Þjóðviljinn - 04.09.1965, Side 1

Þjóðviljinn - 04.09.1965, Side 1
Laugardagur 4. september 1965 — 30. árgangur — 198. tölublað. Skipuð framkvæmdanefnd byggingaráætlunarinnar Gert í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar# ASB hefur boðað verkfall frá og með 10. september ffirmenn semja; samningafundir hjá byggingarmönnum og rafvirkjum Q Nokkur hreyíing virðist nú komin á kjaramálin aítur, en um hríð lágu allir samningafundir niðri. Náðst hefur samkomulag við málm- og skipa- smiði, loksins hefur verið boðaður fundur með sambandi byggingarmanna og Dagsbrún hefur unnið að gerð sérsamninga. Q ASB hefur hins vegar boðað vinnustöðvun frá og með 10. þ.m. í brauðbúðum, en félagið hafði áður náð samkomulagi við Mjólkursamsöluna. Afgreiðslustúlkur í brauðbúð- um hafa nú boðað vinnustöðv- un frá og með 10. september næstkomandi, hafi samningar ekki tekizt, við Bakarameistara- félag Reykjavíkur og Alþýðu- brauðgerðina fyrir þann tíma. Samningafundir hafa legið niðri um hríð hjá ASB og bak- arameisturum, en félagið hefur fyrir nokkru náð samkomulagi við Mjólkursamsöluna. Bakarar vilja hins vegar ekki koma til móts ,við afgreiðslustúlkur á svipuðum grundvelli og hefur ASB neyðst til að grípa til verkfallsboðunar. Verkfallið mun ná til um þriðja hluta fé- lagskvenna í ASB. Loks fundur Mjög langt er nú umliðið síð- an sáttasemjari hefur boðað samning^fund með byggingar- mönnum. Samkvæmt lögum má ekki líða lengri tími en hálfur mánuður á milli funda eftir að kjaradeilur eru komnar til sáttu- semjara. Fundur hefur nú loks verið boðaður eftir mjög langt hlé. Verður fundurinn haidinn kl. 5 á mánudaginn. Dagsbrún hefur nú undanfar- ið unnið að sérsamningum fyrir félagsmenn sína. Snerta þeir vél- stjóra í frysthúsum og áburðar- verksmiðjunni. Sömuleiðis standa yfir sérsamningar við sildar- verksmiðjurnar og stjórnendur þungavinnuyéla eiga einnig í samkomulagsumleitunum við atvinnurekendur sína. Yfirmenn semja I gærmorgun voru undirritaðir samningar milli yfirmanna a kaupskipum. Hófst þessi síðasti fundur kl. 9 í fyrrakvöld. Sam- komulag þetta er á svipuðum grundvelli og þeir kjarasamn- ingar, sem gerðir háfa verið fyrr í sumar. Að þessum samn- ingum yfirmanna standa félag stýrimanna, vélstjóra, loftskeyta- manna og bryta. Ósamið er við j matsveina, en skipstjórar hafa enn ekki sagt upp samningum. Framhald á 9. síðu. í gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi fréttatil- kynning frá félagsmálaráðuneytinu um skipun nefndar til að hafa yfirumsjón með framkvæmdum byggingaáætlunar þeirrar er ríkisstjórnin gaf fyr- irheit um í sambandi við lausn kjaradeilu verka- lýðsfélaganna í sumar. f samræmi við yfirlýsingu ríkisstjómarinnar um húsnæð- ismál, sem gefin var í sam- bandi við lausn kjaradeilu verkalýðsfél. á þessu sumri hafa eftirtaldir menn verið tilnefnd- ir í nefnd, sem annast skal yf- irumsjón með framkvæmd þeirr- ar byggingaráætlunár, sem um ræðir í yfirlýsingunni: 1. Af húsnæðismálastjórn: Jón Þorsteinsson, lögfræðing- ur, Sióragerði 1, Reykjavík og Ingólfur Finnbogason, húsa- smíðameistari, Mávahlíð 4. Rvík. Til vara- Ragnar Emilsson, arki- tekt, Háaleitisvegi 26, Reykja- vík og Ragnar Lárusson, for- stöðumaður, Brekkustíg 12, Rvík, 2. Af Reykjavikurborg; Gísli Halldórsson, borgarráðs- maður og til vara Sveinn Ragn- arsson, félagsmálastjóri. 3. Af Alýðusambandi fslands: Guðmund J. Guðmundsson, varaformaður Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar og til vara Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands íslands. 4. Af Fulltrúaráði verkalýðsfé- laganna í Reykjavík: Óskar Hallgrímsson, Skeiðar- vogi 35, Reykjavík og til vara, Guðjón Sigurðsson, Grímshaga | 8, Reykjavík Formaður nefnd- arinnar er Jón Þorsteinsson. Annarri eld- flauginni loks skotið í ;eær- 23.30 ....................