Þjóðviljinn - 24.12.1964, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.12.1964, Blaðsíða 8
3 SlÐA - Btrmntudagur 24. desember 1984 DREYER VALDI EKKIRETT Nina Pens Rode í hlutverki Gertrud og Ebbe Rode í hlutverki Lidmans. Fátækur Etali seldi barn sitt fyrir rúmar 3000 krónur Viccnzo, 52 ára gamall grænmetissali í úthverfi Napóli býr við svipuð kjör og flestir aðrir Suður-ítalir, fátækur af öllum þessa heims gæðum nema bömum. Svo komst hann að því að maður verður að selja eignir sínar. Vicenzo bjó í kjallaraholu með konu sinni og fjórum börnum. Klukka'n fjögur á morgnana fór hann á fætur og ók af stað mcð grænmetis- kerruna sína. Rétt á eftir fór kona hans að hciman, hún eyddi deginum í það að ganga um í hverfinu og biðja um að fá að aðstoða við heimilis- störf fyrir örfáar límr í kaup. Síðdcgis dvaldi hún í kirkju- garðinum, þar sem hún lá á bæn við gröf fyrri manns síns og bað hann að leysa sig frá þrautunum. Það var venja Vicenzo að setjast í krá eina, þegar hann hafði selt grænmetið og eyða þar tekjunum í hvítvín. Kon- an varð að sjá fyrir fjölskyld- unni. Þetta fyrirkomulag varð til þess að bömin — það elzta er fimm ára — urðu að sjá um sig sjálf allan daginn. Grann- konuraar voru vanar að gægj- ast inn um kjallaragluggann og virða fyrir sér bömin, sem lágu á gólfinu hrínandi. Dag nokkum tóku þær eftir því, að eina rödd vantaði í kórinn. Þær fóru til lögreglunnar og skýrðu frá því að svo virtist sem eitt af börnum grænmet- issalans væri horfið. Mastroianni lögregluforingi fór niður í kjallarann og gékk úr skugga um að þar voru að- eins þrjú hálfnakin böm. Eitt barn var horfið — yngsti strákurinn Sunnudagur, sem er sjö mánaða gamall. Nú var farið að Ieita for- eldranna. Móðir krakkanna var upp I kirkjugarðl eins og Sigur í Núbíu eft- ir 4ru áru buráttu -<•> Eftir fjögurra ára baráttu við erfiðleika, sem virtust ó- yfirstíganlegir, eftir margs konar vonbrigði og jafnvel hættu á, að allt færi forgörð- um, hefur baráttan um Núbíu verið leidd til sigursælla lykta. Óteljandi og ómetanleg lista- verk, sögulegar heimildir og minnisvarðar, sem aldrci vcrða metnir til fjár, eru ekki Ieng- í hættu. Nítján mustcrum hef- ur verið bjargað, þau hafa verið brotin niður og eru ým- ist þegar byggð upp að nýju eða bíða þess að verða reist aftur. Frá þessa segip fœsföðamað- urinn fyrir Núbfn-framkvæmd- um UNESCO, Ali Vrióní, í desemberhefti tímaritsins „UN- ESCO Courier”, sem er að öllu leyti helgað „sigrinum ! Núbíu” í máli og myndum, m. a. tíu litmyndir. Þar er hinu sérkennilega björgunarstarfi nákvæmlega lýst. Vríóni telur baráttuna fyrir björgun Núbíu- minnisvarðanna einstæða í menningarsögu mannkynsins. „Árangurinn hefur orðið æv- intýralegur. Við höfum upp- götvað forsögulega staði og höfum leitt í ljós að minnsta kosti þrjár nýjar menningar- heildir. Vél má svo fara, að við bætum nýjum kapitula. við. söguna, þegar allir fimdirnir frá Núbíu hafa endanlega ver- ið skýrðir, flokkaðir og sund- urliðaðir. Aldrei fyrr í sögu fomleifafræðinnar hefur ver- ið tmnið jafn víðtækt rann- sóknar- og uppgraftrarstarf á jafn skömmum tíma.” Að björgun Abú Simbel- musteranna er nú unnið af fullum krafti samkvæmt á- ætlun sem sænska fyrirtækið 9B Vattenbyggnadbyrán hef- ur gert. Sænskir sérfræðingar taka þátt í þessu starfi, sem lýst er í íiUNESeO-eourier“. venjulega, en það var ekkert hægt að fá upp úr henni. Um kvöldið var grænmetis- salinn gripinn á kránni, þar sem hann — samkvæmt lög- regluskýrslu — sat „niðursokk- inn í hugsanir sínar með ann- an hálflítrann sinn af víni.” Lögregluforinginn spurði: Hvar er sonur þinn Sunnu- dagur? Grænmetissalinn stamaði því út úr sér að hann hefði látið fjölskyldu nokkra sem hann mundi ekki hvað hét hafa Sunnudag. „En ég veit að þau eru gott fólk. Þau létu mig hafa 25000 lírur (rúmlega 1500 ísl. kr.) út í hönd og ætla að láta mig fá jafnmikið þegar barnið fær ættarnafn þeirra. Og ég hef einum munni