Þjóðviljinn - 10.06.1965, Blaðsíða 9
Fimjntudagur 10. júni 1965
HÖÐVILJINN
SlÐA 9
Fyrsta útsýnisflug
Fí á hvitasunnudag
Það virðist strax hafa vaknað
forvitni fyrir útsýnisflugi þvh
sem Flugfélagið er að hefja
með hinni nýju Fokker Friend-
ship skrúfuþotu félagsins.
Að minnsta kosti var vélin
fullskipuð farþegum þegar hún
lagði í fyrsta útsýnisflugið á
Hvítasunnudagsmorgun. Undir
Ieiðsögn Björns Þorsteinssonar
sagnfræðings. sem sparaði
hvergi landfræðilega og sagn-
fræðilcga fróðleiksmola.
í útsýnisflugi er ura tvær
leiðir að velja og fer það eftir
veðurskilyrðum hverju sinni
hvor þeirra er farin. Á annarri
er flogið beint yfir Snæfells-
jökuil og Vestfirðirsíðanþrædd-
ir norður að Homi og snúið
heim þaðan um Strandir, Dali
og uppsveitir Borgarfjarðar.
Hin flugleiðin liggur um það
mikla tilraunasvæði skaparans
er hann hefur helgað sér á
Suðux'landi miðju og í hafinu
suður af: Surtur heimsóttur svo
og Vestmannaeyjar, Hekla og
Skaftáreldahraun skoðað, svoog
yesturbrún Vatnajökuls, Hofs-
li a$
landpinpnfsi
Framhaid af 12. síðu.
nýja litla systir var um sjöleytið
þetta kvöld, samkvæmt mæling-
um Þórsmanna, 173 m. löng og
16,3 m. há.
Þótt gos sé hætt í Surti, rýk-
ur enn úr gfgnum og hraununum
Her og þar, en líklega stækkar
Surtsey ekki meira nema því
aðeins. að . nýja eyjan haldi á-
ffam að ’hláða'st svo upp að hún
renni saman við hann og úr
verði ein eyja, sem manni hlýt-
uy að finnast eðlilegt eftir þeim
krafti sem var ; gosinu og að
sögn kunnugra færist stöðugt í
aukana.
Klukkan 19.20 sást frá varð-
skipinu hvar lítill bátur kemur
siglandi frá Vestmannaeyjum og
hefur í eftirdragj gúmmíbát os
stefnir að nýju eyjunni, Varð
bá uppi fótur og fit -um borð í
Þór og gripu allir til kíkja
sinna, sem þeir höfðu meðferð-
is, því talið var víst að þama
væru á ferð Frakkamir, sem
fyrstir urðu til að stíga á land
í Surtsey, sem frægt varð á sín-
um tíma og beðið hafa í Vest-
mannaeyjum síðan aftur fór að
gjósa.
Ekki datt þó neinum í hug að
reynd yrði landganga þann dag
meðan sprengingarnar voru svo
tíðar og. ekkert undirlendi til
að fóta sig á, en eins og fyrr
segir liðu oft ekki nema örfáar
sekúndur á milli sprenginganna
í gígnum og vonlaust með öllu
að nokkur maður lifði af eina
slíka úti f eyjunni.
Samt sem áður sáum við að
g'úmmíbáturinn var leystur aftan
úr og tveir menn róa honum að
eynni Strax eftir eina stóra
sprengingu fara þeir fast að og
annar þeirra stekkur í land.
Biðu allir um borð f Þór í
ofvæni um örlög þessa ofurhuga
og vonuðu að' ofurlítið lengra
liði milli sprenginga. En eins og
sagt er frá annars staðar í blað-
inu, heppnaðist þetta fífldjarfa
fyrirtæki öllum vonum rpiklu
framar Mikill fögnuður varð
ríkjandi þegar í Ijós kom, að
allir þátttakendur í ævintýrinu
voru Vestmannaeyingar en ekki
Frakkar Sá heirra sem i land
fór í eyjunni, Páll Helgason,
kom andartak 'iira borð í Þór til
að fá staðfestingu varð=kips-
manna á því að hann hefði sézt
fara í land og hefur varla getað
fengið það betur staðfest, þar
sem bæði forsætisráðherra og
utanríkisráðherra vorn viðstadd-
ir og fvrstir til að óska þeim til
hamingju með afrekið.
jökuls og flogið til Reykjavík-
ur yfir Hvítárvatn, Gullfoss og
Þingvelli.
Iþessari fyrstu flugferð var
hin síðari leiðin valin.
