Þjóðviljinn - 04.09.1965, Page 12

Þjóðviljinn - 04.09.1965, Page 12
Skeiðarárhlaup að hefjast og vænta má hlaups í Súlu líka Laugardagur 4. september 1965 — 30. árgangur — 198. tölublað. □ Allar líkur virðast nú benda til þess að Skeiðarárhlaup sé hafið og er dalbotn Grímsvatna þegar tekinn að síga. Má búast við því að áin haldi áfram að vaxa í allt að tíu daga enn eða þar til GrímsvöÆn hafa tæmzt, en þá réna lilaupin í Skeiðará jafnan skyndilega. — Þá má og innan skamms vænta þlaups í Súlu. Guðmundur Kjartansson jarð- fræðingur flaug austur yfir Grímsvötn í gær ásamt Magnúsi Jóhannssyni og konu hans Hönnu í flugvél frá Flugsýn. Átti Þjóð- viljinn tal við Guðmund í gær- kvöld og fékk hjá honum eftir- farandi upplýsingar um förina. Flugvélin flaug beint austur yfir Grímsvötn og var skyggni þar sæmilegt en þoka yfir norð- anverðum Vatnajökli. Dalbotn- inn í Grímsvötnum er allur ein jökulslétta og er hann farinn að síga. Sáust greinilega all- miklar sprungur með hlíðunum að sunnan og vestan og sagði Magnús sem er gjörkunnugur á þessum slóðum að þær væru nýjar. Mun sigið þegar nema mörgum mannhæðum. Frá Grímsvötnum flugu þau að upptökum Skeiðarár. Var áin i foráttu vexti og fer vaxandi. Talsverð jakahrönn var í ánni, sagði Guðmundur, en þó er hún ekki farin að brjóta jökulrönd- ina eins og hún gerir venju- lega í stórhlaupum. Megna fýlu íagði upp af ánni og hún var ákaflega gruggug að sjá. Sagði Guðmundur að allar likux bentu til þess að þetta væri vaxandi hlaup og að Grímsvötn myndu tæmast í botn, en Skeiðará er venju- legj lengi að vaxa í hlaup- um, jafnvel allt að hálfum mánuði cn fjarar þá aftur mjög skyndilega. Jökulfýlu hefur lagt af Skeið- ará í upp undir hálfan mánuð, sagði Guðmundur, en greinileg- ur vöxtur kom ekki í ána fyrr en fyrir 3—4 dögum. þannig að Framhald á 3. síðu. ítfa skip með rúm 6 þús. mál Veður fór batnandi á síldar- miðunum fyrir Austfjörðum í fyrrinótt, en í gærmorgun var kominn kaldi í Reyðarfjarðar- dýpi. Við Jan Mayen var veðr- ið orðið gott í gærmorgun, og skip þau, sem legið höfðu þar í vari, á leið á miðin um 100 mílur suður af eynni. Alls tilkynntu sl. sólarhring 8 skip um afla, samtals 6135 mál og tunnur. Raufarhöfn: Jón Kjartansson SU 1485 mál. Dalatangi: Vigri GK Gullver NS Bára SU Jón á Stapa SH Reykjaborg RE Sigurfari SF Eldey KE Afdrifarík mis- tök við tengingu — Suðvesturland rafmagnslaust í hálftíma í gærkvöld kl. 20.33 fór rafmagn á öllu svæði Sogs- virkjunarinnar. Var raf- magnslaust fram til um kl. 9, er lokið hafði verið við viðgerð á vél í virkjuninni. Bilunin stafaði af mistökum við tengingu á vélum, en breyta átti álagi á þeim. Urðu mistökin svona afdrifa- rík, að rafmagnslaust varð á þéttbýlasta svæði landsins, Reykjavík, Hafnarf., Kópa- vogi, Keflavík, Selfossi, Vest- mannaeyjum, Akranesi og svo sveitunum umhverfis. Er viðgerð var lokið við virkjunina var tekið til við að koma hinum einstöku' hverfum í samband innan rafveitnanna. En það tekur nokkurn tíma að koma raf- magni á aftur, ef straumur- inn hefur rofnað- Var kom- ið rafmagn í öll hverfi í Reykjavík kl. 21.44. ILASátlSEiS Kaupendur Þjóðviljans eru beðnir að sýna þolin- mæði næstu daga meðan verið er að fá útburðar- fólk víðsvegar um bæinn. Einnig