Þjóðviljinn - 15.11.1964, Page 7

Þjóðviljinn - 15.11.1964, Page 7
Sunnudagur 15. nóvember 1964 — Fyrir fimmtán árum var óðruvísi umhorfs en nú er vestan byggðarinnar Fiirsten- berg við ána Oder. Á þessu landsvæði, um 60—70 km suð- austur af Berlín, höfuðborg Þýzka alþýðulýðveldisins. skiptust um þetta leyti á gras- gefnir móar og gróðurlitlir sandflákar, lyngheiðar og gisn- ir greniskógar. Upphafið En árið 1950 lá leið fjöl- margra manna úr öllum hér- uðum Austur-Þýzkalands til þessa svæðis milli Fúrstenberg og Schönfliess; byggingaverka- menn og iðnaðarmenn frá Mecklenburg, málmsteypumenn frá Brandenburg, verkfræðing- ar frá Þýringalandi og vísinda- menn frá Saxlandi, allir lögðu þeir leið sina á þessar slóðir til þess að taka þar þátt i stór- felldum framkvæmdum, bygg- ingu stáliðjuvers þess hins mikla, sem samþykkt hafði ver- ið að reisa á þriðja þingi Sam- einaða sósíalistaflokksins, aust- ur-þýzka stiórnarflokksins, á því ári. Sú samþykkt og á- ætlun sem henni var bundin hafði ekki verið gerð af tilefn- islausu, heldur af brýnni þörf. ef takast mætti að hrinda í framkvæmd áformunum um að lyfta Austur-'Þýzkalandi úr rústum og fátækt í röð fremstu iðnaðarlanda á sem skemmst- um tíma. f þessu sambandi ©r vert að hafa í huga eftirfarandi stað- reyndir: Þegar Þýzkaland var hlutað f hemámssvæði bandamanna að heimsstyrjöldinni lokinni vorið 1945, skiptist jafnframt í femt sú efnahagslega heild sem landið áður var; misjöfn- uður í efnahagslegu tilliti var mikill vegna þessarar skipting- ar milli hernámssvæðis Sovét- ríkjanna, sem nú erjnnan landamæra Þýzka alþýðulýð- veldisins, og hinna _hemáms- svæðanna þriggja. f austur- hlutanum var að finna 24,7 af hundraði alls vélaiðnaðar landsins, um 35% fram- leiðslunnar á smærri tækium ýmiskonar, sjónglerjum, ljos- myndatækjum og vörum og ýmsum öðrum málmvamingi, en hinsvegar aðeins 15.1% málmvinnslunnar og jám- bræðslunnar. Nauðsynin var þvi brýn fyrir Austur-Þjóð- verja að auka til verulegra muna málmvinnsluna, svo að þeir þyrftu ekki að vera jafn háðir öðrum. misjafnlega vin- veittum nágrannaþjóðum í Meðal bóka frá Leiftri: Ný skáldsaga eftir Guðrúnu frá Lundi Sjóvá gaf 50 bús. kr. til Handrita- stofnunarinnar Sj ávátryggingarf élag fslands íáf nýlega Handritastofnun Is- lands kr. 50.000, og skal verja beim til handritaútgáfu eða annars kostnaðar vegna vasnt- anlegrar heimkomu íslenzku sandritanna. Sögur eftir Martin A. Han- sen komnar út út er komin hjá Bókaútgáfu menningarsjóðs smásagnasafnið Syndin og fleiri sögur eftir Martin A. Hansen í þýðingu Sigurðar Guðmundssonar rit- stjóra. Auk Syndarinnar hefur bókin að geyma þrjár aðrar úr- valssögur hins danska höfund- ar. Þær eru: Slægur, Heim- koman og Réttlátur. Bókin er um 110 blaðsíður. ■ Meðal allmargra nýrra bóka, sem LEIFTUR hefur sent frá sér, er ný skáldsaga eftir Guðrúnu frá Lundi, Hvikul er konuást. Tveir þriðju hlutar hrájárnsframleiðslunnar i A ustur-Þýzkalandi koma frá bræðsluolnunum sex í ,,Austurveri“ — Eise nhuttenkombinat Ost. Þessi nýja saga hinnar af- kastamiklu skáldkonu er 315 blaðsíðna bók, gerist á fyrri hluta þessarar aldar og hefst á því, er útflytjendur til Am- eríku yfirgefa landið. Á kápu- síðu bókarinnar segir að sag- an s,é hliðstæð Dalalífi, fyrstu skáldsögunni sem kom frá hendi Guðrúnar frá Lundi og út var gefin í 5 bindum á ár- unum 1945 til 1951. Auk Dala- lífs hafa þrettán bækur komið út eftir Guðrúnu frá Lundi. Þýddar bækur. Nokkrar þýddar bækur erv komnar ú* á forlagi Leifturs Ein þeirra er „Heillar mip Spánn” eftir Fredrik Wislöf < þýðingu Benedikts