Þjóðviljinn - 09.02.1965, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 09.02.1965, Qupperneq 12
Þessi mynd er tekin út á flugvellinum, þegar Armstrong var nýstiginn út úr loftfari sínu. Hann heldur á blómvendi, sem litla stúlkan á myndinni afhendir honum en til hliðar við hann eru flug- freyjur Loftleiða — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Þarna er hópurinn kominn inn í afgreiðslu Loftleiða á Keflavíkurflugvelli. Stúlkan á myndinni er söngkonan Jewel Brown og ásamt henni einn úr föruneyti Louis en að baki þeirra bópur for- vitinna frcttamanna. <$>----------------------------------------------------------------------- Mikið um að vera við komuU Armstrongs á sunnudaginn ■ Það var uppi fótur og fit á Keflavíkurflugvelli á sunnudagsmorgun. Þangað var kominn hópur blaðamanna og ljósmyndara, kvikmyndatöku- manna og áhugamanna. Ástæða: Louis Arm- strong var að koma. KI. liðlega 11 lenti Rolls Royce þota Loftleiða Leifur Eiríksson á vellinum. Starfsmenn flug- vallarins komu með stiga til að leggja að flugvélinni, dyr þot- unnar opnuðust og nú var úr vöndu að ráða fyrir hinn eftir- vœntingarfulla hóp, skyldi Louis koma um fremri eða aftari dyrnar. Forustumaður knatt- spyrnudeildar Víkings sagði okkur að bíða við aftari dyrnar hvað gert var. Ljósmyndarar brugðu maskínum sínum að auga. Blaðamenn leituðu að pennanum sínum en áhugamenn urðu allir ein eftirvænting í framan. Fyrst skoppuðu í land digrir blökkumenn; var þetta hann, nei, þetta var ekki hann. En þarna kom hann lítill og kubbslegur, brosandi og allra augu beindust að þessari einu mannveru. Myndatökumenn smelltu af í gríð og erg, þegar jazzkonungurinn gekk niður stigann. Lítil stúlka gekk fram með blómvönd, sem hún af- henti Louis er hann steig nið- ur á fast land. Síðan var gengið inn í flug- stöðvarbygginguna og mann- þyrpingin umlukti Louis. öðru hverju stanzaði listamaðurinn til að gefa myndajökumönnum tæki- Úheppnm eltir Eyrarbakkabáta ■ Illir draugar ofsækja Eyrbekkinga um þessar mundir eða að minnsta kosti útgerð þeirra. Fimm bátar þeirra af sex hafa orðið fyrir ýmsum skakkaföllum, mismunandi alvarlegum, sumir reyndar gjörónýtir og hefur miklum ó- hug slegið á menn i plássinu af þessum sökum. Skammt er síðan nýkeyptur bátur, Jón Helgason, fór upp í kletta og gjöreyðilagðist. Á Laugardagsmorgun var annar bátur, sem einnig hafði verið í slipp, settur niður og fórhann Bömu leið og Jón Helgason. Seinnipart laugardags var hann enn lítið skemmdur og voru þegar gerðar ráðstafanir til að ná honum út á kvöldflóði. Bát- ur þessi heitir Guðbjörg, eign Sigurðar Jónatans Guðmunds- sonar, ágætt skip fimmtíu tonn keypt á staðinn fyrir 3—4 ár um. Fyrri mánudagsnótt kom eldur upp í öðrum bát, er einnig var í slipp, og skemmdist ham svo Framhald á 9. síðu. færi til að ná bærilegum mynd- um og þau voru óspart nýtt. Með Armstrong var hljóm- sveit hans All Stars, sömuleið- is læknir, þjónn, og tveir fram- kvaemdastjórar. 1 hljómsveitinni eru ýmsir mjög ágaetir jazzleik- arar en þeir gleymdust alveg í látunum í kringum forystumann sinn. Síðan steig hljómsveitin, blaðamenn og fleiri upp í lang- ferðabíl frá Guðmundi Jónas- syni og haldið var til Reykja- víkur. Til Reykjavíkur var komið um tólfleytið. Louis fór strax að sofa, þreyttur eftir langa reisu í flugvél frá Kanada og síðan rútubílferð til Reykjavík- ur. Fyrstu tónleika sfna hélt hann kl. 7,15 á sunnudagskvöldið. Þá voru tónleikar kl. 11,15 sama kvöld og tvennir á sama tíma í gærkvöld. Allir fóru þeir fram í Háskólabíói fyrir fullu húsi áhorfgnda, sem fögnuðu ákaft. Þriðjudagur 9. febrúar 1965 — 30. árgangur — 32. tölublað. 