Þjóðviljinn - 30.12.1964, Page 4

Þjóðviljinn - 30.12.1964, Page 4
$ SIÐA ÞÍÖÐVILTINN Þriðjudagur 29. desember 1964 Otgelandi: Samemingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. - Fréttaritstjóri: SigurðuT V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Askriftarverð kl 90.00 á mánuði Kjarabætur Y^art er hægt að ganga lengra í ósvífni en þegar íhaldsblöð svara nú samningsuppsögn og verk- fallsboðun sjómanna á bátaflotanum með gamla ’falinu um erfiðleika útvegsins og framleiðsluat- vinnuveganna. Flokkar ríkisstjórnarinnar eru ný- staðnir upp frá því verki að leggja stórauknar byrðar á sjávarútveginn og allan þorra lands- manna með hinni gífurlegu söluskattshækkun sem nú dynur yfir. Skyldi sú ráðstöfun hafa verið gerð til þess að auðvelda sjómannasamninga núna um áramótin? Sjómenn ættu að spyrja íhaldsþing- manninn Pétur Sigurðsson, einn þeirra sem sam- þykkti söluskattsbyrðarnar, og kannski þó sérstak- lega ráðherra og þingmenn Alþýðuflokksins. rjrl J umræðunum á Alþingi um söluskattinn var rík- isstjórninni og flokkum hennar hvað eftir ann- að bent á afleiðingar þeirrar skattlagningar. Rík- isstjórn íhalds og Alþýðuflokksins var sannarlega vöruð við því, að halda áfram á braut kjararýrn- # unar og stríðs við verkalýðssamtökin. Nú hlýtur að verða stefnt á kjarabæ'tur. Þegar i fyrstú ræðu sinni um söluskattinn í efri deild lagði Björn Jóns- son þunga áherzlu á, að „lengi hafi vgrið vitað með fullri vissu að verkalýðshreyfingin muni ékki sætta sig við óbreytt kaupgjald lengur en fram á næsta vor, eftir allt það sem á undan er gengið". „Það var m.a. einróma álit þings Alþýðusambands íslands11, sagði Björn Jónsson, sem var forseti þess þings, „ekki einungis Alþýðubandalagsmanna og Framsóknarmanna, stjómarandstæðinga, heldur bókstaflega allra sem það þing sátu sem fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar í landinu, líka þeirra sem fylgdu núverandi stjórnarflokkum, að útilok- að væri annað en á næsta vori yrðu að koma til verulegar kauphækkanir, eftir þá stöðvun raun- verulegrar kauphækkunar sem staðið hefur í sex ár, og meira að segja verulega rýrnun kaupgjalds fyrir hverja tímaeiningu á þessu tímabili“. Og Björn varaði við því hver áhrif það gæti haft á kjarasamninga í sjávarútvegi og fiskiðnaði að ráð- sfafanir eins og söluskattshækkunin væri gerð ein- mitt nú og hve afdrifarík't það gæti orðið almennt fyrir næstu samninga verkalýðshreyfingarinnar, að ríkisstiórnin sökkti þjóðinni í söluskattsvitleysuna og setti með því verðbólguhjólið á ferð. gjómenn í útgerðarbæjum Suðvesturlandsins hafa ekki talið viðunandi að bíða lengur með leiðréttingu samninga sinna. Og einkamálgagn LÍÚ, Morgunblaðið. er þegar tekið að fræða les- endur á því hversu gífurlegur hásetahluturinn hafi verið undanfarið. Þar er einungis um villandi 'töl- ur að ræða eins og fyrri daginn. Allur þorri sjó- manna er sannarlega ekki ofhaldinn af kaupi sínu og raunar engir þeirra, svo er atvinna þeirra sér- stæð, erfið og mikilvæg fyrir þjóðarheildina. Skiptakiör beirra hafa verið skert á undanfömum árum. Það er til skammar og þau verða að batna. Annað værj ^kkj sæmilegt. ef höfð eru í huga hin gífurleéu vpr^mæti sem sjómenn skófla á land þessi árin. — s. RœSa Stefáns Ögmundssonar prentara á borgarafundinum sem Sósialistafélag Reyk]a■ vikur efndi til í Austurbœjarbiói fyrir jólin Það hefur löngum verið sið- ur góðra húsbaenda á íslandi að sjá til þess, að fólkið, sem undir þaki þeirra býr fari ekki í jólaköttinn, eins og það er kaliað, — það