Þjóðviljinn - 09.06.1965, Page 4

Þjóðviljinn - 09.06.1965, Page 4
4 SÍÐA M6ÐVILI1NN Miðvikudaeur 9. júnf 1963 Otgelandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. LlKAN AF NORRÆNO SÝNINGARHÖLLINNL Samningar norðanmanna pVrstu kaup- og kjarasam.ningarnir á þessu sumri voru gerðir um hvítasunnuna, er verkalýðsfé- lögin á Norðurlandi sömdu. Aðalatriði þeirra samninga er stytting vinnuvikunnar með óskertu kaupi um þrjár klukkustundir, úr 48 stundum í 45 stundir, bein hækkun á alla kaupgjaldsliði um 4%, og tilfærslur og breytingar til hækkunar í síldarverksmiðjuvinnu og síldarvinnunni allri, svonefndri haka- og skófluvinnu, hafnarvinnu og fagvinnu verkamanna. yitað er að Norðurland hefur algera sérstöðu hvað atvinnulífið snertir, að á sama tíma og eftir- spurn eftir vinnu hefur verið og er í hámarki í landshlutum eins og Suðvesturlandinu og á Aust- fjörðum hefur á Norðurlandi víða verið lítið um vinnu og jafnvel atvinnuleysi. Sú sérstaða virð- ist hafa ráðið miklu um þá samninga sem Norður- landsfélögin hafa gert og var í þeim m.a. lögð mikil áherzla á að ná fram loforðum af hálfu rík- isstjómarinnar um atvinnulega hjálp til Norður- lands. Hefði slíkt ekki átt að þurfa að verða samn- ingsatriði verkalýðshreyfingarinnar ef sæmileg ríkisstjórn væri, stjóm sem rækti skyldur sínar við fólkið í landinu almennt. En hér er við völd, sem kunnugt er, ríkisstjórn íhalds og Alþýðu- flokksins sem 'telur það eðlilegt að verkalýðs- hreyfingin þurfi að kaupa það sem kjaraatriði 'að ríkisstjórnin gegni sjálfsögðustu skyldum í al- mennum þjóðmálum. Y^egna séiistöðu Norðurlands er ekki hægt að ætla að samningar verkalýðsfélaganna á Norður- landi verði fyrirmynd þeirra sem ógerðir eru, enda hafa t.d.' Austf jarðafélögin ekki kosið að halda þeirri samstöðu með Norðurlandsfélögunum sem þau hafa haft um skeið. Eftir sem áður hljóta verkalýðsfélögin sem ósamið eiga að freista þess að knýja fram kjarabætur sem miðaðar eru við ástand atvinnulífsins á hlutaðeigandi stöðum. Og almennt mat á samningum Norðurlandsfélaganna hlýtur að bíða þar til fengin er heildarmynd samninganna á þessu sumri, en í þeirri heildar- mynd eru samningarnir sem lokið var um hvíta- sunnuna einungis einn flöturinn. Barnavinna 'JHlefnislaus með öllu er skætingur Morgunblaðs- ins í garð Þjóðviljans vegna þess að hér í blað- inu hafi oft verið mirunt á að barnavinna á ís- landi er komin út í öfgar. Þjóðviljinn hefur aldrei fordæmt að íslenzk ungmenni fái færi á að kynn- ast sem bezt atvinnulífinu. En það má ekki verða á þann hátt að um vinnuþrælkun barna og ung- menna sé að ræða. Vilji Morgunblaðið fá eitthvað til viðmiðunar í því máli, getur það borið saman frumvarpið um barnavemd sem lá fyrir Alþingi í vetur og veruleikann á íslandi í dag. — s. NorSurlöndin öll taka sameiginlega þátt í heimssýningunni í Kanada Norðurlöndin fimm hafa ákveðið að taka þátt í heimssýningunni, sem haldin verður í borginni Montreal í Kanada 28. apríl til 28. október 1967 í tilefni af 100 ára afmæli Kanada sem sjálfstæðs ríkis, og í því skyni munu þau byggja sameigin- lega sýningarskála. Er þetta í fyrsta sinn sem Norðurlöndin taka sameiginlega þátt í heimssýn- ingu. Mun ísland bera 1/21 hluta af kostnaðinum en hvert hinna landanna fjögurra 5/21 hluta. Sýningarsvæðið er í útjaðri Montreal, meðal annars á tveimur eyjum í St. Lawrence- fljótinu, og er talið mjög skemmtilegt. Samgöngur til og frá sýningarsvæðinu verða mjög fullkomnar, og verða byggðar í því skyni hraðskreið- ar svifbrautir eða „Monorail". Svasði það sem skandinav- íska skálanum er ætlað er að stærð um 6300 fermetrar og liggur á eyjunni St. Helena í St. Lawrence-fljótinu. Er stað- Velta Loftkiða sl. ár nam 587milj: kr. og jókst 23% ... .. "p .■’•■■.• • urinn við eina af aðalumferð- aræðum svæðisins. Efniviður skálans er sem hér segir: Burðarbitar og súlur eru úr stáli, svokallaðir ,3- bjelker", gólfin eru gerð úr innspenntum steinplötum og þau klædd með sísalmottum. Veggir að utan eru úr grófu timbri, en að innanverðu kl.