Þjóðviljinn - 27.05.1965, Page 10

Þjóðviljinn - 27.05.1965, Page 10
1Q SÍÐA ÞlðÐVILJINN Fimmtiudagur 27. maí 1965 UNDIR MÁNASIGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAY E var Havelock kominn? Nei, t>að gat ekki verið hann, þá vaeri allt á öðrum endanum i borg- inni og barizt á strætum og torgum. Það sem hann heyrði var árás sem setuliðið svaraði. — Bara ég gæti komizt út. Bara ég gæti fengið réttar frétt- ir. Hve lengi geta þeir þraukað enn? Hve margir eru eftir? Það var óþolandi að liggja og hlusta fyrir þann sem skildi hvað var að gerast og gerði sér' Jjóst hvemig ástandið hlaut að vera í umsetinni herstöðinni. Roskni þjónninn, Rahim sem annaðist Alex, kom upp með deyfandi drykk, og Alex drakk hann mótmælalaust og hann sefaði kvalir hans og hann sofn- aði. Meðan hann svaf var árás- inni hrundið. En vonin um hjálp sem setu- liðið hafði vænzt á hverri stundu varð æ veikari. Her Havelocks sem farið hafði yfir landamærin til Oudh siðustu dagana í júlí og unnið tvær orustur, hafði orðið fyrir svo miklu mannfalli, Smurt brauð Snittur braoðbœr við Öðinstorg. Sími 20-4-90. HÁRGREIÐSLAN Hárgneiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) StMI 24 6 16 P E R IVI A Garðsenda 21 — SÍMl 33-9-68 — Hárgreiðslu- og snyrtistofa DÖMUR! Hárgreiðsla við ailra hæfi — T.J ARN ARSTOF AN — Tjamar- götu 10 - Vonarstrætismegin — SÍMl 14-6-62 Hárgreiðslustofa Austurbæjar María Guðmundsdóttir, Lauga vegi 13 SÍMJ 14-6-56 NUDD STOFAN er á sama stað að Havelock hafði hörfað í átt til Mangalwar til að bíða eftir liðstyrk. 1 ágúst hafði hann tví- vegis haldið í átt til Lucknow, en í fyrra skiptið hafði komið upp kólera í liði hans og í hitt skiptið hafði komið til óeirða innan hersveitanna og hann hafði haldið aftur til Cawnpore. Tilkynningin um að feringhi- arnir væru á undanhaldi vakti mikinn fögnuð í Lucknow og ástandið varð æ fskyggilegra, bæði fyrir hina umsetnu — og 110 flóttamennina í Gulab Mahal. Margir uppreisnarmannanna og mikill hluti íbúanna, sem misst höfðu kjarkinn við fregnina um að heill her væri á leiðinni, fylltust bjartsýni á ný þegar það kom á daginn að herinn hafði hörfað á ný út fyrir landamæri Oudhfylkis. Skothríðin féll smám saman inn í hin daglegu hljóð í Gulab Mahal, á sama hátt og gargið í krákunum, kurrið í dúfunum og marrið í brunnhjólinu. Flótta- mönnunum var skothríðin nokk- ur huggun, því að hún táknaði að setuliðið stæðist enn öll á- hlaup. Nýtt áhlaup hafði verið gert hinn átjánda ágúst. Þegar dmn- umar frá fallbyssuskotunum vom hljóðnaðar, hiðu þau öll með öndina í hálsinum og taug- amar í uppnámi og þeim iétti ekki fyrr en þau heyrðu aftur dreifða skothríð. Þrem dögum. seina höfðu þau héyrt mrkla sprengingu og Dasim Ali hafði sagt Alex að hún hefði stafað frá sprengingu í húsi einu sem uppreisnarmenn notuðu sem vopnahús. En daginn eftir heyrðust fall- byssuskot úr suðaustri. — Nú eru þeir komnir! Sem ég er lifandi! Það em þeir! hrópaði Alex og hljóp að grind- unum á þankinu og stóð kyrr oc hlustaði í ofvæni án þess að taka eftir þéttu regninu sem helltist yfir hann í heitum straumi. Það gat aðeins táknað eitt. Havelock