Þjóðviljinn - 01.08.1965, Blaðsíða 3
Sunnudagur L. ágúst 1965 — ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 3
„ VerSmæt reynsla af rekstri
heaa ft- verzlunar í N. Y."
■ Eins og getið hefur verið um í blöðum, stofnuðu
nokkrir iðnrekendur og áhugamenn um íslenzkt atvinnu-
líf til samtaka á síðastliðnu ári í þeim tilgangi að kanna
möguleika á sölu íslenzkra iðnaðarvara á Bandaríkjamark-
aði.
Kristján Friðriksson, íyrsti forstjóri Icecrafts, og Jón Haralds-
son arkitekt, sem skipulagði verzlunarliúsnæðið, framan við verzl-
unina í New York
Þannig er upphaf fréttatil-
kynningar, sem blaðinu hefur
borizt frá fyrirtækinu „Iceland-
ic Arts & Crafts Inc“ — ICE-
CRAFT. — Og þar segir enn-
fremur:
Samið var um húsnæði fyrir
starfsemina í nýju húsi á álit-
legum stað, en féiagið varð fyr-
ir því óhappi strax ; byrjun að
húsnaeðið var ekki tilbúið af
hálfu húseigenda fyrr en tveim
og hálfum mánuði seinna en
því hafði verig lofað. Varð því
ekki unnt að opna verzlunina
fyrr en undir miðjan desember
sl. Þetta var mjög óhagstætt,
þar eð mestur hluti söluvaranna
eru haust- og vetrarvörur.
kynni að sýna að hagkvæmast
væri að selja á þennan hátt.
Af starfseminni hefur fengizt
verðmæt reynsla. Allýtarleg
markaðskönnun hefur verið
framkvæmd að því er snertir
ýmsar vörutegundir og hafa
mörg athyglisverð atriði komið
í Ijós í því sambandi.
Sumar vörutegundir virðast
hafa mikla sölumöguleika. Aðrar
vörutegundir virðast litla eða
enga möguleika hafa, a.m.k. við
núverandi aðstæður.
Kristján Friðriksson forstjóri
i tiltíma tók að sér fyrir hönd
félagsstjórnarinnar að stofnsetja
verzlunina og sjá um rekstur
hennar í byrjun. Telur Kristján
að þegar hafi fengizt reynsla fyr-
ir því að nauðsynlegt sé að
leggja nú þegar sem mesta á-
herzlu á heildsöluþáttinn í starf-
seminni. Hefur því Kristján í
samráði við stjórn félagsins lagt
áherzlu á að ráða mann sem
eftirmann sinn, sem hafði sér-
staka reynslu og hæfileika til
að sinna þeim þætti. Þessi mað-
ur hefur nú verið ráðinn og telur
Kristján Friðriksson, sem nú
hefur starfað með þessum manni
um 3ja mán. sikeið, að ráðning
þessi hafi tekizt mjög vel.
Er nú mikið undir því komið
að verzlunin hljóti þá samvinnu
og aðstoð héðan að heiman sem
nauðsynleg er til þess að þessi
viðleitni til eflingar íslenzku at-
vinnulífi geti borið árangur. ís-
j ienzkur iðnaður á nú mjög í
vök að verjast á heimamarkaði
vegna erlends innflutnings. Væri
því mikilsvert ef einhverjar
greinar hans gætu náð fótfestu
á erlendum mörkuðum Má í þvj
sambandi benda á skýrslu Ame
Haar, ráðunauts ríkisstjórnar-
| innar um iðnaðarmál, þar sem
hann benti á helztu möguleika
okkar til þess að flytja út ull-
arvörur og húsgögn.
Mikið er nú selt af svipuðum
iðnaðarvörum og við höfum frá
Noregi og Danmörku í Banda-
ríkjunum. Flestar þessar verzl-
anir hafa átt í erfiðleikum í
byrjun, en þær sem hafa kom-
izt yfir byrjunarörðugleikana
standa nú með miklum blóma
og afla þjóðum sínum gjaldeyr-
is, svo um munar.
Leitað hefur verið eftir nokk-
urri fjárhagsaðstoð frá ríkis-
stjórninni til stuðnin.gs þessari
markaðsleit og hafa fengizt góð-
ar undirtektir, enda í samræmi
við fyrirmyndir frá hinum Norð-
urlöndunum um samstarf ríkis
og einstaklinga um slíka starf-
semi.
