Þjóðviljinn - 20.11.1964, Blaðsíða 2
SÍDA
HÓBVIUINN
SLAND
SRAEL
Annað fréttabréf Baldurs Pálma-
sonar frá Olympíuskákmótinu
Síðari hluti
Eftir hádegisverð var gengið
á fjallið Zíon og skoðuð and-
látskirkja Maríu meyjar. Er
það nýleg bygging, að mestu
reist snemma á okkar öld, i
og með til virðingar við Vil-
hjálm II Þýzkalandskeisara.
og var hún honum gefin, er
hann ferðaðist hingað austur
sem opinber gestur Er kirkj-
an hin fegursta að innanverðu.
Á þessum bletti á hin heitaga
Guðsmóðir að hafa sofnað
hinzta svefni, og til merkis
um það er líkneskja af henni
liggjandi á líkbörum í hvelf-
ingu undir kirkjusalnum. Loga
þar kertaljós jafnt og þétt.
Grafarbeður hennar er hins-
vegar á öðrum stað, sem heyr-
ir til Jórdaníu.
En Davíð konungur Israels
er sagður gráfinn undir stein-
bákni einu þarna á fjallinu,
•vog- virtum við legstað hans fyrir
okkur. Þar í áfastri byggingu
•> er. gotnesk hvelfing, bar sem
gefur að líta súlnabrot af
býzantískri gerð. og er það
tákn um stað bann, þar sem
Kristur kvaddi lærisveina sína
í heilagri kvöldmáltíð hið
fyrsta skírdagskvöld I hvelf-
ingunni má sjá nokkrar menj-
ar frá krossferðatímunum. t.d
skialdarmerki riddaranna riso-
uð og lituð f steininn. og sums-
staðar eru svartír sótblettir
eftir logana frá kyndlum
þeirra.
Við Islendingar urðum svo
eftir í Jerúsalem. þeaar vagn-
inn hélt aftur til Tel Aviv.
bvf að nú hafði okkur veríð
boðið að koma til kveðjuhófs
bess. er forsætisráðherrahjóo
ísiands. dr. Biarni Benedikts-
son og frú Sigríður Björns-
dóttir. héidu kvöidið fyrir
brottför beirra úr Israel eftir
vikudvöl sem opinberir gestir
ríkisstjórnarinnar. En varla
er hægt að stíga svo út úr
vagninum, að ekki sé minnzt
á leiðsögumann okkar um
borgina, bráðfæran og röskan
mann, sem lét sér aldrei verða
fótaskort á tungunni, er hann
flutti okkur ferðalöngunum
skýringu á ensku, frönsku og
spænsku til skiptis. Starfsbróð-
ir hans, sem leiðbeindi okkur
á ensku og þýzku í fyrri Jerú-
salemsferðinni, er ég nefndi
um daginn, var einnig mikill
öndvegismaður, góður húmor-
isti, og húmanisti líka trúi ég.
Hann hét eftir forföður sín-
um Haggaí spámanni.1
Tímanum fram til veizlunnar
eyddum við mestmegnis á ein-
asta íslenzka heimilinu í Jer-
úsalem. Þar ei*u húsráðendur
Þorgeir ^Þorgeirsson lækna-
kandídat og kona hans Krist-
jana, sem hafa haldið þarna
heimili í þriggja herbergja í-
búð fast að elnu ári. Þorgeir
stundar framhaldsnám við
vinstri),
til
Þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðhcrra hcim sótti ísrael á dögunum hitti hann m.a. Þorgeir
Þorgeirsson cand. med, sem Ieggur stund á sjúk dómafræði við Hadassab-stofnunina við Lækna-
deiid hebreska háskólans í Jcrúsalem. A myndinni sést ráðherrann ræða við Þorgeir (til
hægri er forstöðumaður stofnunarinnar.
læknisfræðistofnunina. sem er
sjálfstæð stofnun í tengslum
við háskólann, og leggur hann
stund á krufningar fyrst og
fremst. Mun hann þurfa að
vera vjðbúinn því, að vera til
kvaddur til þess ama hvort
sem er á nóttu eða degi, því
að ekki er beðið boðanna í
þeim efnum. Annars kynnu
ættingjar hins látna að hindra
verkið með offorsi. Þarna var
gaman að koma, og ekki spilltu
blessuð börnin tvö, kát og
frískleg, bæði á fyrsta ára-
tugnum. Munu ekki önnur ís-
lenzk börn finnast nokkurs-
staðar, er hafa hebresku fyrir
daglegt mál utan heimilis og
- jafnvel sín f milli. Farið var
með börnin til gæzlu í nær-
liggjandi húsi, og síðan urðum
HADASSAII—STOFNUNIN I JERÚSALEM
við öll samferða til kvöldfagn-
aðarins, hjónin, Ingvar stúd-
ent og skákaramir, alls tíu
manna hópur. Ellefti maður,
Björgúlfur loftskeytamaður,
kom rakleitt til veizlunnar frá
Tel Aviv.
