Þjóðviljinn - 11.12.1964, Síða 5
ÞIÓÐVILIINN
SlÐA g
FösLudagur 11. desember 1964
Tveer bœkur
frá Ægis-
útgáfunni
Nýlega eru komnar út hjá
Ægisútgáfunni tvæ'r þýddar
bækur. önnur nefnist „Sögur
ökumannsins” og er eftir
sænska rithöfundinn August
Theodor Blanehe. Þýðinguna
gerði Jóhann Bjarnason. Bók
þessi kom fyrst út árið 1864 og
á því hundrað ára afmæli í ár.
Áður hafði verk þetta birzt í
sagnadálki blaðsins Illustreret
Tidning sem hann var ritstjóri
við og er þetta fyrsta bókin af
fjórum sem þar birtust und-
ir heildarheitinu Myndir úr
mannlífinu. Eru þetta að
nokkru leyti minningar höf-
undarins sjálfs. Bókin er 262
blaðsíður að stærð, prentuð í
Rún.
Hin bókin heitir „Fóstur-
dóttirin” og er höfundur henn-
ar Thea Schröck-Beck, þýð-
inguna gerði Lilja Bjarnadótt-
ir Nissen. Er þetta skáldsaga
um unga stúlku og segir frá
ástum herinar og erfiðleikum.
Prentsmiðjan Ásrún hefur gert
bókina úr garði.
Mriisjir
í fyrradag opnaði frú Sólveig
Eggerz Pétursdóttir þriðju sýn-
inguna á verkum sínum á þessu
ári. Nú sýnir hún 10 myndir
málaðar á rekavið og 10 mynd-
ir málaðar á sauðskinn í Mokka
við Skólavörðustíg. Voru myndir
þessar sérstaklega málaðar fyr-
ir Mokka.
Síðasta sýning frúarinnar var
sýning á myndum máluðum á
rekavið, en nú sýnir hún í
fyrsta sinni myndir málaðar á
skinn og er það víst einnig í
fyrsta sinni, sem slík sýning er
haldin hérlendis.
Myndir þessar eru allar fanta-
síur og sagði frúin er frétta-
menn hittu hana að máli á
Mokka, að gerð skinnsins gæfi
tilefni til fantasíunnar eins og
gerð rekaviðsins. Kvað hún
vinnustofu ?ína vera í húsa-
kynnum Skjólfatagerðarinnar. Þar
væru meðal annars saumaðar
úlpur fóðraðar með gæruskinn-
um og hefði hún fengið hug-
myndina um að mála á skinn
þar.
Frúin hefur í hyggju að halda
næsta haust til Færeyja og hafa
þar sýningu á vatnslitamyndum
sínum og rriála.
Sýningin á Mokka verður op-
fn minnsta kosti fram að jólum.
Allar myndirnar eru til sðlu.
Sígildar sög■
ur ISunnar
Iðunnarútgáfan gefur út
þokkalegan bókaflokk, sem
einkum er ætlaður unglingum
og nefnist „Sígildar sögur Ið-
unnar.” Þar birtast víðkunnar
sögur sem um langa hríð hafa
verið vipsælt lestrarefni fólks
á ýmsum aldri, en hafa nú um
skeið ekki verið fáanlegar í ís-
lenzkum útgáfum.
Þegar eru komnar út í þess-
um flokki sjö bækur. Sex
þeirra voru áður þekktar vel
hér á landi. Ivar Hljújám eftir
Walter Schott, Kofi Tómasar
frænda eftir Beecher Stove,
Skyttumar eftir Dumas í þrem
bindum. Sjöunda bókin í þess-
um flokki, sem nú er nýút-
komin .hefur ekki verið þýdd
áður, en hinsvegar er höfund-
urinn vel þekktur hér á landi
og líklega meira þýddur en
flestir menn aðrir. — Freæe-
rick Marryat. Sagan heitir
Bömin í Nýskógum, söguleg
skáldsaga frá 17. öld. Bókin er
254 bls. þýðandi er Sigurður
Gunnarsson.
TOMAS
um Látra-Björgu:
„Og sjálf er Látra-Björg komin að fót-
um fram. orðin þreytt og þjáð, og þá
yrkir hún eina af síðustu vísum sínum;
Langanes er i’ótur tangi.
Lygin er þar oft á gangi.
Margur ber þar fisk í fangi,
en fáir að honum búa.
— Nú vil ég heim til sveitar
minnar snúa.
í þessarj vísu kemur fram reisn henn-
ar óbuguð, en hún finnur feigðina
kalla. Og þess vegria er hún á heim-
leið Hún er staðráðin í að ljúka hel-
göngu sinni á sömu slóðum og hún
lagði upp í hana — fyrir heilum
mannsaldri. í alla þá tíð hefur hún
borið með sér þungan brimgný Látra-
Strandar um öræfi og annes, og nú
neytir hún síðustu krafta til ag geta
sofnað við hann, áður en hann deyr
út í hjarta hennar.
skrifar
um Skáld-Rósu:
Næsta morgun er Rósa risin árla úr
rekkju. Hún verður þess strax vör, að
sýslumaður muni kominn, því að þama
eru hestar hans við túnfótinn. Hún
flýtir sér að hita kaffið o.g telur til
þeirrar stundar, er hún færir honum
það í rúmið.
