Þjóðviljinn - 04.04.1965, Síða 2
ÞIÖDVILIINN
Surmudagur 4. apríl 1969
2 SlÐA -------------
Aldarlangt
samstarfí
fjarskiptum
Tölurnar á kringlu talsíma-
tækis á Islandi hefjast á 1 og
enda á 0 eins og í Argentínu,
Danmörku og fleiri löndum.
Á sænskum talsimum hefjast
þær hins vegar á 0 og enda
á 9, og á Nýja Sjálandi er því
þveröfugt farið. Sama kerfi og
á íslandi er notað í nokkram
löndum Vestur-Asíu, þó erfilt
sé að lesa úr tölunum.
Það eru myndir af öllum
þessum ólíku talnakringlum í
bæklingi sem Alþjóðafjar-
skiptasambandið (ITU) hefur
gefið út undir enska heitinu
„A Hundred Yers of Intemat-
ional Cooperation”. ITU vinnur
nú að því að fá tekið upp
samræmt alþjóðakerfi fyrir
tölur á talsíma. Óneitanlega
virðist vera full þörf á því.
1 bæklingnum er sagt frá
þvi í orðum og myndum, hvað
þessi sérstofnun Sameinuðu
þjóðanna hefur gert á þeim 100
árum, sem liðin eru síðan hún
var stofnuð — afmælið er 17.
maí í ár — og hvílíkar feiki-
legar framfarir hafa orðið á
sviði fjarskipta. — (Frá S.Þ.).
STOKKHÓLMI 2/4 — Helj-
armikil pappírsbrúða, sem
átti að tákna Franco hers-
höfðingja, einræðisherra á
Spáni, var í gærkvöid brennd
fyrir ntan spánska sendiráS-
ið í Stokkhólmi. Daglangt
ftflfðu" verið haldnir mót-
mæláfnndir í tilefni þess að
þá voru 26 ár liðin frá því
Franco komst til valda á
Spáni. Lögreglan dreifði
hópnum, sem safnazt hafði
saman fyrir ntan sendiráðið.
JÓHANNESARBORG 2/4 —
Tólf menn voru í dag sekir
fundnir um að vera félagar
í hinum ólöglega kommún-
istaflokki Suður-Afríku , en
fjórtán voru ákærðir af
sömu sökum. Einn hinna á-
kærðu, Hymie Baryel, var
sýknaður, en dómur fellur
ekki í máli hinna fyrr en
12. apríl.
LONDON 2/4 — Michael
Chaplin, átján ára sonur
kvikmyndaleikarans fræga,
. skýrði svo frá í gær, að
hann hefði síðustu þrjár vik-
ur lifað af sveitarst—k. Pann
skýrði blaðamönnum, sem
heimsóttu hann í eins her-
bergis íbúð hans í hrörlegri
byggingu í London, svo frá,
að hann væri „svarti sauður-
inn" í fjölskyldunni — sem
hann kvaðst ekki hafa séð í
tvö ár. Chaplin jr. býr með
konu sinni Pat og syni þeirra
hjóna, Christian að nafni.
Hann vonast nú til að fá
hlutverk í franskri kvik-
mynd. Kona hans er sjö ár-
um eldri en hann og hjóna-
bandið var Charlie Chapiin
mjög á móti skapi.
WASHINGTON 2/4 —Leyni-
þjónusta Bandaríkjanna hef-
ur nú samið Iista yfir 130.
000 menn sem hugsazt geti
að sækist eftir lífi Johnsons
Bandaríkjaforseta. þetta var
tilkynnt opinberlega í Was-
hington í gær.
Vitni sem komið hafa fyr-
ir sérstaka þingnefnd skýra
svo frá, að um það bil 800
þeirra manna, sem hættuleg-
astir séu taldir, standi á sér-
stökum lista. Þessi sérstaki
Usti taldi fyrir einu ári að-
eins um 200 nöfn.
Standi loftvogin lágt er
meiri hætta á bflslysum!
