Þjóðviljinn - 28.08.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVIUINN — Laugardagur 28. ágúst 1965
Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb)i Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, SkólavðrðusL 19,
Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
Hvað er fríður?
það eru mikil undur að pappír Morgunblaðsins
skuli ekki grotna sundur undir staðhæfingum
eins og þeim að Bandaríkjamenn vilji frið í Víet-
nam en heimamenn stríð. En raunar er málflutn-
ingur af slíku tagi engin nýlunda í veröldinni.
Einnig Hitler bauð mannkyninu frið, ef það félli
fram . og tilbæði hann; einnig hann kallaði frels-
isbaráttu undirokaðra þjóða ofbeldi og stríðsæs-
ingar.
Y'íetnammenn hafa langa reynslu af þeim friði
sem fást á með erlendri yfirdrottnun og vopna-
valdi. Kynslóðum saman hafa þeir orðið að una
erlendum yfirráðum í landi sínu, þeir hafa orðið
að þola frönsk yfirráð, japanska heri og kínverska
og nú síðast blóðuga innrásarstyrjöld bandarískra
herja. Allir sögðust hinir erlendu yfirdrottnarar
vilja frið sem keyptur skyldi með fullveldi, frelsi
og mannréttindum íbúanna sjálfra. Vietnammenn
voru ekki herská þjóð, þeir hafa verið orðlagðir
sem einhverjir mildustu og áreitnislausustu menn
á jarðríki. En dýrkeypt reynsla kenndi þeim að
þeir mættu ekki una erlendri yfirdrottnun, að sá,
svokallaði friður sem er samheiti fyrir kúgun
væri öllum örlögum verri. Smám saman lærði
þessi friðsama þjóð taé'kni hinna erlendu ifínras-
arherja; það er harður lærdómur sem enginn
leggur á sig nema hann telji sig vera að sligas't
undir óbærilegu oki. En Vietnammenn náðu svo
góðum tökum á þessari grimmilegu lífsbaráttu að
þeir hafa á undanförnum áratugum unnið einn
sigurinn öðrum meiri gegn erlendum innrásar-
herjum. í stríðslok afvopnuðu þeir hersveitir Jap-
ana í landi sínu og komu á friði og sjálfstjórn.
Engu að síður voru franskar hersveitir neyddar
upp á þá, og enn hófst blóðug nýlendustyrjöld sem
lauk með fullum ósigri Frakka 1954. Þá var full-
veldi Víetnam loks viðurkennt opinberlega með
alþjóðasamkomulagi, og menn gerðu sér vonir
um að Víetnammenn hefðu loks trygg't’ sér frið
með blóði sínu, svita og tárum. Ákveðið var að
allir erlendir herir skyldu á brott úr landinu
og það síðan sameinað í frjálsum kosningum.
En þótt bandarísk stjórnarvöld stæðu að þessu al-
þjóðasamkomulagi sviku þau það þegar að undir-
skrift lokinni, vegna þess að engum gat dulizt
að þjóðfrelsishreyfingunni var vís alger sigur í
frjálsum kosningum. Til þess að koma í veg fyrir
að Víetnammenn fengju þannig að tryggja sér
frið og ráða málum sínum sjálfir hafa Bandarík-
in jafnt og þétt aukið íhlutun sína, þar til þau
heyja nú ótvíræða innrásarstyrjöld gegn íbúum
Víetnam.
j^n sá tími er liðinn og kemur aldrei aftur að
landvinningaþjóðir geti sent heri sína um
heiminn til þess að „friða“ hann. Raunverulegur
friður fæst aðeins með frelsi og sjálfsákvörðun-
arrétti allra þjóða, með jafnrétti allra manna. Þær
hugsjónir hafa á undanförnum áratugum farið
eldi um hnöttinn allan og munu að lokum verða
öllum vopnum yfirsterkari. — m.
