Þjóðviljinn - 04.09.1965, Page 4

Þjóðviljinn - 04.09.1965, Page 4
4 S*ÐA — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 4. september 1965. Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urixm. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Rannsókn þjóðviljinn skýrði frá því fyrstur blaða, að nótf- ina sem Þorbjöm strandaði hefði ekki tekizt að ná sambandi við Slysavarnarfélag íslands. Þessi furðulega staðreynd var síðan staðfest með vitna- leiðslum í sjóprófum, og þar voru einnig færðar sönnur á mjög alvarlegar skipulagsveilur í slysa- varnarkerfinu á Reykjanesi. Sú hörmulega reynsla sem þarna fékkst er ótvíræður vitnisburður um það, að nauðsynlegt er að taka allt slysavarnar- kerfið til endurskoðunar, gera stjómina ein’fald- ari og öruggari, koma fyrir fullkomnum björg- unarú'tbúnaði hvar sem hann kann að koma að gagni og trygggja örugglega að björgunartæki séu nothæf þegar á þeim þarf að halda. Það er fráleitt fyrirkomulag að það geti verið vandkvæð- um bundið að ná sambandi við Slysavamarfélag íslands; sú stofnun þarf að vera jafn aðgengileg og lögreglan eða brunaliðið, því ef slys ber að höndum getur það ráðið úrslitum að björgunar- menn komist á vettvang sem allra fyrst. Einnig þarf að koma á öruggu boðunarkerfi til einstakra slysavamardeilda, og á slíkt ekki að vera erfitt með þeirri tækni sem nú er tiltæk. Jjessi atriði og önnur voru mikið rædd eftir slys- ið, og um þau getur naumast verið nokkur ágreiningur. En því miður er það stundum hátt- ur íslendinga að Iáta umtalið nægja en gleyma athöfnunum. Því ítrekar Þjóðviljinn fyrri kröfu sína um að framkvæmd verði gaumgæfileg rann- sókn á öllu slysavarnarkerfinu í því skyni að gera það virkara og öruggara. Færi vel á því að hinn nýi sjávarútvegsmálaráðherra beitti sér fyr- ir því að það verk verði unnið án tafar. Frjálsíþróttir Ábyrgðarieysi Slyf á íslandi hafa löngum hlotizt af viðureígn landsmanna við náttúruöflin, og þótt gætt sé fyllstu varúðar og slysavarnir hafðar fullkomnar, er hætt við að mönnum geti stundum veitt mið- ur í þeirri viðureign. En þau slys fara mjög í vöxt sem stafa af mannavöldum, af gálausri um- gengni við vélar og 'tækni, — eða sinnuleysi. Jþjóðviljinn greindi frá því í fyrradag að á mánu- dag og þriðjudag í þessari viku hefðu verið flutt um 200 tonn af sprengjum 'til hernámsliðs- ins á vörubílum gegnum höfuðborgina á mesta umferðar og annatíma. Var þessum farmi um- ■skipað í smábáta úr stóru skipi sem lá úti á höfn, en bátarnir fluttu sprengjurnar til lands í vest- ari höfninni og þar tóku vörubílarnir við. Með þessu atferli var leidd mjög stórfelld hæt'ta yfir höfuðborgina og íbúa hennar, og ætti að vera ó- þarfi að lýsa því hvað af hefði hlotizt ef þessi varningur hefði gegnt hlutverki sínu fyrr en til var ætlazt, en slík slys hafa því miður gerzt marg- sinnis erlendis í nánd við herstöðvar Bandaríkj- anna. Sprengjuflutningar