Þjóðviljinn - 04.04.1965, Side 4
4 SIÐA
Ctgcfandi: SameLningarflokkur alþýöu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurdur Guðmundsson.
Rltstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19.
Simi 17-500 (5 línur). Askrlftarverð kr. 90.00 á mánuði.
Skaðsemdartök verzlunar-
og fjármálaauð va/dsins
j júnísamkomulaginu í fyrra var íslenzkum at-
vinnurekendum gefinn ársfrestur til að gera
ýmsar þær ráðstafanir með atvinnurekstur sinn,
að þeir væru betur undir það búnir að taka á sig
hina almennu kauphækkun og styttingu vinnu-
dagsins sem orðin er óhjákvæmileg nauðsyn. í
forystugrein í nýútkomnu hefti 'tímaritsins ,.Rétt-
ar“ deilir Einar Olgeirsson, formaður Sósíalista-
flokksins, fast á atvinnurekendur fyrir að hafa
notað illa eða ekki þennan frest og hljóti það að
koma þeim í koll, nú sé ekkert undanfæri, það
verði að stórhækka dagkaup verkafólks og stytta
vinnutímann nú í vor.
þetta á fyrst og fremst að gerast á kostnað alls
brasksins í þjóðfélaginu og á kostnað óreiðunn-
ar og skipulagsleysisins, segir Einar. Það er yfir-
stéttarinnar að skipuleggja atvinnurekstur sinn
af viti, ef hún vill vera að fást við hann, svo óhæf
sem hún hefur sýnt sig til þess. Og ef atvinnurek-
endur í sjávarútvegi og iðnaði þekktu sinn vitjun-
artíma, myndu þeir taka höndum saman við verka-
lýðs- og starfsmannastéttina og bændur, til þess
að framkvæma þær þjóðfélagslegu breytingar, sem
síytting vinnutímans og hækkun dagkaupsins
krefst', fyrst og fremst á kostnað verzlunarauð-
valdsins.
ginar telur allar deildir yfirstéttarinnar eiga sök
á því hvernig komið er, en verzlunar- og f jár-
málaauðvaldið þó mest. Útgerðarmenn og fisk-
iðnrekendur hafi vanrækt hróplega skipulagningu
í atvinnugreininni sjálfri og alveg sérstaklega látið
undir höfuð leggjast að koma á sem mestri full-
vinnslu í síldinni, en til þess þurfi breytta verzl-
unarpólitík. Iðnrekendur horfi á það aðgerðarlaus-
ir að hverri verksmiðjunni af annarri sé lokað.
Sjálfir bregðist þeir skyldu sinni að skipuleggja
hina íslenzku framleiðslu í stórum stíl og með ný-
tízku aðferðum. íslenzkum iðnaði sé nú í æ rík-
ara mæli fórnað á altari skorðgoðsins verzlunar-
„frelsisins“, sem ætti að lesa verzlunarauðvalds-
ins. „Verzlunar- og fjármálavaldið í Reykjavík er
sá aðili, sem ráðið hefur stefnunni undanfarin ár,
og raunar lengst af undanfarna áratugi“, segir
Einar. „Til þessa valds hefur gróðinn safnazt, hvort
sem fyrirtækin heita olíufélög, vátryggingafélög,
skipafélög, bílaheildsalar eða önnur stór innflutn-
ingsfyrirtæki. Fjárfesting þessara aðila hefur verið
hin óhagsýna eyðsla þjóðfélagsins. Þetta vald sogar
til sín lánsfé, vinnuafl og húsnæði, og gefur ekkert
í staðinn. Og þessir aðilar eru um leið aðalagentar
erlends auðvalds á íslandi.“
■yatnaskilin í íslenzkum stjórnmálum eru um
þetta: með eða móti verzlunar- og fjármála-
auðvaldinu,“ segir Einar Olgeirsson í þessari Rétt-
argrein, „með eða móti samstarfi við verkalýðs-
hreyfinguna“.
ÞIÓÐVILJINN
Sunnudagur 4. apríl 1965
Eins og aðrar brýr í Búdapest var þessi eyðilögð í striðinu og endurbyggð síðar. Hún er nákvæm
eftirliking fyrirrennara síns, er var fyrsta brúin i borginni, smiðuð 1846.
Ungverska alþfðu-
lýðveldið 20 ára
1 dag, 4. apríl, halda Ung-
verjar 20 ára afmæli frelsunar
lands síns úr klóm nazistaherj-
anna þýzku, sem sendir voru
til landsins snemma á árinu
1944 til þess að stöðva fram-
sókn ráðstjómarherjanna að
austan. Styrjöldin um Ung-
verjaland stóð um það bil hálft
ár, og lauk með síðasta sigri
ráðstjórnarhersins við vestur-
landamærin 4. apríl 1945. Fyr-
ir forgöngu Kommúnistaflokks-
ins var í desember 1944 stofn-
uð svonefnd Sjálfstæðisfylking,
með þátttöku sóíaldemókrata,
borgaralegra flokka og fulltrú-
um frá samtökum verkalýðs-
ins. Þessi samtök sömdu
vopnahlé við Ráðstjómarríkin,
og settu á fót bráöabirgðaþing
og bráðabirgðastjórn. Þann 15.
