Þjóðviljinn - 01.08.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.08.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur L ágfist 1965 Útgefandi: Sósialistafloiik- Kjartans-son, Sameiningarflokkur alþýdu urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnós Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóri Srmnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. SKÁKÞÁTTURINN ★ ■*•■*•* ★ *•*•*•*•! Frídagur verzlunarmanna p’rídagur verzlunarmanna í ágústbyrjun er að verða svo líkur almeninum þjóðhátíðar- og ferðadegi að nærri liggur að' tilefni frídagsins gleymist. Fleiri og fleiri stéttarfélög hafa samið um þennan dag sem frídag, og málin hafa þróazt í þá átt að þessi helgi er orðin ein mesta ferða- helgi ungs fólks frá Reykjavík, svo við liggur að borgin hálftæmist. Af þessum sökum ber einnig minna á þyí að verzlunarmenn og skrifstofumenn efni til dagamunar í Reykjavík, og verður það eitt með öðru til að setja almennari svip á daginn. íJJinir eíginlegu eígendur frídagsins, verzlunar- menn og skrifstofumenn, er stór og vaxandi stétt í íslenzku þjóðfélagi eins og öðrum nútíma- þjóðfélögum, og hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna. Samtök þeirra eru nú að verða með fjöl- mennustu stéttasamtökunum í Alþýðusambandi íslands og hafa á undanförnum árum verið að fá fyrstu skólun sína í stéftabaráttu, verkföllum og öðru sem þar til heyrir. Þjóðviljinn óskar verzl- unarmönnum og starfssystkinum þeirra á skrif- stofunum allra heilla og ánægjulegrar helgi þessa sumardaga. Seinagangur á samningum j^einagangur er á samningum við þau mörgu yerkalýðsfélög sem enn eiga ósamið. Samning- ar við farmennina dragast á langinn, enn er ósam- ið við félögin í Málm- og skipasmiðasambandi ís- lands og Sambandi byggirigamanna, svo og mörg önnur félög. Kjaradeilan í Vestmannaeyjum dregst líka á langinn, enda þótt flestum muni finnas’t að rök verkamanna og verkakvenna í Eyjum fyr- ir kröfu sinni um 100% álag á næturvinnuna séu fyllilega frambærileg. r r\ hverju stranda samningar? Því er auðsvarað. Atvinnurekendur þrjózkast við því að viður- kenna staðreyndir vinnumarkaðsins og atvinnu- lífsins yfirleitt, það er að segja þeir þrjózkast við að viðurkenna þá í samningum við verkalýðsfé- lögin. Hins vegar er yfirborgunum og yfirboðum í vinnuafl víða haldið áfram af fullum krafti, og jafnvel af sömu mönnum og fyrirtækjum sem ekki eru til viðtals um að festa í samningum eðli- legar breytingar frá fyrri kjárasamningum. Víða þar sem ósamið er hefur þessi framkoma a't- vinnurekenda mjög truflandi áhrif á atvinnu- reksfur. Sjómenn á farskipaflotanum hafa ekki dregið dul á, að verði ekki veruleg breyting á þeim lélegu kjörum sem þeir búa við, með tilliti til þeirrar sérstöðu sem farmennsku fylgir, sé vart við því að búast að hæfir sjómenn fáist til þess að manna kaupskipaflotann á næstunni, og mun þeg- ar farið að brydda alvarlega á því að r ’ómenn á bezta aldri taki pokann sinn og fari í land að ann- arri betur borgaðri vinnu. Það er mikil skammsýni hjá atvinnurekendum að koma ekki greiðlega til móts við kröfur verkalýðsfélaganna á þessu sumri og