Þjóðviljinn - 07.05.1965, Blaðsíða 6
6. SIM
ÞlðÐVtUINN
Föstudagur 7. maí 1965
Fagurt er í dölum Risafjalla.
Þjóðleikhús Xékka.
Lýðveldið Tékkóslóvakía
TUTTUGU ÁR LIÐIN FRÁ ENDURREISN RÍKISINS
Stærð 128.870 ferkílómetrar,
lögun lík gmekkláslykli.
íbúar um 14 miljónir, eða
tæplega 0,5% af mannkyninu.
Iðnaðarframleiðsla landsins er
hins vegar um 2% af iðnaðar-
frafnleiðslu heimsins. Árið 1961
framleiddu Tékkar og Slóvakar
m.a.:
26 miljón tonn af harðkolum,
62 miljón tonn aí brúnkolum,
7 miljón tonn af hrástáli,
31.000 vélar til málmsmíða
28.000 dráttarvélar,
13.000 vörubifreiðir,
162.000 mótorhjól,
700 milj. metra af vefnaðarvör-
um, 98 miljón pör af skóm, 1
milj. tonn af sykri, 15 miljón
hektólítra af bjór.
Á síðastliðnum 20 árum hef-
ur iðnaðarframleiðsla landsins
rúmlega ferfaldazt miðað við
1938, en landbúnaarframleiðsl-
an hefur hjakkað í sama fari
að mestu. Húsaleiga er yfirleitt
um 5—6% af tekjum manna.
Tékkneskur maður, Ressel,
fann upp skrúfuna, sem gerir
það að verkum, að við íslend-
ingar, og reyndar nokkrar aðr-
ar þjóðir, getum siglt leiðar
okkar um heimshöfin og flogið
í loftinu. Annars eru Tékkar
og Slóvakar einhverjir mestu
landkrabbar í heimi.
Sumir vilja einnig þa'kka
;rþeim listina að brugga, og víst
er um það, að þeir framleiða
einhvem bezta bjór verajdar,
en í tseri við þann drukk kom-
ast færri íslendingar en vilja.
Tékkar og Slóvakar munu
verzla meira og minna við
allar þjóðir, og þeir teljast með
beztu viðskiptavinum okkar.
Frá þeim fáum við m.a. bygg-
inga- o;g vefnaðarvörur,- vélar
og bifreiðir, skófatnað og margt
fleira, en mest af sykri og
hunangi. 1 staðinn seljum við
þeim aðallega lostætan fisk.
Viðskiptin hafa farið ört
vaxandi á síðustu árum eða
um 43%
Bezt þekkta vörutegundin,
sem við fáum frá Tékkum, er
Skodabifreiðin, en sala henn-
ar hefur stóraukizt hérlendis,
eftir að bifreiðainnflutningur
var gefinn frjáls og menn
kynntust fl. tegundum. Skodá-
innflutningurinn hefur verið
frjáls lengi.
í Tékkóslóvakíu eru: 700
minja- og vísindasöfn, 35 mál-
verkasöfn, og á vegum þeirra
voru haldnar 700 sýningar
1964. Almennir listaskólar eru
um allt land, en listaháskólar
í stærstu borgunum.
