Þjóðviljinn - 27.02.1965, Side 4
4 SÍÐA
Dtgefandi: Sarneiningarflokfcur alþýdu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: ÞorvalduT Jóhannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19.
Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
Einfalt mó/
^llt er gert að deilumálum á íslandi með hseíi-
legum fúkyrðum og brigzlum, meira að segja
hegðun ísamyndana og aurframburðar í Þjórsá í
námunda við Búrfell. Hefur Morgunblaðið kom-
izt að þeirri niðurstöðu að tilteknar skoðanir á
þessum náttúrufyrirbærum séu kommúnismi og
nánar tiltekið það afbrigði sem kenn't er við
Peking.
j^aumast verður þó fundið nokkurt efni sem sé
fjær því að vera tiléfni deiluskrifa en einmitt
þetta. Það er staðreynd sem allir viðurkenna að
rannsóknir á hegðun ísamyndana og aurframburð-
ur á Búrfellssvæði Þjórsár eru svo skammt á veg
komnar að örugg vitneskja er ekki tiltæk. Getgát-
ur hinna fróðustu manna um hugsanlegar truflan-
ir á raforkuframleiðslu af þeim sökum sveiflast
frá hálfum öðrum degi upp í jafn margar vikur
eða mánuði. Hér er um að ræða atriði sem ræð-
ur úrslitum um rekstur hugsanlegs orkuvers, því
1 varastöðvar þær sem rætt er um eyða á sólarhring
olíu fyrir eina miljón króna, auk þess sem lang-
varandi truflanir myndu óhjákvæmilega hafa í
för með sér rafmagnsskort og skömmtun suðvest-
anlands. ,,,:. rmn^" , ;
yandamál af þessu tagi verður ekki útkljáð með
neinum háværum blaðadeilum. Úr því verður
ekki skorið með valdi stjórnmálaflokka eða neins-
konar atkvæðagreiðslum, hvorki lærðra manna
eða leikra. Hið rétta svar fæst eingöngu með vís-
indarannsóknum sem binda endi á deilurnar með
því að leiða allar staðreyndir örugglega í ljós. Ein-
hver mjög annarleg sjónarmið hljófa að vaka fyr-
ir þeim mönnum sem vilja að ákvörðun sé tekin
áður en rannsóknum á grundvallaratriðum er lok-
ið. Mættu þeir menn þó minnast þess að Búrfells-
virkjun er risafyrirtæki á íslenzkan mælikvarða;
þar mega hvorki glersteypuævintýrið né hrakfalla-
sagan um Faxaverksmiðjuna endurtaka sig.
Htevninm
Laugardagur 27. febrúar 1965
IslandsmótiS 1. deild
Ný vísitala
j^tjómarvöldin hafa tilkynnt að hafin sé ný könn-
un á neyzlusiðum almennings og sé tilgangur-
inn sá að endurskoða grundvöll vísitölunnar. Er
þetta þarflegt viðfangsefni, ef skynsamlega verð-
ur að því unnið. Sérstaklega ber að vænta þess að
nýjum grundvelli verði þannig hagað að stjórn-
arvöldin hafi ekki tök á neinskonar fölsunum, til
að mynda með niðurgreiðslum sem hafi þann
einn tilgang að láta vísitöluna gefa ranga mynd
af verðlaginu. Ennfremur ber'að vsénta þess að í
nýjum vísitölugrundvelli verði húsnæðisliðurinn
hafður raunverulegur, en ekki rammfölsuð og lítt
hreyfanleg tala eins og nú er. Húsnæðiskostnað-
ur er ákaflega stór liður í útgjöldum hverrar fjöl-
skyldu. og vísitala sem ekki tekur fullt tillit til
hans hefur takmarkað gildi. En því aðeins getur
vísitölutrygging á kaup stuðlað að auknu öryggi
að sjálfur mælikvarðinn sé réttur. — m.