Arnkelsson- ar. Þetta er ferðasaga sænsks höfundar, prýdd allmörgum ljósmyndum frá Spáni. „Fullnuminn vestanhafs” eft- ir Cyril Scott er framhald hinnar kunnu bókar tónskálds- ins og rithöfundarins, Fullnum- inn, þar sem höfundur segir frá kynnum sínum af dular- fullum spekingi, er hann nefn- ir Justin Moreward Haig. Steinunn S. Briem hefur þýtt bókina. Þá nefnist ein af bókum Leifturs „Stjörnuspáin — Hvað boðar fæðingarstjarna þín?” eftir R. H. Neylor. enskan “■íörnuspámann T oks er að nefna skáldsög- „Lending með lífið að veði’’ ' '+ir bá John Castle og Arthur Mailey. Sagan er sögð byggð á sönnum atburðum. 8 ofnar iðjuversins myndu af- kasta. Og enn átti afkastaget- an eftir að aukast, því að fram- leiðslan nemur nú 1,25 milj lesta af hrájárni ár hvert, með öðrum orðum 62 af hundrað’ alls þess hrájárns sem fram leitt er í Austur-Þýzkalandi Höfn og fleira En framkvæmdirnar hafa ac) sjálfsögðu ekki einungis ver- ið bundnar við það verkefni magni íyrir iðjuverin og borg- ina. Orkuver þetta er hið fyrsta sinnar tegundar í Evrópu sem nýtir til rafmagnsframleiðslu útblástursloftið og gasið frf =!tálbræðsluofnunum. Ýmiskonar aukaframleiðs1- tylgir auðvitað málmbræðsl unni og verður ekki farið ú‘ í þá sálma hér, en þær stofn framkvæmdir sem nú er unn ið að þama á Oder-bökkum pr smíði og uppsetning verksmiðja til að vinna enn frekar úr hrá- íbúð (með hita) í dýrtíðinni hér í Reykjavík eða í henni Keflavík. Húsmæður þarna i borginni vinna gjarnan úti og koma Sörnum sínum þá fyrir á rarnaheimilum, dagstofum eða 'eikskólum, en slíkar stofnan- :r eru margar þar eystra og ‘Mdar nauðsynlegar Mennta- menningarstofnanir eru þar íka margar, að sjálfsösðu fyrst og fremst barna- 0g unglinga- skólar, svo og fjórir iðnskólar; ÞJÖÐVILJINN SfÐA 7 i síðastnefndu skólana liggur leið flestra þegar þeir hafa aldur til. Tónlistarskóli er og starfandi S borginni, og þar eru sex byggingar ætlaðar ein- göngu ýmiskonar menningar- starfsemi íbúanna, einnig ný- tízkulegt og vandað leikhús, kennt við Friedrich Wolf.,* og útileiksvið, þar sem rúmast 3500 manns á áhorfendabekkj- um. ★ Abaigatan i Eiseniiutu>,i»tdUt. Eremst tu vihstu u luynuiuiu ses . . _ jjuutt. uutmUUi Uuivi v « w.<* <iii baki eru íbúðarhús og verzlunar og Friedrich Wolf leikhúsið. H ægra megin við götuna eru verzlunar- og skrifstofuhús. reis á lyngmóunum þessum efnum — undirstöðunni sem iðnaðurinn og þar með afkoma þjóðarinnar og hins nýstofnaða ríkis hvíldi á. Framkvæmdir Stáliðjuverinu mikla var val- inn framangreindur staður að vandlega íhuguðu máli. Við staðarvalið þurfti fyrst og fremst að hafa það í huga, að framleiðslan yrði að byggjast eingöngu á aðfluttu hráefni, málmgrýti og eldsneyti. Og þar sem málmgrýtið yrði að langmestu leyti flutt inn frá Sovétríkjunum og kolin frá Póllandi var hagkvæmt vegna allra flutninga’ að iðjuverið væri reist í námunda við ána Oder, skipgengt fljót sem skiptir löndum Pólverja og Austur-Þjóðverja. í ágústmánuði 1950 hófust svo framkvæmdir á verk- smiðjusvæðinu; Selbann sá, ráðherra í austur-þýzku stjórn- inni sem fór með málefni þungaiðnaðarins á þessum ár- um, reiddi öxi að rótum fyrsta grenitrésins sem fellt var þarna á svæðinu að morgni 18. ágúst þ.