Þjóðviljinn - 09.02.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.02.1965, Blaðsíða 10
10 SÍÐA --- UNDIR MÁNASIGÐ Skáldsaga eftir M: M. KAYE ara og stjómmálamanni! Góða nótt, herrar mínir. Hann hneigði sig og fór út úr stofunni. — Skammarlegt! urraði herra HaUiweU hneykslaður. Þetta er hættulegur maður! Hleypur með slúður. Hagar sér eins og væl- andi, taugaveikluð kerling. Hann er ekki fær um að stjórna her- mönnum ef hann leggur eyrun eftir svona blaðri! — Tvö bundruð þrjátíu og þrjú þúsund ..! Það var þing- maðurinn fyrrverandi, sem tal- aði. Mjúk rödd hans var dálítið skelkuð. Og hvað sagði hann að þeir brezku væru margir? — um það bil fjörutíu og fimm þús- und? Það er sannarlega umhugs- unarvert. Eruð þér alveg vissir um að engin bráðhæ'tta sé á ferð- um? Ég hafði hugsað mér að fara í stutta heimsókn til Delhi og lengra inn í landið .. — Ég fullvissa yður um að það er engin ástæða til að ótt- ast, sagði herra Halliwell. Land- ið er friðað endanna á milli. Og hvað bengalska herinn snertir, þá er hann trúr eins og gull — ég er sannfræður um að allir eru mér sammála um það? — Tvímælalaust, samþykkti gráskeggjaði herforinginn. Bezti Smurt brauð Snittur við Óðinstorg. Sími 20-4-90. FLJÚGUM: ÞRIÐJUDAGA > ^ FIMMTUDAGA LAUGARDAGA FRÁ RVIK KL. 9.30 FRÁ NORÐFIRÐI KL. 12 FLUGSÝN SÍMAR: 18410 18823 HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 III hæð Clyfta) StMI 2 46 16 P E R M A Garðsenda 21 — SIMI: 33-9-68. Hárgreiðslu- og snyrtistofa D 0 M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN — Tjamar götu 10 — Vonarstrætismegin — StMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUST URBÆUAR — María Guðrnunds- dóttir Laugavegi 13 — StMl 14 6 56 - NUDDSTOFAN ER A SAMA STAÐ. her í öllum heiminum. Auðvit- að hafa stöku sinnum orðið smá- úfar í þau hundrað ár sem hann hefur þjónað okkur. En það er ekkert, sem máli skiptir. Smá- ólga. Allur almenningur og her- inn eru fyllilega ánægð — á- nægðari en nokkru sinni fyrr á ég við. Þeir sem nöldra um óá- nægju eru sem betur fer í al- gerum minnihluta. Ef þér hafið í hyggju að fara til Delhi, getur Abuthnot ofursti sagt yður meira um ástandið þar en ég. Herdeild hans er staðsett þar og ég er sannfærður um, að hann býst ekki við, að hermenn hans hyggi á uppreisn! 28 — Þá hefði ég varla farið að stefna eiginkonu minni og dætr- um hingað, sagði ofurstinn bros- andi. — Þetta er mjög sannfærandi, sagði herra Leger-Green sýnilega feginn. Ég hafði hugsað mér að fara alla leið til Oudh, ef tími minn leyfir, til að fá upplýsing- ar frá fyrstu hendi eftir inn- limunina. Ég er með kynningar- bréf til herra Coverly Jackson .. — Hvað er um Coverley Jack- son? spurði gestgjafinn, sem kom inn í sömu svifum. Hafið þér í hyggju að fara til Lucknow, herra Leger-Green? — Ef mér gefst tími til, yðar tign. Ég er með kynningarbréf til Coverley Jackson. — Snjall náungi, Jackson. sagði Canning lávarður. Ef hann væri bara ekki svona mikill pexari. — Þú ert dálítið þreytulegur, Charles, sagði Carlyon lávarður. Indland virðist ekki eiga sérlega vel við þig; of margar opinberar veizlur og of mikill hiti. — Og of mikil vinna, bætti yfirlandstjórinn við og brosti. Þú ættir að prófa það. Það væri að minnsta kosti tilbreytni fyrir þið Arthur. — Þetta