FH SANNAÐIÁGÆTISITT ENN
EINU SINNI - VANN KR 25:19
□ Margir munu hafa litið á þennan leik sem
svolítinn úrslitaleik um það hvort FH myndi tapa
stigum áður en sjálfur úrslitaleikurinn við Fram
færi fram í lok mótsins. KR-ingar hafa sýnt að
þeir geta átt margt til og fá út úr liði sínu eigin-
lega meira en maður býst við, og lengi vel virtist
manni það endurtaka sig í þessum leik. Manni
fannst hver einstakur maður í liði FH mun betri,
að þeim Karli og Gísla fráskildum, en samt sem
áður áttu FH-ingarnir um skeið fullt í fangi með
KR og munaði um skeið, er langt var liðið á
leikinn, aðeins 2 mörkum; 15:13.
FH byrjaði vel og komst f
4:0 áður en KR skoraði fyrsta
mark sitt, og þegar þeir byrj-
uðu fylgdu þeir því eftir og
komust í 4:6. En staðan breytt-
ist brátt í :4 og 10:5. En þá
tóku KR-ingar að saxa á þessa
innistæðu FH-inga, og í hálf-
leik stóðu leikar þá 14:9. En
þegar liðnar voru 6 mín. af
síðari hálfleik stóðu leikar
15:13.
En þá náðu FH-ingar góð-
um leikkafla og komust í 20:14,
en eftir það jafnaðist leikur-
inn aftur, og leiknum lauk
með 25:19.
FH-ingar sýndu oft góð til-
þrif ,með miklum hraða og
léttum samleik, og meðan
KR-ingar fóru útí sama hraða
Hjalti Einarsson varði mark
FH-inga af mikilii prýði.
hafði FH alltaf mun betur.
Þegar KR tók upp þá leikað-
ferð að „svæfa“ gekk þeim
betur og hraði FH naut sín
ekki.
Annars er FH liðið skemmti-
lega leikandi og ekki vafaund-
irorpið að í augnablikinu er
það bezta liðið og jafnasta, og
verður naumast stöðvað héð-
anaf í sigurgöngu sinní f Is-
landsmótinu.
Beztu menn liðsins voru þeir
örn, Hjalti og Birgir. Ungu
mennimir Geir, Páll og Krist-
ján, lofa ákaflega miklu. Ragn-
ar vann oft vel fyrir liðið i
bessum leik, og er alltaf ógn-
vekjandi hverri vörn sem hann
sækir mót.
KR-liðið fellur undravel
saman miðað við það að í þv<
eru ekki margar svokallaðar
„stjörnur", og það er list útaf
fyrir sig að fá einstaklingana
bó þeir séu ekki toppmenn.
til að ná svo vel saman að
þeir nái toppleik eða því .bezta
mögulega sem í þeim býr, og
þetta tekst KR svo undra oft.
Og það gerðist enn í leiknum
við hina ágætu FH-inga.
Eins og fyrri daginn voru
Karl og Gísli beztu menn liðs-
ins og Hilmar er þar ekki
langt frá. Heinz fær aldrei út
það sem maður álítur að í
honum búi, en getur verið
mjög skæður sækjandi og
sterkur í vörn. Johnny var
stutt í markinu, og við tóK
Sveinn, og varði hvað eftir
annað af mikilli prýði.
Þeir sem skoruðu flest mörk
fyrir FH voru: öm 10, Birgir
og Auðunn 4 hvor, og Krist-
ján 3.
Fyrir KR skoruðu flest: Gísii
8, Heinz 4 og Karl 3.
Dómari var Magnús Péturs-
son, og dæmdi vel í fyrri
hálfleik, en þar var eins og
hann missti leikfnn meira og
min.na útúr höndum sínum í
síðari hálfleik og varð þá oft
lítt skiljanlegur.
/”!if'‘!v Frímann.
Birgir er ágengur við mark KR-inga — engu líkara en
að gefa vamarmanninum einn áann en, svo mun þó ekki
(Ljósmyndari Bjarnieifur Bjarnleifsson).
Fram lék sér í 19 mín. en
svo veitti Víkingi betur
□ Það mun nær einsdæmi að lið í fyrstu deúd
hafi leikið saman og annað skorað 12 mörk á 19
mínútum án þess að hitt kæmi á marki, en þetta
skeði í leik Víkings og Fram á fimmtudagskvöld-
ið var. Það mun og sennilega jafn fátítt að leik-
um sem svona byrjar breytist svo skyndilega að
eftir það verði hann jafn og meira að segja ef
þessar 19 mínútur eru frá dregnar kemur Vík-
ingur með eins marks betri útkomu úr þeirri 41
mín., sem eftir var.