er: að öllum hlotnizf' einhver gjöf á jólum, til notkunnar og gleði' — en umfram allt til gleði. Þegar sjá mátti þess vott, að húsbændurnir á þjóðarheim- ilinu ætluðu að fara að rækja þessa gömlu dyggð var ekkert eðlilegra en gera ráð fyrir því að hún yrði því rausnarlegri í framkvæmd sem þeir hafa yfir fleira fólki að segja, og jafnframt þv-í meiru úr að •spila, sem býlið er stærra en nokkurra annarra sem við bú- skap hafa fengizt hér að fomu og nýju. Þa£u«r* orðið alltítt hin síð- ari -árin að rikisstjóm og' Al- þingi hafi með höndum barátt- una við jólaköttinn. En svo undarlega bregður við að þessi foma hefð tekur þar á sig allt annan svip og ómýkri en hjá öðrum húsbændum í landinu. Hún hefur sem sé alveg snú- izt við í framkvæmd. f stað þéss að víkja einhverri gjöf, smárri eða stórri að hverjum búþegn, leggur landsstjómin fram á Alþingi frumvörp skömmu fyrir jól, sem ákveða að fólkið í landinu, hver og einn skuli færa landstjómar- mönnum og stétt þeirra gjafir og taka á sig auknar byrðar þeirra vegna, hvernig sem ann- ars er ástatt hjá okkur hverju og einu. f fyrra vora það kaupbind- ingarlögin f ár eru það lög um hækkaðan söluskatt Bæði eru þessi lög bein árás á okk- ur launafólkið og hvorutveggja beinast þau að því að skerða réttindi vinnandi fólks, eignir þess og tekjur. Kaupþvingunarlögin í fyrra áttu að vera einskonar loka- högg í langri baráttu ríkis- stjómarinnar gegn verkalýðs- hreyfingunni í landinu Það högg átti að tryggja eigna- stéttinni marga langa og frið- sæla gróðadaga Þetta högg bar verkalýðurinn af sér með svo snöggum hætti. að ríkisstióm- in stóð ailt í einu óttaslegin oe einangruð með frumvarps- blöðin ( höndlinum. Prentara- verkfali stóð yfir og Dags- brúnarverkamennimir frá höfn- inni heimsóttu Alþingi. Víð- tæk samstaða tókst hjá verka- lýðshreyfingunni og þvingunar- lögin voru dregin til baka Verkfallsfrestur var gefinn. en loforðin um að nota hann til samninsa voru svikin af rík- isstjórninni Eftir að samning- ar höfðu loksins tekizt voru skipulega framkvæmdar verð- hækkani-r á vörum og þiónustu til þess að ná sem fyrst til baka því sem á vannst í hækk- uðu kaupi Þarna mátt.i siá a* verki menn í hefndarhug. Með júní samkomulaginu var gerð tilraun til að semja við og sýna traust ríkisstjórn eignastéttarinnar, sem í önd- verðu var stofnuð til að kné- setja verkalýðshreyfinguna og gerði til þess úrslitatilraun með kaupbindingarfrumvarp- inu. Öll munum við á einu máli um það, að júnísamkomulagið færði verkalýðnum allt of lít- ið, enda þótt þar næðist viður- kenning fyrir mjög jákvæðum hlutum. Júnísamkomulagið var ekki í samræmi við þann styrk, sem verkalýðshreyfingin sýndi að hún bjó yfir í desember. Þetta hefur ríkisstjórnin líka skoðað sem veikleikamerki. Þess vegna vogaði hún sér út í skattaránið í sumar. Og vegna þess að þeirri árás hefur enn ekki verið svarað með hörðum höndum, þá vogar hún nú að ögra alþýðunni með sölu- skattsfrumvarpinu. Það á enn að kanna viðbrögðin og þessi könnun á að marka baráttuað- ferð ríkisstjómar og atvinnu- rekenda til samninganna á næsta vori. Höfuðástæða fyrir því að gengið var til samninga við þessa ríkisstjóm — þessa ríkis- stjórn fjandskapar og heiftar gagnvart launafólki — höfuð- ástæðan var að freista þess að stöðva verðbólguna, sem hún beitti skefjalausar gegn launa- stéttunum en nokkur önnur ríkisstjóm hefur áður gert. Vísitölumælirinn fékkst aft-<g> ur viðurkenndur með júní-sam- komulaginu og( telja má það mikilvægasta árangurinn í þeim samningum; þessi