-'.tx ★ Loks í gærkvöld voru aðstæð- ur hentugar til að skjóta á loft annarri könnunareldflaug Frakk- anna af Skógarsandi. Höfðu frönsku vísindamennirnir verið níu kvöld tilbúnir til að skjóta, en veður leyföi ekki fyrr en í gærkvöld. ★ Eldflauginni var skotið kl. 23.30 og var véður mjög gott eystra. Er blaðið hafði samband við Emil Eyjólfsson, túlk Frakk- anna, um tólfleytið, sagði hann að búast mætti við að niður- stöður kæmu í meginatriðum í ljós á morgun af þessum rann- sóknum Frakkanna. Emil sagði að fátt fólk hefði verið statt cystra, er skotið var, því enginn hafði búizt við að úr eldflauga- skotinu yrði þetta kvöld. Fokker Friendship-flugvél Flugfélags íslands á Reykjavikurflugvelli. — Ljósm. A.K. Lífsnau&syn er a& setja varanlegt slitlag á flugvellina úti á landi segir flugmálastjóri í viðtali við Þjóðviljann Fcrstjóri Evrépu- Hr Peter Smithers, forstjóri Evrópuráðsins, kemur til 'Rvík- ur laugardaginn 4. september 1965 og mun dvelja hér á landi til föstudags 19. september Mun forstjórinn eiga hér við- -æður við ráðherra, alþingis- menn og embættismenn. Hann tók við starfj forstjóra Evrópu- ráðsin« 1964, en var áður að- ;'0'*arutanrikisráðherra Bret- lands (Frá utanríkisráðuneytinu). ■ í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær sagði flugmála- stjóri, Agnar Kofoed-Han- sen, að lífsnauðsyn væri að setja sem fyrst varanlegt slitlag á helztu flugvellina úti á landi, því að annars væru horfur á að Flugfélag- ið yrði að hætta við notkun Fokker Friendship flugvél- arinnar vegna skemmda sem hún yrði fyrir á flugvöllun- um af grjótkasti. Hins veg- ar sagði hann að ekkert fé væri fyrir hendi til þessara nauðsynlegu framkvæmda og fjárveitingavaldið virtist ekki hafa skilning á nauð- syn þeirra. Flugmálastjóri sagði að það væru einkum flugvellirnir á Akureyri, Egilsstöðum, fsafirði og Vestmannaeyjum sem hér væri um að ræða. Til tals hefði komið um Akureyrarflugvöll að malhika hann og væri það mál nú í athugun. Er Akureyrarbær nýverið búinn að festa kaup á fullkomnum malbikunarvélum og væri hægt að hefja malbik- un flugvallarins næsta vor, ef fé væri fyrir hendi. Hefur verið áætlað að malbikun flugbraut- arinnar þar myndi kosta um 10 miljón krónur, en brautin er 1500 metra löng. Sagði Agnar að það væri ekki aðeins vegna innanlandsflugsins sem nauðsyn- legt væri að malbika flugvöll- inn á Akureyri eða setja annað varanlegt slitlag á hann. Vegna þessara ummæla flug- málastjóra snéri Þjóðviljinn sér einnig til forstjóra Flugfélags- ins, Amar Johnson, og leitaöi álits hans á þessu máli. Sagði örn að það væri Flugféldginu að sjálfsögðu mjög mikið áhuga- mál að varanlegt slitlag yrði sett á helztu flugvellina úti á landi. Sagði hann að talsvert miklar skemmdir hefðu þegar orðið á Fokker Friendship flug- vélinni vegna grjótkasts á mal- arvöllunum og þyrfti hún mjög nákvæmt eftirlit og mikið við- hald af þeim sökum, þótt ekki væri beint hætta á að hún eyði- legðist. Fylkíngin Skálaferð á morgun ■ Hinn árlegi knattspyrnu- leikur milli framkvæmda- nefndar ÆF og stjórnar ÆFR fer fram á morgun, sunnudag, við Skíðaskál- ann í Sauðadölum. Sem kunnugt er, er þetta einn af stærstu íþróttavið- burðum ársins, a.m.k. í augum Fylkingarfélaga og eru menn eindregið hvattir til að fjölmenna, ■ ÆFR sér fyrir ferðum uppeftir. Verður lagt af stað frá Tjarnargötu 20 kl, 2 á morgun. Komið verður í bæinn aftur ann- að kvöld. ■ Allar upplýsingar er að fá i síma 1-75-13. og á skrifetofu Æskulýðsfylk- ingarinnar i Tjarnargötu 20. Daglegir vi&ræ&ufundir a&ila um kjaramál opinberra starfs Þjóðviljinn leitaði í gær upp- lýsinga hjá Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja um gang samningaviðræðna um kjaramál opinberra starfsmanna, en sam- kvæmt settum reglum átti sátta- semjari ríkisins að fá kjara- deiluna til meðferðar nú um sl. mánaðamót, ef samningar hefðu ekki tekizt fyrir þann tíma. Blaðið fékk þær upplýs'ingar að nær daglegir viðræðufundir hefðu verið haldnir með deilu- aðilum sl. hálfan mánuð og væri viðræðunum enn haldið áfram | semjara fer deilan til úrskurð- að ósk beggja aðila og hefði ! ar kjaradóms lögum samkvæm! sáttasemjari því enn ekki skor- og hefur hann tvo mánuði ti' izt í málið. stefnu til þess að kveða upr Hafi samningar hins vegar úrskurð sinn en hann á aí ekki tekizt fyrir næstu mán- liggja fyrir 1. desember n.k, aðamót fyrir milligöngu sátta- i síðasta lagi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.