Þjóðviljinn - 28.09.1965, Side 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVHJrNM — Þtíðjuáa&u 28. septembec 1965
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurdur Guðmundssan.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavðrðust. 19.
Sími 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
Að kaupaþotu
j^jylega skýrði einn af kaupsýslumönnum höfuð-
borgarinnar, Albert Guðmundsson, svo frá að
hann hefði beðið ríkisstjórn íslands að gera fyrir
sína hönd loftferðasamning við ríkisstjóm Stóra-
bretlands. Kvaðst Albert hafa í hyggju að hefja
flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Lundúna, og
ef hann fengi nauðsynleg leyfi kvaðst hann ætla
að kaupá þotu til loftflutninganna. Hann lé't' þess
sérstaklega getið að ekki sæi hann ástæðu til
þess að stofna hlutafélag af svo litlu tilefni, held-
ur myndi hann snara út kaupverðinu sjálfur og
eiga þotuna einn, enda kostaði þvílíkur gripur
ekki nema 150 til 200 miljónir króna.
jþessi ágæti fjármálamaður, sem falar um þo'tu-
kaup á jafn sjálfsagðan hátt og aðrir tala um
að kaupa sér í nefið, greiðir á þessu ári fyrir sig
og fyrirtæki sín kr. 4.108 í eignarútsvar og kr.
2.095 í eignarskatt. Samkvæmt framtali hafa
hreinar eignir hans og fyrirtæka hans því aðeins
numið um það bil hálfri miljón króna um síðusfu
árámót — því .fer þannig fjarri að hann eigi íbúð-.
ina sína. Ekki virðast tekjur hans heldur hafa
stúndað neitt frjálst þotuflug í háloftunufilt hann
greiðir svipuð opinber gjöld fyrir sig og fjármála-
stofnanir sínar og vel launaðúr embættismaður
af heimilishaldi sínu einu saman, til dæmis for-
sætisráðherra lándsins. Er það vissulega eitt af
undrum fjármálalífsins hvemig maður með því-
líkan' efnahag fer að því að spara sér fyrir heilli
þotu einn og ós'tuddur.
gn undur af þvílíku tagi eru raunar alkunn fyr-
irbæri á íslandi. Hérlendir kaupsýslumenn
eiga margir hverjir völ á tvennskonar persónu-
leika, líkt og frá er greint í sögunni um dr. Jekyll
og mr. Hyde. Frammi fyrir skattayfirvöldunum
birtast þeir einatt sem aðþrengt lágtekjufólk og
jafnvel nauðleitarmenn sem ekkert.geta lagt 'til
almenningsþarfa þegar brýnustu lífsnauðsynjum
hefur verið fullnægt. Á opinberun^ vettvangi
stunda þeir hins vegar hin stórfelldustu umsvif,
fyrirtækjum þeirra virðast allar leiðir færar, og
þegar um er að ræða persónulegan munað verður
þeim aldrei féskylft. Leiti menn samhengis milli
örbirgðar þessara manna og afreka þeirra verður
það naumast fundið nema með aðstoð krafta-
verkasagna á borð við þá þegar fimm brauð og
tveir fiskar dugðu til að metta fimm þúsundir
mann og tólf karfir fullar gengu af, en að sjálf-
sögðu fjalla kraftaverkasögur nútímans um þot-
ur. Raunar birtir Alþýðublaðið í fyrradag einnig
aðrar skýringar á fyrirbærinu þegar það ræðir
um „hvílíkt óréttlæti viðgengst, þegar stórefnað-
ir lúxusmenn sleppa nálega alveg við opinber
gjöld en þrælar hins opinbera greiða þriðju hverja
krónu aftur í ríkiskassann“. En jafnt ólistrænt
níð um viðreisnarstefnuna verður auðvitað ekki
+ekið trúanlegt — allra sízt af ráðherrum Al-
þýðuflokksins, sem nú fjalla um þotuleyfið. — m.
237 nazistadómarar dæmdu tékkneska borgara til dauða fyrir engar sakir cia hreina smámuni.
Margár þessara dómara sitja í æðstu stöðum i stjórnkerfinu í Vestur-Þýzkalandi eða hafa feng-
ið rífleg eftirlaun
Njósnahringir nazistanna
eru enn í fullum gangi
Eftir að þriðja riki nazism-
ans hrundi j rústir smygluðu
leynisamtölc allmörgum stríðs-
glæpamönnum úr landi, aðal-
lega til Spánar og Suður-Ame-
ríku. í dag blómgast tilsvar-
andi smygl í Vestur-Berlín.
Þessj útvarðstöð hins „frjálsa
heims“ er nú orðin miðstöð
njósna og skemmdarverka,
sem beint er gegn- Austur-
Þýzkalandi, DDR.