var ekki fallega sagt, andmælti lávarðurinn. Ég , strita myrkranna á milli. — Sjáum til! Við hvað, ef ég mætti spyrja? — Við að drepa tímann. Ég er á þeytingi umhverfis jörðina eins og þú veizt! — Dokaðu héma við tímakom og spreyttu þig á venjulegri vinnu, sagði Canning lávarður. Jafnvel svona gagnlaust augna- yndi eins og þig er hægt að nota. — Þá hljótið þið að vera í miklu mannahraki, Charles! — Það erum við líka, eða verðum það, ef alvara verður úr þessu með Persín. Oudh hefur tekið okkar síðasta varalið. En nú er ekki tímabært að vera að ræða svo ömurlegt efni. Þið van- rækið skyldur ykkar, herrar mínir. Þið ættuð að vera að dansa. — Við látum hinum yngri það eftir, yðar tign, sagði herra Halliwell. Hér eru karlmenn í miklum meirhluta. Við yrðum hryggbrotnir. — Aðeins eitt orð við þig, Arthur, sagði landstjórinn og tók undir handlegginn á Carlyon lávarði og leiddi hann með sér upp á svalimar, þaðan sem séð varð niður í danssalinn. — Hvað liggur hátigninni á hjarta? spurði Carlyon. Þér hef- ur varla verið alvara með það sem þú sagðir? — Að ég hefði þörf fyrir hjálp þína? Jú, svo sannarlega. — Góði Charle=! Til hvers? Til þess að sveifla dömunum í dans? Það er víst það eina sem ég er fær um — og þó því aðeins að þær séu fallegar. Ég get ekkl ÞJðÐVILJINN Þriðjudagur 9. febrúar 1985 dansað við ljótar konur. — Þú vanmetur þig, Artur. Ég veit þú ert ljómandi reiðmaður og fyrsta flokks skytta. Yngri máðurinn nam allt í einu staðar og virti gestgjafa sinn fyrir sér með rannsakandi augnaráði. Segðu mér eiginlega hvað þú átt við. Þú ert þó ekki sammála þessum ofursta — að erfiðleikar séu yfirvofandi? — Hvaða ofursti? Var einhver að spá erfiðleikum? Fallon, hét hann víst. Roskinn, lítill karl með glóandi rautt and- lit. Segðu mér, Charles, er nauð- synlegt að vera orðinn afi til að fá ábyrgðar^töðu í indverska hemum? Svei mér ef ég hef nokkum tíma séð annað eins samsafn af gömlum gráskeggj- um. Ofurstamir ykkar virðast ramba á grafarbakkanum af gigt og vesöld og hershöfðingjarnir eru komnir með báða fætur nið- ur í. Og ég sem hef alltaf heyrt að þetta væri land fyrir ungu mennina! — Það er það líka — fyrir þá sem kunna að nota- tækifærin. — Ekki í hernum. það er auð- séð! Er ekki tími *il kominn að fella niður ákvæðið um hión- ustutíma? Mér er ljóst að það eru ekki nema gamalmenni sem hljóta virðingarstöður í beng- alska hemum. Það er ekkert undarlegt að þeir sem ekki eru beinlínis deyjandi, skuli gjamma um yfirvofandi ólán. — Gerði Fallon það? — Eins og óður maður sagði Carlyon kæruleysislega. En hann virtist ekki eiga marga fylgis- menn. Hvemig lítur þú á mál- ið? Trúir þú því líka að synda- flóð sé á næsta leiti? — Nei, auðvitað ekki. Það er ekkert að. Það er annars furðu- legt að jafnvel skynsamt fólk skuli vera svo hjátrúarfullt að leggja trúnað á þennan spádóm. — Hvaða spádóm? spurði Carlyon með áhuga. — Æ, það er eldgömul saga. Spádómurinn er þannig, að raj félagsins haldist í hundrað ár eftir orustuna sem kom því á. Og orustan við Passey var árið 1757. — Þá ætti það að vera næsta ár, sagði Carlyon. Mjög athyglis- vert,. En þetta er varla hægt að taka alvarlega? — Auðvitað ekki. Vertu ekki hlægilegur, Arthur! — Ekki neitt! Það er bara.. .. já, að mig langar til að þú