Þjóðviljinn - 27.05.1965, Síða 4

Þjóðviljinn - 27.05.1965, Síða 4
4 SlÐA HðÐVILTINN Fimmtjudagur 27. maí 1965 Ctgefandi: Samemingarflokkur alþýðu — Sóeíalistaflokto- uriirn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðrrrundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja* Skólavörðust 19. SimJ 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuðl. Vitandi vits JJér í blaðinu var í gær vakin athygli á smánar- legu meti íslenzkra stjómarvalda, margfalt ör- ari verðbólguþróun en í nokkru nálægu landi, og eru afrek ríkisstjómarinnar á því sviði raunar engin nýjung. Á síðustu tveimur árum hefur verð- bólgan á íslandi vaxið um það bil fimmfalt örar en í Svíþjóð, rúmlega þrefalt örar en í Noregi og Danmörku ,tvöfalt örar en í Finnlandi, svo að að- eins séu nefndar nánustu grannþjóðir okkar. ^tjómarvöldin halda því fram að verðbólgan á íslandi sfafi af því að launafólk geri of miklar kaupkröfur, enda þótt verklýðshreyfingin hafi margsinnis afsannað þá kenningu með beinni sýni- kennslu eins og með júnísamkomulaginu í fyrra. Engu að síður er augljóst samhengi milli kaup- gjaldsmála og verðbólgu, og ættu nú flestir að vera farnir að átta sig á þeirri svikamyllu. Þegar •verklýðsfélag semur um hækkað kaup er það að semja um breytingu á tekjuskiptingu, tilfærslu á fjármagni frá atvinnurekendum til verkafólks. Þegar búið er að undirrita þvílíka samninga taka afvirinurekendur hins vegar að svlkjá þá. 1 “stað þess að sætta sig við tilfærslu á fjármagni og breytta skiptingu, velta þeir kauphækkuninni af sér út í verðlagið og láta launafólk borga sína eig- in kauphækkun með hækkuðu vömverði. Þegar um er að ræða atvinnurekendur sem ekki geta velt þvílíkri kauphækkun yfir á íslenzka neytend- ur, eins og atvinnurekendur í ut'flutningsgreinum, er vandinn leystur með því að ríkisstjórnin hækk- ar söluskattinn og greiðir þessum atvinnurek- endum styrki sem svara kauphækkununum eða meiru. Á þennan hátt er komið í veg fyrir að samningar verklýðsfélaganna hafi til frambúðar í för með sér nokkra breytingu á tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. Verðbólgan er þannig tæki í stéíta- baráttunni- til þess að koma í veg fyrir að launa- fólk fái eðlilegan hag af sívaxandi þjóðartekjum. Og verðbólgan er einnig á annan hátt keppikefli gróðamanna. Atvinnurekendur og fjárplógsmenn nota hana til þess að standa straum af fjárfestingu sinni og verðbólgubraski; þeir endurgreiða verð- mæti sem þeir hirða með síminnkandi krónum, og hefur það um langt skeið verið ein helzfa gróða- myndunaraðferðin í íslenzku þjóðfélagi. Verð- bólgan er mjög stórfellt hagsmunamál fyrir auð- mannastéttina íslenzku, einnig án tillits til kjara- samninga. ^llt launafólk þarf að átta sig á þessum megin- staðreyndum. Verðbólgan er ekkert óumflýjan- legt hagfræðilögmál, heldur er hún fæki sem valdhafarnir í þjóðfélaginu beita vitandi vits og af ráðT1,,Trf hug. Þessari bardaeaaðferð þarf verk- lýðshrevfino'in að mæta og knýja fram með ölhiT>’ tiltækum ráðum samninga sem hafa til frambúð- ar í för með sér raunverulega tilfærslu á fjármun- um í þjóðfélaginu, breytta tekjuskiptingu. — m. í Björn Jónsson frá Firði Á morgun, föstudaginn 28. maí 1965 