Svo drepur hún hljóðlega á svefn-
herbergisdyrnar oglýkurupp hurðinni.
En þá sortnar henni skyndilega fyrir
augum, og það má litlu muna, að hún
missi kaffibakkann úr höndunum. Páll
Melsteð er vaknaður, en fyrir ofan
hann í rúminu hvílir amtmannsdóttir-
ín á Möðruvöllum, Anna Sigríður.
Að þessu sinni gleymast allar kveðjur
Páli Melsted verður snöggvast litið til
lagskonu sinnar og gengur úr skugga
um, að hún sefur værum svefni. Þá
snýr hann sér aftur að Rósu, horfir í
augu hennar drykklanga stund og mæl-
ir síðan í hálfum hljóðum:
„Einhvern tíma var þér nú ætla3 að
sofa þarna“.
SVERRIR skrifar
um Bólu-Hjálmar:
Svo virðist sem það hafi orðið örlög
Hjálmars jafnan að verða söguefni í
hverri sveit, þar sem hann stakk nio-
ur staf sínum. Gróusagan spann sinn
fíngerða þráð um æði hans og athafn-
ir. Heimur hans var að vísu ekki stór,
en undan narti hans gat Hjálmar Jóns-
son ekki komizt, hvemig sem hann
fór að. Veröldin var við Hjálmar eins
og heimarik búrtík, glefsaði í hann sem
óboðinn og umkomulítinn gest. Hælbit-
inn og hundeltur vaT Hjálmar alla
ævi, virtist einu gilda, hvort hann
gengi einstigu eða alfaraveg. Veröld-
inni var uppsigað við þennan mann.
Hann hafði kvatt æskusveit sína til
bess að losna við eril og illdeilur heima
haeanna. En hann fékk aldrei gengið
fylgju sina af sér. Hún settist við fót-
skör hans, hvar sem hann sló wpp
t.iöldum á lífsleið sinni. Svo fór einnig
: Blönduhlíðinni.
Geng rógi veraldarinnar átti Hjálmar
ekki annað vopna en vísuna. Þegar
rakkar og bitvargar sveitarinnar sóttu
að honum, þeytti hann eldingum á alla
vegu eins og reiður þrumuguð, og nú
sem fyrr flugu neistarnir um stólpa
sveitarinnar og sviðu skegig prestanna.
Bókaútgáfan FORNI
BÓK TÓM
Konur
ÍSLENZKIR
ASAR OG SYERRIS
og Kraftaskdld
ÖRLAGAÞÆTTIR
aftaskáld
BÆKURNAR ERU KOMNAR
Félagsmenn í Reykjavík eru vinsamlega beðnir að vitja bóka sinna í afgreiðsluna,
Hverfisgötu 21. — Bókamenn: Það borgar sig að gerast félagi í Bókaútgáfu
Menningarsjóðs og njóta vildarkjara um bókaverð. Andvari flytur nú ævisögu
Önnu Borg leikkonu og Almanak yfirlit um þróun rafveitumála á íslandi.
Að þessu sinni gefur Bókaútgáfa Menningarsjöðs út eftirtaldar
bækur:
1. Steingrímur Thorsteinsson, ævisaga, eftir Hannes Pétursson.
Falleg og mjög vel skrifuð bók, prýdd mörgum myndum. Um
300 blaðsíður í stóru broti. Hefir verið sérstaklega til útgáf-
unnar vandað.
2. Rómaveldi, síðara bindi, eftir Will Durant, Jónas Kristjáns-
son cand. mag. þýddi. Fyrra bindi þessa verks kom út á síð-
asta ári, og hlaut þá afbragðs góða dóma.
3 Með huga og hamri, jarðfræðidagbækur Jakobs H Líndals,
bónda og jarðfræðings á Lækjamóti. Sigurður Þórarinsson
sá um útgáfuna. Rúmar 400 blaðsíður, prýdd myndum.
4. Saga Mariumyndar, eftir dr. Selmu Jónsdóttur. — Prýdd möfg-
um myndum. — Upplag er mjög lítið
5. Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi, ævisaga eftir Halldór Kristj-
ánsson, Kirkjubóli.
6. í skugga valdsins, skáldsaga eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur.
7 Örn Arnarson, (Magnús Stefánsson, skáld), eftir Kristin Ól-
afsson.
8. Leiðin til skáldskapar, um sögur Gunnars Gunnarssonar, eftir
Sigurjón Bjömsson.
9 Syndin og fleiri sögur, eftir Martin A. Hansen, Sigurður Guð-
mundsson þýddi.
10. Mýs og menn, eftir John Steinbeck, Ólafur Jóh. Sigurðsson
þýddi.
11. Raddir morgunsins, ný ljóðabók eftir Gunnar Dal. 120 blað-
síður. — Upplag er lítið.
12. Ævintýraleikir, 3. hefti eftir Ragnheiði Jónsdóttur.
Steingrimur Thorsteinsson.
Hofsstaða-María?
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
A