marz 1945 voru sett lög um
6kiptingu stórjarða í aðalseign
milli fátækra bænda og land-
búnaðarverkamanna. Flokkur-
inn og samtök verkalýðsins
hófust þegar handa um v‘ð-
reisn atvinnuveganna og að
róta í rústum styrjaldarátak-
anna. í byrjun var við óskap-
lega erfiðleika að etja. Kosn-
ingar til þings fóru fram í
nóvember 1945. Flókkur smá-
bænda, studdur af borgurum
og afturhaldsöflum, hlaut
hreinan meirihluta, 56% at-
kvæðanna. •Kommunistaflokk-
urinn og Sósíaldemókratar sín
17% hvor, og þjóðlegur bænda-
flokkur 8°/f,. 1 skjóli þessara
kosningaúrslita gerðu aftur-
haldsöflin harða hríð að lýð-
ræðislegum aðgeröum bráða-
birgðastjómarinnar, fyrst og
fremst að skiptingu stórjarð-
anna. Vegna mótmælaaðgerða
verkalýðsins, og harðrar and-
stöðu í þinginu, var þó ráðizt
í að kollvarpa umbótunum.
Tveimur árum seinna voru
aftur háðar þingkosningar. Þá
jók Kommúnistaflokkurinn at-
kvæðamagn sitt um 40%. At-
kvæðum sósíaldemókrata
fækkaði um 10%* og Smá-
bændaflokksins um 71%. I
kosningabaráttunni lagði
Kommúnistaflokkurinn áherzlu
á nauðsyn þess, að verkamenn
og bændur og smáatvinnurek-
endur tækju höndum saman,
og að verkalýðsflokkamir tveir
sameinuðust í einn flokk. Eftir
þessar kosningar tóku verka-
menn að streyma til Komm-
únistaflokksins frá Sósíaldemó-
krötum. Á þingum beggja
flokkanna, 12. júní 1948, var
sameining þeirra í einn flokk
samþykkt. Hinn sameinaði
flokkur hlaut nafnið: „Verka-
lýðsflokkur Ungverjalands".
Með stofnun þessa flokks var
bundinn endir á tvískiptingu
verkaiýðsins, sem ríkt hafði í
landinu um áratugi. Með sam-
einuðu átaki gat nú flokkur-
irm, og verklýðsstéttin hafizt
handa um uppbyggingu sósíal-
ismans. Með nýjum grundvall-
arlögum, var svo „Alþýðulýð-
veldið Ungverjaland" sett á
stofn í ágústmánuði 1949.
Með tæknilegri aðstoð, og
fjárhagsJegum stuðningi, Ráð-
stjómarríkjanna tókst að ljúka
áætlun áranna 1947—1949 sjó
mánuðum fyrr en áætlað var.
Ný 5 ára áættun hljóp af
stokkunum. Aðalviðfangsefnin
voru efling iðnaðarins og fé-
lagslegar framfarir landbúnað-
arins. Rösklega var hafizt
handa. Verksmiðjur og iöju-
ver risu upp í tugatali, ný
stáliðjuborg reis af gru.ini,
samyrkjubúskapur hafinn, rík-
isbú sett á stofn víðsvegar um
landið, stórátök hafin í námu-
iðnaði og framleiðslu landbún-
aðarvéla, og víðtækar umbæt-
ur gerðar í félagsmálum og
uppeldismálurru Ekki leið þó á
löngu, að bóla tæki á ýmis-
konar erfiðleikum, sem fyrst
og fremst áttu rót sína að
rekja til ófullnægjandi athug-
ana á fjármálaþoli, hráefna-
aðdráttum og framleiðslumögu-
leikum þjóðarinnar. Á árunum
1951—1953 náðust ekki þær
umhætur á lífskjörum, sem
vonir höfðu verið vaktar um.
