Þjóðviljinn - 01.08.1965, Blaðsíða 1
SÍÐA 0
SÍÐA 0
SÍÐA Q
Frímann Helgason lýsir hinum miklu hópsýningum fim-
leikafólks á Strahov-leikvanginum í Prag.
„Herra forseti, það er undir yður komið hvernig fer“ —
fleiri ummæli Bandaríkjamanna um Víetnam-stríðið.
Viðtöl við þrjá íslendinga, sem þátt tóku í verkalýðs-
ráðstefnu í Rostock fyrrihluta júlímánaðar.
□ í áhrifamiklu ávarpi til friðarþingsins í Helsinki nú í júlí brenni- j
merkir Bertrand Russell, vísindamaðurinn heimskunni, framferði Banda-
ríkjamanna í Víetnam sem árásarstríð, og segir hiklaust að ógnunin við
heimsfriðinn sé heimsvaldastefna Bandaríkjanna.
Bortrand Russell sendi þingi
friðarhreyfingarinnar í Helsinki
eftirfarandi. boðskap, og hefur
þetta framlag hins dáða fraeði-
manns og rithöfundar vakið
mikla athygli:
Vandamálig sem allir áhuga-
menn um frið á vorum tímum
standa andspænis er núverandi
pólitík Bandaríkjanna. Valdhaf-
ar Bandaríkja Norður-Ameríku
hafa ofurselt land sitt skipulegri
áætlun um arðrón og yfirráð
erlendjs. Meginefni vandans
mætti draga saman þannig:
Bandarí’kin halda uPPi meir en
3600 herstöðvum í heiminum.
Þetta geysivíðtæka kerfi her-
stjómar er til vegna þess að
auðvald Bandaríkjanna ræður
yfir um 60% af auðlindum
heimsinS enda þótt í Bandaríkj- ^rtrand Russell þátttakandi í mótmælaaðgerð brezkra friðarsinna
unum lifi einungis 6% íbúa jarð- gegn kjamorkuvopnum og stríði, sitjandi á götu í London til að
Framhald á 2. síðu. draga athygli manna að mótmælunum.
I'erðlagseftirlitið
dregst æ meir saman
r
Ihaldið ætlar enn að draga
úr rekstri bæjarútgerðar
Það er almannarómur að bæj-
arútgerðartogarinn Pétur Hall-
dórsson hafi nú farið í sína sið-
ustu veiðiferð — borgarstjórnar-
íhaldið sé staðráðið í að halda
áfram að draga úr starfi BÚR
togaranum eigi að leggja fyrst
um sinn og selja síðan erlendam
aðilum fyrir eitthvert lítilræði,
Freysteinn í
2.—1. sæti
Ekki höfðu fréttir borizt frá
Osló af síðustu umferð Norðar-
landamótsins í skák, er blaðið
fór í prentun í gær, en þá átt,-
ust þeir við m.a. í landsöðs-
flokki Freysteinn og Arne Zweig.
Freysteinn vann sína skák ' 10.
umferð og var að henni lokinni
í 2.—3. sæti ásamt Svein Jo-
hannsen með átta vinninga, en
Zweig var efstur með fimm og
hálfan vinning.
Sérstaka athygli vekur það, að
togaranum skuli nú lagt, þegar
vel gengur og afli hefur verið
góður. Þannig kom Pétur Hall-
dórsson að landi á dögunum með
tæplega 300 lestir af ágætum
fiski eftir rösklega hálfsmánaðar
útivist og var lokið við að landa
aflanum í ‘gærdag. Útgerð togar-
ans hefur annars gengið vel í
sumar, og fiskvinnslustöðvarnar
og frystihúsin, þar með er ta'ið
frystihús Bæjarútgerðar Rvíkur,
hefur skort nægilegt hráefni tii
að vinna úr. Af þessum sökum
þykir mönnum aðgerðirnar í sam-
bandi við togaraútgerðina vægast
sagt furðulegar.
BER.JA-
TÍNSLA
★ Nú fer að Iíða að þeim tíma
★ sem margir hlakka til — að
★ ber verði fullþroska. Börn-
★ in hafa Iitla biðlund í þessu
★ sem öðru og eru löngu byrj-
★ uð berjatínslu, Hér hafa tvær
★ hnátur komið auga á girni-
★ legt berjalyng og tína af
★ kappi og beint upp í sig
★ náttúrlega, það er ílátið sem
★ seinast fyllir. (Ljm.: Hj. G.).
