Þjóðviljinn - 04.09.1965, Page 5

Þjóðviljinn - 04.09.1965, Page 5
Laugardagur 4. september 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA Ej FLUGFAR STRAX FAR GREITT SÍDAR TRYGGID FAR MEÐ FYRIRVARA ÞÆGILEGAR HRADFERÐIR HEIMAN OG HEIM LOFTLEIÐIS LANDA AMILLI Fyrlr tæpum 1000 árum fundu íslendingar, fyrstir hvítra manna, meginland Norður- Ameríku. Fyrir um 100 árum hófst fslenzkt landnám á ný í Vesturheimi. Fyrir um 10 árum hófu Loftleiðir fastar áætlun- arferðir rnilli (slands og Banda- rfkjanna. Þá hófst ný fslenzk landnámssaga með kynnis- og orlofsferðum fslendinga til aevintýra-og sögustaða Banda- rfkjanna. Meðalflugtími hinna nýju Rolls Royce 400 Loftleiða milli New York og íslands er 6 klst. 35 mín. f julímánuði árið 1885 komu 92 íslendingar til Winnipeg eftir 25 daga ferð frá fslandi og var það mettími þá. Það kostar ekki nema 7613 kr. (án söluskatts) að fara héðan til New York og aftur heim, ef ferðast er með 21 dags far- gjaldakjörum Loftleiða. Það er ekki dýrara að fljúga til New York en margra stórborga Evrópu Það er ekki dýrara að dvélja í Bandaríkjunum en ýmsum Evrópulöndum. Það kostar ekki nema 99 dali að aka um gervöll Bandaríkin með Greyhound og Continen- tal Trailways langferðabílum og má ferðast ótakmarkað í 99 daga. Þrettán bandarísk flugfélög bjóða sameiginlega ótakmark- aðar flugferðir í 21 dag fyrir aðeins 150 dali. Bandaríkin eru f rauninni stór og fjölbreytileg heimsálfa. Þar má því finna sumarveðráttu allan ársins hring. Ef íslendingar vilja njóta lífs- ins í nokkra daga í New York og skoða t. d. heimssýning- una, en halda síðan til Florida og endurnærast þar á sólgulln- um leikvangi auðmanna, þá kostar hálfsmánaðar ferð hingað og héðan ekki nema tæpar 20 þús. kr. ■BBKk Krefjast aðildar að nefndum er á- kveða álagningu Eins og sagt var frá hér £ blaðinu í gær héldu matvöru- og kjötkaupmenn í Reykjavík og nágrenni fjölmennan fund í fyrrakvöld til þess að ræða verðlagsmál landbúnaðaraf- urða. Var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma á fundin- um: „Fundur matvöru- og kjöt- kaupmanna, haldinn í Sjálf- stæðishúsinu, fimmtudaginn 2. sept. 1965 áréttar þær kröfur smásöludreifingaraðila, að þeir fái aðild að þeim -nefndum, sem ákveða smásöluálagningu hinna ýmsu vörutegunda á hverjum tíma. Jafnframt bendir fundurinn á, að með sölustöðvun á kart- öflum vilja kaupmenn og kaupfélög leggja sérstaka á- herzlu á, að álagning á land- búnaðarvörum í heild er langt fyrir neðan meðal verzlunar- kostnað og það enda þótt dreifing á landbúnaðarvörum sé miklu kostnaðarmeiri en flestra annarra vörutegunda. Fundurinn felur nefnd þeirri, sem starfað hefur í málinu, í samráði við kaupíé- lögin og stjórn fisksalafélags- ins, að taka ákvörðun um það hvort og hvenær skuli aflétta sölustöðvun, á kartöflum í verzlunum eða hvort. réttara sé að taka upp víðtækari sölu- stöðvun á þessu stigi málsins.“ Tvær nýjar bæk- ur koutnar út hiá AB Út eru kqmnar tvær nýjar bækur hjá Almenna bókafélag- inu og eru það fyrstu bækur félagsins á þessu hausti. Eru það Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum og Kanada. Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum er eftir brezka rit- höfundinn John le Carré og fjallar um njósnir og gagnnjósn- ir á dögum kalda stríðsins. Þýð- andi er Páll Skúlason en bók- in er prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Kanada er 12. bókin í bókaflokknum Lönd og þjóðir. Hún er rituð af Brian Moore en þýdd af Agli Jónas- syni stardal. Lesmál bókarinnar er sett í Odda h.í. Stórgjöf til Heimilissjóðs Heimilissióðs Heimilissjóði taugaveiklaðra barna hefir bcrizt stórgjöf. Hinn 27. ágústsl. afhentu hjón, sem þó óska að nöfn þeirra verði ekki nefnd í þessu sam- bandi, Heimilissjóði að gjöf kr. 100.000 (eitt hundrað þús- und krónur). Gjöf þessari fylg- ir það skilyrði eitt, að henni verði varið í byggiagarkostnað lækningaheimilis fyrir tauga- veikluð börn. Stjóm. Heimilissjóðs þakkar þeim hjónunum þessa stór- mannlegu gjöf. Fjögur ár eru nú liðin síð- an Barnaverndarfélag Beykja- víkur stofnaði Heimilissjóð laugaveiklaðra barna. Margir hafa lagt því áformi lið með stórum gjöfum og smáum, að reist verði hið bráðasta hjúkr- unar- og lækningaheimili handa taugaveikluðum börnum, þar sem illa farnir sjúklingar gætu dvalizt, meðan þeir þarfn- ist sérfræðilegrar meðferðar. W eru í sjóði 85.000 krónur. 'lkki er mikið átak að námilj- ■mnni fyrir áramót, ef margir ’^ðu fram dálítinn skerf. Gjaldkeri Heimilissjóðs er séra Ingólfur Astmarsson bisk- nnsritari (Frá stjórn Heimilissjóðs).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.