Á sumum sviðum var jafnvel
um rýrnun lífskjara að ræðau
Þar við bættist svo andrúms-
loft persónudýrkunar, mis-
beiting valds og alvarleg mis-
ferli af hálfu foringjans, Máty-
ás Rákosi. Leiðandi menn á
sviði stjórnmála og athafna-
lífs, flestir þrautreyndir flokks-
menn, voru handteknir að á-
stæðulausu, og sumir dæmdir
til dauða eftir fölskum ákær-
um. Að sjálfsögðu stóðu þessi
alvarlegu misferli í engu sam-
bandi við sósíalistiska upp-
byggingu. Þau stöfuðu ein-
vörðungu af því, að fámenn-
ur hópur fótumtróð lýðræðis-
lega afgreiðslu mála í flokkn-
um, og bældi með valdi nið-
ur réttmætar aðfinnslur. Strax
1953 samþykkti flokkurinn ráð-
stafanir til að ráða bót á mis-
ferlunum. En framkvæmd
þeirra ráðstafana fór í handa-
skolum, og leiddi stundum
til nýrra mistaka. Sumarið
1956 samþykkti flokkurinn að
binda endi á þetta ófremdará-
stand, og skipti um stjóm. En
þá var svo komið, að innlend-
Þinghúsbyggingin í Búdapest
Eftir Steinþór Guðmundsson
um afturhaldsöflum, í samráði
við erlenda heimsvaldasinna,
hafði tekizt að hagnýta sár
réttmæta óánægju fjöldans, til
þess að undirbúa vopnaða and-
byltingu. Forusta þessarar and-
byltingar beitti óspart sósíalist-
iskum slagorðum, til þess að
rugla almenning, sem i raun
og veru óskaði einskis annars
en leiðréttingar á misferlum
og valdníðslu. Þess £ stað kom
það brátt í Ijós, að uppreisn-
inni var beint að því msrki,
að kollvarpa hinni nýju stjóm-
arstefnu. Uppreisnin kostaði
þjóðarbúið 22 þúsund miljóna
forintur. Nýrri byltingarstjóm,
undir forystu Janosar Kadar,
tókst, með aðstoð Ráðstjómar-
ríkjanna, að brjóta andbylt-
inguna á bak aftur, og hefja
að nýju sósíalistiska stjómar-
háttu. Á nokkrum mánuðum
tókst að verulegu leyti að
græða sár andbyltingarinnar. 1
árslok 1957 var iðnaðarfram-
leiðslan orðin 5%, meiri en í
árslok 1955, og almenn lífskjör
höfðu þá batnað um 32%.
Hófst nú ný framsókn, byggð
á nákvæmlega athugaðri fjár-
hagsgetu og framleiðslumögu-
leikum landsins. 1 almennum
þingkosningum 16. nóvember
1958, vottaði þjóðin hinni nýju
stjórn einróma viðurkenningu.
Fjárhagsafkoman gerði brátt
fært að bæta lífsskilyrði al-
mennings, svo um munaði.
Byrjað var á að fækka vinnu-
stundum við heilsuspillandi
störf, hækka laun þeirra lægst-
launuðu, og sömuleiðis eftir-
og ellilaun. Á árunum 1958—’60
var framkvæmd fyrsta þriggja
ára áætlun hinnar nýju stjórn-
ar. Iðnaðarframleiðslan jókst
um 40%i, landbúnaðarfram-
leiðslan um 12%, heildartekjur
launamanna hækkuðu um 9,5%
og heildartekjur bænda um
6—7%. Árið 1961, fyrsta ár
nýrrar fimm ára ætlunar, jókst
iðnaðarframleiðslan enn um
12%. Á því ári má líka segja,
að rekstur landbúnaðarins
kæmist til fulls í sósíalistiskt
horf. Síðan er svo að sjá, að
jöfn og eðlileg þróun eigi sér
stað á öllum sviðum. Gildir
það jafnt um efnahag, fram-
íeiðslu, aukin lífsþægindi, og
um umbætur á sviði menn-
ingarlífs. Á öllum sviðum er
unnið af kappi að allskon«J
undirbúningi nýrra framtið».r-
áætlana. Segir mér t.d. svo
hugur um, að þeir, sem hér
á landi bera mest fyrir brjósti
aðgerðir til varðveizlu hjafn-
vægis í byggð landsins“s gætu
sitthvað lært af ungverskum
vinnubrögðum í þeim málum.
Á ég þar að sjálfsögðu ekki
við sjálft val viðfangsefnanna.
Eins og gefur að skilja, eru
atvinnuhættir okkar lands og
þeirra svo ólíkir, sem verið
getur. En meginlínurnar í fé-
lagslegri undirbyggingu rót-
tækra framtíðaráætlana eins
lands ættu að geta verið öðr-
um þjóðum frjósamt umhugs-
unarefni, hvort sem stefnt er
að framleiðslu gaffalbita eða
niðursoðinna Jónathansepla.
$>----------------------------
fslandsmót í tví-
menningskeppni
í gær hófst í Lídó íslands-
meistaramót í tvímennings-
keppni og er spilað í tveimur
flokkum, meistaraflokki og 1.
flokk, 28 pör í hvorum.
Bridgemenn víðsvegar að af
landinu eru mættir til keppni
og má nefna pör frá Akureyri,
Hafnarfirði, Húsavík, Borgarnesi,
Selfossi, Keflavík, Vestmanna-
eyjum, Kópavogi auk Reykvík-
inganna.
Núverandi Islandsmeistarar í
tvímenning eru Símom Símonar-
son og Þorgeir Sigurðsson frá
Bridgefélagi Reykjavíkur og
hyggjast þeir verja titil sinn.
Um næstu helgi hefst sveita-
keppnin og verður hún spiluð
| á Hótel Sögu. Bridgetafla Hjalta
Elíassonar mun auðvelda áhorf-
1 endum að fylgjast með gangi
| leiksins og er ekki að efa að
I margir mypu leggja leið sína
þangað i páskavikunni.