Þjóðviljinn - 09.02.1965, Page 3

Þjóðviljinn - 09.02.1965, Page 3
Þriðjudagur 9. febrúar 1965 HðÐVHIINN SlÐA Kosygin í Hanoi: Bandaríkin bera alla ábyrgð á hinu hættulega ástandi HANOI 8/2 — Alexei Kosygin, forsætisraðherra landlð að hafa Þ«rf fyrir- Sovetrikjanna, sem nykominn var til Hanoi, hof- yfir að sovétríkin mum. ekki uðborgar Norður-Vietnams, þegar Bandaríkja- Játa sér. f. sa™a Standa nni dr' log sosialisti&krar bræðraþjoðar menn gerðu loftárásir sínar á landið, sagði þar í og þau eru reiðúbúin að láta í ræðu í dag að þeir stefndu að því að færa út ófrið- ^ðiftla vne^ynlSn aðfSelJ Norður-Vietnams. Sovétríkin beina alvarlegri aðvörun tii Bandaríkjanna vegna fyrirætl- ana þeirra um að færa út stríð- ið í Suður-Vietnam, sagði Kosy- gin. inn í Indókína og þeir yrðu að bera alla ábyrgð á því hættulega ástandi sem ríkti eftir síðustu at- burði. Kosygin sagði að herforingjar Bandaríkjamanna væru haldnir vanmáttarkennd vegna þess að þeir hefðu orðið undir í viður- eignunum við skæruliða í Suð- ur-Vietnam og nú reyndu þeir að finna leið út úr sjálfheld- unni með glæfralegum hernað- araðgerðum. Sovétríkin viB öllu báin MOSKVU 8/2 — Sovétstjórn- in tilkynnti í kvöld að Sovét- ríkin og bandamenn þeirra myndu vegna nýrra alvar- legra ögrunaraðgerða Bánda- ríkjanna gegn Norður-Viet- nam neyðast til að gera frek- ari varúðarráðstafanir til að treysta og efla öryggi og landvarnir Norður-Vietnams. — Enginn skyldi efast um að Sovétríkin muni gera þetta ;ða halda að þau muni ekki standa við skuldbinding- ar sínar gagnvart sósíalist- ískri bræðraþjóð, var sagt í tilkynningunni. Sovétstjórnin teldi að hin afturhaldssama nýlendustefna Bandaríkjamanna væri höfuð- tálminn í vegi fyrir friði í Indó- kína. Hann krafðist þess að aððgerðum sínum gagnvart N- Vietnam og jafnframt allri íhlut- un sinni í innanríkismálefni þjóðanna í Indókína. Fjöldafundur 1 gær, rétt áður en loftárásio á Dong Hoi hófst, hélt Kosygin ræðu á fjöldafundi í Hanoi og var ákaft fagnað af þúsundum borgarbúa þegar hann hét Norð- ur-Vietnam allri aðstoð sem íhlutunin í Suður-Vietnam Hann ræddi íhlutun Banda- ríkjanna í Suður-Vietnam sem hann sagði að hefði verið fram- kvæmd á sérlega miskunnar- lausan og villimannlegan hátt. Bandaríkjamenn sjálfir og handbendi þeirra í Saigon hefðu staðið fyrir múgmorðum á ó- breyttum borgurum, konum og bömum, þeir hefðu eytt ökrum og heilum byggðarlögum. Því átti þjóð Suður-Vietnams ekki annan kost en að taka sér vopn í hönd til að verja líf sitt, al- eigu sína og frelsi. Johnson ræðir við leiðtoga á þingi og ráðgjafa sína WASHINGTON 8/2 — Johnson forseti ræddi í dag ástandið í helztu leiðtoga á Bandaríkja- þingi. Haldinn var enn einn fundur í Þjóðaröryggisráðinu, en það kom saman tvívegis í gær. Áður en ráðið kom saman í dag hafði Johnson rætt við Mc- George Bundy, sérlegan ráðgjafa Vietnam við ráðgjafa sina og - sinn, sem var nýkominn frá Saigon. Þangað var hann send- ur um helgina til viðræðna við Maxwell Taylor sendiherra um síðustu stjórnarskiptin í Saigon, þau áttundu á fimmtán mánuð- um. Loftárásirnar á Víetnam Framhald af 1. síðu. loknum fundi í Þjóðaröryggisráð- inu i Washington á sunnudag. McNamara hélt síðar um daginn fund með blaðamönnum og gerði þeim grein fyrir árásunum, sem hann