Þjóðviljinn - 27.05.1965, Síða 7

Þjóðviljinn - 27.05.1965, Síða 7
SlÐA 2 Pimmtudagur 27. mai 1965 ÞI6ÐVILIINH Tillaga Alþýðubandalogsins í borgarstiórn: Heimavistarskóli fyrir bðrn. er vanrækja skólanám íhaldsfulltrúarnir snerust gegn tillögunni Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmfudag bar Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, fram svofellda tillögu: „Borgarstjórn felur borgarstjóra að láta hefja undirbúning að byggingu heimavistarskóla, er ætlaður sé börnum, er vanrækja skóla- nám. Skólinn verði starfræktur sem vinnuskóli að sumrinu“. Þessa tillögu felldu fulltrúar íhaldsins í borgarstjóm, 9 talsins; borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna, 6 að tölu, greiddu henni að- eins atkvæði. Samskonar tillögu höfðu þeir áður borið fram i borgar- ráði Guðmundur Vigfússon og Kristján Benediktsson. Það gerðist 18. þ.m. er lögð var fram að nýju umsögn fræðslu- ráðs, dagsett í aprílmánuði, varðandi skólasókn barna á fræðslualdri, en sú umsögn átti rætur sínar að rekja til ársskýrslu bamavemdamefnd- ar Reykjavíkur fyrir árið 1963. Samþykkt var í borgarráði með 3 atkvæðum gegn einu að vísa tillögu þeirra Guðmundar og Kristjáns til umsagnar fræðsluráðs og bamaverndar- nefndar. Sérstök stofnun nauðsynleg Efnis umræddrar ársskýrs'u barnavemdamefndar og grein- argerða sem henni fylgdu hefur áður verið getið hér f Þjóðviljanum, en í framsögu- ræðu sinni fyrir tillögunni, sem lýst var í upphafi þessa máls, lagði Adda Bára Sigfús- dóttir áherzlu á að eftir lestur greinargerðanna ætti það að vera orðið sæmilega ljóst, hafi það ekki verið mönnum ljóst fyrr, að þegar barn er farið að vanrækja skóla svo mjög að fyrirsjáanlegt er að nám þess verði f molum, ber að taka það af heimili þess og sjá um að það komist á réttan kjöl í líf- inu og við námið. Enda geri fræðslulögin ráð fyrir að svo sé gert. I II. kafla laganjia, sem fjallar um skólaskyldu, segir í 5. gr. að undanþegin Einn þáttur i samstarfi Norðurlandanna eru samtökin „Norrænn byggingardagur" (N. B.D.) Markmið N.B.D. er að stofna til kynningar meðal þeirra, er fást við og starfa að byggingamálum á Norður- löndum, með fundarhöldum og sameiginlegum mótum, þar sem skipzt er á fróðleik og reynslu hvers annars í sem flestum greinum byggingarmálanna. Ennfremur er tilgangurinn efl- ing félagslegs samneytis innan hinna einstöku faggreina sam- takanna. á þann hátt sem að- stæður bezt leyfa og örfað geti gagnkvæma kynningu og á- hugamál. Á 3ja — 4 ára fresti eru haldin mót til skiptis í aðild- arlöndunum. Næsta mót verð- ur haidið i Gautaborg dagana frá að sækja almenna skóla séu m.a. „. .. börn sem spilla góðri reglu í skólanum og eru miður heppilegt fordæmi öðr- um börnum". I 6. grein segir ennfremur: „Þeim börnum sem um getur í 5. gr. skal séð fyrir vist f skóla eða stofnun, sem veiti þeim uppeldi eða fræðslu við þeirra hæfi. Heim- ilt er að ákveða þessum börn- um námstfma 1—2 árum lengri en öðrum börnum”. Og loks er að geta þessa ákvæðis laganna um vanrækslu á skóla- sókn og skyldur barnaverndar- nefndar: „Ef heimilið á sann- 13.