Þjóðviljinn - 10.06.1965, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. júní 1965
MÓÐVILJINN
SÍÐA 1
ÞJOÐLEIKHUSIÐ
Madame Butterfly
Ópera eftir Giacomo Puccini
Hljómsveitarstjóri: Nils Grevillius
Leikstjóri: Leif Söderströrri
Þa-5 mun vart ofmaslt að
þeir sem söngleikum . unna
hafi gengið ánægðir út úr
Þjóðleikhúsinu þegar óperan
fræga „Madame Butterfly“ eft-
ir Puccini var flutt í fyrsta
sinn á landi hér fyrir réttri
viku. Ég ætla ekki að halda
því fram að sýningin sé full-
komin í öllu, enda lítt dóm-
bær um þá hluti, en hún er
prýdd öryggi, vandvirkni og
slíkum þokka og öllum aðil-
um til ótviræðs sóma.
Giacomo Puccini bar hæst
ítalskra óperuskálda að Verdi
liðnum, andlát hans árið 1924
markaði timamót í sögu söng-
leikanna ítölsku; ekkert af
verkum eftirmanna hans hefur
hlotið varanlega frægð. í
úð hans og ást á ungum kon-
um sem staddar eru í sárustu
neyð, leiksoppar grimmilegra
örlaga. Puccini unni öllum
kvenhetjum sínum og á með-
al þeirra Mimi og Toscu sem
við höfum áður kynnzt á ís-
lenzku sviði, en engin þeirra
var honum eins hjartfólgin og
fiðrildið japanska og átakan-
legir ástarharmar hennar —
Cho-Cho San var honum veru-
leikinn sjálfur, fyrir hana
samdi hann tregablíða tónlist
um kyrrar nætur. Ljúfsárir
söngvar hennar hljóma í óp-
eruleikhúsum um víðan heim,
þeir eru fluttir af kappi í
veitingasölum og útvarpi og
vinsældir þeirra óskertar enn í
dag þótt rúmir sex tugir ára
örfá höfuðatriði. Sagan á að
gerast í Nagasaki, hinni jap-
önsku stórborg; Cho-Cho San
eða Butterfly öðru nafni er að-
eins fimmtán ára þegar leik-
urinn hefst, örfátæk stúlka af
göfugum ættum, búin ómót-
stæðilegum töfrum. Hún verð-
ur brúður B. F. Pinkertons,
hins unga bandaríska sjóliðs-
foringja sem heillast af fegurð
hennar og yndisþokka, en
kaupir hana raunar af ósvífn-
um hijjskaparmangara; og
þennan glæsilega en- eigin-
gjarna og skeytingarlausa út-
lending elskar Butterfly og dá-
ir af allri sálu sinni, ber til
hans algert trúnaðartraust hins
saklausa, grunlausa bams.
Honum er hún ekki annað en
Guðmundur Jónsson (Sharpless konsiill), Rut Jacobson (Cho-Cho-San) og Svala Nielsen (Suzuki)
„Madame Butterfly" birtast
ljóslega auðugar gáfur og
helztu einkenni tónskáldsins —
ástríðuþrungin sönglist, mann-
leg og hlý, næmt auga fyrir
sviðrænum áhrifum og rík
hneigð til sterkra litauðugra
lýsinga; og ekki sízt djúpsam-
séu liðnir síðan þeir heyrðust
í fyrsta sinni.
Óperan er sungin á ítölsku
og venjulegum áheyrendum
ráðlegt að kynna sér efnið
vandlega á undan sýningu; hér
verður að sjálfsögðu ekki frá
því greint, þó drepa megi á
■ ■■ - ■— .
Athugasemd vegna Færeyja-
fíugs Tryggva Helgasonar
Haukur Claessen, settur flug-
umferðastjóri, hefur beðiðblað-
ið fyrir eftirfarandi athuga-
semdir við blaðaskrif um áform
Tryggva Helgasonar um flug til
Færeyja:
,,1. Samkvæmt reglum Al-
þjóðaflugmálastofnunarinnar, *
sem Island er aðili að, ber flug-
mönnum að afla sér allra fá-
anlegra upplýsinga um væntan-
lega lendingastaði og flugleið
áður en flug er hafið.
2. Til þess að veita slíkar
upplýsingar hér á landi rekur
flugmálastjómin íslenzka sér-
staka skrifstofu á Reykjavikur-
flugvelli. Flugturnar úti á 'andi
veita aðstoð við öflun slíkra
upplýsinga, sé þess órkað.
3. Tryggvi Helgason leitaði
ekki eftir upplýsingum fráupp-
lýsingaskrifstofunni um ástand
flugvallarins f Færeyjum áð-
ur en hann hóf flug sitt.