6. alþjóðlega sjö-
stangaveiðimótið
Það verður nú að teljast
staðfest, að ákveðin veðra-
brigði, sem eru mannslíkaman-
um óhagstæð, auka fjölda 'oíl-
slysa, segir í nýútkominni
skýrslu um áhrif loftslagsins á
manninn. Lágþrýstingur gctur t.
d. verið bílstjóra miklu hættu-
legri en þoka eða hálka. Án
þess að bílstjórinn gefi því
gaum, dregur úr einbeitingar-
hæfni hans og viðbragðsflýti.
Afleiðingarnar geta orðið ör-
lagaríkar.
Það eru framar öllu tilraunir
og rannsóknir í Vestur-Þýzka-
landi síðustu 15 árin, sem hafa
leitt til þess, að nú er hægt
að segja með vissu, að þessu
sé þannig farið. Einn könnuður
rakti og rannsakaði 67.000 bil-
slys í Hamborg og komst að
þeirri niðurstöðu að 85—90 af
hverjum hundrað bílslysum
urðu við veðurskilyrði, sem
voru mannslíkamanum mót-
dræg. Því næst rannsakaði
hann slysaskýrslur í 50 stór-
borgum Evrópu og gat fært
sönnur á, hvernig umferðar-
slys urðu á svæðum þar sem
lágþrýstingur færðist yfir.
Á einu könnunarskeiði í
Hamborg var hálkan einungis
völd að 6,4 hverra hundrað
slysa, sem voru fram yfir það
venjulega, og þoka völd að 5.2
hverra hundrað slysa, en á
sama tíma kom f ljós, að 40
af hverjum hundrað slysum
áttu rætur að rekja til veður-
truflana, sem höfðu bein á-
hrif á mannslíkamann.
Skýrslan sem hér um ræðir,
„A Survey of Human Biomet-
eorology", er tilraun til að
ganga úr skugga um, hvar vís-
indin eru stödd í nútímanum
með tilliti til sambandsins á
milli mannsins og andrúms-
loftsins sem hann lifir í. Hún
er gefin út af Alþjóðaveður-
fræðistofnuninni (WMO).
Skýrslan tekur einnig til
meðferðar efni eins og t.d. á-
hrif veðurfars á heilbrigt fólk,
á sjúkdóma og á verkun lyfj.i
í mannslíkamanum, skipulagn-
ingu borga og áhrif bygginga á
andrúmsloft mannsins. Einnig
er fjallað um loftslagslækning-
ar. — (Frá S.Þ.).
Um hvítasunnuna verður
efnt til 6. alþjóða sjóstanga-
veiðimótsins hér á landi. Fer
það að þessu sinni fram frá
Keflavík, dagana 4.—7. júní n.K.
Aður hafa slík mót verið hald-
in í Vestmannaeyjum og Rvík
og hafa jafnan verið vel sótt.
Mótið verður sett að kvöldi þess
4. júní af formanni Sjóstanga-
veiðifélags Reykjavikur, Birgi
J. Jóhannssyni, tannlækni, cn,
mótið er haldið að tilhlutan þess
í samvinnu við Stangaveiðifélag
Keflavíkurflugvallar.
Veiðikeppnin hefst svo að
morgni 5. júní og stendur yfir
i þrjá daga. Verður siglt á mið-
in frá Keflavík kl. 10 á hverjum
morgni, en bátar eiga að vera
komnir aftur í höfn kl. 6 að
kvöldi. Að mótinu loknu, á
annan í hvítasunnu, verður
haldið kveöjuhóf á Keflavíkur-
flugvélli, þar sem úrslit verða
tilkynnt og verðlaun afhent.
Keppt verður um mörg og glæsi-
leg verðlaun, m.a, Flugfélags-
bikarinn, Roff-styttuna, gull og
silfurverðlaun gefin af Alþjóða-
sambandi sjóstangaveiðifélaga
Framhald á 9. síðu.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
ELZTA os nyasta
’rprzlun okkar!
Mtíunm
Sömu góðu vörurnar
Sama lága verðið
Meira úrval
Betri búðir
Meiri hraði
Meiri vinnugleði
Sífelld þjónusta
Betri þjónusta