lengir dvöl þína hér í Indlandi, ef unnt er. Viltu gera það? — Hvers vegna? Landstjórinn renndi augunum yfir danssalinn, þétt skipaðan fólki. Þegar hann talaði var rödd hans svo lág, að dansmúsikin yfirgnæfði hana næstum: Þú gætir gert mér greiða með því að fara í ferðalag — sem for- vitinn áhorfandi að sjálfsögðu — og segja mér síðan hvers þú verður áskynja. Mér finnst alltof margir segja yfirland-1 stjóranum það eitt sem þeir halda, að hann vilji heyra. Það er þetta Oudh-vandamál. Kóng- urinn fyrrverandi og allt hans áhangendalið er hér í Calútta og þeir kvarta og kveina í sí- fellu yfir framferði manna okk- ar í Lucknow. Svör Jacksons við fyrirspurnum mínum hafa hingað til verið óljós og loðin. — Settu hann af! sagði Carly- on kæruleysislega. — Það get ég naumast án þess að særa hann, svaraði Carlyon lávarður daufur í dálk- inn. Kærumar eru trúlega á- stæðulausar og í versta tilfelli mjög ýktar. En þær skaða álit okkar og hella olíu á eld hinna óánægðu. Ef ég gæti aðeins flutt hann til án þess að reka hann .... það var von mín.... Hann þagnaði og hnyklaði brún- irnar áhyggjufullur. Carlyon leit háðslega á hann. Hann þekkti ótta Cannings við harðar aðgerð- ir og samvizkusemi hans sem leyfði honum ekki að fella dóm eða taka ákvörðun án þess að hafa persónulega sett sig vand- lega inn í málið. Carlyon hafði ekki sama langlundargeð og hann hafði ekki í hyggju að lengja dvöl sína í Austurlönd- um. Hann vildi komast aftur til Englands fyrir áramót og upp- ástungan freistaði hans ekki. Hann leit með hægð yfir dans- salinn. — Þú getur að sjálfsgðu ekki farið þangað beina ieið, sagði Canning lávarður. En ef þú fær- ir fyrst til Deihi og yfir Luck- now í bakaleiðinni, gæti það Iit- ið út sem skemmtiferð og.... ? Hann tók eftir því að Carly- on stóð kyrr og starði á einhvem í danssalnum með lifandi áhuga. — Sem ég er lifandi! hvíslaði Carlyon. Það er andarunginn ljóti! Hann snerí sér að gest- gjafa sínum og það var óvenju líflegur glampi í augum hans. Fyrirgefðu, Charles. Ég kom auga á kunningja. Við getum haldið samtalinu áfram, seinna. Hann stikaðLniður blóm- skrýddan stigann og hvarf í mannþröngina. Canning lávarður andvarpaði þreytulega og dró sig í hlé inn í skrifstofu sína til að grúska þar í skjölum. Hann sýndi sig ekki aftur fyrr en í dögun, þegar vagnarnir voru ! að aka burt með geispandi karl-! menn, tignar frúr og hrifnar og 1 hlæjandi ungar stúlkur. Hann sá SKOTTA Þú þarft ekki að eyða síðasta túkallinum þínum til spila eitt lag Jói, ég var bara að reyna þig. KOLA VERÐ * BILLIN Rent an Icecar Kolaverð í Reykjavík hefur verið ákveðið kr. 1480,00 hver smálest, heimekin, frá og með 8. febrúar 1965. H.F. KOL OG SALT Kartöflumús * Kókómalt * VORUR Kaffi * Kakó. IÍK0JN BtJÐIRNAR CONSUL CORTINA bílalelga magnúsar skipholtl 21 símar: 21190-21125 ^iaukur <§uömundóóon HEIMASÍMI 21037 Lokaö mi’ðvikudaginn 10. febrúar. vegna jarðarfarar O. Kornerup-Hansen, forstjóra. FÖNIX, O. Kornerup-Hansen, s.f. Suðurgötu 10. Útför mannsins míns og föður okkar, O. KORNERUP-HANSEN forstjóra fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 10 febrúar kl. 2 e.h. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Guðrún Kornerup-Hansen og börn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.