gegnum höfuðborgina bera vott um glæpsamlegf ábyrgðarleysi, og þess ber að krefjast að þegar í stað verði gerðar ráð- stafanir sem tryggi það örugglega til frambúðar að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. — m. Góður árangur á Norðurlandsmóti Norðurlandsmót j írjálsum íþróttum var haldið að Laug- u'm 21. og 22. ágúst 1965. Veð- ur var ekki gott íyrri daginn en gott þann seinni. Úrslit urðu þessi; Fyrri dag- ur: 100 m hlaup (með vindi) Reynir Hjartarson, Þór 10,9 Ragnar Guðm.son UMSS 11,0 Höskuldur Þráinss. HSÞ 11,0 Sig V. Sigmundss. UMSE 11,3 400 m hlaup Höskuldur Þráinss. HSÞ 55,9 Reynir Hjartars. Þór 58,2 Páll Dagbjartsson HSÞ 58,6 Ingvar Jónssoai HSÞ 58,6 1500 m hlaup Baldvin Þóroddss. KA 4.30,9 Ármann Olgeirss. HSÞ 4.32,7 Marinó Eggertss. UNÞ 4.35,4 Vilhj. Björnss. UMSE 4.42,8 4x100 m boðhlaup UMSE 51,2 HSÞ 51,3 Langstökk Gestur Þorsteinss. UMSS 6,82 Sig, Friðriksson HSÞ 6,75 Ragnar Guðm.son UMSS 6,71 *■ Sig. V. Sigmundss. UMSE 6,30 Stangarstökk Valgarð Sigurðsson KA 3,50 Sig. Friðriksson HSÞ 3,50 Ófeigur Baldursson HSÞ 3,10 Spjótkast Ingi Ámason KA 45,51 Gestur. Þorsteinss. .UMSS 43,15 Guðm. Hallgrímss. HSÞ 42,27 Sig. V. Sigmundss. UMSE 32,13 Kúluvarp Guðm. Hallgrímss. HSÞ 13,61 Ingi Árnason KA 12,89 Þór M. Valtýsson HSÞ 12,78 Páll Dagbjartss. HSÞ 12,09 K O N U R : 100 m hlaup (m. vindi) Guðrún Benónýsd. HSÞ 13,1 Þorbjörg Aðalsteinsd. HSÞ 13,3 Ragna Pálsd. UMSE 13,5 Þorgerður Guðm.d. UMSE 13,6 Hástökk Sigrún Saemundsd. HSÞ 1,35 Soffía Sævarsd. KA 1,30 Hafdís Helgad. UMSE 1,30 Sóley Kristjánsd. UMSE 1,25 Kringlukast Sigrún Saemundsd. HSÞ 29,16 Bergljót Jónsd. UMSE 26,36 Þorgerður Guðm. UMSE 24,56 Síðari dagur: 200 m hlaup Rejmir Hjartars. Þór 23,8 Ragnar Guðm.son UMSS 24,0 Höskuldur Þráinss. HSÞ 24,0 Sig V Sigmundss. UMSE 24,9 800 m hlaup Baldvin Þóroddss. KA 2.07,3 Bergur Höskuldss.UMSE 2.10,1 Ólafur Ingimarss. UMSS 2.10,4 Vilhj Björnss,. UMSE 2.12,3 110 m grindahlaup Reynir Hjartars. Þór 16.6 Sig Friðriksson HSÞ 18,4 Sig. V Sigmundss. UMSE 18,7 3000 m hlaup Marinó Eggertss. UNÞ 9.37,8 Baldvin Þðroddss. KA 9.37,8 Ármann Olgeirss. HSÞ 10.02,5 Bergur Höskuldss. UMSE 10.12,4 Kringlukast Guðm. Hallgrímss. HSÞ 44,46 Ingi Árnason KA 42,01 Ak.met Þór M. Valtýss. HSÞ 37,24 Páll Dagbjartsson HSÞ 36,42 Þrístökk Sig. Friðriksson HSÞ 13,69 Gestur Þorsteinss. UMSS 13,61 Sig. V. Sigmundss. UMSE 12,91 1000 m boðhlaup A-sveit HSÞ 2.10,6 B-sveit UMSE 2.15,3 B-sveit HSÞ 2.15,7 K O N U R : Langstökk Þorg. Guðmundsd. UMSE 4,83 Þorbjörg Aðalsteinsd. HSÞ 4,67 Sigrún Saemundsd. HSÞ 4,57 Guðrún Benónýsd. HSÞ 4,47 Kúluvarp Sóley Kristjánsd. UMSE 8,75 Gunnvör Björnsd. UMSE 8,49 Ragnh. Snorrad. UMSE 7,85 Sigrún Sæmundsd. HSÞ 7,53 4x100 m boðhlaup A-sveit HSÞ 55,7 A-sveit UMSE 55,7 B-sveit HSÞ 59.0 B-sveit UMSE 66,0 sitt af hverju ★ Góður árangur náðist í mörgum greinum á íþrótta- móti stúdenta sem haldið var í Budapest um síðustu helgi. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m hlaup: Iijima (Japan) 10.1. Anderson (Bandar.) 10,1, Ger- oma (Kanada) 10,2. Spjótkast: Herrings (V-Þýzkal.) 79.26. Rodighiero (ítalíu) 77.60. 400 m hlaup: Bello (Italíu) 46Æ. van Herpen (Hollandi) 46,9. 800 m hlaup: Crothers (Kan- ada) 1:47,7, German (Bandar) 1:47,8. Hástðkk: Skworzow (Sovétr) 2.14. Czemik (Póll.) 2,07. Kringlukast: Hagípnd (Svíþjóð) 57,86, Zemba (Tékkósl.) 56,22. Tugþraut: Toomey (Bandar.) 7566 stig, Bakai (Ungv) 7443 st. 200 m hlaup: Osolin (Sovétr.) 21,0. Anderson (Bandar) 21,0, 400 m grindahlaup: Frinolli (Italíu) 50,5, Poirier (Frakkl) 50.7. Sleggjukast: Zsivotzky (Ungv) 67,74, Kondraschow (Sovétr) 65,76. Stangarstökk: Pennel (Bandar.) 5,00, Blisnezojv 4,90. 5000 m hlaup: Sawafci (Japan) 13:45,2. Philipp (V- Þýzkalandi) 13:46,6. ★ H. Westerinen varð Finri- landsmeistari í skák, hann var V2 vinningi ofar en fyrrv, Finnlandsmeistari J. Kanko Alþjóðlegi meistarinn Börk varð að hætta keppni végna . veikinda. utan úr heimi Stig félaga: 1. HSÞ 2. UMSE 3. KA 4. Þór 104 stig 56 stig 32 stig 23 stig Bikarkeppni KSÍ Næsti leikur í bikarkeppni KSÍ verður á Melavellinum á morgun kl. 4, og keppa. þá KR- b og Þróttur-a. Á mánudag kl. 18.30 keppa svo Fram-b og FH á Melavellinum. Haukar og Akurnesingar keppa í Hafnarfirði í dag 1 bikarkeppni í 2. flokki. Leikur- inn hefst kl. 4. Flokkakeppni í golfi við Grafarholt í dag í dag, Iaugardaginn 4. sept., verður háð nýstárleg flokka- keppni á velli Golfklúbbs R- víkur við Grafarholt. Leiknar verða 18 holur, og keppendum raðað í flokka eft- ir forgjöf, þannig að. 6 og lægri verða í meistaraflpkki, 7—12 f fyrsta flokki og 13 og hærri í öðrum flokki. Veitt verða verðlaun fyrir bezta árangur í hverjum fl. án. forgjafar, og ennfremur fyrir beztan heildarárangur í keppninni með forgjöf. I for- gjafarkeppninni verða þó tvær verstu holur hvers keppanda dregnar frá, áður en árangur verður reiknaður út, 'og for- gjöfin um leið lækkuð hlut- fallslega. Verðlaunin verða að þessu sinni ýmsir nytsamir hlutir á- letraðir til minja. Golfklúbþur Reykjavíkur vill vekja athygli á þvi, að öllum kylfingum úr klúbbum innan ISI er heimil þátttaka. . . .. Keppnin hefst fcl. 14.00 stundvíslega, þar sem allir keppendur munu hefja leik samtímis ' fe- AUKIN ÞJONUSTA í BANKÁSTRÆTI TIL AÐ AUÐVELDA VID- SKIPTAMÖNNUM GREIÐSLU Á IÐGJÖLDUM HÖFUM VID SAMIÐ VID SAMVINNUBANKA ÍSLANDS H.F., BANKASTRÆTI 7 UM AD TAKA Á MÓTI HVERS KONAR IDGJALDAGREIÐSL- UM. VIÐSKIPTAMENN GETA ÞVÍ FRAMVEGIS GREITT IÐ- GJÖLD SfN Á AÐALSKRIF- STOFUNNI f ÁRMÚLA 3 EÐA HJÁ GJALDKERA SAMVINNU- BANKA ÍSLANDS H.F.,2 HÆD. SAMVINNUBANKINN ENNFREMUR MUN FULLTRÚI OKKAR Á SAMA STAD TAKA VIÐ HVERS KONAR NYJUM TRYGGINGUM OG LEIDBEINA UM NAUÐSYNLEGAR TRYGGINGAR'. *' SAMVIN X U THYG GINGAIl BANKASTRÆTI 7, SÍMl 20700 4 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.