Þjóðviljinn - 20.11.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.11.1964, Blaðsíða 7
«ú>n£}Mrt' Jnti.it hvn-tv t?4>« tvV'» V»Vtö«4 \> 'i t'Ub 'Vj v j '} Ixhs^ýr^c ,1n»g' tfV kw«: •X- Wm m< p&: : r;x-.-: •• •. Vy :-’:;x-:::^VÍb: Síða úr fornu sk’innbókarhandriti. Föstudagur 20. nóvember 1964 ÞJÓDVILJINN SfÐA □ Handritamálið er nú mjög á dagskrá, eftir að danska stjómin hefur lagt fram á þingi frumvarp það um afhendingu handritanna sem samþykkt var sem lög 10. júní 1961, en kom þá ekki til fram- kvæmda vegna þess að íhaldsforkólfum tókst að tefja málið með því að safna undirskriftum þriðjungs þingmanna. Kristinn E. Andrésson magister, sem verið hefur einn af fulltrúunum í nefndum þeim sem fjallað hafa um handritamálið af íslands hálfu frá stríðslokum, skrif- aði merka grein um endurheimt handritanna í Tímarit Máls og menn- ingar, desemberheftið 1961, í tilefni af ákvörðun danska þingsins. Hef- ur Þjóðviljinn fengið leyfi Kristins til að prenta upp meginefni grein- arinnar sem á sérstakt erindi til manna nú, þegar þess er að vænta að danska þingið ítreki fyrri ákvörðun sína og hún komi til fram- kvæmda. Fyrri hluti greinar Kristins E. Andréssonar um handritamólið: ENDURHEIMT HANDRITANNA Lögin gera ráð fyrir skipt- ingu Ámasafns, en eftir af- hendingarreglum sem samkomu- lag hefur orðið um milli rík- isstjórna íslendinga og Dana og ráðgjafanefnda þeirra um handritaskiptinguna fær Há- skóli íslands til varðveizlu og umsjár meginhluta íslenzku handritanna úr Árnasafni og einnig mörg handrit úr Kon- ungsbókhlöðu, og þó að ís- lendingar fái ekki kröfum sin- um fullnægt út í æsar, eru málsúrslit mjög viðunanleg. Mest eftirsjá er í handritum konungasagna sem Dönum eru látin eftir, nema djásnið sjálft, Flateyjarbók, kemur í hlut fs- lendinga Alls eru handritin sem við eigum von á nálægt tveimr þúsundum. Um leið og von er á handrit- unum heim er eins og vér sjá- um* þau ailt i einu í nýju ljósi, ofar stund og stað, og oss sé lyft á hæsta sjónartind fs- landssögunnar með útsýn yfir aldimar O’S fram i tímann. >essi handrit eins og vér höfum séð þau í Árnasafni láta ékkj mikið yfir sér. Það fer ekki mikið fyrir þeim Þau komast fyrir i rúmgóðri stofu. Sum þeirra eru óneitanlega fagrir sripir en fleiri óásjáleg, mórauð máð og slitin. fjöldi þeirra svo illa farinn, að þau eru að dómi próf. Jóns Helga- sonar ekki ferðafær til íslands nema sert sé við þau áður. Þó er varðveittur á þessum blöð- um sá auður sem flestar þjðð- ir meaa öfunda '^s af oa eini auður vor frá f.vrri öldum Varla hafa þau mikið aðdrátt- arafl í augum framandi gests er kemur að skoða bau sem safngripi og hefur engin tengsl við tungu þeirra sögu eða þjóð- emi. Jafnvei þeir sem vita að á þau eru skráðar miklar bók- menntir en aðgreina ekki handrit frá prentaðri bók os meta ef til vill prentuðu bók- ina meira af því hi'm er að- gengilegri, geta látið sér fátt um handritin 'finnast, litið á þau sem fomgripi og dauðar skræður. Þeir sem sljóir eru fyrir verðmætum geta í háði nefnt þau skinnpjötlur og rifr- ildi. Þó lifir á spjöldum þeirra allur orðstír íslendinga. Enginn hlutur kemur af sjálfu sér og ekki heldur sá skilningur sem til þarf að taka með réttu hug- arfari á móti öðmm eins verð- mætum og handritin eru eða kunna að meta þau að verð- leikum. Eða hvers vegna eru þau svo máð og fúin og illa leikin? Því veldur ekki aldúr- inn einn þó að vitaskuld vinni hann á þeim. Hátt á þriðju öld hafa flest þeirra legið í söfnum í Höfn, en þar áður áttu þau sér lengri feril og æv- intýralegri, meðan þau voru heima á fslandi, höfð