—15. september n.k. og verð- ur aðalverkefni þess móts endurskipulagning og uppbygg- ing bæja („Stadsförnyelse”), en þau mál eru nú ofarlega á baugi á Norðurlöndum. Mótinu verður þannig hátt- að að verkefnið verður leyst með fyrirlestrum og kynnis- ferðum um Gautaborg og ná- grenni. Auk þess eru haldnir fræðslufundir, þar sem verk- efnið er tekið fyrir og rætt frá hinum ýmsu hliðum. Er verkefninu skipt í 12 flokka, svo sem: fólkið í borginni, uppbyggingin, umferðin, arki- tektúr, skipulag, byggingar- tækni, endurbygging, fjármál, sveitarstjórnarmál, o.fl. Sérstakar kynnisferðir eru skipulagðar fyrir konur, með- Framhald á 9. síðu. anlega sök á vanrækslunni má barnaverndarnefnd taka barn- ið af heimilinu og ráðstafa þvf utan þess, en sannist það að heimilið fái eigi ráðið við van- ræksluna er henni skylt, að vista barnið í stofnun eða á öðru heimili, sem nefndin ber traust til.“ Hefjast verður þegar handa Að þessu athuguðu, sagði Adda Bára Sigfússdóttir, virð- ist augljóst að rökrétt við- brögð borgarstjórnar eigi að vera, að þau hefjist handa um að koma upp stofnun til þess að taka við þeim börnum sem ráðstafa ber til uppeldis og náms, og að sjálfsögðu ber að leita fjárhagsaðstoðar rík- isvaldsins f þessum efnum, svo sem lög gera ráð fyrir. Adda Bára benti á að í til- lögunni sjálfri væri aðeins talað um að „láta hefja und- irbúning að byggingu heima- vistarskóla" og liður í þeim undirbúningi væri að sjálf- sögðu sá að fá umsagnir fræðsluráðs og barnavemdar- nefndar um stærð skólans, fyr- irkomulag. staðsetningu og starfslið. Sfðastnefnda atriðið, að fá menntað starfslið að skólanum, þyrfti ekki hvað sízt athugunar við í tíma. Framsöguræðu sinni lauk ræðumaður eitthvað á þessa leið: Ég vænti þess að borgarfull- trúar geri sér ljóst, að undan því verður ekki komizt að koma þessari skólastofnun á fót, og jafnframt að þeir sam- þykki tillöguna, minnugir þess að skólaskróp er oft upp- hafið á ófarnaðarbraut ein- staklinga — misheppnað skóla- nám er ákveðnara einkenni á afbrotaunglingum en nokkurt annað félagslegt fyrirbæri sem mönnum hefur dottið í hug að kynna sér. Skóli eins og sá sem gert er ráð fyrir í tillögunni gæti valdið tvennu: 1) komið þeim bömum á rétt- an kjöl sem ekki eru viðráð- anleg í öðrum skólum og 2) verið nokkur áminning þeim foreldmm og börnum sem kærulaus era og hætt er við að lenda út á háskabraut. íhaldið lagðist gegn málinu Auður Auðuns var af íhalds- ins hálfu látin mæla gegn til- lögu Alþýðubandalagsins og flytja frávísunartillögu. Kvaðst frúin lýsa furðu sinni á til- löguflutningi Öddu Báru! Óskar Hallgrímsson krati lýsti fylgi sínu við frávísunar- tillögu íhaldsins. I svarræðu sinni lagði Adda Bára Sigfúsdóttir áherzlu á að allir aðiljar virtust viður- kenna nauðsyn stofnunar sem þessarar, líka fræðsluráð, og þessvegna væri við atkvæða- greiðslu um tillöguna aðeins spurt um hvort borgarstjórn hafi vilja eða ekki til að hefjast handa um byggingu heimavistarskóla fyrir börn sem hér um ræðir. Það kom í ljós að umræð- um loknum að íhaldsfulltrúana skorti þcnnan vilja — þcir vísuðu tillögu Alþýðubanda- lagsins frá — sömu leiðina og svo margar umbótatillögur borgarfulltrúa minnihlutans hafa fariff á umliðnum árum. Niunda mót„Norræna bygg- ardagsins "haldið í haust Bwnaheimilið Skáiatún „Það er alls staðar ein- hver. sem grætur“. Þessi orð era í sögu einni eftir hið vitra skáld Einar H. Kvaran. Og á öðram stað segir: „Mér heyrðist einhver vera að gráta“. Þrátt fyrir vellíðan fjöldans eru til einstaklingar, sem eru