„Tónlistarháskóli
Evrópu"
Svo nefna menn Bæheim, og
Tékkar eru tónlistarmenn af
guðs náð eins og margfrægt er
bæði hér á landi og annars
staðar. — Skozk blöð töldu sið-
astliðið haust, að engir gestir
hefðu nokkru sinni farið jafn-
mikla frægðarför á Edinbo.rgar-
hátíðina eins og þjóðleikhúsið
í Prag, en það flutti þar verk
eftir Janacek. Tónlist hefur
orðið tékknesk útflutningsvara
á síðustu árum. Þá hafa um
800 tékkóslóvakískir tónlistar-
menn komið fram erlendis, oft-
ast í Vestur-Þýzkalandi, en
Vestur-Þjóðverjar kaupa mest
allra þjóða af tékkneskri tón-
list, ef þannig má að orði kom-
ast. Þeir virðast hrifnastir af
tékknesku sinfóníuhljómsveit-
unum og leigja Þ®r margoft á
ári hverju. ítalir vilja hins veg-
ar hafa sem flesta tékkneska
tónlistarmenn á sviðinu í einu,
helzt ekki undir 200, sinfón-
íuhljómsveit og kór ásamt ein-
leikurum og einsöngvurum. Auk
þess hafa tékkneskir tónlistar-
menn tekið mikinn þátt í tón-
listarstarfi um gjörvalla Evr-
ópu allt héðan frá íslandi suð-
ur til Tyrklands bæði sem
stjórnendur, leikarar og kenn-
arar. Nú munu 7 tékkneskir
tónlistarmenn starfa við sin-
fóníuhljómsveitina okkar, aðr-
ir eru í Kaíró, Málmey, Havana,
Niirnberg o.s.frv. Allt frá Tokyo
í Japan til Saarbrucken í Vest-
ur-Þýzkalandi starfa tékkneskir
tónlistarmenn og hljómsvoitar-
stjórar. Tónlistin er hafin yfir
dægurþras og stjómmálaerjur.
Þekktastur tékkneskra hljóm-
sveitarstjóra erlendis mun vera
dr. Vaclav Smetácek, sem starf-
aði hér í rúmt ár. En slíkir
menn eru miklu fleiri og hafa
getið sér margs konar orðstír
erlendis m.a. í Bandarikjunum
eins og t.d. Zdenék Kosler, en
Vaclav Neuman, stjómandi
Tékknesku fílharmoníunnar,
stýrir einnig Leipziger Gewand-
haus Orchester í A-Þýzkalandi,
f Tékkóslóvakíu starfa 12
sinfóníuhljómsveitir, fjöldi
strengjakvartetta og trióa. En
þar að auki mun varla til sá
vinnustaður í landinu, að þar
sé ekki hljómsveit áhugamanna.
Síðastliðið haust kom ég á
hljómleika hjá lúðrasveit kola-
námumanna írá Ostrava. Betri
blásara höfðvm við íslending-
amir aldrei heyrt.
Á dagskrám tékkneskra
hljómsveita eru nú verk eftir
um 30 samtímatónskáld, og
mörg þeirra eru talin í fremstu
röð þeirra, sem nú eru uppi.
Musica Nova virðist eiga þar
nokkrum vinsældum að fagna,
en 19. aldar meistararnir skipa
þó enn öndvegi. En Tékkar og
Slóvakar eiga sér einnig mik-
inn tónlistaranf allt frá mið-
öldum. Á síðustu 15 árum hafa
þeir unnið markvisst að því að
endurvekja hina fornu tónlist
frá því fyrir daga Bachs, og
hefur félagið Pro Arte Antiq-
ua einkum beitt sér fyrir því.
Á síðustu árum hafa þeir
auðgað tónlistarlíf heimsins
með hinum fornu verkum.
Á ári hverju eru haldnar tón-
listarhátíðir í Tékkóslóvakíu,
og er Vorhátíðin í Prag dag-
ana 12.5 — 3.6. ár hvert fræg-
ust og fjölsóttust. Þangað sækja
tónlistarmenn hvaðanæva, því
að Vorhátíðin telst hvarvetna
með meiri háttar tónlistarat-
burðum.
Bækur
í Tékkóslóvakíu eru gefin út
um 43 miljónir eintaka af bók-
um á ári.
Þar eru um 44 miljónir bóka
fengnar að láni árlega í al-
menningsbókasöfnum, en auk
þeirra eru um 10 þús. bókasöfn
við einstök fyrirtæki á vegum
verkalýðsfélaganna. Aðallestr-
arefnið eru skáldsögur. í land-
jrtu eru starfandi alls konar
bókmenntafélög qg bókmennta-
klúbbar. Þar telja „Ljóðavinir"
t.d. 30 þús. félaga.