sagði hafa verið ákveðnar til að hefna fyrir áhlaup skæru- liða Vietkong á bandaríska flug- stöð við bæinn Pleiku í miðhluta Suður-Vietnams. Áhlaupið á Pleiku Það áhlaup var gert nokkrum klukkutímum áður en ákvörðun- in var tekin um loftárásimar á N-Vietnam. Skæruliðar komu Bandaríkjamönnum og hermönn- um stjórnarinnar í Saigon sem áttu að standa vörð um flugstöð- ina algeríega á óvart. t stuttri viðureign féllu átta bandarískir hermenn, en 126 særðust. og er það mesta manntión sem Banda- ríkiamenn hafa orðið fvrir í einni viðureign síðan stríðið í Suður-Viet.nam hófst. Jafnframt tókst skæruliðum að eyðileggia eða stórskemma sextán banöa- rískar herflugvélar en aðeins einn þeirra lá eftir f valnum, þegar þeir hurfu á brott. Margir biðu bana Hanoiútvarpið skýrði frá þvf í dag að gerðar hefðu verið sam- tals þrjár stórfelldar loftárásir á staði í Norður-Vietnam og hefðu margir menn beðið bana í þeim. I gær var sagt að meðal annars hefði sjúkrahúsið í Dong Hoi orðið fyrir bandarískri sprengju. Óljóst er hversu mikið tjón hefur orðið í bessum árásum. en Khanh hershöfðingi sem nú á að heita að fari með völd f Saigon sagði blaðamönnum í dag að í árás flugvéla hans hefðu 70 jwóeent af þeim skotmörkum sem ætlað var að hæfa orðið fyrir sprengjum. Jafnframt ákvörðuninni um á- rásir á Norður-Vietnam ákvað •Johnson forseti i gær að allt skyldulið bandarískra hermanna og embættismanna í Suður-Viet- nam skyldi flutt heim. Er hér um að ræða rúmlega 1800 manns og er brottflutningur þeirra begar hafinn, en mun taka eina tíu daga. Flugskeyti önnur ráðstöfun sem bendir til þess að Bandaríkjastjórn búi sig undir stórstríð í Vietnam er að ákveðið hefur verið að senda loftvamasveitir úr landgönguliði Bandaríkjaflota til Suður-Viet- nam og verða þær búnar Hawk- flugskeytum sem ætlað er að granda flugvélum. Bandaríkin gera sér bannig ljóst að svo kann að fara að loftárásir beirra á Norður-Vietnam verði endur- goldnar með slíkum árásum á stöðvar þeirra f Suður-Vietnam. en þá er hætt við að ekkert geti lensur komið f veg fyrir að stríðið í Suður-Vietnam breiðist út. Fyrsta loftvarnarsveitin með Hawk-flukskeyti kom í dag til Da Nang í riorðurhluta Suður- Vietnams. Annað áhlaup Árásimar á Norður-Vietnam í dag voru sagðar hafa verið gerð- ar í hefndarskyni fyrir áhlaup <=em skæruliðar gerðu á sunnu- dagskvöld. eftir fyrri árásirnar á Dong Hoi. á bandarfska flug- ríöð f Soc Trang. um 150 km fvrir sunnan Saigon. Þar varð skærutiðum ekki jafn vel ágengt og við Pleiku, þvf að Banda- ríkiamenn biörguðu sér undan á flótta f öllum brját.íu bvrlum sínum sem þar voru staðsettar. Eftir fund ráðsins sem þing- leiðtogarnir sátu var sagt að þeir hefðu allir lýst fullum stuðningi við stefnu Johnsons og þær aðgerðir sem hann hafði fyrirskipað. Einn af þingmönn- um Demókrata, Wayne Morse, var þó ekki á sama málj og ítrekaði kröfu sína, sem hann hefur margsinnis borið fram áð- ur, að Bandaríkjamenn kalli all- an her sinn heim frá Suður- Vietnam. Friðsamlcg lausn. Kosygin tók undir þá tillögu að kölluð yrði saman alþjóða- ráðstefna um Indókína til að leita friðsamlegrar lausnar á öllum deilumálum þar og koma á friði. Sovétríkin ógna engri þjóð, en vilja vinna með öllum að lausn deilumála við samn- ingaborðið, sagði hann, og kvað