færra að metta.” Það kom í Ijós að salan hafði gerzt fyrir milligöngu unglingspilts Laugardags (fólk- ið þarna ber svona nöfn). og samningurinn fannst, en í honum er kveðið á um borgun út i hönd „við afhcndingu vörunnar”. Kaupandinn var bóndi þarna skammt frá. Þessi atburður vekur ein- mitt nú mikla athygli og varp- ar enn skýru ljósi á þau hörmu- legu sannindi að hálf Italía er enn vanþróað þjóðfélag, þar sem örbirgð og fákænska reka fólk til að grípa til örþrifa- ráða, sem hinir auðugri í norð- urhéruðunum eru skelfingu lostnir að heyra um. Seinni árin hafa mörg slík atvik gerzt að fátæklingar hafa selt böm sín. Ekki alls fyrir löngu upp- götvaði Interpol alþjóðlega hreyfingu, sem hafði höfuð- stöðvar í New York og fékkst við að skipuleggja bamakaup á Suður-ítalíu, smygla þeim síðan til Bandaríkjanna, þar sem þau voru seld barnlausum hjónum á svörtum markaði. í ítölskum lögum er engin grein sem fjallar um barna- sölu. Þess vegna verður græn- metissalinn Vicenzo ákærður fyrir „vanrækslu gagnvart börnum.” En pilturinn Sunnudagur býr enn hjá hamingjusömum kaupandanum, því lögreglan komst að þeirri niðurstöðu, að raunverulega liði honum miklu betur þar. Carl Th. Dreyer gerir kvikmynd eftir tíu ára hlé Síðastliðinn laugardag var ný kvikmynd eftir Carl Th. Dreyer frumsýnd í París. Kvik- myndin Gertrud er gerð eftir samnefndu leikriti Hjalmar Söderberg. Fréttaritari danska blaðsins Information skrifaði sama dag m.a.: Það leikur varla efi á því, að „Gertrud” féll hjá frum- sýningargestum. Undirtektir voru. ekki aðrar en stutt og veikt klapp. Óánægjan hafði komið enn betur í ljós á sér- sýningu fyrr um daginn, sem haldin var fyrir kvikmynda- gagnrýnendur í París. Kvik- myndin var sýnd í nýju kvik- myndahúsi og urðu nokkrir tæknilegir gallar við sýning- una og þá fóru gagnrýnend- urnir að láta í sér heyra og þegar þeir voru famir að kalla upp hvort sem var létu þeir sér ekki nægja að s’kamma sýningarmanninn, en hlóu upp- hátt og gerðu athugasemdir við atriði í kvikmyndinni sem þeim fundust heldur há- stemmd. Það er ekki að taka of djúpt í árinni að segja að gagnrýn- endumir hafi hegðað sér skelfilega. Ef til vill hafa 'þeirra á meðal verið einhverj- ir, sem líkaði myndin, en þeir létu ekki í sér heyra. Ég verð ekki hissa þó um- sagnir þeirra verði mjög nei- kvæðar, en eins gæti ég bú- izt við að einhverjir af gagn- rýnendum, sem tilheyra „nýju öldinni” mundu seinna meir endurskoða afstöðu sína til Gertrud. I móttökunni eftir frumsýn- ingu var einnig fólk, sem varði myndina heils hugar og hafði tekið ákveðna afstöðu í þvf öryggisleysi, " sem róttæk tilraunaverk eins og þetta verk Dreyers yfirleitt vekja. Gertrud. Hvað getur það verið sem hefur heillað Carl Th. Dreyer í leikriti Hjalmar' Söderberg um Gertrud, konuna sem kýs sér holdsins ást og hið harm- ræna fullkomna frelsi? Fyrst og fremst tvennt, held ég, og því miður tvennt sem ekki miðar ætíð í sömu átt. Annars vegar leikhúsið, yf- irburðir textans yfir myndina, hið kyrrstæða og stílfærða. Hins vegar vandamálin sem Söderberg er að velta fyrir sér, einmanaleikinn án Guðs og án nokkurs halds nema að lokum kynlífs „Ástin er ó- hamingja” segir Söderberg og samt sem áður hyllir hann ástina. Ef litið er á Gertrud, sem tilraun með form, er hún eng- an veginn gallalaus en mjög áhrifarík. Á 75. aldursári hef- ur Dreyer dregið mjög róttæk- ar ályktanir af þeirri hugmynd að ræðan, orðin séu eða hægt sé að gera þau að uppistöð- unni f kvikmyndum. Gertrud er ekki það sem kallað er leikhúskvikmynd. Þetta er heldur ekki leikhúsverk í nú- tímaskilningi. Hún er orð, orð- ræða. Leikaramir leika lausir við allar natúralistiskar leik- húsvenjur. Þeir tala eins á- herzlulítið ' og mögulegt er beint til myndavélarinnar. í afar löngum atriðum er myndavélin hreyfingarlaus. Nærmyndir eru ekki notaðar og forðazt er að vekja vitund um dýpt á sviðinu. í kvik- myndinni er fólkinu stillt upp, skipað saman. Þetta