Það er reyndar ekki skrum að
skrúfuþotan sé vel til slíks
flugs fallin — hún er háþekja
og vængirnir byrgja því hvergi
útsýni, ennfremur eru gluggar
hennar stærri en flugfai'þegi á
að venjast. Flogið var í mjög
lítilli hæð, sem kom reyndar
ekki. alltaf til af góðu, því 'ág-
skýjað var, — en þar fyrir
sáust mjög prýðilega bessi
heimsfrægu litbrigði jarðarinn-
ar og þeirra glaður leikur í
mosa og hrauni allra alda. Og
enn einu sinni rifjuðust upp
ýmislegar forsendur öflugi'ar
nonfígúratífrar listar á íslandi.
Surtsey var glæsileg í góðri
sól og skammt frá henni
kraumaði myndarlega en þó
hógværlega í hinum nýja potti
Helvítis: smáar svartar eld-
flaugar risu upp úr sjónum í
þéttri fylkingu, en fóru skki
hátt, ekki ennþá — þær voru
að sækja í sig veðrið. Hinsveg-
ar lagði gufumökkinn út um
allan himin.
Ekki verða allir fagrir staðir
upp taldir né heldur lofuð mik-
il tún sunnlenzkra bænda. En
áætlun breyttist nokkuð fyrir
sakir óhagstæðs skýjafars yfir
hálendinu — því varð Vatna-
jökull ekki heimsóttur að þessu
sinni, en í stað þess litið niður
á Skógarfoss, Dyrhólaey, Vík
og sanda Skaftárþings. En sem
flugvélin sveif yfir Gullfossi
opnaðist leið inn til Hvítár-
vafns’og var'TVkð vélkomi’nn út-
úrdúr — þaðan var flogið i
bæinn um Þingvelli.
Slíkar ferðir verða farnar á
sunnudagsmorgnum í allt sum-
ar, en á þeim tíma einum er
hin nýja skrúfuþota ekki í á-
ætlunarflugi. Bjöi’n Þorsteins
son sagnfræðingur mun hafa á
hendi leiðsögn í þeim öllum.
Tunglfarið á
réttri hraut
MOSKVU 9/6 — Sovézka
tunglflaugin, „Lúna 6“ hélt
áfram ferð sinni til tungls-
ins í dag, var kl. 13.00 að
ísl. tíma komin 230.000
km frá jörðu, eða rúmlega
hálfa leiðina, en á leiðar-
-enda verður komið á föstu-
dagskvöld eða aðfaranótt
laugardagj. Talið er að
reynt verði að láta flaug-
ina lenda hægt á tunglinu.
Dómmgo
Reynt að myrða
W
I
BONN 9/6 — Ræðismanni Júgó-
slava í Bonn, Andreas Klaric.
var sýnt banatilræði í gærkvöld
í bænum Meersburg á norður-
strönd Konstanz-vatns. Skotið
var á hann þar sem hann sat
í bíl ásamt júgóslavneskri vin-
konu sinni. Hæfðu hann fjögur
skot, en ekkert stúlkuna. Hann
er nú á sjúkrahúsi í Múnchen.
Talið er víst að banatilræðið sé
verk júgóslavneskra flóttamanna.
Stangveiðiklúbb-
ur
í sumar, eins og undanfarin
ár, starfar stangaveiðiklúbbur
unglinga, 12—15 ára, á vegum
Æskulýðsráðanna í Reykjavík
og Kópavogi, en þau hafa m.a.
til umráða, gegn vægu gjaldi, 2
daga í viku við Elliðavatn, en
efna auk þess til ódýrra veiði-
ferða á aðra staði í nágrenni
borgarinnar.
Fyrsti. fundur klúbbsins verð-
ur á morgun. föstudag kl. 8 e.h.
að Fríklrkjuvégí 11. Kunnáttu-
maður annast fræðslu { með-
ferð veiðitækja og kastæfingar
verða í garðinum. Nýir meðlimir
eru velkomnir og eru beðnir að
hafa stangir sínar meðferðis. Á
eftir verða kvikmyndir sýndar.
Sóknarlota skœruliða
Framhald af 3. síðu.
flugvélarnar hafi komið aftur til
stöðva sinna.
Hörð átök framundan
Dean Rusk utanríkisráðherra
sagði í sjónvarpsviðtali í Was-
hipgton í dag að búast mætti
við því að hörð átök myndu
eiga sér stað á næstunni milli
bandarískra hersveita í Suður-
Vietnam og skæruliða. Hann
hafði verið spurður um yfir-
lýsingu Bandarikjastjórnar í
gær sem var á þá leið að svo
gæti farið að bandarískum her-
sveitum yrði beitt gegn skæru-
liðum í Suður-Vietnam.
