Þjóðviljinn - 12.09.1965, Page 6
(j stöA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. september 1965
n Fyrr í sumar birti Þjóð-
viljinn viðtal við útlendan
mann að nafni Morris R. Spi-
vack, en hann hefur dvalizt
hér á landi nokkra undanfarna
mánuði o.gr kynnzt fjölda
manna, Á það var bent í fyrr-
nefndri viðtalsgrein að Spivack
væri ekki aðeins óvenju víð-
förull maður, heldur hefði
hann einnig fengizt við sitt
hvað um daga sína: lögfræði,
jnyndlist, mannfræði, forn-
ininjafræði og fleira.
n Á dögunum Ieit Morris
R. Spivack inn til okkar hér á
ritstjórn Þjóðviljans og þá kom
ER ORKA ATÓMSINS MEIRI EN
EINSTEIN TALDI HANA VERA?
í Ijós að áhugamál hans eru
ekki einungis bundin við svið
Iista eða húmanískra fræða,
heldur hefur hann einnig íhug-
að gátur hinna æðstu raunvís-
inda. Þannig skýrði hann frá
því að hann hefði nýlokið við
að semja ritgerð um orkumynd-
an þeirra fyrirbæra himin-
geimsins, sem nefnd hafa ver-
ið „quasars“ á ensku máli cn
orðhagir menn hér á landi
vilja kalla „báIþokur“ á ís-
lenzku. 1 ritgerð þessari setur
Spivack fram mjög nýstárlega
tilgátu sem hann mótnði fyrst
fyrir 5 árum. — Annars seg-
Morris R. Spivack
É=mc3
ist Spivack vera búinn að velta
fyrir sér margvíslegum tor-
ráðnum gátum himingeimsins
síðustu tvo áratugina, og fyrstu
ritgcrðina um þau efni hafi
hann sent frá sér í New York
árið 1946 undir enska heitinu
„Vital Correlations". Tilgátuna
sem fyrr var vikið að setti
hlann fyrst fram í ritgerð sem
hann lauk við í Cambridge I
ársbyrjun 1960.
Þjóðviljinn fékk Morris R.
Spivack til að semja stutfan
úrdrátt úr ritgerð þeírri sem
hann lauk við hér í Revkiavik
í síðasta mánuði, svohljóðandi:
Morris R.\Spivack setur fram tilgátu sína um „bál-
þokur" himingeimsins og orkumyndun þeirra
Ráðgáturnar eru margar í himingeimnum
Fyrirbæri þau, sem nýlega
hafa verið uppgötvuð langt úti
í hiTningeimnum, bálþokur þær
hinar miklu, er nefndar hafa
verið „quasars“ á ensku máli,
virðast senda frá sér útvarps-
öldur miklu öflugri en svara
myndi Einsteins-lögmálinu
E=mc2. Sumir stjamfræðingar
telja, að þessi umframorka
svari til margföldunarstuðuls-
ins ÍO20. Ég tel líklegt, að um-
framorkan svari nákvasmlega
til stuðulsins 9.1020, en það er
tvíveldi ljóshraðans í cm á
sekúndu.
NASA (National Aeronautics
and Space Administration i
Bandaríkjunum) er kunnugt
um það, að undirritaður hef'
ur undanfarin fimm ár haldið
fram þeirri tilgátu, að E=mcJ.
Hann telur, að gangur orku-
breytinganna í bálþokunum sé
sem hér segir:
1. Við hitastig um og yfir
1028 eftir Kelvínsmælikerfi
klofna Ijóseindir í ósýnilegar
and-ljóseindir í rúm-tíma-sviö-
inu, og losnar þar með úr læð-
ingi orka, sem er svo mikil,
að heildarorkan verður E=mc3.
2. En rúm-tíma-sviðið er eigi
aðeins eyðandi, heldur og
skapandi. Þess vegna gerist
það einnig, að í sviði þessu
myndast ljóseindir úr and-
Ijóseindum við hið sama hita-
stig, jafnframt því að tiltekið
orkumagn er bundið, svo að
sýndarorkan kemst allt upp i
E=mc4. Hinsvegar er ljóst, að
orkumagnið E=mc3 er nægi-
legt, en jafnframt nauðsynlegt
til að skýra þau fyrírbæri, sem
athuganir á bálþokum hafa
leitt í Ijós.