var aftur á leið til Lucknow. Og skömmu síðar, þeg- ar hinni geysilegu reknskúr hafði linnt, bámst fallbyssudrunumar nær f hlýrri golunni og vora nú mjög skýrar. Þau heyrðu í fallhyssimum öðru hverju allan þann dag og megnið af næsta degi. í fyrsta skipti datt Walayat Shah f hug að guð hefði verið honum innan handar daginn sem hann féllst á að gefa hinum ræfilslegu flótta mönnum húsaskjól og það gæti orðið til þess einn góðan veður- dag að koma í veg fyrir að hús hans og heimili yrði jafnað við jörðu. Honum var umhugsunin ógeðfelld og hefði það ekki ver- ið vegna svikanna og hinna skelfilegu hryðjuverka í Cawn- pore, hefði hann heldur viljað deyia í bardaga við feringhlana en biggja af þeim greiða. En fallbyssur Havelocks voru þagnaðar og engar fregnir bár- ust af her hans. Og ágústmán- uður leið og september kom. Hið örmagna og langþreytta herhð týndi óðum tölunni, en lét þó ekki bugast og rytjulegur, brezk- ur fáni blakti enn á fánastöng- inni á embættisbústaðnum. — 40 — Flóttamönnunum í Gulab Ma- hal fannst nú sem þeir hefðu bú- ið í litlu heitu herbergjunum í litlu, rauðu, flúruðu höllinni heilan mannsaldur. Dagamir snígluðust áfram hver öðrum líkir, lang;r og til- breytingalausir. Það þurfti lítið til að koma af stað ofsalegum deilum og handalögmálum milli karlmannanna, sem dvöldust megnið af tímanum í Ktlu, heitu herbergi, sem ekkert komst 'yr- ir í nema lágir svefnbekkir með seglbotnum, þar sem þeir sváfu um nætur. Verstur af öllu var fréttaskort- urinn að utan. H;tann mátti af- bera vegna hinna ofsalegu regn- skúra sem kældu múrveggina lít- ið eitt. Rykið í garðinum varð að eðju og þar gögguðu froskar og ótal kynslóðir flugmaura tímg- uðust og dreifðust um allt. Mat- urinn var ekki fjölbreytilegur, því að bölvaðir vantrúarmenn áttu ekkert gott skilið, en hann var nægilegur. Hreinlætisaðbún- aður var framstæður, en full- nægjandh í samanburði við þúsundir Jandsmanna sinna, I'fðu þau í þægindum og öryggi. En einangrunin og fáfræðin um það sem var að gerast annars staðar í Indlandi varð taugum þeirra ofraun og eina nóttina höfðu þrír þeirra, Garrowby, O’Dwyer læknir og Chimpson, klifrað yf- ir garðvegginn og horfið inn í borgina. Þeir höfðu engum sagt frá ráðagerð sinni, því að þeir álitu að Lapeuta og Dobbie, sem báð- ir voru rosknir menn, væru bezt komnir þar sem þeir vom og Alex, sem enn fékk hitasóttar- köst, gat að sjálfsögðu ekki yfir- gefið eiginkonu sína. Carlyon vildu þeir ekki burðast með, hann yrði trúlega hættulegur. Carlyon hafði froðufellt af reiði þegar hann vaknaði um morguninn og uppgötvaði að beir voru horfnir; honum var ljóst að hann kæmist ekki langt al- einn, þar sem hann kunni ekki urdu, var ókunnugur í borginni og nágrenninu, og vissi ekki einu sinni í hvaða átt brezka herliðið var að finna. Lou og frú Hossack höfðu orðið skelfingu lostnar, Walayat Shah feginn, Alex þögull, hrana- legur, næstum ósvífinn. En Garrowby kapteinn, O’- Dwyer læknir og herra Chimp- son höfðu ekki komizt langt. Þeir höfðu fylgzt að í stað þess að fara hver sína leið og höfðu villzt í götunum og voru enn f borginni þegar birta tók