir í nokkrum grisku borgríkjunum allt að 90% íbúanna. í Dan- mörk voru þrælar til forna helmingur íbúa. „Þrælar vora réttlausir . . og gjörsamlega háðir húsbónda sinum eins og húsdýr. Hús- bóndinn gat farið með þá eins og honum sýndist og jafnvel drepið þá . . . “ segir í lýsingu af stöðu þrælanna í danskri réttarsögu. Lýðræðið sem við búum við núna var undir kjörorðinu „Frelsi, Jafnrétti og Bræðra- lag“ geysimikil framför frá einveldi lénsskipulagssins. Á þeim dögum spurði Sieyes ábóti: Hvað er þriðja stétt? Allt. Hvers hefur hún verið metin? Einskis. Hvað vill hún vera? Eitthvað. Þriðja stétt ' var vaxandi borgarstétt I bæjunum — og frelsið sem hún sóttist eftir var frelsi undan einveldi og hinum stéttunum tveim, alveldi aðals og kirkju. Það var frelsi frá iðnaðargildum miðalda og öðra, sem gat hamlað frjálsu framtaki á öllum sviðum. En það var ekki frelsi fyr- ir hinn stritandi lýð, sem þó galt svo miklar fórnir og blóð fyrir byltinguna. Þess vegna voru verklýðssamtök bönnuð og kosningaréttur tak- markaður svo raunverulega naut aðeins helmingur fullorð- inn maanna hans. Það fór lítið fyrir jafnréttinu og þræðralag- inu. Þau lifðu að vísu af nokk- um tíma í haus sósialdemó- kratískra dagblaða ásamt kjör- orðinu: Gerðu skyldu þína og heimtaðu rétt þinn — en nú eru þau Hka horfin þaðan. 1793 sagði sá frægi Rob- espierre í tillögum um mann- réttindi: ■ 1. Menn í öllum löndum eru bræður og mismunandi þjóðahópar verða að hjálpa hver öðrum eftir getu eins og borgarar í sama ríkinu. ■ 2. Sá, sem kúgar eina þjóð lýsir þar með sjálfan sig óvin allra þjóða. ■ 3. Við þá sem fara í stríð — Nei, Jensen, styttri vinnutími er ekki leiðin til baettra Iífs- bjara. Líttu bara á mig, ég hef aldrei unnið og er þó margfaldur miljónamæringur. FBI í vanda stödd: Ibúar í Missksiflpi þegja þunnu htjáíi Grísk höggmynd af þræl frá 2. eða 3. öld fyrir Krist. við þjóð, til þess að hindra framgöngu frelsisins og af- má mannréttindi, munu all- ar þjóðir berjast ekki eins og við venjulegan óvin,, heldur sem ræningja og morðingja. Robespierre var tekinn af lífi og nafn hans er kallað skamm- arblettur á sögu byltingar borg- arastéttarinnar. Ef fylgzt er með þróun auðvaldsskipulagsins í heimsveldisstefnu og allt fram á þennan dag er það auðskilj- anlegt hvers vegna hann er kallaður svo. Nú á dögum er langt síðan ný stétt „fjórða“ stétt kom fram í auðvaldsskipulaginu. Það er verkalýðsstéttin og um hana má með sanni segja, að hún er allt, en hefur allt of lítil áhrif í ríkinu. Við höfum almennan kosn- ingarétt, en í fyrsta lagi sýna síðustu kosningar, að það hef- ur ekki veitt verkalýðsstéttinni rétta fulltrúatölu á löggjafar- þinginu (Verkamenn eru um helmingur íbúanna, en hafa að- eins 10% fulltrúa á þingi.) f öðru lagi leiðir t.d. öll húsnæð- ismálalöggjöfin nú þegar í ljós, hve kosningar o_g kosningalof-3> orð hafa litla þýðingu í raun- veralegum stjómmálum þjóð- arinnar, Þetta undirstrikar það enn einu sinni, að það er ekki nóg að dæma lýðræði aðeins eftir ytri auðkennum, £vo sem fjölda flokka, hvenær menn fái kosn- ingarétt, kosningarétti kvenna, eða þá eftir því hvernig ríkis- stjómir era samsettar; Hvort það er borgaraleg eða sósíal- demókratísk stjóm. Auðvitað geta slík atriði hvert um sig haft sína þýðingu, en mergur- inn málsins er eðli samfélags- ins, og það er aftur; Hverjir eiga framleiðslutækin, sem notuð eru til framleiðslu efna- hagslegra gæða samfélagsins, hverjir eiga að ráða yfir jörð- inni, hráefnum, vélum, flutn- ingatækjum o.s.frv. Einkaeignaréttur í 73. grein stjómarskrár danska ríkisinc er skýrt kveð- ið á um, að „eignaréttur er friðhelgur“. Þessi einkaeignar- -réttur gerir allt í kapítalísku samfélagi að vöru, Þetta á ekki , aðeins við um áþreifanlega , hluti, sem eru keyptir og seldir í metra og kílóatali, Þetta á einnig við um vinnuafl manna Það er vara sem vinnuveitandi kaupir — kostnaður, sem hann reynir að gera eins ódýran og mögulegt er — og notfæra sér út í yztu æsar, Það er mjög samrýmanlegt skilningi einlra- eiganda á lýðræði, að hann I berjist gegn samtökum verka- manna