Frægustu tékknesku skáld-
verkin, sem birzt hafa eftir
stríð, munu vera: Júlíus Fucík;
Bréf úr gálganum; hefur birzt
í 200 útgáfum á 76 tungumál-
um. Jan Otcenasek: Rómeó og
Júlía og myrkrið, hefur birzt í
23 erlendum útgáfum. Ladislav
Mnacko; Dauðinn nefnist Eng-
elchen, 16 erlendar útgáfur.
Tvö síðastnefndu skáldverkin
hafa verið kvikmynduð og hlot-
ið alþjóðleg verðlaun, en hing-
að hafa þessar myndir aðeins
borizt á mjófilmum og verið
sýndar á vegum Tékknesk-ís-
lenzka félagsins.
Tékkar nálgast það að vera
alætur á bókmenntir og þýða
gríðarmikið, ekki sízt úr skan-
dinavískum málum, en Skand-
inavar eru í hávegum hafðir
þar í landi. Öll helztu verk
Kiljans hafa verið þýdd á
tékknesku í allt að 50 þús.
eint. Þá hefur Islenzkur aðall
Þórbergs og Steinamir tala
birzt í Tékkóslóvakíu, verk
eftir Gunnar Gunnarsson,
Guðmund Kamban, Nonna og
Kristmann Guðmundsson, en
aðdáendur Kristmanns, sem ég
hef hitt þar, hafa óvallt talið
hann norskan. Þá er mér kunn-
ugt um tékkneskar þýðingar á
sögum eftir Halldór StefánS-
son, Jóhannes Helga, Jón Dan,
Jónas Árnason og Ólaf Jóhann.
Eitthvað var þýtt af íslenzkum
fomsögum á tékknesku í gamla
daga, en eftir stríð haía komið
þar út nýjar þýðingar á Eddu
og Grettlu, og 5 íslendingasög-
ur munu birtast þar á þessu
ári. Þýðandinn heitir Ladislav
Heger, og lærði hann' íslenzku
í Kaupmannahöfn í eina tíð, en
hingað hefur hann aldrei kom-
ið. Tékkar telja þýðingar hans
mikil ágætisverk, og Grettla
kvað hafa selzt upp á hálfum
mánuði.
í Tékkóslóvakíu er kynglóðin,
sem alizt hefur upp eftir strið,
að ryðja sér til rúms á öllum
sviðum. Fjöldi ungra höfunda,
tónskálda, leikhús- og kvik-
myndamanna er að koma þar
á vettvang, djarft fólk og stór-
huga. Þeir hafa að vígu ekki
farið varhluta af hinum yfir-
þyrmandi timum, sem við lif-
um á. Fyrir skömmu birtist
svolátandi auglýsing í tékkn-
esku blaði:
Vil skipta á mínum stórfeng-
legu dögum og öðrum hvers-
dagslegri. — Maðurinn.
Tékkneskir höfundar eru
frægir að fomu fyrir kímni
sína, og þeir halda tryggð við
hana enn í dag og em kald-
hæðnir sem fyrr. Margir fs-
lendingar hafa lesið hina ágætu
þýðingu Karls ísfeld/ á Góða
dátanum Svæk eftir Hasek. Það
mun enginn Hasek vera nú á
dögum suður þar, en af ungum
húmoristum hafa þeir: Vysko-
cil, Suchý, Skvorecký, Kundera
og Hrabal — getið sér mestan
orðstír. Vyskocil er leikari, leik-
stjóri og smásagnahöfundur,
Suchý telst einhver mesti snill-
ingur, sem Tékkar hafa eignazt
á 20. öld. Hann stjómar v;n-
sælasta leik-húsinu í Prag,
,.Semafor“, semur söngleika
(musicals), dægurlagatexta og
indæla lyrik um hina hvers-
dagslegustu hluti. Hann er
fjarstæðuhöfundur (absurdisti)
eins og margir af hinni yngri
kynslóð. — Kundera er smá-
sagnahöfundur og einhver bezti
leikritahöfundur Tékka eftir
stríð. Hrabal þykir nýstárleg-
asti stílisti Tékka og mjög
fyndinn.