Albert Guðmundsson, frægasti
knattspyrnumaður sem Island
hefur átt, segir um hina ung-
versku knattspyrnumenn:
,Hafa náð fullkomnun í leikni'
Albert Guðmundsson þarf ekki að kynna fyrir lesend-
um Íþróttasíðunnar. Allir þekkja til íþróttaferils hans
erlendis þar sem hann varð víðfrægur fyrir snilli sína
í knattspymu. Albert kynntist þar knattspyrnu flestra
þjóða Evrópu og þeim liðum sem bezt voru á þeim tíma
og sum þeirra eru það enn í dag. Eins og að líkum lætur
ræður Albert yfir mikilli reynslu sem knattspyrnumað-
ur og þekkingu á knattspyrnumálum. í því tilefni að
ungverska liðið Ferencvaros leikur á morgun við Kefl-
víkinga, ræddi Íþróttasíðan við Albert til að heyra áiit
hans á ungverskri knattspyrnu og væntanlegum leik á
morgun.
— Þú hefur kynnzt ung-
verskri knattspymu þegar þú
lékst sem atvinnumaður, Al-
bert?
Já, ég lék þrjá leiki við ung-
versk Iið — með Nissa einn
leik , og svo sem lánsmaður
með liði sem heitir Xoulon og
svo með Marsseille, en það var
ekki við Ferencváros heldur
við Honved Budapest sem ég
held aá ég megi segja að hafi
þá verið Iangbezta klúbbliðið
í heimi. Það voru afskaplega
skemmtilegir leikmenn og
flínkir. Þeir höfðu þá sína
beztu menn — með Puskas í
fararbroddi — Kocsis og þessa
karla sem alt unnu, Ólympíu-
mót og atvinnukeppnir
— En sástu Ungverjana á
þeim árum sem þeir voru
beztir — um 1954?
Já, ég lék á móti þeim 1952
eða 1953.
— Hver eru að þínu áliti
aðaleinkenni . ungverskrar
knattspymu?
Aða.Ieinkenni ungverskrar
knattspyrnu í dag? — Það veit
ég ekki, en það sem mér er
minnisstæðast í sambandi við
ungverska íþróttamenn yfir-
leitt, það er að þeir eru
líkamlega mjög vel þjálfaðir
— þeir eru vel af guði gerðir
fyrir íþróttamennsku almennt
og það er eiginlega sama
hvaða íþróttagrein það er, þeir
eru framarlega i öllu sem
þeir taka að sér — iðka. —
Þessi líkamsbygging og allt í
sambandi við þjálfun liðanna,
það er eiginlega það sem er
mest sláandi fyrir mig sem
atvinnumann, því það eru ekki
einstök atriði sem ske í leik
sem ég horfi á, — það er heild-
arsvipurinn — blærinn á bæði
einstaklingum í heilum leik
svo og liðið í heild. Það er
þessi þjálfun og samstilling —
hæði vöðva í einum líkama og
svo aftur í stóran líkama sem
við köllum lið. Þetta fannst
mér mest áberandi hjá þeim
— á þeim tíma sem Honved
. liðið var upp á sitt bezta,
— En er ekki talað um un-g-
verska knattspyrnu á þessum
árum sem sérstæðu meðal
þjóða?
Nei, ég mundi nú ekki segja
að það sé önnur knattspyrna,
heldur er þetta fullkomnun á
þvj sem fyrir stríð var kallað
meginlandsknattspyrna. Og það
er oft talað um sérstaka skóla
sem kenndir eru við hinar
............................4
Siðasta skíðanám-
skeiðið í sumar
Síðasta skíðanámskeið Skíða-
skólans í Kerlingarfjöllum á
þessu sumri hefst n.k. þriðjudag,
31. ágúst og stendur til 5. sept-
ember. Nánari upplýsingar eru
veitar hjá Ferðafélagi Islands og
Þorvarði ömólfssyni, sími 10470.
Nú stendur yfir fjölmennt ung-
linganámskeið í Kerlingarfjöllum
og koma þátttakendur í því til
Reykjavíkur á niorgun.
ýmsu þjóðir og t.d.' er brezk
knattspyrna náttúrlega af
brezkum skóla og brezk knatt-
spyma er allt öðruvísi en sú
Albert Guðmundson.
skozka sem var miklu Iíkari
þeim skóla sem kallaður var
Vínarknattspyrna en hún er
nú kölluð meginlandsknatt-
spyrna. Þessi meginlandsknatt-
spyraa byggist meira upp á
stuttum leik — jarðarsending-
um og leikaðferðum, en brezk
knattspyrna var meira im-
proviseruð — fyrir strið, en
Bretamir eru jafnvel að
breyta mikið til hjá sér —
þeir eru að fara yfir í hugs-
aðri knattspyrnu — Ieikaðferð-
ir og mótleiki. En það má
segja að Ungverjarnir á þess-
um tíma — og ég gerj ráð
fyrir aá þú sért með það
í huga — að þeir hafi náð
fullkomnun að því leytj sem
fullkomnun er hægt að ná í
meginlands-Ieikaðferðum.
— Er munurinn á knatt-
spymunni í Englandi og á
meginlandinu ekki meiri?
Munurinn er gífurlega mik-
ill, því að brezk knattspyrna
hefur aðallega byggzt upp á
Iangspili — sendingum út á
kantana og útherjarnir verið
svo sprettharðir að þeir hlupu
af sér mótherja, en megin-
landsknattspyrnan byggist á
samstarfi leikmanna 0g Ieik-
aðferðum, varnarleikaðferðir,
það er ekki lengur maður á
móti manni, heldur leikaðferð-
ir byggðar á stuttum millibil-
um milli leikmanna — það
getur verið að 3, 4 menn taki
einn andstæðing fyrir og þreyti
hann þannig ‘að hann er alveg
úr leik eftir 5—10 mín. — bara
af hlaupum á eftir knettinum.
Annars er þetta svo mikið
mál • ...
— Þú álítur að meginlands-
knattspyman sé betri eða eigi
meiri framtíð fyrir sér en sú
enska?
Það er tvímælalaust — en
meginlandsknattspyrnan er hins
vegar betur útfærð og leikin
með miklu meiri hraða og
fimleika í Suður-Ameríku en
í Evrópu, og það eru fleiri góð
lið þar, sérstaklega í Brasilíu.
Afleiðingin er auðvitað sú að
Brasilíumenn eru heimsmeist-
arar. Þeir leika mjög líkt og
Ungverjar, eru aftur á móti
liðugri — og ieika af meiri fara. Þeir kunna að taka á
mýkt en ekki af meiri leikni, móti knettinum og gæla við
því þessir ungversku knatt- hann, — ég er fullviss um að
spyrnumenn hafa náð full- fólk fær að sjá ellefu fag-
komnun j leikni. menn.
— Hvemig eiga nú Keflvík-
ingar að snúa sér í því að
mæta slíkum ágætis knatt-
spyrnumönnum og Ferencvar-
os-liðinu?
Það er náttúrlega alltof seint
að tala um það núpa hvernig
bezt sé að snúa sér gagnvart
svona góðu liði — og jafnvel
þótt Keflvíkingar hefðu tekið
nokkur ár til þess að undir-
búa sig fyrir þennan leik, þá
hefðu þeir aldrej getað skap-
að sér þá reynslu sem þarf
til þess að þeir geti staðið sig
virkilega á móti góðu knatt-
spymuliði, — það er alveg úti-
lokað.
Það þýðir ekkert að gefa
þeim nein ráð önnur en þau
að þeir geri sér grein fyrir
því að þeir eru að fara út á
völlinn til þess a* leika knatt-
spyrau. Knattspyrria er ekki
það sem við höfum verið
þvinguð til að horfa upp á
undanfarin ár — að okkar
lið liggi í vörn og reyni að
tapa með eins litlum marka-
mun og hægt er — þegar við
höfn-n a móti erlendum
liðum, heldur vona ég að v"
eigum eftir að sjá sóknarleik
og við áhorfendur eigum kröfu
til þess að íslenzka liðið leiki
af hugrekki og sæki á allan
tímann — og tapi heldur með
20 mörkum þannig að við fá-
um að sjá knattspyraulegan
mun á liðunum — að rétt út-
koma -kotni"út"úr“ reiknúm sem
íþrótt, en ekki a3 markamun-
urinn verði lítill vegna þess,
að annað liðið — og þar á ég
við íslenzka Iiðið — ieiki bara
varnarleik — það má ekki
eiga sér stað. Ég held að ung-
verska liði^ sé svo sterkt að
Keflavík tapar — hvort tap-
ið er 5 mörkum meira eða
minna, það skiptir ekki máli.