Undirritaður telur, að ný-
sköpun ljóseinda í rúm-tíma-
sviðinu geti átt sér svörun
annarsstaðar I alheiminum, er
ljóseindir eyðist þar, svo að
heildarefnismagn hins athugan-
lega hluta heimsins varðveitist
óbreytt. Þetta væri auðvelt að
sanna með því að prófa þá
viðbótarkenningu undirritaðs,
«£. ~ /m. c3
% S'LG&IUS A£<DMAM tfP/VACK
(iS'■UvrvWLhtfa
Ceríaia. oljaots, csXLaí nuaoaru teva ieoa Sinco'íorea ia íar epaca whick
oppcaa to Xjo scoaing otrt raíio eiBcala of s straastli far ia eicoso of tha
Eiastcia eiuations Boma eoomologista toliore emooso to to t/
s Xaetor cf'10 • X toliovo tho oicooo enorey io protatOy .ty s faotor of
eiaotly 9 * lo20, »tioh io tho enuoro of tho volooity of 3ight ia oentimaters
por oooona.
5ho MSK 1o awaro that tho outhos hao Sor tho luut Siva yonro teea
eSvocatiae hio thoory that B=j:03.
Ho toliovoa tho rcaotioa ia tho nuanora io so SOUnm
X* At a tomporaturo of xo2s öoBreoo Kolvia eni ahovo photoaa ere oplit
into.invioiblo oati-ptotono ot tho opaeo-tima Sioia nitU s xolonoo o£ eaargy
Vhleh triass tho total eaerey avaMstlo up to E=Wi3»
2. But tho opoco-tSao Sield lo toth croativo ona floírtraotivo# Œhoraforej
e* tto como tomperotureo ptoteno V7ili to oreatoa ty tho onacc-Jimo Sieia
Srom ontl-ptotone XTith o eoatrltuUoa of Maains onorgy» tringins ths
cppKrent onnrBy avoiXatlo up to E'áKX4'. Eoyavor, it viU bo cXoar that s value
3
et E=xa wiix he nuffioloat ea boXJ, so aocoooary to erplata tho otoorvea data
ia auasars.
55W auttor telioveo that tho oreatloa tj tho Bpace-timo Sieia ef virgio
ítotonsraay bo taloacoa oloontora in tho toivoroo ty tho aootruotioa of ptotOLSj
thuo maiataialng the totaX maso of tto etoorvatlo uslvorse st s eonstants
Slsure. Zroof is cosy ty tostiag tto' arthor’a conoomitaat ttoory ttot tto Xight
rcoching as fron sU. otars Xosco enersy to tto crpaco-timo fieXd ty interforoaoe
ia jroportioa to aistoaco. Ey preaictioa io a rca-nMft of the spootrum, öuc
to ttoo cauee, ef XE.75 MXomstexs par eóconS por nl.rH.on ycara* SU£hta StAa
eaa easlXy to moasured for the vorioua catoiorioa of stars.
Œhio ixouXS rcSuco tto roS-shiSt of tho Xight Srom tto Olstoat salaiiee,
flue to aotuai recoaoion, hjr eiaotty onc-tolf. fijzl'f fiJAV/íí" JUuu W( 5
Spivack dró meginefni greinar sinnar um bálþokur himingeims-
ins og orkumyndun þeirra saman f þenna úrdrátt, sem mynd-
in er af.
sem á við um alfar stjörnuf
himingeimsins, að ljósið, ér- til
vor berst frá þeim, týni orku
út í rúm-tíma-sviðið fyrír á-
hrif ölduvíxla (interferens), og
sé orkumissirinn í réttu hlut-
falli við vegalengdina, sem
ljósið fer. Ég hef sagt fyrir
um roðnun (e. red-shift) Ijóss-
ins af þessum ástæðum og tal-
ið, að hún svari til breytingar
hraðans um 18,75 km á sek-
úndu á miljón ára ferð þess.
Þetta er auðvelt að mæla um
mismunandi tegundir stjarna.
Af þessu leiðir, að sú roðn-
un ljóssins frá fjarlægum þyr-
ilþokum, .sem stafar af hraða
þeirra brott frá oss, nemur
ekki nema helmingi þess. sem
talið hefur verið. Með öðrum
orðum, þokur þessar væra an
fjarlægjast oss á hraða, er yk-
ist einungis um 10,71 km á
sekúndu á miljón árum, og
ættu að ná til endimarka al-
heimsins á 14 miljörðum ái'a
með hálfum Ijóshraða '(á
grundvellinum; radius = 8
miliarðar ijósára).
Eftir þessu ætti heimur vor
að fara heila sveiflu á 28
miljörðum ára fremur en 82
miljörðum, eins og Allen Sand-
gate telur.
Morris R. Spivack
9. ágúst 1965.
Aths.: Orðið ;,and-Ijóseind'
er haft til bráðabirgða, og m‘"
bi-syta því síðar, ef þurfa
þykir.
□ Fyrr í suraar biríum við einn sunnudag-
inn til tilbreytingar smásögu eftir erlendan
höfund. Margir lesenda höfðu gaman af þeirri
sögu og þessvegna höfum við gripið aðra
smásögu eftir ókunnan útlendan höfund til
birtingar í þessu sunnudagsblaði.
Það var komið langt fram
á haust. Og samt var svo sum-
arlegt, glaðasólskin um allan
þennan mikla skóg, sem ekki
sást út yfir. Enginn vindblær
hafði andað síðustu vikuna. Og
það var dauðakyrrð í skógin-
um, og fuglunum þótti hann
vera eins og þykkt mislitt teppi
yfir að sjá, en sandgráir götu-
slóðarnir buguðust milli lund-
anna eins og tröll hefðu teikn-
að þá. í suðurhomi skógarins
vora þrjú stór göt í teppið. Á
meðan bjart var mátti sjá þar
glytta í tvær eða þrjár græn-
brúnar skógartjamir, spegil-
sléttar, í dularfullu hálfrökkr-
inu, en að næturlagi breyttusi
þær í seigfljótandi digul við
kalt tunglsljósið. Þarna vai
raunar byggt ból. Langt burtu,
við norðurenda skögarins, voru
nokkur hús í þyrpingu. Þó að
þau væru úr timbri, hafði hið
stærsta af þessum hvítu hús-
um gafl og mjóan turn, sem
minnti snöggvast á ævintýra-
hús frá bemsku manns. En
í rauninni var þetta ekki ann-
að en gististaður, sem naut
virðingar allra, og allt sum-
arið hafði verið fullt þarna af
gestum, sem borguðu vel fyrir
sig, eins og þeir höfðu gert
undanfarin sumur, sem ein-
hvemveginn virtust ekki vera
liðin, þó að þau væru það.
Þegar svona langt var liðið
á haust, var venjan að loka
hótelinu, og hætta, en veðrið
var svo gott, öllum fannst vera
sumar, og gestirnir töluðu ekk-
ert um að fara. Það mátti heita
að gestur væri í hverju her-
bergi, og hver hjó út af fyrir
sig og naut einverunnar. Flest-
ir höfðu verið þar oft, en jafn-
vel allra síðustu dagana höfðu
komið nýir gestir.
Og var nú tæp vika síðan
arkitektinn hafði komið þang-
að með frúna sína. ÖHum leizt
vel á þessi hjón, þau voru
hlédræg og prúð, og þó að
þau yrtu varla á neinn, skiptu
sér ekki af neinum, var ekki
um annað talað þarna á hót-
elinu. Hann var hár vexti og
útitekinn, og að líkindum um
fertugt, en öllum kom saman
um að hann sýndist vera yngri.
Hún var nokkru yngri, Ijós-
hærð og fríð, grannleit og
grannvaxin. Hún var íhugul
og dreymandi, jafnvel að hún
minnti á svefngengil stundum.
Einhver hafði séð hana brósa,
oftast var hún döpur f bragði,
en öllum þótti henni fara það
vel.
Eins og áður er sagt töluðu
bau lítið við fólkið. Þau sátu
til borðs hjá gamla ofurstan-
um og konu hans, og þau
þögðu sjaldan. „Yndislegar
manneskiur", sagði gamli of-
urstinn, ef hann var spurður
um þau, „já, ljómandi fólk,
það sný ég ekki aftur með“.
Einu sinni höfðu þau fengizt
til að fara í bridge við ofursta-
hjónin, og voru þau nánast
upp með sér af þvílíkri sæmd.
Þar fyrir utan vissi enginn
neitt um þau. Dagar komu og
.liðu og ekkert gerðist sem í
frásögur væri færandi. Eftir
morgunverð hurfu þau arki-
tekthjónin inn í skóginn, og
voru þá ætíð klædd eins og
þau ætluðu sér að fara langt.
Þau komu heim um hádegis-
bilið, og hvíldu sig nokkra
stund á legustólum úti í garði
eftir matinn, lögðu svo aftur
af stað inn, í þennan veglitia
og villugjama skóg. Þarmættu
þau aldrei neinum, því hitt
fólkið fór aldrei neitt, annað
hvort fyrir elli sakir eða af
leti, nema eitthvað fleira hafi
komið til. Flestum virtist
nægja að vita af skóginum,
því hve stór hann væri, en
samt kom öllum saman um að
gaman væri hvað þessi fal-
legu hjón kynnu vel að meta
dásemdir náttúrunnar og sam-
veruna, svo mörg ár sem þau
annars hefðu verið gift.