til upp- lestrar vetur eftir vetur, gengu kannski bæ frá bæ, hönd úr hendi, voru í stöðugri notkun, kynslóð eftir kynslóð. Þeir sem lesið hafa Handritaspjall Jóns Helgasonar sjá þar rakta sögu margra þessara handrita. Þeg- ar hún er íhuguð öðlast menn á þeim dýpri skilning. Þá geta hin óásjáleeustu, bau sem mest voru um hönd höfð og verst eru farin, orðið dýrmætust vegna þess vitnisburðar um bióðaralúð sem þau bera með sér Þau voru skóli þjóðarinn- ar. skemmtun og andlegur afl- cjafi. ljósið i hugskoti fólksins. f þeim skilningi fá handritin siálf sögulegt gildi, tengt fs- landi, og i ásýnd þeirra spegl- ast örlög þjóðarinnar, lifsbraut oa eðliseinkenni Jón Helgasor segir f Handritaspjalli: „íslenzkur maður sem reikar t.il að mynda um sýningarsal- ina í British Museum og sér bar skrúðbækur víðsvegar a*' úr löndum. bókfellið mialla- hvítt og óvelkt og prýtt hinum '°eurstn mvndum. lætur sér bá ef til vill koma til hugar hækur sinnar bióðar. fáskrúð- uear, dökkar og einatt skemmd- ar Hann má þá minnast þess að vel getur verið að hinar íslenzku skræður geymi efni sem ekki er víst að þurfi að minnkast sín hjá efni hinna, o:g jafnvel skemmdirnar sýna að þær hafa ekki legið ónotáð- ar í hirzlum og aðeins verið teknar fram einstöku sinnum tignarmönnum til augnagam- ans, heldur verið mörgum liðn- um kynslóðum til uppörvunar og gleði ...“ Það efni sem handritin geyma er j fyrsta lagi forn- bókmenntir íslendinga: Eddu- kvæðin, Völuspá, Hávamál, hetjuljóðin, íslendingasögur, Njála, Egilssaga, Grettla, Hrafn- katla’ osfrv., sagnaritin íslend- ingabók, Landnáma, Heims- kringla, goðasagnir Snorra- Eddu, Gylfaginning, Skáldskap- Kristinn E. Andrésson armál, dróttkvæði, fornaldar- sögur, svo að rifjuð sé upp alkunn verk. Lengst mun verða óráðin dul hvemig þessar bók- menntir urðu til. Hún skilst. segir Halldór Laxness í fs- landsklukkunni, við þá sýn eina að sjá ísland rísa úr hafi Það er skáldlegt sjónarmið sem felur þó i sér nýja dul. Landið á sinn hlut í sköpun þeirra bjóðin sem lapdið byggði op myndaði hið einstæða þjóðfélae á fullveldistímunum. hún ól þær í skauti sér svo að orðstír hennar mætti lifa. Hér er eigi svo að upp úr gnæfi einstak- ur höfundur, eins og til að mynda Shakespeare með Eng- lendingum, heldur þroskast á heilu tímabili , bókmenntateg- und sem ber mótaðan svip, sér- einkenni í bókmenntum heims- ins, bókmenntir sem standa einar sér á þeim tíma og ber svo hátt að þær skipa íslend- ingum sess við hlið fárra út- valdra. Með því að gera sér þessa grein eigum vér slíkt fram að leggja sem þjóð að það eitt nægir til að halda uppi málsvöm fyrir íslenzk þjóð- réttindi í aldir fram, enda voru fornbókmenntirnar ein megin- röksemdin í sjálfstæðisbarátt- unni við Dani. Það sem í því felst að skapa slikar heims- bókmenntir, verður ekki gefið hugboð um nema í skáldlegum myndum, og hefur enginn lyft eins fornbókmenntunum og sett þær í eins rétt ljós og Halldór Laxness í fslandsklukkunni, þar sem hann dregur upp þjóð- lífsmyndir frá þeim tima sem handritin voru flutt úr landi og upphefur með þær i bak- sýn gildi fornra bóka sem hann nefnir fslands lif, ljós yfir Norðurlöndum, sál Norðurlanda osfrv. og er í vængjuðum orðum að réttu lagi kjaminn úr niðurstöðum fræðimanna af ýmsum þjóðum sem bezt hafa rannsakað fombókmenntir fs- lendinga. Þegar vér lítum á hina fornu bókmenntaauðlegð íslendinga má ekki sjá hana frá of þröngu íslenzku sjónarmiði. Þessar bókmenntir eru að vísu að meginhluta islenzk sköpun, ís- lenzk verk með ákveðin islenzk sérkenni, en rætur þeirra liggje , aftur í