fer fram frá Seyð- isfjarðarkirkju, útför Björns Jónssonar, lögregluþjóns frá Firði, Seyðisfirði. Björn var fasddur á Seyðisfirði 6. ágúst 1909, og varð bráðkvaddur að heimili systur sinnar hér £ bæ, 20. maí s.l. Voru fcreldrar hans Jón Jónsson, bóndi í Firði, og kona hans, Halldóra Á. Björnsdóttir. Fregnin um andlát Björns kom eins og reiðarslag yfir alla þá sem til hans þekktu, því að þó menn vissu almennt að hann væri sjúkur trúði enginn'að svo kraftmikill mað- ur, með svo mikla ■ lífsorku, hefði kvatt okkur. Mun mörg- um finnast sem marga menn vanti hér á staðnum, er Bjöm sést ekki lengur. Björn ólst upp í foreldra- húsum, ásamt systkinum sín- um, þeim Steini, sem nú er iögfræðingur í Reykjavík og Katrínu, sem gift er Erlendi Björnssyni sýslumanni og bæj- arfógeta á Seyðisfirði. I uppvexti sínum stundaði Bjöm almenn verzlunar- og landbúnaðarstörf. Árin 1928 til 1930, stundaði hann nám við Verzlunarskóla Islands, en í desember 1930 hélt hann til Þýzkalands til frekara náms og dvaldist þar til ársloka 1933. I byrjun Þýzkalandsdvalar sinnar komst Bjöm í kynni við íþróttahreyfinguna þar 1 landi, og tók hann allan tím- ann mjög virkan þátt í henni. Gekk hann fyrst í „Lubecker Tumerschaft", og urðu þar fyrstu kynni hans og tvíslár- innar og svifráarinnar, sem hann hélt tryggð við upp frá því. I lok ársins 1932 fluttist Björn til Stettin, og gekk þar í „Stettiner Turnferein Korp- oration“. Æfði hann þar frjáls- ar íþróttir af miklu kappi, auk þess sem hann stundaði allskonar fimleika. Tók Björn þátt í allmörgum kappmótum, og-gat ,sér góðs oröstírs sem fimleika- og frjálsíþróttamað- ur. Árið 1930, eða nánar tiltek- ið, 6. ágúst það ár, lauk hann kappraun, sem gaf honum rétt til að bera bronsafreksmerki þýzka íþróttasambandsins. Þurfti hann að ljúka lágmarks- afrekum í 5 fþróttagreinum á sama degi til þess að vinna sér rétt þennan. Er Björn dvaldi í Stettin, var hann í beztu 4x100 m boðhlaupssveit borgarinnar. Bjöm kom aftur heim t:I íslands 20. janúar 1934 og starfaði við skrifstofustörf á Siglufirði til ársins 1939. Ot- vegaði hann Siglfirðingum bæði svifrá og tvíslá, og byrj- aði hann þá fyrst að æfa af kappi á þeim áhöldum, sem hann náði frábærri leikni {, Minningarorð auk þess sem hann stundaði aðrar íþróttir af kappi, svo sem knattspyrnu og frjálsar £- þróttir að sumrinu, en skauta- og skfðaiðkanir að vetrinum. Árið 1939 fluttist Bjöm aftur til Seyðisfjarðar, og lét hann ekki langan t£ma lfða, þar til hann hafði einnig útvegað Seyðfirðingum bæði tvfslá og svifrá. Hélt hann sfðan uppi stöðugum æfingum, að mestu leyti upp á eigin spýtur, þrisv- ar í viku, allt til ársins 1961, er hann varð að hætta iðkun- um sökum sjúkdóms þess, er svo stuttu seinna leiddi hann til dauða. Bjöm var frábær íþrótta- maður, og unni hann íþróttun- um af heilum huga, eins og gleggst má sjá af því hve lengi hann stundaði uppáhalds- íþrótt sína, áhaldaleikfimi, og þjálfaði stóran hóp vaskra drengja með sinni alkunnu og óeigingjömu elju. Einnig má geta þess hér, að hann tók þátt í frjálsíþróttakeppni á héraðs- mótum allt til fertugs aldurs, og var ávallt í röðum fremstu manna. Veit ég engan mann á 53. aldursári, sem farið hefur óskasveiflu