Landamæra Austur-Þýzka-
lands er vel gætt. Eigi að síft-
ur hefur erindrekum aftur-
.haldsins . tekjzt að smygla ‘út-
sendurum ; sínum inn í landið.
Blöð heimsvaldasinnanna
segja, -að þessir útsendarar
;séu „húgsjónamenn“ og hug-
rakkir baráttumenn gegn
kommúnismanum; menn sem
hættu lífi sínu til þess að
bjarga þýzkum bræðrum sín-
um. í Austur-Þýzkalandi ganga
þeir hinsvegar undir glæpa-
mannsnáfní og það meg réttu.
Fjórir þessara „hugsjóna-
manna“ voru gripnir og dregn-
ir fyrir rétt í Austur-Berlín
í ágúst.
Við réttarhöldin kom ýmis-
legt athyglisvert í ljós. Einn
hinna ákærðu, þrítugur verka-
maður að nafni Gunther
Mucke, hafði haldið frá Vest-
ur-Þýzkalandi inn í Vestur-
Berlín árig 1963, og hafði lát-
ið glepjast af sólskinssögum
Bonnstjórparinnar um stað-
inn. Framan af gekk honum
flest í haginn og hann vann
sem byggingaverkamaður.. Þar
kom þó, að hann meiddist illa
á hendi og var sagt upp vinnu.
Honum tókst ekki að fá ann-
an starfa, lagðist í drykkju-
skap og sökk sífellt dýpra í
eymd og volæði. Dag einn
hitti hann í bjórkjallara einn
af útsendurum eins skemmd-
arverkahringsins. Sá bauð
Múcke 300 mörk ef hann vildi
gera sér ;,greiða“. Allt og sumt
sem farið var fram á var að
sögn njósnarans, að Múcke
skildi vegabréf sitt eftir og
færi inn f Austur-Berlín með
skjöl og afhenti þau öðrum
njósnara Síðan átti Múcke að
fara til austur-þýzku lögregl-
unnar og segjast hafa týnt
vegabréfi sínu. Lögreglan
myndi þá rannsaka mál hans,
komast að því, að hann hefði
sagt rétt til nafns, og senda
hann heilan á húfi til Vestur-
Berlínar. Múcke féllst á þetta
og var látinn undirskrifa skjal,
þar sem hann kvaðst fara
þessa ferð af frjálsum vilja og
af „hugsjónaástæðum“, vegna
þess að hann vildi gera sitt ‘
til þess að verja „frelsið".
Hinir njósnararnir þrír, sem
við þetta tækifæri komu fyrir
rétt, höfðu verið ráðnir til
starfans á svipaðan hátt. Þeir
höfðu verið atvinnulausir og
illa farnir og létu glepjast af
tilhugsuninni um auðfengið fé.
Enginn þessara manna fékk
þá lúsarupphæð. sem þeim var
lofað fyrir njósnirnar, heldur
fengu þeir aðeins smávægilega
fyrirframgreiðslu. Yfirboðar-
ar þeirra voru ekki að stofna
sér í fjárhagslega hættu. Það
var aldrei að viía nema mönn-
unum mistækist.
Bflaðið „Stuttgart Zeitung“
segir, að yfirmenn þessara
njósnahringa hafj góðar tekj-
ur án þess að leggja sjálfa sig
í nokkra hættu. „Þeir senda
menn sína út í eldinn, og gera
ráð fyrir því að einhverjir ná-
ist. Þegar njósnurum mistekst,
eru nöfn þeirra einfaldlega
strikuð út af listanum . . .“
Það kom fram við þessi rétt-
arhöld, að yfirmönnum
njósnahringanna var greitt
milli 3.000 og 4.000 mörk fyr-
ir hvern mann, sem smyglað
er yfir landamærin. Þessir
herrar krefjast fyrirfram-
greiðslli og fá hana.
Hverjir eru svo þessir menn?
Nafn eins þeirra kom fram við
réttarhöldin. Sá heitir Herbert
Steinborn. fyrrverandi SS-liðs-
foringi sem varð njósnarj' eftir
stríðið, til skiptis í þjónustu
Englands, Frakklands og Vest-
ur-Þýzkalands. Oftast eru
þessir menn verndaðir af vest-
ur-þýzku lögreglunni.
í þetta skipti voru þeir þó
óheppnir. Dómstóllinn í Aust-
ur-Berlín sem fjallaði um mál
áðumefndra fjögurra njósnara,
komst að þeirri niðurstöðu, að
þeir hefðu að nokkru leyti
verið ginntir. Rétturinn kvað
því upp skilorðsbundinn dóm
og mennimir voru sendir aft-
ur til Vestur-Berlínar.
Það sem á eftir fór, er væg-
ast ’sagt furðulegt. