Þjóðviljinn - 12.09.1965, Síða 12

Þjóðviljinn - 12.09.1965, Síða 12
— Eitt aðalbyggingasvæðið í Reykjavík nú í sumar er, auk Árbæjarhveríisins, í kring um Kleppsveginn, bæði alveg innundir Klepps- spítalanum, við Elliðavoginn og neðar. Með- al þessara nýju bygginga eru fjögur stórhýsi á vegum borgarinnar með samtals 123 íbúðum. 123 leiguíbúðir á vegua borgarinn- ar nær fullger&ar Eitt af fjölbýlishúsunum í nýja hverfinu inn við Klepp. Þarna erui að rísa margar myndarlegar byggingar. Fjölbýlishúsin sem borgin er að láta byggja í Klepps- holtínu eru nú nasr fullsmíðuð. Standa þrjú þeirra við Kleppsveg, en eitt við Austurbrún. Er það þeirra hæst og sést á myndinni efst hér á síðunni. Það er þegar uppsteypt og er vinna innanhúss langt komin. Þetta er 13 hæða bygg- ing með samtals 69 eins herbergis fbúðum. Hefur borgar- stjóm samþykkt að íbúðir þessar verði leiguíbúðir, einkum ætlaðar eldra fólki, öryrkjum og einstæðum mæðrum. En margir eru um boðið og munu þegar miklu fleiri hafa sótt uui íbúðirnar en í þaer geta komizt. Gert er ráð fyrir, að þessar íbúðir verði tilbúnar fyrir áramót. Áætlað kostnaðarverð er 35.100.000 kr. Húsið er teikn- að af Kjartani Sveinssyni byggingatæknifræðingi, bygginga- meistari er Sveinbjörn Sigurðsson. Fyrsta blokkin til um mánaðamót Sambýlishús borgarinnar við Kleppsveg 70—80 eru þrjár þriggja hæða blokkir með tveim stigagöngum hvert. í hverju þeirra eru 18 íbúðir eða alls 54. 1 húsunum eru tveggja. Ibúðir fyrir eldri hjón, öryrkja og einstæðar mæður. En það eru margir um boðið og hætt er við að mörgum verði að synja. þriggja og fjögurra herbergja íbúðir, jafnmargar af hverri stærð. Húsið sem lengst er komið og stendur fremst á myndinni hér að neðan, á að verða íbúðarhæft um næstu mánaðamót, hin eitthvað síðar, en þó væntanlega á þessu ári. Árangur baráttu Alþýðu- bandalagsins Ákveðið er að íbúðir þessar verði Ieigðar fjölskyldum, sem búa í heilsuspillandi húsnæði og er það árangur af eindregnum kröfum og langri baráttu Alþýðubandalagsins í borgarstjórn fyrir byggingu leiguhúsnæðis. Bar sú barátta fyrst árangur er ákveðið var að leigja sambýlishús sem borgin keypti í fyrra við Meistaravelli, en þar eru 48 leigufbúðir. Áætlað verð húsanna þriggja við Kleppsveg er 44.040.000 krónur, svo að rúmmetrinn kemur til að kosta um 2600 kr„ en byggingakostnaður sambýlishúsa samkvæmt vísitölu Hagstofu íslands er nú talinn eiga að vera 2077 kr. á rúm- metrann. Munurinn er því 523 kr. á rúmmetra og virðast húsin ætla að verða ískyggilega dýr, eins og oft áður hefur viljað verða hjá borgaryfirvöldum Reykjavíkur. Er það sfzt af öllu gæfulegt verði íbúðabyggingar borgarinnar hverju sinni til að hækka almennt íbúðaverð i bænum. Það skal þó tekið fram, að íbúðir þessar eru hinar vönduðustu í alla staði. Húsin eru teiknuð af Sigurjóni Sveinssyni og Kjartani Sigurðssyni arkitektum. Verktaki er Einar Ágústsson byggingameistari. Framkvæmdir við Elliðavog Á öðrum stað í Kleppsholtinu, rétt innvið Klepp er að rísa mikið hverfi og eru byggingar þar ekki á vegum borg- arinnar, heldur byggingafélaga ýmissa, byggingasamvinnufé- laga og einstaklinga. Þama er næstmesta byggingasvæðið í Reykjavik í sumar, mest er byggt í Árbæjarhverfinu. Það eru mismunandi stórar byggingar, sem verið er að reisa þama niðri við Elliðavoginn, mest ber á fjölbýlis- húsunum, enn sem komið er. Þarna eiga að koma tvær átta hæða blokkir með 48 og 56 íbúðum og fjórar þriggja hæða blokkir með 70 íbúðum. Þá verða þarna ein tíu rað- hús með samtals 41 íbúð, fimmtán tvíbýlishús, sum reyndar með fjómm íbúðum og tólf einbýlishús. Arkitektar þessara bygginga em náttúrlega margir, en stórhýsin eru teiknuð af Kjartani Sveinssyni, Ormari Þór Guðmundssyni, Bimi Emilssyni, Aðalsteini Richter og Kjartani Sigurðssyni. Ekki eru enn allar götur komnar þarna í hverfinu, en raflögn, vatnsleiðsla