áhaldafimleika- manna ,,RisasveiClu“ á svifrá, annan en Bjöm. Ég, sem þetta rita kynntist' Birni allnáið, bæði í gegnum fimleikana, sem við iðkuðum saman í um það bil 15 ár, auk þess sem við störfuðum saman að löggæzlu í 51/? ár. Þurfti þó ekki nema ofurlít- ið brot af þessum tíma til að sjá, að á ferðinni var ein- stakur drengur, sem allra götu vildi greiða, eri engum mein gera. Björn var annálað- ur fyrir nákvæmni og sam- vizkusemi, sem glöggt má. sjá á öllu því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Er einkar skemmtilegt að skoða^ mynda- og verðlaunasafn hans, sem mjög er stórt í snið- um og smekklega niður raðað, í nýja húsinu hans, sem hann byggði 1959—1961, en naut í svo skamman tíma. Björn var gefinn fyrir útilíf, og hafði næmt auga fyrirfögru landslagi. Tók hann ætíð nærri sér, ef náttúruspjöll voru fram- in f gáleysi. Hann stundaði alla ævi fjallgöngur, og hin sfðari ár svo sem heilsa hans leyfði. Sérstaka tryggð tók hann við smáfoss í svonefnd- um „Dagmálalæk", sem hann laugaði sig í eftir hverja fjall- göngu. Hafa Seyðfirðingar nefnt foss þennan „Björns- foss“. Meðal margra kosta Björns var það, hve barngóður hann var. Fyrir fáum dögum átti hann leið f hús hér í bæ. Hitti hann þar á hlaðinu lítinn dreng, þriggja ára gamlan, og tók hann tali, sem hann gerði iðulega er hann hitti smá- börn. Þegar Bjöm kvaddi, sagði litli drengurinn aðeins: „Komdu fljótt aftur“. Er syni mínum, sjö ára, barst fregnin um andlát Björns, stundihann upp þessum orðum: -,,Æ — aumingja Bjöm“. Sýna þessi litlu dæmi, hvem hug lítil böm bám til hans. Bjöm var trúaður maður, og var skemmtilegt að ræða trúmál og allífsgátuna við hann. Sennilega er ekki lengri tími liðinn, en tvær vikur, síðan við reyndum á fögm vor- kvöldí, ásamt Jóni systursyni hans, að kryfja lffsgátuna til mergjar í skemmtilegum sam- ræðum. „Þótt mannanna þekking sé markað svið svo mælt vér ei geiminn fáum, til ljóssins að sannleika Ieitum við svo iangt sem með htiganum náum. Hver veit þá, er þeirri lýkur ^ leit, hve Iangt vér að endingu sjáum?" Þá vissum við ekki, hve stutt þú áttir eftir að vera meðal okkar, en komum okkur saman um það, að allt sem ætti eftir að ske, mundi skc þó við vissum ekki þá hvað það yrði, fyrr en það væri skeð. Svo einfalt var það. Nú hefur þú, kæri Björn, gengið f gegnum þessa jarð- vist, óg skyndilega horfið bak við það tjald, sem við svo oft höfðum reynt að skyggnast bak- við, með tilgátum og hug- myndum. Er ekki laust við, að við hinir* sem svo ctft rædd- um þessi mál við þig, hálf öf- undum þig af að vera kominn heiltrm bekk ofar okkur í skóla allífsins, þar sem þú færð að nema fullkomnari fræði en við höfum tök á, héma megin tjaldsins. Þvi eins óg við þótt- umst sjá út úr þessu öllu, þá er allt á framfarabraut. 1 vissu um það, að hver sem í gegnum þessa jarðvist hefur gengið komi fullkomnari inn á annað tilverustig, og taki þar á móti sínum vinum kveð ég þig, kæri Bjöm, með inni- legri FFFF- kveðju, fyrir hönd fimleikaflokks þfns og fjöl- skyldu minnar, með kæru þakklæti fyrir allt, um leið og ég votta aðstandendum þínum samúð okkar. „Hvar er Iífsins sælan sanna, signr þess og aðalmið? Það cr framsókn frumherjanna, frelsissporið npp á við. Það er vitsins blóðug braut, brotin gegnum hverja þraut, sigurleið hins sannleikssterka, sigur gæzku og kærleiksverka." Jóhann Sveinbjörnsson, Seyðisfirði. Ffárglœfrar í Póllandi VARSJÁ 25/5 — Atta háttsettir embættismenn f hinum ríkis- rekna kjötiðnaði Póllands verða á miðvikudag dregnir fyrir rétt f Varsjá, sakaðir um mútur og fjárglæfra. I fyrra komst upp um gífurleg fjársvik í kjötiðn- aðinum og háttsettur kommún- istaleiðtogi var tekinn af lífi af þessum sökum í marz sl. Var hann fyrsti maðurínn, Sem dæmdur var til dauða f Pþllapdi fyrir slíka glæpi. r Avarp frá Hólafélaginu Við undirrituð í stjóm Hóla- félagsins sem var stofnað 16. ágúst 1964 á Hólum í Hjaita- dal viljum hér með vekja at- hygli alþjóðar á helztu stefnu- skráratriðum félagsins sem minnzt hefur verið áður á I fréttatilkynningum s.l. sumar. Hólafélagið er félag allra landsmanna og hlutverk þess er að beita sér fyrir samtökum meðal þjóðarinnar um eflingu Hólastaðar á sem víðtækustu sviði. Skal höfuðáherzla lögð á endurreisn biskupsstólsins á Hólum og eflingu Hóla sem skólaseturs. Stjóm félagsins minnir á bá staðreynd hve gífurlega vax- andi og aðkallandi þörf Islend- inga er fyrir æðri menntastofn- anir begar á næstu árum. Ber 'érstaklega þrennt til H — Mannfiöldi á Islnndi ■’vkst nú svo hröðum skrefum. að gert er ráð fyrir þvf. að um næstu aldamót verði tala lands- manna orðin fjögur hundruð þúsund. Sú tala tvöfaldast síð- an væntanlega á um það bil þrjátíu árum, ef engin sérstök áföll henda. 2) — Kröfur nýs tíma kalla á meiri fjölbreytni og nýja uppbyggingu ýmissa atriða í framhaldsmenntun æskunnar, meðal annars þeirri, er stefnir að háskólanámi, og ber kirKj- unni að eðlilegum hætti skyida til, nú eins og forðum, að leggja hönd á plóginn f skóla- málum, eftir því sem þörf bióðarinnar krefst. — og bá ekki sízt á hinum fornhelgu menntasetrum þeirra tveggja' biskupsstóla. sem störfuðu hlið við hlið að menningarmálum bjóðarinnar lengst af, eða frá bví skömmu eftir að kristni var lögtekin og til aldamóta 1800, begar það hrapallega misferli var framið á einhverjum mestu hörmungatímum. sem yfir land- ið hafa gengið. að leggja þá niður ásamt skólum staðanna Með sérstöku tilliti til þess. sem hér hefur verið sagt um Framhald á 9. síðu. NOREGUR - ÐANM0RK f '%///////. 20 "9? ,fe1 iúlí v//M Verð kr. 13.000,00 ^ Fararstjóri: ELÍN TORFADÓTTIR. Y// Flogið verður til Oslo 10. júlí og lagt af stað /V, í 7 daga ferð um Suður-Noreg með lang- yyt ferðabílum og skipum. Verður m.a. komið við og gist á Arendal, Mandal, Stavanger, Nestflaten, Harðangri og Veringsfoss. Dvalið verður í Oslo 1 dag í lok þessa ferðalags. Þá hefst 7 daga hringferð um Danmörku m.a. um Frederikshavn, Bröhderslev, Silke- borg, Esbjerg, Ribe, Odense og Kaupmanna- höfn, dvalið þar í 2 daga. Þaðan verður farið til Oslo, norður eftir strönd Svíþjóðar, ,3ýieð ^ viðkomu í Gautaborg. Að lokum verður aval- 7Z % i 1 I ið á kyrrlátu hóteli rétt utan við Oslo í 5 daga. — Viðburðarík og róleg ferð. Þátttaka takmörkuð. — Hafið því samband % við okkur sém fyrst. ^ I LAM OStíN k FERÐÁSKRIFSTOFA Skólavörðustíg 16, II. háað

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.