Þjóðviljinn - 07.03.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.03.1965, Blaðsíða 6
■ SlDA HOÐVILIINN Sunnudagur 7. marz 1965 PLASMA-VELAR Verða það framtíðaraflvélar eldflauga? []] Hinn 19. desember sl. barst sú frétt frá Tass-fréttastofunni, að g-erð hefði verið tilraun með hina fyrstu af svonefndum „plasma-aflvél- um“, og var hún send út í geim frá geimferða- stöðinni Zond-2 í Sovétríkjunum. Plasmaaflvélar teljast ti! einskonar þrýstiloftsvéla. Það er venja að mæla orku slíkra véla í tonnum, en þó því að- eins, að notað sé kemiskt elds- neyti. Afl þrýstiloftsvéla sem rafmagn knýr, er mælt í kíló- grömmum, grömmum eða broli úr grammi. Vélar þessar, eru þessvegna ekki til þess hæfar, að knýja eldflaugar, sem vega mörg tonn, burt frá jörðu. Til þess verða menn um ófyrir- sjáanlega framtíð að nota eld- flaugar, sem ganga fyrir kem- isku eldsneyti. En vel getur verið, að eftir nokkur ár verði kjamorkueldflaugavélar teknar til aðstoðar. Þrýstiloftsflugvélum, sem ganga fyrir rafmagni, er . ætl- að að stýra geimferðartækjum, þegar þau eru komin út í geim og orðin þyngdarlaus. Þá þarf ekki mikið afl til að stjórna þeim, hagræða og stýra og breyta farbrautinni. Til þess eru þær oft betri en vél- ar, sem ganga fyrir kemísku eldsneyti. Þær þurfa margfalt minna magn af eldsneyti til- tölulega, en þetta er mjög mikilsvert fyrir geimskip. Tii dæmis má nefna, að hið bandaríska geimskip Mariner IV. þurfti eldsneyti, sem kost- aði 100.000 dollara kílói'ð, og er þá innifalinn kostnaðurinn við að framleiða það og koma þvf með út á brautina. Og er þetta langtum dýrara en þungi þess í gulli. Það er raunar að nokkru leyti ávinningur, hve afllitlar þessar þrýstiloftsvélar eru, því að til þess að stjóma geim- ferðatækjum af þeirri ná- kvæmni, sem nauðsynleg er, þarf ekki aflmikla vél. Geim- ferðastöðin Zond-2 notar þrýsti- loftsvélar, sem ganga fyrir raf- magni, og þær sjá um það, að stöðin (geimskipið) snúi þann- ig að sólarrafhlöðurnar viti sem bezt við sól og stöðin fái þannig sem mest rafmagn til sinna nota frá rafhlöðunum. Bandaríkjamenn búast ekki við að hafa tilbúnar þrýsti- loftsvélar, sem ganga fyrirraf- magni, handa geimskipum fyrr en árið 1968—69, og er þó enn ekki búið að samþykkja þetta. Til þess að stjórna geimskip- um em slíkar vélar ekki hafð- ar enn sem komið er, en bú- ast má við miklu af þeim í því tilliti, t. d. mundi mega nota þær til þess að koma geim- skipi sem ætlað er til sjón- varps- eða útvarpssendinga af braut umhverfis jörðu í' óum- breytanlega afstöðu til ákveð- ins staðar á jörðu, helzt við miðjarðarlínu. Og gæti það þannig orðið skiptistöð fyrir s jónvarpssendin gar. Þrýstiloftsvélar, sem ganga fyrir rafmagni, má hafa til að færa tæki úr braut um- hverfis jörðu á braut til tungls- ins eða plánetanna. Það þarf langan tíma til að kioma slík- um stefnubreytingum á vegna þess hve afllitlar þessar vélar em. Það getur tekið vikur eða mánuði að koma geimskipi af umferðarbraut sinni (tiltölulega nærri jörðu) í óbreytanlega af- stöðu til ákveðins staðar á jörðu, en venjulegar vélar gera þetta á sólarhring eða skemmri tíma. En vélar þessar þarfnast miklu minna eldsneyt- is, og þessvegna er unnt að koma fyrir miklu fleiri tækj- um