af degi. Þeir höfðu verið stöðvaðir og yfirheyrðir og síðdegis höfðu þeir verið skotnir og hengdir upp á fótunum til skemmtunar fyir múginn, Dazim Ali færði Alex fregn- ina og sagði frá því að menn- imir þrír hefðu verið pyndaðir til að fá þá til að ljóstra upp um dvalarstað sinn. Því að það var augljóst af fatnaði þeirra og skóm að þeir höfðu dvalizt í borginni, en ekki komið þangað sömu nóttina og þeir fundust, eins og þeir héldu fram. Auk þess höfðu þeir verið gripnir, þegar þeir voru að reyna að komast burt úr borginni. Þeir höfðu dáið án þess að koma upp um gestgjafa sína. En Walayat Shah og Muntaz, kona Dazims Allis, höfðu orðið hrædd og reið, og það voru gerðar ráð- stafanir til að hindra hina fer- ingiana í að flýja, því að það gat komið af stað almennri leit í borginni, ef fleiri flóttamenn fyndust á kreiki. Dyrunum var læst og varðmenn gengu um garðana á næturnar, og það Mtla frelsi sem þau höfðu haft, var takmarkað að mun. Fyrir Lou og frú Hossack sem orðnar vora eigingjamar og hugsuðu fyrst og fremst um heilsu og öryggi bamanna sinna, skipti missir O’Dwyer læknis meira máli en það að mennimir þrír höfðu verið handteknir og drepnir. Nú áttu þeir engan hauk í homi ef Jimmi og Am- anda yrðu veik. Hvorki Lou né frú Hossack hefðu farið frá Gulab Mahal um þessar mundir, þótt þær hefðu getað, og dauði mannanna þriggja sannfærði þær aðeins um að þær væru bezt komnar bar sem þær voru. En þær hötuðu indversku búningana sem þær báru og indverska matinn sem þær borðuðu og fábreytilegt Iff- ið. Þær rifust oft og hvor um sig kærði hrna fyrir Vetru. Vetra sjálf var engan veginn hamingjusöm. Oft lá henni við að halda að hin stutta athöfn uppi á þaki hefði aldrei átt sér stað; hana hefði aðeins dreymt hana. Hún fann þess engin merki. að hún væri eiginkona Alexar. Hún dvaldist enn í litla herberginu með máluðu lág- myndunum og Alex svaf enn á þakinu. Hún sá hann ofursjald- an og framkoma hans við hana var alveg öbreytt; það virtist ekki flögra að honum að Iffs- hættir þeirra þyrftu að breytast þótt þau væru gift. Hún velti fyrir sér hvort henni hefði skjátlazt um það, að Alex þætti vænt um hana. Hafði hann ekki borið hlýrri til- finningar til hennar en til dæm- is rauðhærðu leikkonunnar sem hann hafði haft heim með sér úr veizlunni hjá sendiherranum? Hefði hann aldrei gengið að eiga hana, ef hún hefði ekki beðið hann um það? Hann hafði ekki kysst hana síðan nóttina sem þau flýðu undan skógareldinum EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLI NJÖTID ÞÉR ÚTSÝNIS, FIJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. REYKJAVíKURFLUGVELLI 22120 Dívanar og Svefnbekkir með skúffu og lystadún. Beztir — Stakir — Fallegir. LAUGAVEGI 68 (inn sundið). SKOTTA Mér þykir það leitt, Siggi . . . ég verð að halda laugardögun- um lausum fyrir eldri stráka. r Hvað annað? Auðvitað Perlu EFNAVERKSMIDJAN fsjöfn) FtRDA BÍLAR 9 n farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýjustu gerð til leigu í lengri og skemmri ferðir. Símavakt allan sólarhringinn. FERÐABÍLAR sími 20969. Haraldur Eggertsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.