NEW YORK 30/7 — Enn hefur
gengið á gullforða Bandaríkjanna
og er hann nú minni en nokkru
sinni síðustu 27 ár. Hann nem'rr
nú 13.859 miljónum dollara og
minnkaði um 75 milj. sl. viku.
20% hœkkun vinnuvélcrtaxta
Félag vinnuvélaeigenda hefur
tilkynnt 10—20% hæklrun á
gjaldskrá fyrir vinnuvélar.
Mest er hækkunin, 20 af
hundraði, á verktaxta fyrir
jarðýtur og jarðýtuplóga, vél-
skóflur á beltum og vélkrana-
bifreiðar með skóflur.
Þá hækkar gjald fyrir vinnu
á ýtuskóflum og krana á belt-
um um 15%, en 10 af liundr-
aði hækkun verður á taxta
vélkranabifreiða (krana), loft-
pressa og fyrir traktorgröfur
svonefndar,
■ Þjóðviljinn hefur haft samband við Kristján Gísla-
son, verðlagsstjóra, og spurzt fyrir um hvort verðlagseft-
irlitinu væri kunnugt um að verulegar breytingar hafi
orðið á verðlaginu undanfarna daga. Kvað verðlagsstjóri
svo ekki vera.
Það kom fram í viðtalinu við
verðlagsstjóra, að stöðugt færri
vörutegundir og þjórrustu eru nú
bundnar verðlagsákvæðum. Hef-
ur þeim farið æ fækkandi frá
árinu 1961 og nú síðast var
verðlagseftirlit með seldri fram-
leiðslu steypustöðvanna — steypu
— afnumið, enda stóð ekki á
þessum blómstrandi atvinnufyr-
irtækjum að hækka verðið á
steypunni þ^gar að lokinni
samningsgerð við verkalýðsfélög-
in. Hækkaði steypan um 40
krónur rúmmetrinn 2—3 dögum
eftir undirritun samninganna,
eins og skýrt var frá Þjóðvilj-
anum á sínum tíma, og kaup-
hækkanirnar sem þá urðu færð-
ar sem röksemd fyrir verðhækk-
uninni.
Um leið og stjórnarvöld draga
æ meir úr opinberu eftirliti
með verðlagi í landinu, á vörum
og þjónustu, veltur því meir á
að allur almenningur fylgist sem
bezt með verðlagsþróuninni, ekki
hvað sízt verkalýður og launþegar.
Og verkalýðshreyfingin hlýtur
að verða vel á verði gegn hvers-
konar tilraunum til nýrra verð-
bólguráðstafana og grípa til
sinna ráða ef ríkisstjórnin hyggst
framkvæma vilja æstustu verð-
bólgubraskaranna eða lætur að-
gerðir þeirra afskiptalausar.
Átta verkalýðsfélög kaupa
hœð í RAFHA-húsinu
■ Átta verkalýðsfélög hér í bæ hafa nú fest kaup á
einni hæð í Rafha-húsinu við Óðinstorg. Mun innan
skamms verða hafizt handa við innréttingu á hæðinni
og er ætlunin að flytja inn með haustinu.
Félögin, sem um ræðir eru:
Bókbindarafélag Islands, hefur
skrifstofu nú að Lindargötu 9,
Prentmyndasmiðafélag Islands,
Offsetprentarafélag fslands, Fé-
lag íslenzkra hljómlistarmanna,
Félag garðyrkjumanna og svo
félögin • þriú í Sambandi mat-
reiðslu- og framreiðslumanna.
Þessi félög hafa flest verið á
hrakhólum með húsnæði og
hafa orðið að láta sér nægja
einn skáp t.d. í skrifstofu full-
trúaráðs verkalýðsfélaganna. Þau
eru mjög fámenn og mun Félag
hljómlistarmanna vera fjölmerm-
ast þeirra.
Samningur um kaup á hæð-
inni í Rafha-húsinu var undir-
ritaður fyrri hluta júnímánað-
ar. Þá þegar lágu fyrir teikn-
ingar af innréttingum, og var
ákveðið a<) bjóða verkið út. Mun
verða hafizt handa við fram-
kvœmdir innan skamms og er
ætlunin að flytja inn i c.'ctó -
ber eða nóvembermánuði.
Samkvæmt teikningunni mun
hvert félag fá sína skrifstofu
til umráða. Ennfremur verður
þarna fundarsalur til afnota
fyrir félögin.
RAFHA-húsið.
Bertrand Russeíl, hinn heimskunni brezki vísindamaður. um Víetnam:
BANDARÍKIN ÓGNA HEIMS-
FRIÐI MEÐ ÁRÁSARSTRÍÐI