11 ákveðinn fyrirfram! Iðnaðarmálaráðherra skýrir frá því hvers vegna hann braut lýðræðisreglur við skipan alúminíum- nefndar. ''í>jöðviljánum barst í gær fréttatilkynning frá Jóhannl Hafstein iðnaðarmálaráðherra um skipun nefndar til þess að fjalla. um þær óskir svissnesks auðhrings að koma hér upp alúminíumbræðslu. Þar er sú aðferð ríkisstjórnarinn- ar að brjóta lýðræðisreglur með því að ganga fram hjá Albýðubandalaginu rökstudd á þennan hátt: „Iðnaðarmála- ráðherra telur þátttöku Alþýðubandalagsins í slíkri nefnd sem hér um ræðir, 'ekki til þess fallna að greiða fyrir fram- gangi mdlsins“. Þannig er niðurstaðan af störfum nefndar- innar ákveðin fyrirfram; ríkisst'jórnin hefur ákveðið „fram- gang málsins“‘ áður en nefndin hefur hafið hina svoköll- uðu rannsókn sína. Fréttatilkynning ráðherrans er birt í heild á 8. síðu. Frá Alþingi Vörubilreiðastjérar jturfa ekki a& greiða iaunaskatt Skákkeppni gagn- fræðaskólanena S. L. LATJGARDAG hófst í fyrsta sinn skákkeppni milli gagnfræðaskólanna í Reykja- vík og Kópavogi. bk- ELLEFU gagnfræðaskólar mættu til leiks að þessu sinni, hver með 6 manna sveit. Keppnin var sveitakeppni og j útsláttarkeppnj, og eftir 3 | umferðir féllu 7 skólar úr,; en 4 eftirtaldir skólar keppa til úrslita n. k. Iaugardag 13. febrúar. Gagnfr.sk. Austur- bæjar, Réttarholtsskóli, Haga- skóli og Gagnfræðask. Kópa- vogs. -* SKAKSAMBAND tSLANDS og Æskulýðsráð Reykjavíkur standa að þessari keppni, cn hún er háð í hinum nýju húsakynnum Æskulýðsráðs að Fríkirkjuvegi 11. Fundir voru í báðum deildum Alþingis í gær. I efri deild mælti Bjami Benediktsson fyrir frumvarpi um samkomudag Alþingis, sem var þar til fyrstu umræðu en hef- ur farið í gegnum neðri deild. Þá mælti Gunnar Thoroddsen fyrir tveim frumvörpum, sem voru samþykkt til annarrar um- ræðu og nefnda. Annað þeirra fjallaði um breytinþ á lögum um tollskrá og fleira en í því er lagt til að tollur af flökun- ar- og hausskurðarvélum verði lækkaður úr 35 í 10 af hundraði. Er betta gert að beiðni Sam- laes íslenzkra fiskframleiðenda. Síðara frumvarpið fjailar um '-étt'ndi oe «kyldur opinberra -•■ji-fimanna har sem lagt er ovi„f=nreiðslur hækki ! v’’6 'únfsamkomulagið. Em:' 'ónsson, félagsmálaráð- ’prra fók til máls við 3. um- ræðu í neðri deild um launa- skattsfrumvarpið, sem flutt er af ríkisstjórninni samkvæmt j ún í s amkomul agi nu. Talsverður ágreiningur hefur komið upp um túlkunina á til- teknu ákvæði reglugerðarinnar um innheimtu þessa skatts, hvað snertir sjálfseignarvörubif- reiðastjóra. Félagsmálaráðuneyt- ið úrskurðaði á sínum tíma að bílstjórar þessir skyldu greiða launaskattinn en Landssamband vörubifreiðastjóra mótmælti því harðlega. Hannibal Valdimarsson sagði við fyrri umræður um málið, að ekki væri réttmætt að taka skattinn af bílstjórunum þar sem þeir væru aðeins launþegar, sem seldu vinnu sína. Lagði hann til að ráðuneytið endur- skoðaði afstöðu sína til málsins og tók Emil Jónsson það til greina. Við umræðurnar í gær lýsti ráðherrann því síðan yfir að ráðuneytið hefði breýtt úr- skurði sínum og mundu vöru- bifreiðastjórar, sem aka eigin bílum ekki þurfa að greiða skattinn. Þórarinn Þórarinsson (F) tók til máls og sagði m.a. að leigu- b'freiðastjórar ættu ekkert frek- ar að greiða þennan skatt en vörubifreiðastjórar. Frumvarpið var síðan sam- þykkt og því vísað til efri deildar. Drukknir hestamenn Núna um helgina fékk lögregl- an tvær eða þrjár tilkynningar um hestamenn, sem höfðu fengið sér heldur mikið í staupinu. Á laugardaginn voru tveir drukkn- ir menn að þvælast inn í Blesu- gróf og tók lögreglan hestana af þeim og kom í vörzlu hjá gæzlumanni bæjarins. Hesta- mennimir urðu að komast leið- ar sinnar á tveim jafnfljótum. Á sunnudag barzt lögreglunni önn- ur kvörtun og þá ofan úr sveit um ofurölvaða hestamenn sem bar voru að þvælist um þjóð- veginn, stórhættulegir í umferð- inni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.