eru þeir, sem vita af börnum eða fullorðnum er vildu bera blað- ið til kaupenda vinsainlegast beðnir að láta af- greiðslu blaðsins vita. — Síminn er 17-500. — Sér- staklega vantar í þessi hverfi: Reykjavíkurveg — Mela — Framnesveg — — Miklubraut — Skúlagötu — Safamýri — Múlahverfi — Höfðahverfi — Sigtún — Teiga — Heiðargerði. Sími 17 500 Myndin er tekin í Góðtemplarahúsinu. — Sitjandi frá vinstri: Sune Persson, Henry Sörman og Arvid Johnsen, Standandi frá vinstri: Sigurður Gunnarsson erindreki, Sveinbjörn Óskarsson for- maður SBS, Árelíus Níelsson formaður ÍUT, Ólafur Þ. Kristjánsson, stórtemplar, Indriði Indriða- son þingtemplar, Kristján Guðmundsson formaður áfengisvarnanefndar og Ólafur Jónsson um- , ‘ dæmistemplar. Norrænir ungtempiarar halda hér afmælismót næsta sumar Sumarið 1966 verður haldið hér á landi fjölmennt mót norr- ænna ungtemplara, en jafnframt verðuT haldið hátiðlegt 50 ára afmæli Norræna ungtemplara- sambandsins. Mótið mun verða dagana 3.-13. júlí. Starfar fjöl nienn undirbúningsnefnd hér á .egum íslenzkra ungtemplara i ambandi við mót þetta. Að undanförnu hafa dvalizt hér í fjóra daga þrír forustu- menn Norræna ungtemplarasam- bandsins, þeir Henry- Sörman, mrmaður þess, Sune Persson, frá Svíþjóð og Arvid Johnsen frá Noregi til skrafs og ráðagerða við framkvæmdanefnd mótsins, en hún er skipuð 13 manns úr röðum íslenzkra ungtemplara og IOGT. Formaður nefndarinnar er séra Árelíus Nielsson. Henry Sörman kom fram á Framhald á 9. síðu. Svart- Ingi R. Jóhannsson. fM „ vm: li I im tm íi mm w « p m m<ð;|1 1 IWí 8P1 jggf iffs py tfgg IP "vm ' yftx&í .wt m m m REYKJA VÍK GEGN Svart: Júlíus Bogason og Jón Ingimarsson. a b c d e e h AKUREYRl: Hvitt Halldór lónsson og Gunn’aognr Guðmundsson. 32. Re4—f6f EYRI abcdet’gh REYK.TA VÍK: Hvítt: Guðm. Sigurjónsson. 22...Hf8—c8 Byrjað að sprengja Stráka-jarðgöngin Tuttugu manna vinnuflokkur vinnur nú á tveim vöktum við gröft jarðganganna á Strákaveg- inum. Verktaki er Efrafall h.f. eu aðalverkstjóri Sigfús Thorar- ensen. Verkamennimir ei-u allir frá Siglufirði en sænskur maður stjómar sprengingunum. Jarðgöngin eiga að verða 860 metra löng og mun gerð þeirra taka alllangan tíma. Eins og áður segir er unnið á tveim 10 tíma vöktum og eru gerðar 2—3 sprengingar á sólarhring og lengjast göngin um nokkra metra við hverja sprengingu. Enn hefur ekki verið tekin 4- kvörðun um það hvort lögð verð- ui ejnföld eða tvöföld akbraut um göngin en áætlaður kostnað- ur við einfalda akbraut er 18 miljónir króna en 22 miljónir við tvöfalda akbraut. Er b’úið að leggja veg að göngunum beggja megin frá. Innbrot í BSÍ í fyrrinótt var framið innbrot i Bifreiðastöð íslands og stolið þaðan 2000 krónum j peningum Þjófurinn var ófundinn þegar haft var samband við lögregl- una í gærdag. Rannsókn smyglmáls- ins er lokiS Rannsókn er nú lokið i smyglmáli skipverja á Langjökli. Rannsóknardóm- arinn, Jóhann Níelsson, vísaði málinu til yfirsaka- dómara í gærmorgun og mun hann kyn&a sér það yfir helgina og síðan taka ákvörðun um frekari fram- vindu þess. Enn eru 10 menn í gæzluvarðhaldi vegna smyglsins. —- Myndin er tekin er smyglvíninu var skipað upp úr Langjökli á sínum tíma. ♦ 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.