vísitölumælir átti í senn að vera nokkur trygging fyrir launafólk gegn árásum og jafnfrajnt aðhald fyrir ríkisstjómina 1 að halda dýrtíðinni í skefjum. Nú er það hins vcgar kom- ið á daginn að ríkisstjórnin hefur ekki vilja til þess að stöðva verðbólguna. Hún ætl- ar sér ekki að gera það. Hún ætlar sér að láta að vilja hinna raunverulegu húsbænda sinna, verðbólgubraskaranna, og Iáta þá hafa sömu aðstöðu og þeir hafa áður haft. Vand- inn er aðeins sá, hvemig kom- izt verðj framhjá þvi að það verði launafólki til hagsbóta að vísitalan var samningsfest. Og ráðið er fundið Það er að láta launafólkið sjálft eins og áður standa undir verðbólgunni. Töfrabra?ðið er vöruskattur til að lækka vöruverð! Gróði braskaranna skal einn friðhelg- ur. Og þarna er káppið svo mik- ið að varnaðarorð helztu sér- fræðinganna gleymast.' Jóhann- es Nórdal, sem til þessa hefur reynzt mjög dulur á tilhneig- ingar sínar til að efla hag launafólks, segir um söluskatt- inn i grein um skattamál í síó- ast aheft.i Fiármálatíðinda: „Á hinn bóginn er það við- urkennt í öllum löndum, sem reynslu hafa í þessu efni, að mikil hætta sé á undanbrögð- um frá söluskattsgreiðslu, ef skatturinn hækkar nokkuð verulega. Mikið af söluskatts- skyldri starfsemi er þess eðlis, að nákvæmt opinbert eftirlit er vandkvæðum bundið, svo að freistingin til skattsvika er þar af leiðandi veruleg. Eftir að söluskatturinn hér á landi hef- ur verið hækkaður í 5,5%, er full ástæða að fara varlega, svo ekki skapist einnig á þessu sviði sama vandamálið og nú er við að glíma varðandi inn- heimtu hinna beinu tekju- skatta. Niðurstaða þessara hug- leiðinga er því sú, að hækkun tolla og söluskatts sé ekki heppileg leið til að afla þeirra tekna, sem nauðsynlegar eru ..“ — Þetta voru orð ráðgjafans. Því var yfirlýst af stjórn Al- þýðusambandsins, þegar skatta- ránið mikla dundi yfir, að hún teldi að með því væri raskað grundvelli júnísamkomulagsins. Og nú, þegar söluskattsfrum- varpið kom sagði hún „að skattahækkun nú, ofaná skatta- rán sumarsins, verki sem eit- ur í ógróin sár“ og „með slík- um aðgerðum til stórfelldra nýrra verðhækkana, sé rift þeim grandvelli, sem lagður var með samkomulagi ríkis- stjórnar. verkalýðssamtaka og atvinnurekenda 5. jún; s.í.“ Það er orð að sönnu, að söiu- skattshækkunin ofan á skatta- ránið er ótrúleg ósvífni frekra valdhafa — dæmigerður pen- ingahrokinn, seih þykist eiga í öllu tré við okkur. En þess- um valdhöfum er iíka lagið iátbragð hundingjans. Þeir á- kváðu að leggja 2Í4% til við- bótar við 514% á vöruverðið tii þess að halda vöruverðinu niðri. Þetta eigum við svo að fá bætt með 3% launahækkun að tveim mánuðum liðnúm. Og lengra er sú saga ekki sögð af þeim. Við hinsvegar vitum að kauphækkunin á að fara strax út í verðlagið, hún á að hækka alla vöru og þjónustu og svo koll af kolli; við fáum allar kauphækkanir hinsvegar 3 mánuðum síðar, svo uppbótin fyrir söluskattinn mun aldrei standa við í okkar vösum. Fyrir utan alla aukaþjófn- aði, sem þessari svikamyllu eru samfara og meira að segja Jó- hannes bankastjóri bendir á, er eitt alveg víst að takast mun að stela hreinlega og í björtu allri söluskattshækkuninni af launafólki. Kaupgjaldið nær henni aldrei í kapphlaupinu. Að lokum kemur svo aðal- snillingurinn og lýsir þvi yfir í heyranda hljóði með raddblæ mannvinar og sáttamanns, að hann hafi orðið þess var að um einhvern misskilning væri að ræða og þessi misskilningur muni nema svo sem eins og Framhald á 9. sfðu- * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.