Fram að þessu hefur svo átt
að heita að bandaríska herliðið
í Suður-Vietnam væri þar að-
eins Saigonhernum til ráðuneyt-
is eða þá eingöngu til að verja
flug- og flotastöðvar Bandaríkj-
anna fyrir árásum.
Rusk sagði hins vegar að
Bandaríkjastjórn væri staðráð-
in að gera allar nauðsynlegar
ráðstafanir til svars við aukn-
um aðgerðum skæruliða sem
hafa sig æ meira í frammi, nú
eftir að regntíminn er hafinn og
Bandaríkjamenn eiga erfiðara
með að beita flugvélum sínum
og þungum vopnum.
Rusk gaf einnig í skyn að
Bandaríkin myndu enn auka við
herlið sitt í Suður-Vietnam.
Skömmu eftir viðtalið við
Rusk í sjónvarpinu var ný yfir-
lýsing send frá Ilvíta húsinu,
þar sem enn var itrekað að svo
gæti farið að bandarískur her-
sveitum yrði „undir vissum
kringumstæðum“ beitt í orust-
um gegn skæruliðum. Þó var
því enn haldið fram að þetta
breytti engu um „varnarhlut-
verk“ bandaríska hersins í Suð-
ur-Vietnam.
„Le Monde“ aðvarar
Hið áhrifamikla franska blað,
„Le Monde“, ræddi þessar yfir-
lýsingar Bandaríkjastjórnar í
dag og varaði hana við afleið-
insum þess að hún færðist enn
meira í fang í Vietnam en þeg-
ar er orðið. Blaðið kvað það
myndu erfitt fyrir bandamenn
hennar að styðja þá stefnu að
bandaríski herinn gerðist beinn
aðili að bardögunum þar.
Mikið mannfall
Haft var eftir bandarískum
talsmanni í Saigon í dag að í
síðustu viku hefði orðið mikið
mannfall í liði beggja. Saigon-
herinn hefði misst 530 menn
fallna, 210 særða, en 635 væri
saknað, en í vikunni áður var
samanlagt manntjón 1.075. Þá
var sagt að skæruliðar hefðu
misst 1.305 menn i síðustu viltu,
en 810 í vikunni áður.
ársbing
Framhald af 6. síðu.
Þá skýrði O Þant frá því
að utanríkisráðherra stjórn-
lagasinna, Jottin Cury, hefði
sent mannréttindanefndinni
margar kærur vegna þess að
herforingjaklíkan hefur látið
taka af lífi fjölmarga menn
sem hún hefur grunað um
andstöðu við sig. Fréttaritarar
telja að yfir hundrað menn a.
m.k. hafi verið líflátnir. Curv
hefur farið fram á að mann-
réttindanefndin sendi fulltrúa
til San Domingo til að rann-
saka kærurnar.
Á fundi öryggisrúðsins
ki'afðist sovézki fulltrúinn,
Fedorenko, þess að allt erlent
herlið yrði kallað burt frá San
Domingo og ráðið tæki einnig
til rannsóknar kærur á her-
foringjaklíkuna fyrir hryðju-
verk á óbreyttum borgurum.
Framhald af 5. síðu.
lokið hið fyrsta, svo að skilyrði
til sundiðkana verði fyrir
hendi allt árið.
1 stjórn UMSS voru kosnir:
Guðjón Ingiinundarson, Stef-
án Guðmundsson, Sigurður
Jónsson, Árni M. Jónsson,
Helgi Rafn Traustason.
Varamenn í stjórn voru kosn-
ir:
Stefán B. Pederscn, Svelnn
Friðvinnsson og Jón Sigurðsson.
TICTYL
Örugg ryðvöm á bila.
Sími 19945.
KR vsnn Fram
í danfum leik
Framhald af 5 siðu.
andi „hendur" séu til miska
fyrir knattspymuna, og það
beri að taka hart á þeim. Regl-
an segir að óviljandi „hönd“
eigi ekki að refsa fyrir, en
hvað er óviljandi „hönd“? —
Verður það ekki oftast mats-
atriði dómarans.
Og hvað segja menn þá um
atvik sem kom fyrir hér í vor?