forneskju, suður á slétt- ur Evrópu. Þær eru að upp- runa arfur hins germanska kynstofns, ekki einasta ljós yf- ir Norðurlöndum, heldur einn- ig hátindur germanskra bók- mennta svo að þær væru án íslands fátæk brot sem enga heild gætu myndað. Þessu sjón- armiði til stuðnings mætti vitna í fjölmarga erlenda- fræðimenn en Andreas Heusler fremstan allra, fyrir utan ís- lenzka fræðimenn. Orðrétt seg- ir Heusler: „Aðeins hin fjar- læga norðurbyggð, fsland, bæt- ir upp tjón annarra landa. Frarplag íslands, einkum á 13. öld, er yfirleitt forsenda þess að tala um samfelldan forn- germanskan skáldskap. Án ís- lands væri ekki að sjá nema strjála litbletti á auðum grunn- fleti. . .“ (Die Altgerm. Dicht- ung, bls. 4—5). í bók sinni Ættasamfélag og ríkisvald hef- ur Einar Olgeirsson varpað ljósi á þjóðfélagslegan upp- runa fornbókmennta vorra og séreinkenni innan germanskr- ar samfélagsheildar, og á Njálu sérílagi sem svanasöng ættar- samfélagsins forna sem hann telur hafa viðhaldizt lengst á íslandi um leið og það náði þar mestum þroska. Að islenzk- um bókmenntum stendur hinn germanski kynstofn en þær eru þroskaðasti ávöxtur hans, hið fremsta sem hann hefur á miðöldum fram að færa gagn- vart Grikkjum og Rómverjum, svo að aðrar hámenningar lífs- heildir í Evrópu séu tilnefnd- ar. Af þessu leiðir að ekki Norðurlandaþjóðir einar held- ur allar germanskar þjóðir standa í þakkarskuld við ís- lendinga og verða, svo fram- arlega sem þær vilja komast eitthvað fyrir rætur sinnar eigin menningar, að leggja stund á íslenzk fræði. En fremsta skyldan hvílir hér á oss sjálfum að leggja fram o:kkar hlut til að rannsaka sögu vora og bókmenntir i samnorrænu og samgermönsku ljósi og jafn- vel víðara samhengi, en líta ekki á starf vort að þessum rannsóknum frá of þröngum sjónarhól. Slíkt hlýtur að hefna sín í þvi að vér berum rangt skyn á vorar eigin bókmennt- ir og stöðu þeirra í heiminum. Einmitt fyrir það að íslenzk- ar bókmenntir standa svo djúp- um rótum í sögu Evrópu gerir það allan hlut vorn stærri og áhrifameiri og eflir aðstöðu vora sem íslenzkrar menning- arþjóðar og tryggir oss, ef ekki er því klaufalegar og smá- smugulegar á haldið, að verða miðstöð norrænna og germ- anskra fræða. En heimkoma handritanna snýr þó fyrst og fremst inn á við til vor sjálfra. Þau eiga að tengjast að nýju við sjálft líf þjóðarinnar, ræktin við þau er rækt við íslenzkt þjóðerni, við íslenzka tungu. Um leið og vér fáumst við útgáfu þeirra, við rannsóknir á þeim, alls konar samanburð, málfar þeirra, uppruna, stílsnilld, tungutak, erum vér að hlúa að sjálfri undirrót íslenzks þjóðemis í dag og að samtíðarbókmenntum vorum. Vér erum að rækta þann garð er oss ber framar öllu að hlynna að, sem er ís- lenzk menning. Og hér er eitt sem verður að hafa i huga og skynja til hlítar; þau handrit sem nú koma til íslands falla inn í handritasöfn íslands í heild og inn í bókmenntir fslands í heild, það er að segja, þær bókmenntir sem síðar hafa ver- ið skapaðar á fslandi verða að skoðast í ljósi allra bókmennta þjóðarinnar, fombókmenntirnar verða að rannsakast með tilliti til þeirra bókmennta, sem siðar urðu, og nútímabókmenntir fs- lands í Ijósi fombókmenntanna. Hér liggur lífið við að tengja saman og bera saman hið foma og nýja, einmitt frjósömustu viðfangsefnin að rannsaka hvað nýtt er komið t:l sögu og hvert hið nýja sækir rætur sinar, að rannsaka til að mynda jöfnum höndum við íslenzkudeild há- skólans hin fomu rit og rit Þórbergs Þórðarsonar, Halldórs Laxness og Gunnars Gunnars- Pramhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.