Greiðsluhalli
Breta eykst enn
LONDON 29/7 — Hallinn á við-
skiptajöfnuði Bretlands hefur
aukizt siðustu þrjá mánuði upp
í 40 miljónir punda að jafnaði
á mánuði úr 13 miljónum punda
að jafnaði fyrstu þrjá mánuði
ársins. Jöfnuðurinn er þó hag-
stæðari í ár en hann var fyrstu
sex mánuði síðasta árs; þá nam
hann 246 miljónum punda, en í
ár 156 miljónum.
Pegasus-tungl
með Satnrn-flaug
KENNEDYHÖFÐA 30/7 — Skot-
ið var í dag á loft frá Kenn-
edyhöfða gervitungli af gerð-
inni Pegasus og er því ætlað að
mæla geimryk sem kann að
geta orðið hættulegt geimförum
framtíðarinnar. Pegasus var
skotið á loft með eldflaug af
gerðinni Sa1/>n, og er þetta tí-
unda og síðasta vel heppnaða
tilraunin með eldflaugar af
þeirri gerð.
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR"
LINOAR6ATA 9 REYKJAVIK SlMI 21260 SfMNEFNI t SURETY
íslenzk hörn og æskufélk prófað
fyrir sænska sjonvarpið
Sænska sjónvarpið tekur upp nokkrar dagskrár á íslandi í ágúst og september,
þar á meðal skemmtidagskrá fyrir börn, sem íslenzkt æskufólk tekur þátt í
Prófun fyrir þennan sjónvarpsþátt fer fram í útvarpssalnum, Skúlagötu 4,
16. ágúst. '
Til greina kemur söngur, hljóðfæraleikur, dans og fleira, og miðast þátttaka
jafnt við einstakling, kór, hljómsveit eða hvaðeina.
Aldursmörk eru frá fimm ára til tvítugs.
Veitið því sérstaklega athygli, að við viljum gjarnan að framlag hvers og eins
hafi á sér þjóðlegan blæ.
Tilkynnt verði um þátttöku til Ríkisútvarpsins eigi síðar en 6. ágúst, annað-
hvort bréflega eða símleiðis. — Síminn er 22260, og fyrir svörum verður Baldur
Pálmason.
Verið velkomin.
SVERIGES RADIO/TV
-Var í upphafi ákveðið að
opna smásöluverzlun í þessu
skyni, einkum til sjálfstæðrar
markaðskönnunar, en snúa sér
síðan að því sem aðalverkefni
að byggja upp heildsölumarkað
fyrir þær vörur sem reynslan
Nýr uppdráttur
Fi af Þórsmörk
Ferðafélag fslands hefur lát-
ið gera nýjan og sérlega vand-
aðan uppdrátt af Þórsmöhk í
mælikv. 1:50.000. Hafa Land-
mælingar íslands gert teikning-
ar allar, en Lithóprent prentað
í sex litum. Mörg örnefni eru á
uppdrættinum, og hefur Gestur
Guðfinnsson safnað þeim. Hann
hefur líka skrifað stutta lýs-
ingu á Þórsmörk, sem er prent-
uð aftan á uppdráttinn.
Margir ferðamenn eiga erfitt
með að átta sig á kennileitum
á venjulegum uppdráttum Þessi
uppdráttur er þannig gerður, að
landslagið blasir við auganu. Er
hann því mjög handhægur.
Uppdrátturinn kostar 45 krón-
ur og fæst fyrst um sinn á
skrifstofu Ferðafélagsins, Öldu-
götu 3, og í bókaverzlun Sigfús-
ar Eymundssonar
FERÐIR
í VIKU
TIL
N0REGS
JFJL UGFÉLÆG
STORA HRESSANDI PEPSI-FLASKAN
Þegar á að skemmta sér í stórum stíl er ekkert eins upplífgandi og stóra
flaskan af Pepsi-Cola. Pepsi er beztu kaupin, bezta hressingin — og mestu
gæðin. Og langmest svalandi. Hvar sem er og hvenær, sem þú þarft á upp-
Iyftingu að halda, þá lífgar Pepsi — stóra flaskan 14 1-
Framleitt á íslandi af h.f. SANITAS, Reykjavík. - Sími 35350.
Einkaumboð fyrir Pepsi-Cola Company, N.Y., eigendur að skrásettu vörumerki:
PEPSI-COLA og PEPSI