þau beita sér gegn hvers konar aðgerðum sem væru líklegar til að magna viðsjár í Suðaustur- Asíu, nefndi ógnanir Bandaríkj- anna í garð Kambodju og fyr- irætlun brezkra heimsvaldasinna að nota Malasíu sem stökkbretti til árása á Indókína. Athyglisvert? Nokkra athygli hefur vakið, að sögn fréttaritara Reuters, að „Pravda” rakti ekki í morgun ræðu Kosygins á fjöldafundin- um f Hanoi, en birti hins vegar orðrétta ræðu sem borgarstjór- inn þar hélt við sama tækifærí. Þrír leyitivín- salar teknir Nú um helgina hafði lögreglan í Reykjavfk hendur í hári þriggja leynivínsala, sem staðnir voru að ólöglegri áfengissölu. Tveir þessara manna eru leigu- bílstjórar. Sá þriðji var í einka- bifreið sem kunningi hans ók og mun hann hafa haft heilan kassa af áfengi hjá sér í bílnum, en átti eftir 5—6 flöskur óseldar þegar lögreglan komst í spilið. Brotizt inn í SkátaheimiliS Aðfaranótt mánudags var Eramið innbrot í Skátaheimilið við Snorrabraut. Ekki er enn Eullrannsakað hve mikla peninga þjófurinn hefur haft upp úr krafsinu, en það mun að minnsta kosti hafa verið um tvö til þrjú hundruð krónur. Auk þess hafði hann á brott með sér 3 lengjur af vindlingum og 10 eða 20 pakka af King Edward vindlum. Shastrí hvetur Johnson m Kosygln til að semja LONDON 8/2 — Árásir Banda- ríkjamanna á Norður-Vietnam hafa að vonum vakið mikla at- hygli og umtal um allan heim. Viðbrögðin hafa sem vænta mátti farið að mestu eftir af- stöðu manna til Bandaríkjanna, yfirleitt, en þó hefur víða birzt gagnrýni á þau frá aðilum sem annars eru þeim hliðhollir. Forsætisráðherra Indlands, Shastri, hvatti í dag Johnson forseta og Kosygin forsætisráð- herra til að hittast eins fljótt og auðið væri f þvl skyni að tryggja friðinn í Sauðaustur- Asíu. Hann kvaðst myndu skrifa þeim báðum út af síðustu at- burðum f Vietnam. Hálfvelgju kennir í skrifum brezkra blaða um atburðina í Vietnam og jafnvel þau blöð. sem verja aðgerð'r Bandaríkja- manna vara við afleiðingum þeirra og segja eins og t.d. „Gu- ardian” að Bandaríkjamenn ættu að hafa verið setztir við samningaborðið fyrir löngu. Sumum blöðum, eins og t. d. „Scotsman”, þykir tilefnið sem notað er sem afsökun fyrir árás- unum vera ve'gnlítið miðað við afleiðingarnar sem kunna að hljótast af þeim. NTB-fréttastofan segir að sum blöð á Norðurlöndum séu gagn- rýnin í garð Bandaríkjamanna. Sem dæmi um viðbrögðin nýfrjálsu löndunum má nefna þau ummæli „Alger Republica- in” í Algeirsborg að eftir árás- irnar á Norður-Vietnam séu aðr- ar þjóðir í hættu: — Gætu Bandaríkjamenn ekki á morgun notað aðstoð okkar við upp- reisnarmenn f Kongó sem til- efni til svipaðra aðgerða gagn- vart Alsír, Egyptalandi og Súd- an? spyr blaðið. Hópur stúdenta safnað:st sam- an við bandaríska sendiráðið Stokkhólmi í kvöld. Einn þeirra bar spjald sem á stóð: — Far- ið heim, morðingjar. Lögreglan tók það f vörzlu sína. Samþykkt var ályktun, sem stíluð var ti bandaríska sendiherrans. 