algerlega ósjálf- bjarga og því alveg háffir hjálpfýsi og miskunnsemi annarra. Þeirra vegna falla mörg tár. Hér skal aðeins nefndur einn flokkur slíkra manna. Á voru landi er tal- ið að séu um 400 vangefnir einstaklingar. sem þurfa hælisvistar, en til eru heim- ili fyrir um 170. Eitt slíkt heimili stofnuðu Góðtemplarar hér á Suður- landi fyrir rúmum 12 árum, að Skálatúni í Mosfellssveit. Var það fyrir forgöngu Jóns Gunnlaugssonar, stjórnar- ráðsfulltrúa. Húsakynni voru lítil, en aðsókn meiri enunnt var að sinna. Þegar Styrktarfélag van- gefinna var stofnað 1958, færðist nýtt líf í starfsemina fyrir vangefið fólk, og leið- ir opnuðust til meiri tekjuöfl- unar, en þörfin er mikil fyr- ir meiri framkvæmdir. Góðtemplarar (Umdæmis- stúkan nr. 1) ráku heimili lengi framan af, en nú er það sjálfseignarstofnun* sem góðtemplarar og Styrktarfé- lag vangefinna reka f félagi. Stjórnina skipa 2 menn frá hvorum aðila, en landlæknir tilnefnir oddamann. For- maður stjómarinnar nú, er Jón Sigurðsson borgarlæknir. Nú dvelja á heimilinu 28 vistmenn. Byggingafram- kvæmdir standa nú yfir. Þegar þeim er lokið, verður rúm á hælinu fyrir 40 vist- menn en þó vantar rúm fyrir margfalt fleiri svo sem sjá má af framansögðu. Styrktar- sjóður vangefinna kostar byggingaframkvæmdirnar. En húsbúnaður allur, leiktæki, kennslutæki o.fl. kosta einn- ig mikið fé. Nú hafa konur úr góð- templarastúkunum í Reykja- vík, Keflavík, Hafnarfirði og Akranesi tekið höndum sam- an um að afla fjár til heim- ilisins að Skálatúni. Þær ætla að hafa bazar og kaffi- sölu í GT-húsinu f Reykja- vík á sunnudaginn kemur, 30. þ.m. Allur ágóði rennur til Skálatúnsheimllisins Nú er þess vænzt, að góðirmenn styðji og styrki þessa við- leitni með því að gefa muni á bazarinn og?eða komi í Góðtemplarahúsið á sunnu- daginn. Með þvf móti geta menn lagt lítinn skerf til hjálpar þeim, sem fæddir eru vanheilir. Allar gjafir eru vel þegnar. Óskað er, að gjöfunum verði skilað í GT-húsið kl. 3—6 e. h. á föstudaginn eða tilkynnt um þá f sfma 17336 Verða þeir þá sóttir. Sýnishorn gjafanna má sjá í glugga Barnablaðsins Æsk- unnar í Lækjargötu 10 A. Hér er tækifæríð til að styrkja málefni mlnnstu bræðranna. I. J. Minnismerki Jóns Þorkelssonar eftir Ríkharð Jónsson. Jón Þorkelsson skólameistari ★ A laugardaginn kemur, 29. maf, verður minnisvarði Jóns Þorkelssonar afhjúpaður á fæðingarstað hans í Innri-Njarðvík. í tilefni þessa verður hér getið helztu æviatriða þessa merka skólamanns. Jón Þorkelsson fæddist í Innri-Njarðvík árið 1697. Móðir hans hét Ljótunn Sig- urðardóttir. Afi hennar var Ámi Oddsson lögmaður, einn á- gætasti íslendingur á 17. öld- inni. Faðir Jóns var Þorkell lögréttumaður Jónsson. Hann lézt í Stórabólu 1707, er Jón var 10 ára að aldri. Jón var einbimi foreldra sinna. Hann var 15 ára að aldri settur til náms í Skálholtsskóla. Sýndi hann brátt frábæra námshæfi- leika og var efstur í skóla, er hann tók stúdentspróf 18 ára gamall. Meistari Jón Vídalín var þá biskup í Skálholti. Hann sá hvílíkt mannsefni var í Jóni Þorkelssyni og studdi hann og hvatti til frekari lærdómsiðk- ana. Jón Þorkelsson sigldi hið fyrsta sinn til Kaupmanna- hafnar árið 1717, og hóf há- skólanám þar tvítugur að aldri. Árið 1721 tók hann guðfræði- próf með I. einkunn. Hann hafði þá einnig lagt stund á sögu og