4. Hefði Tryggvi gefið sér címa
til bess að óska eftir slíkum
upplýsingum hefði hann kom-
izt að því, að danska flugmála-
stjórn'n krefst þess, að viðkom-
andi flugmaður hafi aflað sér
leyfis til flugs til Færey.ja 48
klukkustundum áður en lagt er
af stað og jafnframt að flug-
völlurinn í Færeyjum hefur
frá 5. maí s.l. verið lokaður
öllum flugvélum öðrum en
flugvélum í áætlunarflugi og
sjúkraflugi vegna þess, að verið
er að lengja brautina.
5. Mánudaginn 31. maí kl. 5
síðdegis hringdi Tryggvi til mín
og spurðist fyrir um það, hvort
lendingarleyfis væri þörf í
Færeyjum, Taldi ég svo >æra
og sendi skeyti þá þegar til
dönsku flugmálastjórnarinnar
með beiðni um slíkt leyfi.
Klukkustund seinna frétti ég,
að Tryggvi væri lagður af stað
í flug til Færeyja og síðar, að
hann hefði snúið við sökum
þoku.
6. Þriðjudaginn kl. 11 f.h.
kom synjun frá dönsku flug-
málastjórninni um undanþágu
til lendingar á flugvellinum í
Færeyjum. Var Tryggvi þá
lagður af stað öðru sinni i flug
til Færeyja. leyfislaust, og var
honum þá snúið við.
7. Þótt Tryggvi eigi ef til vill
erfitt með að sætta sig við það,
þá verður hann, sem aðrir, að
fara eftir settum reglum".
Reykjavík, 4. júni 1965
Flugmálastjórinn
Haukur Claessen. settur.
fallegt leikfang og stundar-
gaman, enda er hann haldinn
alkunnum þótta og yfirlæti
hins hvíta manns; hann yfir-
gefur hana vonum bráðar,
siglir heim og kvænist amer-
ískri konu. Þrjú löng og döpur
ár líða, en djúp og heit ást
hinnar sviknu brúðar er söm
við sig, hún trúir, þráir og
vonar án afláts, elska hennar
og tryggð þekkja engin tak-
mörk; en þegar raunveruleik-
inn birtist henni vægðarlaus
og nakinn og draumurinn
fagri er að engu orðinn getur
hún ekki lengur lifað — leikn-
um er lokið.
Austrænar ástarsögur nutu
ærinna vinsælda á Vesturr
löndum um aldamótin síðustu,
menn drógust að því sem þeim
var framandi og fjarri. Pucc-
ini kynnti sér japanska stað-
hætti og siði eftir beztu föng-
um og áhrifa frá tónlist Jap-
ana gætir í óperu hans, það
var honum mikið í mun að
gæða verk sitt réttum litum
og lífi hins fjarlæga lands. En
tilfinningasemi sú sem allvíða
gegnsýrir hinn ástsæla söng-
leik er víst fleirum en mér
ekki allskostar að skapi, og
svo einhæft er efnið og flest-
um söguhetjum lauslega lýst
að mér virðist óperan helzti
kyrrstæð og langdregin með
köflum. En þegar Puccini ein-
beitir sér af alhug að ást og
sárum hörmum hinnar ógleym-
anlegu japönsku stúlku er
hann sannur meistari, þar rfs
list hans í mesta hæð.
Þrír Svíar eru gestir leik-
hússins að þessu sinni og allir
glæsilegir listamenn, enda
mikilsvirtir í heimalandi sínu
og vel kunnir öllum hnútum,
og samvinna þeirra og hinna
íslenzku söngvara og, tónlist-
Svala Niclsen (Suzuki), Svcrrir Kjartansson (Goro), Rut Jakobson (Cho-Cho-San) og Sólveig Aðal-
steinsSóttir.