hlýtur að hefna sín. — s. Tal stendur í ströngu .. ■ Þegar þetta er skrifað hafa Larsen og Tal teflt fjórar skákir í einvíginu og skipt vinningunum jafnt á milli sín. Larsen vann þá fyrstu, Tal aðra skákina og þriðja og fjórða urðu jafntefli. Það hefur vakið athygli hvað Larsen hefur staðið sig vel fram að þessu því flestir munu hafa búizt við því að Tal hefði nokkra yfirburði yfir Larsen enda fyrrv. heimsmeistari og reyndari skák- maður. Hinsvegar hafa skákirnar sýnt það að Larsen er ekki ólíklegri sigurvegari í einvígi þessu og verður gaman að fylgjast með áframhaldi einvígisins. — Við birtum hér aðra og þriðju skákina úr einvíginu. & b c ð e t g tt. 5 7 6 S 4 5 ■z 1 L. I ■& 8 7 6 S 4 3 2 3 a ö c de £ gO Að lokum bixtum vig hér skemmtilegt endatafl frá Norð. urlandameistaramótinu. Það er Norðmaðurinn Arne Zwaig sem á í höggi við Danann Norman- Hansen. Var skák þessi tefld í fyrstu umferð. Zwai,g hefur hvítt og lék í síðasta leik (36.) h4xg5. 36.... d4—d3 38. Bf7—d5!, Hd8—g8! (Skemmti- legur leikur sem þó ekki bjarg- ar taflinu. Ef Hansen hefði leikið d-peðinu áfram þá hefði hann orðið mát eftir 38. g5— g6. Gegn 39. Hh7 mát á hann enga vörn). 38. Bd5xg8, d3—d2. (Það virðist sem svarti takist að bjarga sér vegna þess að Framhald af 2. síðu. Við birtum hér aðra skák- ina í einvígi þeirra Tals og Larsens: Hvítt: Tal Svart: Larsen Spánskur leikur Steinitz-vörn 1. e4, e5 2. Rf3, Rc6 3. Bb5, Rf6 4. 0—0, d6 5. d4, Bd7 6. Rc3, exd4 7. Rxd4, Bc7 8. b3, Rrd4 9. Dxd4, Bxb5 10. Rxb5, Rd7 11. Ba3, a6 12. Rc3, Bf6 13. Dd2, 0—0 14. Ha—dl, Hc8 15. Hf—el, Rb6 16. Bb2, Dd7 17. a4, Dc6 18. a5, Rd7 19. Bal, Hc6 20. Rd5, Bxl 21. Hxal, Ha—e8 22. f3, f5 23. He3, fxe4 24. Hc3, Rc5 25. Rf4, e3 26. * Dd4, He5 27. b4, e2 28. Hel, Da4 29. Hc4, Rd7 30. Hxc7, Rf6 31. Dxd6, Da2 32. h4, Rd5 33. Hc5, Rxf4 34. Hxe5, Hf8 35. g3, Df7 36. gxf4, Dxf4 37. Hxe2 Larsen gefur. HVftt: LARSEN. Svart: TAL. 1. d4, Rf6, 2. c4, e6, 3 g3, c5, 4. d5, exd5, 5. cxd5, b5, 6. Bg2, d6, 7. a3, a5, 8. Rc3, Db6, 9. Rf3, Be7, 10 0—0, 0—0, 11. e4, Rbd7, 12. Hel, Ba6, 13. e5, dxe5, 14. Rxe5, Rxe5, 15. Hxe5, Hf-e8, 16. Bg5, h6, 17. HxB, HxH, 18. d6, hxg5, 19. dxH, He8, 20. Dd2, Hxe, 21. Dxg5, Dd6, 22 h4, b4, 23. axb4, cxb4, 24. Rd5, He5, 25. Rxf6f Dxf6, 26. Dxf6, gxf6, 27. Bc6, Bc4, 28. f4, Hc5, 29. Ba4, Be6, 30. Hel, Ba2, 31. He3, Bbl, 32. Kf2, BÍ5, 33. Kf3, Hcl, 34 gí, Be6, 35. Í5, Bd5t 36. Xf2, Hal, 37. b3, Hdl, 38. He8t Kg7, 39. Hd8, Bf3, 40. HxH, BxH, 41. Kg3, Bc2. Jafntefli. 1 SUPA MATIC HANDKLÆÐASKÁPAR VERZLANIR — SKRIFSTOFUR VERKSMIÐJUR — VERKSTÆÐI VINNUSTAÐIR — VEITINGAIIÚS SKÓLAR AUKIÐ HREINLÆTI Á SNYRTIHERBERGJUM ER BEZT TRYGGT MEÐ SUPA-MATIC handklæðaskáp ENGIN ÓHREIN HANDKLÆÐI LENGUR. HVER MAÐUR FÆR HREIN, MJÚK HANDKLÆÐI. Tvær stærðii; fyrirliggjandi BORGARÞYOTTAHÚSIÐ h/f BORGARTÚNI 3 — SÍMI10135. if FRAMUNDAN ... BÍÐUR ÞÍN GLÆSILEG FRAMTÍÐ SEM FARÞIGAFLUGMABUR * Nýjar og fullkomnar kennsluflugvélar. Flugkennarar með margra ára reynslu sem farþegaflugmenn. Upplýsingar í síma 18-4-10, eða í flugskólanum á Reykjavíkurflugvelli. FLU GSKÓLINN FLUGSÝN H. F.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.