f spútniknum. Það er til svo mikils að vinna, að nokk- urra ára töf verður lítilvæg. Þrýstiloftsvélar, sem ganga fyrir rafmagni, og þrýstilofts- vélar sem hafa kemiskt elds- neyti, em mismunandi að gerð. I venjulegum vélum ger- ist kemisk gagnþrýsting í efn- unum í eldsneytinu, og loft- kennd efni, sem losnað hafa við bmnann, streyma við há- an þrýsting út um op og þrýsta þannig farartækinu fram á við. í þrýstiloftsvélum, sem ganga fyrir rafmagni, ger- ist ekkert slíkt. Hreyfiaflið fæst með því að plasma eða jónur streyma út. Þessvegna em slíkar vélar ýmist kennd- ar við plasma eða jónur, eftir því hvort er. Til þess að fram- leiða plasma eða jónur þarf rafmagnsupphitun, og til þess Hvernig verða farartæki geimfaranna í framtíðinni? að auka hraða þeirra og hleypa þeim út um opið ■ er haft raf- magn, eða rafsegulmagn, og em þær þessvegna nefndar þessu nafni: Þrýstiloftsvélar, sem ganga fyrir rafmagni. Eldsneytið, sem raunar er ekki eldsneyti, því að það brenn- ur ekki, er látið hitna í vélun- um. Við hitarin myndast plasma. Plasmavélar geta ver- ið hvort sem er, rafmagnsvél- ar eða rafsegulvélar. 1 rafhit- unar-plasmavélum er plasmað sett í gang með aðstoð rafseg- ulafls. og er því síðan hleypt út um opið með 5—10 földum þeim hraða, sem hafður er f rafhituðum plasmavélum. 1 plasma-þrýstiloftsvélum, sem ganga fyrir rafmagni get- ur hraði útstreymisefnisins náð 100 km á sek. með þrýsti- loftsvélum. Því meiri sem hrað- inn er, þeim mun meiri verður hraði tækisins. Til „eldsneytis ‘ í rafmagnsvélar má hafa súr- efni, köfnunarefni eða amm- oníak, og í plasma-rafsegul- vélar aragon, helium, neon, xenon, köfnunarefni, ammon- íak, kvikasilfur o. fl. 1 jóna- vélum jóníserast eldsneytið einnig, en aðeins jónurnar fá aukinn hraða. Hafðar eru ýmsar aðferðir við þetta. En hver þeirra sem höfð er, eykst hraði hinna pósitívu jóna, sem þegar eru myndaðar, og þær streyma út um opið, og knýja farartækið fram á við. Til þess að auka hraða jónanna eru hafður negatívar elektróður. Til eldsneytis í jónavélum má hafa argon, xenon, cæsium, glyserín ... Bandaríkjamönn- um tókst ekki að gera plasma- vélar og sneru sér í þess stað að jónavélum. Auk tilrauna, sem ekki tókust, hafa þeir tvisvar gert tilraunir til að fljúga með plasmavélum, ekki hringflug, heldur með flaugum sem þeytast áttu „fleygabraut" og vélamar störfuðu ekki nema í nokkrar mínútur. Það er ekki fyrr en á næsta ári sem Bandaríkjamenn hugsa sér að setja jónavél í geimskip. Á þeirri sjálfvirku stöð, sem kallast Zond-2 eru rafhlöður hlaðnar með sólarorku látnar sjá plasmavélinni fyrir raf- magni. í bandarískum jónavél- um eru enn sem komið er hafðar kemiskar rafhlöður. En á komandi tímum munu verða hafðir kjarnorkurafalar. Ekk- ert annað mundi duga til lang- ferða út í geimi. Og þrýsti- loftsvélar, sem ganga fyrir raf- magni, hafa það fram yfir hin- ar venjulegu, að þær geta starfað mjög lengi, því að „eldsneytið“ er svo fyrirferð- arlítið, og sama magn af því miklu drýgra, í þeim en venjulegum vélum, þó að þær framleiði ekki minni orku. Til þess að breyta megi starfs- og orkugildi þrýstiloftsvélar, verð- ur að gera breytingu á efna- fræðilegum áhrifum á rafhlöð- ur hennar, t- d. gasneyzlu, en starf þrýstiloftsvéla, sem ganga fyrir rafmagni, má breyta með þvi, að auka eða minnka raf- magnsnotkunina, t.d. spenn- una. Það er gert án efnafræði- legra aðgerða, á einfaldari og öruggari hátt. Þannig er rafall, knúinn kjarnorku, sem ekki! þarf nema hverfandi Iítið af kjarnakleyfu efni til ársins, tengdur þrýsti- Framhald á 9. síðu. • •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■! ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! Vélin f Fiat 850 er 4ra strokka með innsigluðu kæli- kerfi. Borunin er 65 mm og slaglengd 63,5 mm., 843 rúm- sentímetrar og þjöppun 8,81. Vélarafl er 43 hestöfl (SAE) við 5.300 snúninga. Gírkass- inn er 4ra hraða alsamhæfð- ur, mesta hæð bílsins er 1,38 m., breidd 1,42 og lengd 3,57 metrar. Þyngd með fullan benzíntank er 685 kg. og mesti hraði mögulegur er 124 km. á klukkustund. Það er auðséð af myndum af 850 að honum svipar mjög til Fiat 600 D, en þó er hann örlítið stærri é alla kanta. Þó er ekki hægt að segja að hann komi í stað 600 D — sá bíll verður framleiddur eftir sem áður — heldur öllu frem- ur ný gerð, sem framleidd er á grundvelli þeirra endurbóta og athugana sem fram hafa komið við framleiðslu og not- kun 600 D á síðustu árum og ætlazt er til að 850- verði þægilegri, öruggari og skemmtilegri í akstri en litli bróðir 600 D. Á Fiat 850 eru aðeins tveir smurkoppar, sem aðeins þarf að smyrja á 20.000 km. fresti og hið innsiglaða kælikerfi inniheldur heilsárs vökva, sem þolir 35 stiga frost og þarf raunar ekki um það að hugsa að öðru leyti en að at- huga þenslubelginn öðru hvoru, en hann er gerður úr gagnsæu plasti svo ekkert þarf að oþna til þess að ganga úr skugga um það að kælivökvi sé fyrir hendi. Farangursplássið hefur löng- um verið veiki punkturinn við þá bíla, sem eru með vélina að aftan. Það er auð- vitað ekki hægt að segja að farangursgeymslan í Fiat sé l»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■»■■■■■■*■■■■■■■l FIAT á markaðinn bráðlega ■ Innan skamms kemur á markaðinn hér- lendis nýr bíll frá Fiatverksmiðjunum ítölsku, það er Fiat 850. Margar árgerðir og stærðir af Fiat eru þekktar hér, en nú skulum við athuga örlítið þennan smábíl sem kemur til með að kos’ta eitthvað í kringum 130.000 krónur. Fiat 850 * V-vélarnar eru ekki neitt nútímaundur þó að þær séu nú fyrst að komast í gagnið í Evrópu t.d. í Taunus 12m, 17m og 20m. Þær hafa lengi verið notaðar í amerískum bílum sem kunnugt er. Það var árið 1907 sem De Dion byggði fyrsta bílinn með .V- vél. — Stafurinn V er tákn þess að strokkamir eru í tveim röðum hlið við hlið og halli strokkanna myndar v- halla þar sem stimpilsteng- urnar eru tengdar sama sveifarásnum. De Dion þessi var einnig upphafsmaður sér- stakrar fjöðrunar á afturhjól- um sem sfðan er við hann kennd, ir Stundum getur það kom- ið sér vel fyrir okkur sem ekki höfum sérstakar lugt’r aftan á* bdnum til notkunar ef ekið er aftur á bak, að láta stefnuljósið blikka á meðan tekið er aftur á, auð- vitað þeim megin sem mest not eru fyrir birtu. Þetta er eitt af þeim smáatriðum sem maður verður alveg undrandi yfir að manni skuli ekki hafa dottið í hug sjálfum þegar bent hefur verið á það. Að !