armanna með ágætum. Hljóm-
sveitarstjóri er Nils Grevillius,
aldinn, gagnmerkur og fjöl-
gáfaður tónlistarmaður og
stjórnar hljómsveitinni með
þeim myndugleik og glæsibrag
sem vænta má. Leikstjóranum
Leif Söderström er einnig
margt til lista lagt, hann hefur
meðal annars teiknað búning-
ana, en hin litríku og skraut-
legu japönsku klæði hljóta
jafnan að vera mikilsvert at-
riði í þessari óperu. Sviðsetn-
ing hans ber vitni um næman
listasmekk, kunnáttu og ger-
hygli, þar er aldrei gripið til
ódýrra ráða; í sumum hópat-
riðum' gætir þéss lítillega að
honum hefur ekki gefizt tími
til að þjálfa aukaleikendurna
til fullrar hlítar. Söderström
nýtur ágætrar aðstoðar Lárus-
ar Ingólfssonar, sem gerði
sviðsmyndirnar tvær, verulega
fallegar og vel unnar hvort
obson frá óperunni í Gauta-
borg hefur getið sér mikiðorð,
en brást áreiðanlega engra von-
um. Röddin er mikil og veru-
lega hljómfögur, söngurinn
gæddur auðugum blæbrigðum,
tilfinningu og þrótti, gervið
gott, framkoman látlaus, inni-
leg og hlý, eins og Butterfly
sæmir; hún söng sig inn í
hugi og hjörtu leikgesta. Það
er að sjálfsögðu á valdi fæstra
söngkvenna að lýsa til fulln-
ustu bamslegri ást fimmtán
ára stúlku, en ágæta vel tókst
R-ut Jacobson að sýna hvern-
ig sár reynsla, söknuður og
tregi breytir hinni lífsglöðu
fagnandi mey á örfáum árum
í þroskaða konu. Og aríuna
frægu í öðrum þætti þá er
Butterfly minnist þess fagra
og langþráða dags er elskhugi
hennar komi til hennar á ný
og allt verði eins unaðslegt og
fyrrum, syngur hún af sannri
og einlægni hlutverk þetta
sem er allt annað en þakklátt
frá leikrænu sjónarmiði; en
Guðmundur hefur fyrir löngu
sannað að hann er búinn sviðs-
hæfni og dramatískum
gáfum. Hljómmikil og skær
rödd hans hefur alltaf ómað
vel í mínum eyrum, og þegar
á allt er litið tel ég vafasamt
að hinn geðþekki listamaður
hafi sungið og leikið betur
öðru sinni. Guðmundur Jóns-
son lætur auðvitað ekki sitt
eftir liggja, og beitir falíégri
hetjurödd sinni af alkunnri
snilli. Framganga hans er
blátt áfram og viðfeldin og
honum veitist auðvelt að sýna
að Sharpless konsúll er góð-
viljaður maður og mildur.
Fjórða mesta hlutverkið - - er
Suzuki, hin hjartagóða þema
sem varö mjög hugþékk í ör-
uggum höndum Svölu Nielsen;
miklar vonir eru bundnar við
hina ungu og glæsilegu söng-
konu.
Ýmsir fleiri koma meira eða
minna við sögu, þótt hér verði
fæstir taldir. Sverrir Kjartans-
son sómir sér vel sem Goro,
hinn viðurstyggilegi og þý-
lyndi hjúskaparmiðlari, hann
skrumuskælir aldrei hlutverk-
ið þótt vel liggi við höggi,
ratar rétta leið. Hjálmar
Kjartansson vakti líka verð-
skuldaða athygli sem prestur-
inn Bonze, það sópaði að hon-
um þá stuttu stund sem hann
dvaldi á sviðinu, bölbænir
hans urðu eitt áhrifamesta at-
riði leiksins. Þá var Ævar
Kvaran réttur maður á réttum
stað í prýðilegu gervi hins
fáránlega biðils Yamadori
prins, og Ásta Hannesdóttir
glæsileg ásýndum sem Kate
Pinkerton. Og loks má ekki
gleyma barninu, henni Sól-
veigu litlu Aðalsteinsdóttur,
hún varð áreiðanlega eftirlæti
allra.
Guðmundur Guðjónsson (Pinkcrton), Rut Jacobson (Cho-Cho-San)
Fagnaðarlæti áheyrenda í
leikslok reyndust löng oginni-
leg, og víst má telja að þessi
fallega og vandaða sýning
muni styrkja málstað þeirra
manna sem skapa vilja íslenzka
óperu hið allra fyrsta, fjölga
söngleikasýningum til stórra
muna . og fastráða álitlegan
hóp söngvara að leikhúsinu.
Það verður ljósara með degi
sem litið er á heildina eða
smærri atriði og bera réttilega
auðsæ einkenni japanskrar
málaralistar; eitt af beztu
verkum Lárusar aö mínu viti.
Enn skal þess getið að Gísli
Alfreðsson var leikstjóra til
aðstoðar og Carl Billich æfði
kór og einsöngvara.
Söngkonan sænska Rut Jao-
snilld, og hefur fullkomið vaid
yfir hinum vandasama og við-
kvæma harmleik í lokin.
Samleikur Rut Jacobson og
Guðmundar Guðjónssonar er
með ágætum, enda er Guð-
mundur glæsilegur, ungur og
laglegur Pinkerton, hinn brigð-
uli elskhugi, og túlkar af
sönnum mannlegum skilningi
hverjum að við höfum ekki
efni á því að hrekja lista-
menn okkar úr landi eða láta
þá staðna og grotna niður
vegna skorts á hæfilegum við-
fangsefnum. Söngvurum okk-
ar og tónlistarmönnum treysti
ég til góðra hluta, mikilla af-
reka. — A. Hj.