En að við fáum að njóta þess
að sjá gott knattspyrnulið "
borð við Ferencvaros Icika sér
— sýna hvað þa2 getur Ég
gerj ekki ráð fyrir að Kefl-
vikingar veiti svo mikla mót-
spyrnu að ungvérska liðið
þurfi að breyta oft um leik-
aðferðir i leiknum og ég býst
við þvi að við sjáum ekki ann-
a2 en rétt gerðar hreyfingar
— við komum ekkj til með að
sjá sendingar frá þeim ung-S>
versku til þeirra íslenzku,
heldur öfugt. Ég geri ekki ráð
fyrir að Ungverjamir missi
knöttinn oft úr Ieik og ekki
heldur að þeir missi marks
— þeir hitta markið! Það get-
ur komið fyrir að þeir skjóti
framlijá, en yfirleitt fer knött-
urinn þangað sem hann á að
— Vonandi verður þetta
ekki annar KR:Láverpool-leik-
ur!
Já, sá Ieikur var auglýstur
scm knattspyrnuleikur en var
það alls ekkj — það má alls
ekki endurtaka sig. Aftur á
móti hafði ég mikla ánægju
af landsleiknum við Dani ein-
mitt vegna þess að strákarnir
okkar sóttu á, í fyrsta skipti
í nokkur ár léku þeir ekki
með hjartað í buxunum!
Ég vona að við eigum eftir
að sjá hugrakka Kcflvíkinga
á móti Ungverjunum! — Það
er alveg sérstætt að ísland
skuli geta tekið á móti svona
'liði og engu öðru að þakka
en þeirri skipan sem komin er
á þessi mál. Ungvcrjar eru
dregnir út á móti íslandi og
þar af leiðandi verða þeir að
koma hingað og taka síðan á
móti okkar strákum. Við get-
um ekkj fengið fyrsta flokks
lið hingað tii lands vegna þess
að það kostar of miki5 og á-
horfendafjöldinn er ekki nógu
stór til þess að standa undir
þeim kostnaði.
— Á blaðainannafundinum
um daginn sagðir þú að Une-
verjar myndu vinna með að-
eins 3—4 mörkum gegn engu?
Þessum mönnum er ekki
borgað fyrir að bursta and.
stæðinginn, þeir verða að
hugsa um þag að ná pening-
um inn heima fyrir, og ef
markamunurinn verður mjög-
mikill þá getur það þýtt tóman
leíkvang í Búdapest. Nei, ég
mundi scgja 3 — 4 mörk væri
góð útkoma og ég gaeti vel
trúai því að þeim yrði sagt
að vinna ekki með meirj mun.
En náttúrlega má búast við
tvöfalt hærri markatölu í
seinni leiknum. Þar leika þeir
fyrir framan sína áhorfendur
og verða að gera allt sem þeir
geta.
— Þú álítur sem sagt að ís-
lenzkir áhorfendur fái á
sunudaginn gullið tækifæri
til þess ag sjá afbragðs knatt-
spyrnu?
Já. ég er alveg sannfærður
um það að þeir hafa ekki í
aðra tíð haft tækifæri til þess
að sjá betra lið en þetta sem
nú kemur
Heimsm. í 3000 m.
Á móti í Helsinki í gær setti
Afríkumaðurinn Kichongo Keino
nýtt heimsmet í 3000 m hlaupi
7:39,5 mín. Fyrra heimsmétið
7:46,0 mín. á Austui'-Þjóðverjinn
Sigfried Hermann.
Akranes og Akureyrí á
Akranes í dag k/. 4.30
Akureyringar sækja Akurnesinga heim í dag og leika við
þá kl. 4.30. Leikurinn átti að fara fram á sunnudag en bæði
liðin óskuðu þess að leikurinn yrði færður fram um einn
dag vegna leiks IBK við Ferencvaros á morgun. Leikurinn
kemur til með að hafa mikil áhrif á úrslitin í Islandsmót-
inu. Vinni Akurnesingar eru þeir með flest stig (13) og þá
líklegastir til sigurs. Fyrir Akureyringa er leikurinn engu
þýðingarminni því þeir éru með 11 stig og geta því komizt
upp í 13 stig ef þeir vinna, og hafa þá mikla möguleika á
efsta sæti. Þetta er síðasti leikur Akureyringa í mótinu.
Einn leikur í bikarkeppni KSÍ fer fram í dag og leikur
KR-b gegn Þór úr Vestmannaeyjum. Leikurinn fer fram á
Melavellinum og hefst kl. 4.
L
v