Enýkur gagnrýnandi, Kenneth
T.vnan, fór í kynnisför til
Tékkóslóvakíu í vetur,'og sagði
eftir heimkomuna, að hann
hefði séð meira af alvarlegri
gagnrýni þar í landi á einni
viku en í London á einu ári.
Þar em menn einnig gjög gagn-
rýnir í verkum sínum.
Leikhús
Leikhús Tékka og Slóvalra
hafa hlotið mikið lof á síð-
ustu árum.
1 Tékkóslóvakíu em starf-
andi rúmlega 100 leikflokkar
Eftir
Björn
Þorsteinsson
atvinnumanna eða lærðra leik-
húsmanna, 59 sjónleikaflokkar,
12 óperuflokkar, 9 ballettflokk-
ar, 7 ópemflokkar og 14
brúðuleikhús.
Þessir leikflokkar hafa um
27,500 sýningar á ári og áhori-
endur em um 12,5 miljónir.
Meðalverð leikhúsmiða mun
samgtlda verði þriggja sígar-
ettupakka, en þar með er litlu
dýrara að fara á leikhús í
Tékkóslóvakíu, en í kvik-
myndahús hér heima. Tékkar
og Slóvakar em að vísu ekki
komnir jafn langt og Grikkir
á dögum Periklesar, sem
greiddi mönnum fyrir að horfa
á leiksýningar, en leikhús-
miðar em hins vegar niður-
greiddir þar eins og kaffi hér
heima. Reynsla mín er sú að
þar séu leiksýningar yfirleitt
keyptar upp fyrirfram og er
býsna erfitt að ná f aðgöngu-
miða með stuttum fyrirvara.
Þar era tilraunaleikhus víð-
ast þar sem pláss er á veit-
ingahúsum og áhugamanna-
leikhúsum um allt land fer
fjölgandi með ári hverju.
Fyrir stríð vom beztu leik-
arar ríkisins samankomnir f
Prag, en nú er unnið mark-
visst að þvf að halda jafn-
vægi í leiklist landsins. Prag
er þó engan veginn afskipt.
Það er heldur minni borg en
Kaupmannahöfn. Síðastliðið
haust auglýstu þar 20 leikhús
sýningar samtímis, þar á með-
al vom tvær úrvals bellettsýn-
ingar, Svanavatnið og mjög
n>’tfzkulegur rússneskur ball-
ett. Flytjendur votu auðvitað
allt heimamenn.
Á leiksvíðum landsins munu
nú vera sýnd verk allra þeirra
leikritahöfunda, sem einhver
veigur er í, innlendra og er-
lendra, allt frá Sófoklesi til
fjarstæðuhöfundanna og allt
þar á milli. Þar er miklu lofs-
orði lokið á „Garðshátíðina"
eftir Vaclav Havel. Þar segir
frá smáborgara, sem verður
talsverður karl í þjóðfélaginu,
af því að hann nær snjallari
tökum á tungutaki „hins op-
inbera“, en skriffinnar og
skipulagsmeistarar ráðuneyt-
anna. Leikrit þetta kvað vera
í ætt við fjarstæðuverk að
formi, en allpólitfskt að inn-
taki. Ein persónan verður
forstjóri Útrýmingardeildar-
innar til þes.s að halda hátíð-
lega útrýmingu Hátíðahalda-
deildarinnar. önnur er „af-
stalínaður" embættismaður og
skriffinnur. sem stendur blý-
fastur f sinni miklu þörf fyrir
skipulagningu, hvað sem tául-
ar og raular. „Það gleður
mig", segir hann, „að þér er-
uð á andstæðri skoðun. Hver
maður ættl að háfa frá einni
Einþver dapurlegasta stund tékkneskrar sögu: nazistar marséra inn í höfuðborg landsins.