á., síðan tóku stórvirkar vinnuvélar við að ryðja skóg- inn, verkið var hafið. Og það vannst vel. Hálfum fimmta mánuði eftir að Selbmann ráð- herra sveiflaði öxinni var horn- steinninn lagður að fyrsta bræðsluofninum, það var 1. janúar 1951, og tæpu ári síð- ar, 13. nóvember sama ár, var byrjað að bræða. Bræðsluofnarnir risu nú upp hver af öðrum og árið 1954 voru afköst 6 ofna orðin 500 þúsund lestir af hrájámi eða jafnmikil og upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að allir eitt, að koma upp járnbræðsl- unni — sitt hvað annað sigldi óhjákvæmilega í kjölfarið. Við skulum taka sem dæmi gerð hafnar þarna á Oder-bökkum. Á fáum árum hefur verið full- gerð næst stærsta innhöfn i Austur-Þýzkalandi, það er að segja næststærsta höfn við hin- ar skipgengu ár í landinu. Fá- einar tölur gefa nokkra hug- mynd um þá miklu umferð sem þegar á sér stað um höfnina: Á síðasta ári, 1963, fóru 5900 Skip um þessa nýju höfn og fluttu 118 þúsund járnbrautar- vagna með um 2.360.000 lestir af ýmiskonar vamingi og hráefni. Raforkuver er starfrækt þarna til framleiðslu á raf- járninu en nú er gert. Unnið er samkvæmt áætlun sem ljúka á 1972 og voru fyrstu fram- kvæmdir hafnar á síðasta ári. Nú í sumar hefur jarðvinnsl- an á iðnaðarsvæðinu sett mest- an svip á , framkvæmdir, en hin eiginlega byggingarvinna mun hefjast í vor. Ætlunin er að þarna rísi á næstu árum hinar fullkomnustu verksmiðj- ur til úrvinnslu á hrá.iáminu; þar verður járnið mótað og valsað, teygt og togað, allt eft- ir því til hverra hluta málminn á að nota. 35000 íbúar íbúar borgarinnar, sem reis af þessum grunni, eru í dag 35 þúsund t^lsins. Og þeir eru ungir langflestir, eins og borg- in, meðalaldurinn er sagður vera 29,7 ár fbúðir þarna eru stórar mið- að við það sem gerist í Þýzka- landi, og þær þykja nýtízku- legar og hagkvæmar. Þetta eru að sjálfsögðu leiguíbúðir og leigugjaldið á mánuði um 60 þýzk mörk, þ.e.a.s. liðlega 600 krónur íslenzkar. Myndi ein- hverjum væntanlega þykja það lág leiga eftir þriggia herheriíla Og hvað heitir svo borgin, nun einhver spyrja að vonum, komið er að greinarlokum og ’iorgarnafnið hefur enn ekki ’orið nefnt. Það hljómar held- ■r ekki sérlega vel í íslenzkum vrum, Eisenhúttenstadt, Jám- miðjuborg. Þetta hefur þó kki alltaf verið nafn borgar- anar — og á kannski enn eft- - að breytast. Hver veit? Upp- '•'aflega var borgin nefnilega ■kírð Stalinstadt. Hún tók að 'iyggjast þegar Stalíndýrkunin var hvað mest í austurvegi 0g þar sem austur-þýzkir stjórnar- menn hafa löngum þótt nám- fúsir lærisveinar þeirra í Sov- étinu fannst þeim sjálfsagt að kenna, þessa fyrstu borg, sem reist er frá grunni í Þýzkalandi með grundvallarsjónarmið sósí- alista i huga, við Jósef Djúg- asvili. Þetta var um og eftir 1950 og á þeim tíma var ekki að finna þá borg eða meiri- háttar þorp í Austur-Þýzka- landi, sem ekki ætti sína Stal- íngötu, sitt Jósef Stalin stræti eða J. Stalín allé. En svo breyttust tímarnir og nöfnin. Borgin við Oder var ekki lengur kennd við bóndann í Kreml heldur jámsmiðjuna, undirstöðuna sem afkoma borg- arbúa byggist á. f. H. J. *) Friedrich Wolf var f hópi hinna kunnustu, róttæku, þýzku leikritaskálda á fyrri helmingi þessarar aldar. Hann var læknir að mennt, en lét mjög að sér kveða sem rithöf- undur, skrifaði allmörg leikrit sem flest voru þrungin þjóðfé- lagsádeilu, en kunnust þeirra eru „Zyankali" „§ 245“ og „Prófessor Mamlock", það - síð- astnefnda lýsir valdatöku naz- ista í Þýzkalandi. Friedrich Wolf var fæddur 1888, og þar sem hann var hvorttveggja í senn: gyðingur og kommúnistij varð hann að flýja land á dög- um Hitlers. Hann er látinn fyr- ir allmörgum árum. Sonur hans, Kurt Wolf, er í dag einn kunnasti kvikmyndastjóri Aust- ur-Þjóöverja. Hann hefur m.a. stjórnað gerð kvikmyndarinnar ..Stjörnunnar" qg nú síðar gert mynd eftir frægasta leikriti föður síns, „Prófessor Mam- lock“.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.