Mannfagnaður þessi fór fram
í veglegasta hóteli höfuðborgar
ríkisins, hóteli Davíðs konungs,
sem hefur mörgum salarkynn-
um til að tjalda. Fyrir enda
þessa salar þaktist veggur
breiðum línborðum í litum ís-
lenzka fánans. Á langborði
öðrumegin stóðu drykkjarföng
og matarföng, og gat hver
gengið þar að og gætt sér á
að vild. I boðinu var margt
embættismanna, þ.á.m. forsæt-
isráðherra Israels Levi Eshkol,
svo og sendiherrar margra
rfkja, bæði blakkir og bjartir
yfirlitum. Forsætisráðherra-
hjónin og sendiherrahjónin
Andersen létu hið bezta yfir
ferðinni hingað, en oft kváðu
þau dagskrána hafa verið
nokkuð stffa, farið af stað
árla dags og ekki komið til
rólegheita fyrr en síðla kvölds.
Nær aldrei gist tvær nætur á
sama stað.
Á eftir bauð Ingvar Bjöms-
son okkur heim til sfn á stúd-
entagarðinn, en slík hús eru
þrjú og eigi smá. Rúma þau
þó nokkur hundmð erlendra
og annarra aðkomustúdenta.
Tngvar hefur tvo herbergisfé-
laga, bóða af Gyðingakyni, og
er annar þeirra rússneskur en
hinn frá Chile. Þeir hafa frem-
ur rúmgott herbergi með eld-
húskrók og snyrtiklefa fyrir
sig. Sýnist mér fara vel um þá
þama, og samkomulagið segir
Ingvar vera ágætt, en hann er
nýliðinn í hópnum, kominn
fyrir u.þ.b. tíu vikum. Rúss-
neski stúdentinn var háttaður,
er við komum þama, sat upp
við dogg og var að lesa, en
hinn var ókominn til náða,
enda kvað hann vera búinn að
trúlofa sig. Rússinn var við-
ræðugóður í bezta lagi, hýr og
hláturmildur, og þótti gaman
að sjá þessi eintök af Islend-
Föstudagur 20. nóvember 1964
ingum til viðbótar hinum fyrrL
Klukkan var langt gengin í
tólf, er við tókum okkur leigu-
bfl. til Tel Aviv, því að al-
menningsvagnar voru þá hætt-
ir akstri. Kvöddum við þau
Kristjönu, Þorgeir og Ingvar
þar úti á götunni f von um
að hitta þau aftur á skákstað,
áður en mótinu lýkur. Til Tel
Aviv ókum við á fimm stund-
arfjórðungum í ágætum amer-
fskum bíl af stætstu gerð.
Vegalengdin er 75 km, en veg-
urinn er talsvert mishæðóttur
og mörg er bugðan. En öku-
maðurinn var með afbrigðum
traustur. svo að okkur óaði lít-
ið, þótt mælirinn sýndi 120
km hraða á kafla og kafla.
Ég hrósaði honum mikið fyrir
bílstjómina í lokin, eins og
rétt var og skylt, og sást það
vel á svipnum að hann kunni
gott að meta.
Núnú, áfram með smérið,
Mangi minn, ég meina Ólymp-
íuskákmótið. Ekki höfðu stríðs-
fjendur okkar þar setið auð-
um höndum daginn áður, með-
an við undum ofekur vel f
Jerúsalem, heldur bætt við sig
vinningum eftir megni. ITla
tókst þó fyrir Uruguaymönn-
um, því að þeir töpmðu á öll-
um borðum fyrir álfubræðr-
um sínum í Argentínu. Kana-
da vann Mónakó með 3,5 gegn
0,5 og Austur-Þjóðverjar Ek-
vadormenn með 3 gegn 1.
1 sfðustu umferð forkeppn-
innar áttum við svo í höggi
við Uruguaymenn, sem voru
neðstir í riðlinum en við næst-
neðstir. Þeir með 3 vinninga
við með 5,5. Urðum við því að
ná einum vinning gegn þeim,
ef ekki átti að henda okkur
að lenda í tossabekk mótsins.
D-riðli úrslitanna, þar sem
aðeins myndu tefla átta sveit-
Framhald á 9. síðu.
öfuga
Svo er að sjá sem Hamra-
feilið, olíuflutningaskip Sam-
bandsins, hafi ekki getað tek-
ið þátt í alþjóðlegri sam-
keppni með árangri. Hjörtur
Hjartar, forstjóri skipadeildar
SlS, hefur skýrt svo frá að
skipið hafi verið rekið með
tapi að undanförnu, og nú
hafi Rússar boðið svo lág
farmgjöld á næsta ári að
skipið geti með engu móti
keppt við bá og verði annað-
hvort að leggja því. leigja
þrð eða selja það. Birtir
Mrrgunblaðið forustugrein af
bessu tilefni < gær og fer
hörðum orðum um það sví-
virðilega athæfi Rússa að
bjóðast til þess að flytja
hingað olíur fyrir allt of lágt
verð: „vissulega er illt til þess
að vita, ef þessar aðgerðir
Rússa verða til þess að selja
verður úr landi eina stóra ol-
íuflutningaskip Islendinga.”