æddir plötum. Allur verður skálinn málaður eða litaður hvítur. Sýningarskálanum er skipt í þrjár hæðir: Neðsta hæðin. eða jarðhæðin, er öll opin, og er þar tilbúinn garður með lít- illi tjörn. Umhverfis tjörnina verður komið fyrir höggmynd- um frá öllum fimm löndunum. Milli hæða komast sýningar- gestir á vélknúnum færibönd- um. Einnig er gert ráð fyrir lyftum fyrir eldra fólk eða þá sem eru farlama. A miðhæð sýningarskálans Aðalfundur Loftleiða var haldinn s.l. föstu- dag. Kom þar m.a. fram að velta félagsins nam 587 milj. kr. árið 1964 og er það 23% aukn- ing frá árinu áður. Fluttir voru alls 106.- 842 farþegar og er það 27,5% aukning. Sæta- nýting var 78,6%. Formaður félagsins, Kristján Guðlaugsson, skýrði m.a. svo frá í ræðu sinni að gert, væri ráð fyrir að hótelbyggingunni á Reykjavíkurflugvelli yrði lokið á næsta ári. Er bygging- arkostnaðurinn áætlaður 100 milj. kr. Byggingin verður fjórar hæðir og kjallari og gistiherbergi 107. Á árinu var flutt í nýju skrifstofubygging- una á Reykjavíkurflugvelli og einnig tóku Loftleiðir við flug- afgreiðslunni á Keflavíkurflug- yelli og rekstri gistihússins' þar samkvæmt samningi við ríkisstjórnina. ---------------------------« Færri flytja frá Svíþjóð en til Flótti sænskra vísinda- manna úr landi er langtum minni en búizt hafði verið við. Þetta kemur fram í skýrslu sérstakrar nefndar, sem rannsakað hefur þessi mál í Svíþjóð. Er þetta fyrsta rannsóknin, sem gerð er á þessu atriði og leiðir það í ljós, að innflutningur mennt- aðra manna til Svíþjóðar er heldur meiri en útflutning- urinn. Svíar höfðu áður haft af því áhyggjur, að freistandi tilboð um hærri laun og befri vinnuskílyrði yrðu þess vald- andi að vísindamenn þeirra hrektust úr landi. Þá ræddi formaðurinn m.a. um deilu SAS og Loftleiða, tilboð Loftleiða um að kaupa hlutabréf Eimskipafélagsins i Flugfélaginu og um vinnu- deilu flugmanna á Rolls Royce 400. Framkvæmdastjóri félagsins, Alfreð Elígsson, gerði grein fyrir rekstri flugfélagsins á ár- inu. Flugferðir félagsins urðu samtals 1184 á árinu, fram og til baka, þar af 558 milli Is- lands og Bandaríkjanna og 626 frá íslandi til Evrópu. Flug- stundafjöldinn með eigin vél- um félagsins var 18166 stund- ir og er það svipað og 1963 en þess ber að geta að RR-400 vélarnar eru mun hraðfleygari en DC 6B. Farþegar voru samtals 106842 og er það 27,5% aukning frá árinu áður. Flutt voru 540 tonn af vörum og 156 tonn af pósti. Heildarnýting á öllum flugleiðum félagsins var 78,6% og er það 1% hærra en árið áður. f árslok 1964 voru starfs- menn félagsins við flugrekstur alls 615 þar af 273 hér í R- vík, 151 í Keflavík og 191 er- lendis. Loftleiðir eiga nú 5 flugvél- ar af Cloudmastergerð ogfjór- ar af gerðinni Rolls Royce 400 og hafa þrjár þeirra verið tekn- ar í notkun í áætlunarflugi, en sú fjórða sem verður lengd, kemur til landsins í byrjun marz 1966. Síðan verða hinar þrjár vélarnar lengdar og á því að verða lökið á árinu 1966. Sigurður Helgason, varfor- maður félagsins gerði grein fyr- ir reikningum þess. Á árinu jókst veltan úr 475 miljónum króna í 587 miljónir 'eða um rúm 23%. Reksturshagnaður nam 34,2 mdj. kr. og er það heldur lægra en árið áður, en afskriftir hækkuðu hins vegar verulega eða úr 50 miljónum kr. í 84,4 milj. Skattgreiðslur félagsins í ár verða um kr. 15,3 miljónir. Fundurinn samþykkti að greiða'. hluthöfum 15% arð vegna rekstursins 1964. Þá var samþykkt aö greiða starfs- mönnum félagsins kaupuppbót (bónus) en hún nam 2 milj. kr. á sl. ári. Einnig var sam- þykkt að leggja 200 þús. kr. til orlofsheimilis starfsmanna Loftleiða. Stjóm félagsins var endur- kjörin en hana skipa Kristján Guðlaugsson, formaður, Alfreð Elíasson, Sigurður Helgaon, Kristinn Olsen og Einar Áma- son. Þá vár samþykkt á fundin- um að felastjóm félagsins að beita sér fyrir stofnun al- menningshlutafélags um hótel- rekstur í Reykjavík. er gert ráð fyrir að koma fyrir sameiginlegri sýningu allra Norðurlandanna, þarsem greint verður frá skyldleika og upp- runa þjóðanna og sameigin- legum menningararfi. Einnig verður þar ferðamálakynning. Á miðhæðinni verða einnig veitingasalur fyrir 140 manns og veitingastaður á svölum fyrir 240 manns. Þá eru á þessari hæð skrif- stofur fyrir starfsmenh sýn- ingarinnar, snyrtiherbergi o.fl. Þriðja hæðin er hin eigin- lega sýningarhæð, og er um 2000 ferm. að stærð. Þar hefur Framhald a 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.