1 henni sagði að í Suður-Vietnam hefði harðstjórn reynt að halda völd- um með bandarískum vopnum og aðstoð bandarískra ráðgjafa Þetta hefð’ henni mistekizt þvi að þióðfrelsisfylkingin gæti reitl sig á stuðning þjóðarinnar. Þegar sprengjuþotur banda- ríska flotans gerðu loft- árásir á strönd ,Norður-Viet- nams við Tonkinflóa í ágúst s.l„ var tilefnið að sögn Bandaríkjastjórnar að fall- byssubátar frá Norður-Viet- nam hefðu ráðizt að tilefnis- lausu á herskip hennar og hefðu þær viðureignir átt sér stað langt utan landhelgi. Full ástæða var til að efast um s sannleiksgildi þessarar áfsökunar, en hún hafði þó það sér til gildis, að í henni fólst viðurkenning Banda- ríkjastjómar á því að herskin hennar hefðu ekki átt rétt- lætanlegt erindi í landhelgi Norður-Vietnams. Hún lagði sérstaka áherzlu á að árásirn- ar á hafnarbæina hefðu þvi aðeins verið gerðar að ráðizt hefði verið á skip hennar að fyrra bragði. og loftárásirn- sendur var til Saigon rétt áð- ur en síðustu atburðir gerðust) að „enda þótt við æskjum ekki eftir því að fœra stríð-' ið út fyrir Suður-Vietnam, þá gæti svo farið að við neydd- umst til þess“. Öllum má vera ljóst að eyðilegging nokkurra flugvéla og fall sjö banda- rískra hermanna í áhlaupinu við Pleiku gat ekki ráðið neinum úrslitum um jafn ör- lagaríka ákvörðun og þá að hefja árásir á Norður-Viet- nam, einmitt þegar forsætis- ráðherra Sovétríkjanna var gestur stjómarinnar í Hanoi. Árásimar voru gerðar af vel yfirlögðu ráði, sjálfsagt sam- kvæmt þeim áætlunum sem samdar voru þegar á sl. sumri. Það sem „neyðir“ Bandaríkjamenn til að færa stríðið út fyrir Suður-Viet- nam, er að þeir eru búnir að Léttvægur fyrirsláttur ar einungis verið gerðar til að endurgjalda fyrir það og eyðileggja fallbyssuflota Norður-Vietnams svo að her- skip hennar gætu framvegis verið óhult á Tonkinflóa. Á blaðamannafundi sínum í fyrradag reyndi McNamara. landvarnaráðherra • Bandaríkj- anna, að afsaka loftárásimar á Dong Hoi með þvi að þær hefðu verið gerðar til að hefna fyrir áhlaup suðurviet- namskra skæruliða á flugstöð Bandaríkjamanna við Pleiku og koma í veg fyrir áfram- haldandi liðsflutninga frá Norður-Vietnam til Suður- Vietnams. Hafi mönnum þótt léttvæg afsökunin fyrir loft- árásunum í ágúst, þá á það enn frekar við um þennan fyrirslátt McNamara. Hann sasði á blaðamannafundinum að öll ástæða væri til að ætla að árásin á Pleiku hefði verið ákveðin og fyrirskipuð 5 Hanoi, en bar ekki við að færa sannanir fyrir þeirri fullyrðingu. Þióðfrelsishrevf- ingin í Suður-Vietnam hefur náttúríega fulla samúð stjóm- arvalda í Norður-Viet'nam, en Bandaríkjastjóm hefur aldrei getað fært neinar sannanir fyrir þvi að hún taki á móti fyrirskipunum þaðan. Allt bendir þvert á móti til þess að hún fari sínu fram, enda er máttur hennar með þrjá fjórðu hluta landsins á sínu valdi orðinn slíkur, að hún þarf ekki að taka á móti neinum fyrirskinunum eða reiða sig á annarra aðstoð. Áhlaupið á flugvöllinn við Pleiku var annars ekki neinn einstæður atburður í stríðinu í Suður-Vietnam. í byrjun nóvember s.l. var gert ná- kvæmtega sams konar áhTaup á bandaríska flugstöð við Bien Hoa, án bess að Banda- ríkjastjórn teldi þá ástæðu til hefndarað"erða gegn Norður- Vietnam. Hinar örfáu klukku- stundir sem liðu frá áhlaun- inu á Pleiku þar til snrengj- um tók að rigna yfir Dong Hoi eru einnig vísbending um að bað hafi ekki verið mevin- ástæðan fvrir þeirri ákvörðun að hefia loftárásir á Norður- Vietnam. Það hefur lengi verið á allra vitorði að voldugir aðilar í Washington hafa beitt sér fyrir því af alefli að hafnar yrðu árásir á Norður-Viet- nam. Blaðið „Washington Star“ skýrði þannig frá því fyrir skömmu að bandaríska herforingjaráðið hefði ein- róma lagt til að hafnar yrðu slíkar árásir á herstöðvar og iðjuver í Norður-Vietnam. Strax á sl. hausti lágu fyrir Johnson forseta „margar á- ætlanir um hvað gera skuli (í Suður-Vietnam). Flestar þeirra eru byggðar" á þeirri meginreglu að hefja skuli miklar og vaxandi endur- gjaldsárásir á Norður-Viet- nam“, eins og Joseph Alsop skýrði frá í „New York Her- and Tribune“ og áður hefur verið rakið á þessum stað. Þá var einnig hér minnzt á þau ummæli Williams P, Bundy aðstoðarutanríkisráðh. (bróð- ur McGeorge Bundy sem gefa upp alla von um að þeir geti unnið sigur í skæruhern- aði við Þjóðfrelsisfylkinguna sem hefur yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar að baki sér. Þeir hafa nú orðið fyrir þeirri sömu reynslu og Frakkar fengu fyrir heilum áratug í Indókína og síðar í Alsír, að hinn fullkomnasti vopnabúnaður má sín lítils eegn einhuga þjóð sem berst fyrir frelsi sínu, að skæru- hernaður verður aldrei lærð- ur á skólum, þó svo að rit Maos, Giaps og Guevara sé lesin spjaldanna á milli. Þetta er Bandaríkjamönnum nú að verða ljóst. Á föstu- daginn voru birtar niðurstöð- ur skoðanakönnunar banda- ríska Alþjóðamálaráðsins, en einn af forstjórum þess er einmitt William Bundy. Spurðir voru 600 háttsettir Bandarikjamenn og voru 90 af hundraði þeirrar skoðunar að stefna Bandaríkjanna í Suður-Vietnam hefði beðið al- geran ósigur. Rétt rúmur helmingar þeirra vildi að Bandaríkjamenn hyrfu á brott frá Suður-Vietnam, en hinir vildu færa út stríðið. Svo má virðast sem með loft- árásunum á Dong Hoi og þeirri yfirlýsingu sem látin var fylgja með að frekari á- rásaraðgerðir væru ekki fyr- irhugaðar að sinni hafi verið reynt að taka tillit til beggja bessara rikjandi sjónarmiða. Bandaríkin verða fyrr eða síðar nauðbeygð til að setj- ast að samningaborðinu. Þau telja sér ekki fært að semja nema þau hafi sýnt fram á veldi sitt, jafnvel þótt það kosti hættu á nýrri stórstyrj- öld á borð við þá sem háð var í Kóreu, — og geti spillt margra ára viðleitni til að draga úr viðsjám í alþjóða- málum. Þessi leikur Banda- ríkjastjómar að eldinum er enn ein áminning um hvaðan hættan stafar á ófriðarbáli sem tortímt gæti öllu mann- kyni. Hún stafar af því hlut- verki sem Bandarikin hafa valið sér og þau voru reynd- ar sjálfvalin í, að vera lög- regluvörður heimsauðvalds- ins, að gæta hagsmuna heimsvaldasinna hvarvetna í heiminum og beita öllu afli sínu til að koma í veg fyrir eða a.m.k. tefja eftir föngum fyrir frelsissókn hinna undir- okuðu nýlenduþjóða. En sú sókn verður ekki stöðvuð. Þ.ióðfrelsishreyfingin er sterk- asta afl okkar aldar, og sú mikilsverða staðreynd að hún hefur hin sósíalistísku ríki að bakhjarli þegar á reynir gerir það að verkum að viðnám auðvaldsins getur í hæsta lagi tafið fyrir endanlegum sigri hennar, en þetta viðnám leiðir hins vegar af sér það sem átti að forðast; það sann- ar þeim þjóðum sem kaupa verða frelsi sitt dýru verði hvar þær eiga sér vini og hvar fjandmenn og flýtir þannig beinlínis fyrir þróun- inni til sósíalismans, eins og dæmin frá Kúbu, Alsír og otal önnur sanna. Og enn er sama sagan að gerast í Suð- ur-Vietnam. ás.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.