Fram byrjaði sem sagt vel,
með töluverðum hraða, og má
segja að allt hafi heppnazt,
sem reynt var. Víkingar virt-
ust illa fyrir kallaðir og ekki
treysta sér í neinu. Má vera
að minnimáttarkenndin hafi
stafað af því að þá vantaði
tvo beztu menn sína, þá Þór-
arin og Rósmund, og má segja
að það muni um minna. Þeir
gátu alls ekki sameinazt um
að loka vöminni þannig, að^
hún væri skotheld fyrir Fram.
Þó vöm Fram væri þéttar:
tókst Víkingum að koma skot-
um f gegn, og áttu þeir 3
stangarskot á þessu tímabili.
En Adam var ekki lengi f
Paradís. Á 19. rnínútu tekst
Víkingi að skora fyrsta mark
sitt, og vakti það hrifningar-
óp sem aldrei ætlaði að linna;
bað var eins og við manninn
maelt: Víkingar fengu trúna á
sig og tóku að skora, og að
sama skapi var sem af Fram
drægi, og eftir þetta var þetta
jöfn barátta í heldur tilþrifa-
litlum leik.
Það var þó vel af sér vikið
hjá Víkingum að hrista af
sér slenið, og ná jöfnum leik
eftir þessa slöppu byrjun.
Fyrir Fram var þetta frem-
ur slakur leikur, þegar sleppt
er byrjun leiksins, og alvarlegt
fyrir svo gott lið að detta svo
niður sem það gerði er á leið.
Þetta byrjaði þegar þeir fóru
allir þrír útaf: Guðjón, Gunn-
laugur og Hilmar, og það
merkilega skeði að þegar þeir
komu inn á aftur breyttist
leikurinn ekkert fyrir Fram.
Fram var með allt sitt venju-
lega lið, og vom þeir skárst-
ir: Guðjón, Gunnlaugur, og
Gylfi Jóhannsson. Sigurður
Einarsson gerði margt laglega
en var óvenjulega óheppinn
með skotin.
Af Víkingum voru beztir
þeir Sigurður Hauksson, Gunn-
ar Gunnarsson og Björn
Bjarnason. Pétur er alltaf mik-
ils virði fyrir liðið, þótt hann
sé af léttasta skeiði.
Þeir sem skoruðu flest mörk-
in fyrfr Fram voru: Gunnlaug-
ur 9, Guðjón 5, Hilmar og
Gylfi Jóhannsson 4 hvor og
Tómas 3.
Fyrir Víking skoruðu fle;t
mörk: Pétur, Sigurður Hauks
og Bjöm Bjarnason 4 hvor og
Gunnar Gunnarsson 3.
Dómari var Valur Benedikts-
son og dæmdi yfirleitt vel.
Frímann.
FRÆOSLUFUNDUR KF.
ÞRÓTTAR Á MORGUN
ýmsu flokka. Þá verður hald-
ið stutt erindi um knattspyrnu
almennt, þjálfun o.fl. og sýnd-
ar knattspyrnukvikmyndir.
Þess er vænzt, að sem flest-
ir félagsmönn noti þetta tæki-
færi og mæti á fundinum, og
eru félagarnir hvattir tii þess
að taka með sér gesti.
Fundurinn er haldinn á veg-
um knattspyrnudeildar ÞRÓTT-
AR. (Frá Þrótti).
Á morgun, sunnudag efnir
Knattspyrnufélagið ÞRÖTTUR
til fræðslu- og skemmtifundar
fyrir knattspymumenn félags-
ins. Fundurinn verður hald-
inn í Breiðfirðingabúð (uppi)
og hefst kl. 2 síðdegis.
Á fundinum verður sagt frá
sumaráætlun félagsins, ýmsar
upplýsingar veittar um utan-
ferðir knattspyrnuflokkanna og
rætt verður um þjálfun hinna
*
I
i