og verkföllum, sem eru háð til þess að hækka verðið á vinnuafli. Verzlunarvara Auðvaldsskipulagið gerir einnig samvizku hluthafa í dagblöðum og ritstjóra þeirra að verzlunarvöru, sem ætti að vera hægt að kaupa og selja. Þegar stórar vopnaverksmiðjur auglýsa í „Politiken“ er það varla til þess að selja lesend- um blaðsins fallbyssur eða or- ustuþotur, öllu heldur líklega til þess að kaupa skoðanir blaðsins. Þetta er einnig þekkt hvað stjómmálamönnum viðvíkur. Þeir era heldur ekki hafnir yfir sannindin í orðum Birch prófessors að: „vald yfir fjár- munum veitir vald yfir mönn- um“. Þegar þingmenn sýna furðu- lega hæfileika til þess að ger- ast stjómmálalegar og efna- hagslegar þúsundfætlur, er það varla alhliða vizka þeirra, sem næði þá frá aðstæðum í spari- Framhald á 9. síðu. Nicholas Katzenbach, sem nú gegnir störfum dómsmálaráð- herra í Bandaríkjunum, hefur nú skýrt svo frá, að það sé borgurum í ríkinu Mississippi einum að kenna, að enn hefur ekki verið haft upp á þeim mönnum, sem valdir eru að morði þriggja ungra manna, sem börðust fyrir auknum mannréttindum blökkumönn- um til handa. Fólk þegi allt þunnu hljóði og neiti ríkislög- reglunni um einföldustu aðstoð við rannsókn málsins. — Ég held nú samt, að mál- ið verði upplýst að lokum, sagði dómsmálaráðherrann. Þetta getur allt tekið tíma, en ég er sannfærður um það, að okkur tekst að grafa upp nauð- synleg sönnunargögn og ein- hver mun að lokum leysa frá skjóðunni. Ungu mennirnir þrír, And- rew Goodman, Michael Schw- erner og James Chaney, sáust síðast 21. júní í Philadelphia í Mississippi, en þangað komu þeir til að hvetja blökkumenn til þess að láta skrá sig á kjör- skrá við fyrirhugaðar forseta- kosningar. 5. ágúst fundust lík þeirra í grennd við borgina, limlest, og enn hefur yfirvöld- unum, eða öllu heldur ríkis- lögreglunni FBI, ekki tekizt að upplýsa þetta hroðalega morð. Kúbuútlagar á kreiki MANAGUA — Dagblaðið „La Prensa“, sem gefið er út í Nle- aragua skýrir svo frá, að cnn haldi áfram í Miif-Ameríku þjálf- un þeirra kúbanskra útlaga, sem hyggja á innrás á Kúbu. I frétt- inni segir, að þessar þjálfunarstöðvar séu staðsettar í Nicaragua og Costa Rica. Nýlega hcfur Iögreglan í Mexico komið upp um glæpaflokk sem cinkum hafði það hlutverk að útbúa fölsuð skil- ríki og vegabréf handa þessum útvörðum Iýðræðisins. Hollendingar gegn MLF AMSTERDAM — Friðarráðið hollenzka hefur ákveðið að 9. fe- brúar næstkomandi skuli verða dagur mikilla f jöldaaðgerða gegn fyrirhuguðum kjarnorkuflota Atlanzhafsbandalagsins. I ávarpi ráðsins er skírskotað til þess, að með því að framkvæma kjarn- orkuflotaáætlanirnar sé enn Iengra haldið á braut þess kjarn- orkubrjálæðis, sem nú sé æ meir að grípa um sig með þjóðunum. Hunguróeirðir NEW DELHI — Miklar óeirðir hafa að undanfömu orðið í Ker- ala-fylki í Indlandi, en þar er nú matvælaskortur og jaðrar við hungursneyð. Öeiröimar hófust, cr fyrsta matvælaiestin af fimm- tíu kom til Trivandum, sem er höfuðborg fylkisins. Mótmæla- ganga var farin að stjómarbyggingunum og fólkið hrópaði: Gefið okkur rís, við viljum ekki deyja, Þess þarf naumast að geta, að lögreglan dreiföi mannfjöldanum og fjölmargir meiddust. MaSirina bak við kjarnorku- sprengju Kínverja Það er haft fyfir satt; 'að vísindamaöurinn, sem helzt eígi sök eða heiður á fyrstu kj arnorkusprengju Kínverja, sé dr. Tsien Hsueshen, sem lærð- ur er í Bandarlkjunum. Dr. Tsien bjó áram saman í Kaliforníu, nam þar fyrst, en kenndi síðan við hina frægu vísindastofnun „California In- stitute of Technológy”. Hann var á árunum eftir stríð tal- inn einn fremsti kjamorkuvis- indamaður vestra. Eftir stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins reyndi Tsien að komast til Kína, en það var ekki fyrr en 1955, sem bandarísk yfirvöld töldu vitneskju hans um kjarnorkurannsóknir Banda- ríkjanna nægilega úreltar tll bess að sleppa mætti honum til síns heima. 17. september sama ár yfirgaf hann Los Ang- eles ásamt konu sinni og böm- um. — Myndin hér til hliðar er af umræddri sprengju. ‘

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.