Otherji sendir knöttinn fyrir
markið, samherji kemur hlaup-
andi og ætlar að skalla en er
svo óheppinn að hann reiknar
knöttinn skakkt út og hittir
ekki, svo knötturinn fer fram-
hjá höfðinu og á leið sinni nið-
ur lendir hann í hendi leik-
mannsins, sem sannarlega ætl-
aði að skalla í mark, en af
hendinni fór knötturinn í
markið. Eða veslings maðurinn
sem ætlaði að hreinsa frá
marki en er svo óheppinn að
„kiksa“ og þegar knötturinn
hoppar eftir að hafa snert völl-
inn hrekkur hann í höndina,
sem hann hafði fyrir aftan sig,
og dómarinn dæmir viti!
Þetta matsatriði dómaranna
er mikilvægt. — Frímann.
BLAÐADREIFING
Kópavogur — Austurbær.
Laus hverfi: Hlíðarvegur — Hvammar.
Hringið í síma 40319.
Odýrt á soninn i sveitina
Gallabuxur — Terelinebuxur — Leðúrlíkisjakkar
— Vattfóðraðir jakkar m/prjónakraga, vatnsheldir.
Úlpur og lopapeysur.
Verzlunin ó. L. —
Traðarkotssundi (á móti Þjóðleikhúsinu).
Skógrœkf rlkisins
Skógrœkfarfélag ísl.
og LandgrœÓslus'jócSur
hafa flutt skrifsfofur sínar að Ránargötu 18
— (áður Innkaupastofnun ríkisins).
Nauðungaruppboð
verður haldig að Grettisgötu 2, hér í borg, eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík, föstudaginn 18. júní 1965
kl. 2 e.h.
Seldar verða 4 rafmagnssaumavélar, taldar eign Fata-
gerðarinnar Lýru h.f.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógeíaembættið í Reykjavík.
Prentnemi
óskast
Prentsmiðja Þjóðviljans
„Flutninpr"...
Framhald af 6. síðu.
Asíu og þegar lengra leið á
aldimar losnaði Arabía frá
Afríku og Rauða hafið mynd-
aðist. Suður- og Norður-Ame-
ríka tóku að nálgast hvor
aðra. . . .
Á grundvelli þessarar tilgátu
telja menn sig svo geta sagt
fyrir hreyfingar meginlandanna
í framtíðinni. Sennilega munu
þau staðsetia sig meðfram mið-
baug og loftslag allra megin-
landanna verða nánast hita-
beltisloftslag.
Sérhver ný uppgötvun fæðir
óhjákvæmilega af sér nýjar
spurningar og vandamál.
Nokkrum þeirra spuminga
svara nútímavísindi auðveld-
lega, en hvað öðrum viðkemur
verður að sýna ögn af þolin-
mæði.
Spurningunni uni það, hvaða
afl það sé sem fái meginlöndin
til a2 hreyfast, geta visinda-
hienn ekki svarað að fullu
enn. Ýmsir halda, að megin-
aflið sé hreyfingar djúpt í iðr-
um jarðar, en e.t.v. eru önnur
atriði, sem hér koma til greina.
(Novostis).
Vinnuvélar til
leigu
Leigjum út litlar rafknún-
ar steypuhrærivélar Enn-
fremur rafknúna grjót- og
múrhamra með borum og
fleygum.
LEIGAN S.F.
Sími; 23480.
T I L S ÖLU:
3 herb. íbúðir í Reykjavik,
Kópavogi og Seltjamar-
nesi. — Lægsta útb. kr.
250 þús.
í Kópavogi eru m.a.
3 herb. íbúðir f smiðum.
.Eitt herherori. eld-
hús oer bað. V«rð
kr. 250 þús. Otb.
100 þús.
Stór 4 herb. íbúð á fjórðu
hæð við Eskihlíð. Hita-
veita. — Mikið og fagurt
útsýni. fbúðarherbergj í
kjallara fylgir. — Góð
íbúð á góðum stað.
3 herb. fbúðarhæð í sænstu
timburhúsi. Stærð tæpir
100 ferm. Stórt herbergi í
risi fylgir. Tvöfalt gler.
Stór lóð. — Bílskúrsréttur.
Otborgunarskilmálar mjög
þægilegir.
rasfeignasalan
Hús & Eipir
BANKASTRÆTI 6 —
Símar 16637 og 18828.
Heimasímar 40863 og 22790
Stakir bollar
ódýrir og fallegir.
Sparið peningana, —
sparið ekki sporin.
Kjörorðið er: Allt fyrir
viðskiptavininn.
VERZLUN
GUÐNÝJAR
Grettisgötu 45.