málvísindi. Síðar stundaði hann nám við bók- menntir, tungumál og þjóð- réttarvísindi. Hann hafði , einnig á þeim áram lagt stund á fornnorræn fræði og latínsk- fslenzka málfræði. Eftir 11 ára útivist við nám og bókmenntastörf hélt Jón heim til íslands, — hafði að- eins einu sinni á þessu tíma- bili dvalizt heima um 7 vikna tfma. Hann var nú talinn einn lærðasti fslendingur sinnar samtíðar. Sama árið og hann kom heim, 1728, gerðist hann skóla- meistari í Skálholti. Biskup í Skálholti var þá Jón Ámason. merkur maður, áhugasamur um fræðslu almennings og menningu alla. Jón Þorkelsson var skóla- meistari f Skálholti í 9 ár. Þótti honum f mörgu ábóta- vant við skólahaldið og gerði tíðum kröfur til stjórnarvald- anna um bættan aðbúnað skólapilta. Þá gerði hann ftar- legar tillögur um bætt ástand f kennslu- og kirkjumálum. Lagði hann þetta sjálfur fvrir kirkjuráðið f Kaupmannahöfn og fékk því áorkað. að skipað- ur var sendimaður til þess a-ð rannsaka menningarástandið á fslandi og gera tillögur til úr- bóta. Fyrir valinu varð Lud- vig Harhoe, sfðar Sjálands- biskup. Túlkur hans og skrif- ari var svo Jón Þorkelsson. Voru þeir á rannsóknarferða- laginu í 4 ár, 1741 — 1745. Þe’r dvöldust fyrstu 3 árin á bisk- upssetrinu að Hólum. Þeir rannsökuðu lestnarkunnáttu fólksins, yfirheyrðu presta og grennsluðust eftir menningu hverrar sveitar og sóknar. Sumarið 1745 sigldu þeir til Kaupmannahafnar. Upp aí til- lögum þeirra spruttu margs- konar framfarir, sem gjör- breyttu ástandinu til bóta. Áx- ið 1745 mátti heita að 2 af hverjum þremur fslendingum væra ólæsir, en 30 árum síðar var þessu alveg snúið við, svo mjög hafði lestrarkunnáttu fleygt fram eftir för þeirra Jóns og Harboes. Þannig var það á mörgum sviðum. Jón Þorkelsson dvaldist /eft- ir þetta í Keupmannahöfn til dauðadags, 5. maí 1759. Hann stundaði ritstörf, fræðastörf og skáldskap Eitt rita hans á dönsku heitir: Ný Hungurvaka. Það eru sögur margra fslenzkra biskupa. Á latínu skrifaði hann fjölmargt. Má þar til nefna Rithöfundatal frá ís- landsbyggð til 1720. Hafði slíkt rit aldrei verið samið áður. Þá orti hann margt á latínu, t.d. Gullbringuljóð, geysimikið verk, einnig sálma marga. Hann hefur verið talinn mesta latínuskáld fslendinga fyrr og síðar. Hinn 3. apríl 1759, rúmum mánuði fyrir andlát sitt gerði hann erfðaskrá sína. Hann hafði aldrei kvænzt og átti engan afkomanda. En hann var ríkur maður, hafði erft miklar eignir eftir foreldra sína og sjálfur lifað sparlega. Allar eignir sínar eftir sinn dag, gaf hann fátækum bömum í átt- högum sínum, Kjalarnesþingi. Það voru 4000 rd., auk nokk- urra jarða. Þetta er stærsta gjöf, sem gefin hefur verið til bamauppeldis á íslandi. Skyldi stofna skóla ( átthögum gef- andans og veita þar fátækum börnum bóklegt og verklegt uppeldi. — Sé gjöfin reiknuð til nútímagengis, myndi sjóð- urinn í Kaupmannahöfn hafa numið 6—7 miljónum króna, en að viðbættum jörðunum á fslandi myndi hann hafa numið 9—10 miljónum. Jón Þorkelsson ritaði sig á latínu Thorkillius. Var sjóður- inn við hann kenndur og kall- aður Torkilliisjóður. Á kostnað sjóðsins var stofn- aður skóli að Hausastöðum á Alftanesi árið 1791*. Var hann starfræktur til 1812. Arið 1804 — 1805 var sá skóli eini starfandi skóli á landinu. Fyrsti Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.