•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■''*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ stór, en þó er hún ótrúlega rúmgóð, þ.e. um 180 rúm- desimetrar. Þar að auki er töluvert pláss fyrir farangur í holunni fyrir aftan aftur- sætið, og hægt er að leggja bakið á sætinu fram til þess að skapa meira rúm ef að- eins tveir ferðast með bíln- um. Á ítalíu er 850 seldur sem fimm manna bfll, en það er þó hæpið að hægt yrði að troða þrem meðalstórum Is- lendingum í aftursætið. Aft- ur á móti er ekki hægt að segja annað en að það er mjög rúmgott fyrir fjóra í þessum bfl. Meðal nýjunga í innrétt- ingunni eru t. d. stillanlegar ferskloftstúður staðsettar f mælaborðinu, en ekki vitum við hvort miðstöðin er nógu kraftmikil fyrir norðlægari breiddargráður, en hún virð- ist skemmtilega byggð eftir myndum að dæma. Fiat 850 er sagður mjög lágvær og þægilegur í akstri. Það er samt sem áður líklegt að bfllinn sé viðkvæmur fyr- ir hliðarvindi þar sem þunga- hlutföllin eru þannig að að- eins 36% eiginþunga hvílir á framhjólunum en 64% á afturhjólum. Samt sem áður er ólíklegt að þetta komi að sök á skikkanlegum hraða. Fiatverksmiðjurnar íram- leiða þennan bíl til þess „að fylla autt pláss í röðinni’’ en ekki til þess að keppa við sinn eigin Fiat 600. I „Politiken" segir „Nexö” þann 18. nóvember s. 1.: „Fi- at 850 er notalegur og lip- ur til síns brúks ef maður ætlar honum ekki of mikið. Ef maður freistast til þess að bjóða honum meira en ætlazt má til af smábíl þá „slær hann útundan sér” og þess vegna er betra að halda sig heldur neðan við það hraðatakmark. 1 innanbæjar- akstri og á skikkanlegum hraða á þjóðvegunum er Fi- at 850 notalegur og lipur bfll. Hann er það miklu betri en Fiat 600 að ég verð að standa með verksmiðjunni í því að þeim hefur tekizt prýðilega að fylla auða pláss- ið í Fiat-röðinni”. — L. Smámunir -Ai Fyrsti bíllinn sem útbúinn var með raf-startara var Cadillac framleiddur árið 1912. Startarinn var gerður af hinum þekkta Charles F. Kettering, sem einnig útbjó ljósakerfi með rafgeymi og rafal. Á þessum árum var bílanotkun þegar orðin það mikil í Ameríku að borgar- stjórnin í Chicago fannst tími til kominn að banna notkun bílflautunnar nema mikið lægi við. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*, i l j sjálfsögðu ber að varast að ] nota þetta ef það getur trufl- að aðra ökumenn. ir Fyrst minnzt varástefnu- ljós væri ekki úr vegi að stinga því að Bifreiðaeftirlit- inu að það léti athuga hvort leigubílstjórar í Reykjavík vita hvar stefnuljósarofinn er í bíl þeirra. Að vísu eru ekki allir leigubflstjórar latir við að nota stefnuljós, en sumir virðast alls ekki vita að bíll- inn þeirra hefur þennan út- búnað. •íri bað getur líka orðið of mikið af svo góöu. Fyrir nokkru ók ég á eftir lög- reglubifreið austur Skúlagötu, og viti menn; verðir laganna gáfu stefnuljós í sjóinn alla leiðina að hringtorginu við sjóklæðagerðina. Þetta merki gat merkt það að þeir ætl- uðust' til þess að ekið yrði fram úr þeirra bíl, og einnig að þeir ætluðu að aka í sjó- inn. Ég fylgdi fast á eftír þeim til að missa ekki af því að sjá aðfarirnar við stökk- ið, en. eins og fyrr segir munu þeir hafa hætt við að fá sér sjóbað að þessu sinni. — L. BÍLAÞÁTTUR « I k 1 * t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.