og frárennsli er allt komið. Nokkuð er misjafnt hvenær áætlað er að hægt verði að flytja inn i húsin, en talsvert af þeim á að verða tilbúið næsta sumar. Cr þessum húsum verður hið fegursta útsýni að Esju og út á sundin. Þarna cru að verða tilbúnar 54 Ieiguíbúðir ti) útrýmingar heilsuspillandi húsnæði. — Myndirnar tók Ari Kárason, ljósmyndari Þjóðviljans. Sunrrudagur 12. september 1965 — 30. árgangur — 205. tölublað. Komið gott veður á síldarmiðunum í gær VeSur var fremur óhagstætt í fyrradag á síldarmiðunum hér við land og við Jan Mayen, en í fyrratovöld fór veður batnandi, og var í gær komið gott veiði- veður við Jan Mayen og einnig á veiðisvæði 90-120 mílur NAaA frá Langanesi. í Reyðarfjarðar- dýpi var óhagstætt veiðiveður í gærmorgun. Skipin vom einkum að veiðum við Jan Mayen og á fyrr- greindu veiðisvæði 90-120 m£l- ur NAaA frá Langanesi. Þá var kunnugt um nokkur skip, sem fengið höfðu veiði 50—60 mílur NAaA frá Langanesi, og voru þar allgóðar lóðningar, og síldin talin góð til söltunar. Sl. sólarhring tilkynntu 17 skip um afla, samtals 20.478 mál og tunnur. Tunnur 2220 2000 400 450 Mál Sigurborg SI 250 Helga Guðmundsdóttir BA 1200 Jón Kjartansson SU Helga RE Víðir II GK Þorleifur OF Dalatangi Sólrún IS Raufarhöfn Faxi GK Hamravík KE Fróðaklettur GK Mál Bjarmi II EA Dagfari ÞH Sigurpáll GK Guðrún Guð.leifsdóttir IS Héðinn ÞH Óskar Halldórsson RE Guðrún Þorkelsdóttir SU Mál. 1450 1888 og tn. 1650 1700 Mál 1500 1000 1100 1650 950 500 550 Smyslof sfstur á Kúbu Að loknum 11 umferðum á skákmótinu á Kúbu er Smyslof frá Sovétríkjunum efstur með 8% vinning en næstir eru þeir Fischer frá Bandaríkjunum og Ivkov frá Júgóslavíu með 8 vinninga og biðskák. V örusýning MOSKVU 10/9 — A laugar- dag verður opnuð mikil al- þjóðleg vömsýning í Moskvu og verða sýndar iðnaðarvör- ur, landbúnaðarvörur og ým- iskonar vömr aðrar. 1.800 fyrirtæki frá 20 þjóðlöndum að Vestur-Berlín viðbættrí taka þátt í sýningunni. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■» Rúmenar verja ekkí titilinn Samkvæmt fréttum frá Al- þjóðahandknattleikssamband- inu munu bikarhafamir í Ev- rópukeppninni, Dynamo frá Búkarest, ekki verja titil sinn í næstu keppni. Sovétríkin og Finnland verða heldur ekki með í keppninni. Formaður sambandsins, Emil Horle, kveðst ekki vita ástæður þess að Rúmenar ætla ekki að taka þátt í keppninni. 19 lið hafa tilkynnt þátttöku í keppninni og munu 6 þeirra taka þátt í forkeppni eins og sagt var frá í Þjóðviíjanum og keppa þar saman Belgía — Austurríki, Ungverjaland — Búlgaría, Holland — Portúgal. Þrjú þesara liða komast í að- alkeppnina en dregið verður um leiki þar hinn 17. nóvem- ber. Fyrr fáurn við ekki að vita hverjum íslandsmeistar- arnir FH mæta í 1. umferð. Albýðubandalagsmenn í Vesfurlandskjördœmi Eins og áður hefur verið skýrt frá í Þjóðviljanum var dregið í Happdrætti Vestlendings, kjör- dæmisblaðs Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi, 25. ág. sl. Útdrátturinn fór fram ; skrif- stofu bæjarfógetans á Akra- nesi. Upp komu þessi númer: 215: 5 manna tjald 79: svefnpoki 1: bakpoki 481: veiðistöng með hjólj 185: vindsæng 295: kosangastæki 27 — 39 —- 268 og 337: vöruúttekt fyrir kr. 575 hver vinniugur. Vinninganna skal vitja tíl Brynjólfs Vilhjálmssonar, Prest. húsabraut 21, Akranesi, eða i sima 1201. Happdrættisnefndin þakkar öllum stuðningsmönnum fyrir stuðning þeirra við blaðið. BLADSKÁK Svart: Ingi R. Jóhannsson. Svart: Júlíus Bogason og Jón Inghnarsson. co 1» ■ co iKltléil ill 4 M B ■ <1 ?ff ns W $ B pp i 05 SBHSLBI H 05 tm m mtm cn ■ JR li'l H ffl CJI mim m m W\ W. § m $ w co m m m n co to B ■ R «9 to &m ss si m )-* m m m m m m m m abcdefgh AKUREYRI: Hvítt: Halldór Jónsson og Gunnlaugur Guðmundsson. 25...f7—f6 a b c d e i g h REYKJAVlK: Hvítt: Guðm. Sigurjónsson. 26. Bb3xf7 *

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.