Það var víst á föstudags-
kvöldið, sem það gerðist, að
hjónin komu heldur seinna úr
siðdegisgöngunni en venja
þeirra var. Já, föstudagur hlýt-
ur það að hafa verið, þó að
erfitt sé raunar að þekkja
sundur daga sem allir eru eins,
allir jafn sólríkir og lognkyrrir
og heiðbjartir. Ofurstinn og
frú hans voru setzt að hádegis-
verðarborðinu, og það var frú-
in, lítil kona vel í holdum, sem
bar aila daga langflesta þá
skartgripi, sem hún átti, og það
þó hún hefði á fótum hvíta
strigaskó, sem varð fyrri til
að koma auga á þau, þegar
þau komu utan úr skóginum.
Síðan vissi enginn hvað af
þeim varð, þvi að þau urðu
að fara norður fyrir húsið tii
þess að geta gengið inn um að-
aldyrnar.
Ofurstahjónin héldu að þau
myndu koma að borðinu en
mundu þó þurfa að hafa fata-
skipti og snyrta sig lítið eitt
áður uppi í herbergi sínu, sem
var á annarri hæð. Stuttu
seinna kom þjónninn til þeirra
og tilkynnti þeim að hjónin
mundu ekki kcmia, frúin væri
eitthvað lasin, líklega með
höfuðverk, og þau myndu mat-
ast uppi. Ofurstinn talaði um
það hve hörmulegt væri að
frúin skyldi ekki fá að njóta
þessara daga ótrufluð af leið-
inlegum lasleika — og var
ekki laust við að konu hans
þætti miður, ekki meiri sam-
úð sem hann hafði sýnt henni
sjálfri þegar líkt stóð á fyrir
henni.
Það var engu líkara en að
rökkrið kæmi miklu fyrr en
daginn áður. Dagarnir voru
raunar löngu farnir að styttast,
enda liðið langt á haustið, en
samt tóku allir eftir því hve
fljótt dimmdi og kólnaði. Það
var venja að fara snemma að
hátta, og klukkan 10 sást eng-
inn niðri, allir voru farnir upp
að hátta.
En ennþá logaði á grænu
perunni hjá dyraverðinum við
aðaidymar. Hann sat dottandi
í stóli sínum, gömlum ruggu-
stól við borðið. Þess vegna
gat hann heldur ekki gert ér
grein fyrir því síðar, hvað
k.lukkan hefði verið þegar hann
sá konu arkitektsins fara út.
En hann mundi greinilega, að
hann hafði séð hana ganga
hægt niður stigann. Þó að Ijós-
ið væri dauft þekkti hann
hana glöggt. Hún var i sömu
fötunum og áður um daginn.
þegar hún fór í gönguna. Hún
gekk Hkt og í svefni, svaraði
engu, þegar hann ávarpaði
hana, en hélt áfram hiklaust
og hvarf út úr dyrunum, út i
myrkrið fyrir utan. Hann hafði
að vísu furðað sig á því að
hún skyldi fara út svo seint,
en ekki datt honum í hug að
gera neitt veður út af því.
Það var venja hans og skylda
að tala fátt. Enda þótti honum
sér ekki koma það við þó
fólk vildi vera úti að nóthi
til, hann vissi að borgarfólkið
hefur sína siði. Og svo gleymdi
hann sér aftur í stólnum.
Það gekk mikið á þegarhann
kom til sjálfs sín aftur. Arki-
tektinn stóð yfir honum, þreif
í hann og hristi og hrópaði
hvað eftir annað! „Vaknið þér.
maður. vaknið þér, heyrið þér
það!“ Við þetta vaknaði dyra-
vörðurinn ringlaður og undr-
andi yfir því að sjá framan í
arkitektinn svona náfölan og
æstan sem hann var.
„Svarið þér, maður, svarið
þér fljótt, — hvenær fór kon-
an mín út? Að lokum rankaði
dyravörðurinn svo við sér að
hann gat svarað þvf til að víst
væri frúin farin út, en hve
langt er síðan, ja, látum okk-
ur sjá, það veit ég nú ekki
fyrir víst, en ætli það sé ekki
svo sem klukkutfmi. Arkitekt-
inn barði hnúunum niður í
borðið og æpti; ,,Þér verðið að
hringja til lögi-eglunnar, — nú
þegar — heyrið þér — konan
mín er farin burt, það er eitt,-
hvað voðalegt, sem hefur kom-
ið fyrir hana, hún veit hvorki
í þennan heim né annan, hún
veit ekki hvar hún fer, — það
verður að finna hana, hvað
i