er hokk- urs konar rökrétt kvikmynd sem hefur sig upp yfir natúral- isma og sálfæði. Gertrud minnir náttúrulega á fyrri talmyndir Dreyers. En hann hefur vitandi vits fjar- lægzt natúralismann. * Dreyer hefur verið furðulega trúr texta leikritsins. Hann hefur ekki skorið það „leik- húslega” úr honum, eins og venjulegur kvikmyndastjóri hefði tvímælalaust gert. En um leið og hann stílfær- ir textann hefur hann snúið honum gegn sjálfum sér. Ég held að hann hafi ekki valið rétta leikritið í þessa djörfu stíltilraun, en ég hugsa líka að hann hafi sjálfur fundið mót- setninguna og hafi vonað að ná einhverju úr henni, en það hefur ekki tekizt. Söderberg • gerir Gertrud persónu í raunsæisstíl, sem er blygðunarlaus í ástamálum. Hægt væri að líkja henni við Marie Grubbe eftir J. P. Jac- obsen, kona sem í hverju nýju vali velur sjálfa sig; trúir á frelsi sitt og þá skyldu að "<’1ía, sem fylgir frelsinu. Hún ar ekki lengur mann sinn Kanning, sem er atorkusamur stjómmálamaður, kannski hún hafi aldrei elskað hann. Hún verður hrifin af ung- um, sljóum bóhem Jansson tónskáldi en getur ekki komizt í annað samband við hann en einmitt í bólinu. Þegar hún hefur kosið að yfirgefa Kanning vegna Jans- son hittir hún Lidman skáld, æskuást sína, sem hún hafði yfirgefið af því að henni fannst hún Vera hemill á skáldskap hans, árangur hans. Leikritið gerist á tveim scjl- arhringum og á þessum tima uppgötvar Gertrud að Jans- son er ekki lengur hrifinn af henni. Lidman býður henni aftur ást sína. Eftir að hafa dvalizt á Italíu og komið fram á skáldabekk skilur Hann nú að ástin, að Gertrud er meira virði en árangur á bókmennta- sviðinu. En Lidmann hefur ekki lengur áhrif á Gertrud, hann er of gamall segir hún í leik- ritinu — en þvi hefur þvi mið- ur verið sleppt í kvikmynd- inni. Gertrud yfirgefur nú Carl Th. Dreyer mæðuró alla þrjá mennina lil þess að standa á eigin fótum Og taka örlögum sínum. I fortitlum kallar Dreyer myndina „aldarfarslýsingu frá byrjun aldarinnar“. En hvers vegna ætti Dreyer skyndilega að fara að gera „aldarfarslýsingu?“ Ég held, að honum finnist um- rædd vandamál virkari og fremur aðsteðjandi, en okkur hinum. Aldamótin eru upphaf- ið á öld efnishyggjunnar. Mik- ið af því sem er í leikritinu og því sem Dreyer hefur sjálf- ur bætt við um frjálsar ástir hljómar innantómt nú á dög- um. Ég held að m. a. vilji Dreyer segja að við lifum á hreinræktaðri efnishyggjuöld. En Dreyer hyllir Gertrud. Hún er trúuð, hún trúir á ástina og hún er heils hugar. Aftur á móti virðist svo sem Dreyer hafi ekki nokkra holl- usfcu til karlmannanna sem hrærast í kringum hana. Það getur gengið í afstöð- unni til Kanning og Jansson. Söderberg hefur gert þá báða smáar og óstyrkar persónur. En aftur á móti ætti Lidman sem hefur ekki svo lítið frá, Söderberg sjálfum að geta leik- ið karlmannlega á móti Ger- trud. Að vísu er í því hlutverki, auk vissrar sjálfhælni, einhver þunglyndi og sjálfsdekur sem orkar illa á okkur nú á dögum. En hann er ekki hugsaður sem bjáni og með því að láta hann segja heilmargar hinar útjösk- uðu leikhússetningar og koma fram með sérlega undirstrik- uðum lífsleiða, hefur Dreyer næstum því gert hann hlægi- legan á tjaldinu. En myndin klofnar því pc sóna Gertrud er tekin á san hátt og Söderberg gerði har en aldarfarslýsingin verð háð eitt_____ AP fréttastofan skýrír svo frá..! Talið er að það séu einmitt hernaðarút- gjöld sem séu ein af orsökum að falli Krúst- joffs, þar sem forsætisráðherrann fyrrver- andi lenti mjög í ónáð hjá hernum með því að lýsa því yfir að útgjöld til hernaðarmála væru nægileg og hann væri þeirrar skoð- unar að ekki þyrfti að lesuis meira fé í þau. ASSOCIATED f*RESS, 9. des. kl. 9.48. Um hermál sagði Kosygin, að Sovétríkin mundu fara í faýarbroddi með því að lækka útgjöld til hcrnaðarmála um 500 miljón^ rúblur. ASSOCIATED PRESS, 9 des. kl. 10.58. 'ó I 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.