Þannig er örðugt fyrir sov-
ézka að gera Morgunblaðinu
til hæfis f viðskiptamálum,
þeir eru jafn slæmir hvort
sem þeir bjóða góða kosti eða
óhagkvæma. Hins vegar
beinir blaðið skeytum sínum
greinilega í öfuga átt. Það
er ekki ákveðið í Moskvu
heldur f stjómarráðinu f
Reykjavík hvemig Islending-
ar haga olíuflutningum sín-
um. Séu tilboð Sovétríkjanna
talin óeðlileg er ekkert auð-
veldara fyrir ríkisstjóm Is-
lands en að hafna þeim. Sé
það í samræmi við íslenzka
hagsmuni að láta Hamrafell-
ið flytja olíu til landsins á
mun hærra verði en aðrir
bjóða, er það á valdi ís-
lenzkra ráðamanna að taka þá
ákvörðun. Telji Morgunblaðið
að röng stefna hafi verið
valin,' hefur það við engan
að sakast nema ríkisstjóm
Bjama Benediktssonar, for-
manns Sjálfstæðisflokksins.
Raunar getur Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson, ritstjóri Morgun-
blaðsins, kippt þessu máli í
liðinn á svipstundu með því
að stofna til að mynda al-
menningshlutafélag sem taki
að sér að greiða hallann af
olíuflutningaskini Framsókn-
arflokksins
UfTP'lir
í stjórnarráðirm
Mikill uggur hefur gripið
heimamenn í stjómarráðinu
eftir að hermálaráðherra
Bandaríkjanna skýrði frá því
að ákveðið væri að leggja
niður 95 herstöðvar í Banda-
ríkjunum og 5 Evrópulönd-
um. Hemámsflokkamir vita
ekki nema ísland sé með í
hópnum, því Bandaríkin beita
þeim húsbóndasið að ákveða
fyrst en mæla því næst fyr-
ir. Þannig sá Guðmundur I.
Guðmundsson utanríkisráð-
herra það fyrst í erlendum
blöðum á sfnum tíma að á-
kveðið hefði verið að banda-
rísfei landherinn — hið eig-
inlega vamarlið — yrði
kvaddur heim af Islandi.
Hann trúði fréttunum ekki,
heldur lýsti hátíðlega yfir því
á þingi að landherlnn færi
hvergi; ríkisstjóm Islands
myndi aldrei samþykkja það.
Herinn fór engu að síður
nokkrum mánuðum seinna og
skildi aðeins eftir rakka einn
með liðþjálfanafnbót. Georg
að nafni. utanríkisráðherra til
trausts og halds. Vona nú
ráðherramir og biðja að sag-
an endurtaki sig ekki, þótt
enn muni að vísu eitthvað
um húsdýrahald á KeflavíJi-
urflugvelli.
— Austri.
Ný bók, sem máli skiptir fyrir sérhvem
einstakling:
Þetta er bók
kynþroska fólk.
Á meðal undirstöðuhlutverka fjölskyldunnar er að
sjá um endurnýjun og viðhald kynstofnsins og
barnauppeldið. Frjóvgun, barnsfæðing og bama-
uppeldi eru því fyrst og fremst fjölskyldumálefnL
— En hvenær á fjölskyldan að stækka og hversu
stór á hún að verða? Á hverjum degi vaknar sú
spurning hjá miklum hluta þjóðarinnar, hvort
innilegustu samskipti karls og konu eigi að leiða
til þungunar, bamsfæðinGfar, fiölskyldustækkunar.
Bókin FJÖLSKYLDUÁÆTI> ANIR OG SIÐFRÆÐI
KYNLÍFS, eftir Hannes Jónsson, félagsfræðing,
fjallar á heilbrigðan hátt um þessi mál, þ.á-m. um
fjölskylduáætlanir, frjóvgunarvarnir og siðfrœði
kynlífsins. — í bókinni eru um 60 líffæramyndir
og -myndir af frjóvgunarvörnum.
Bókin fæst hiá flestum bóksölum en einnig beint
frá útgefanda.
FÉLAGSMÁLASTOFNTJNIN,
Pósthólf 31, Reykjavík, sími 40624.
PÖNTUNARSEÐILL; Sendi hér með kr. 150,00 til
greiðslu á einu eintaki af bókinni Fjölskylduáfetlanir
og siðfraeði kynlífs, sem óskast póstlagt strax.
Nafn:
Heimili: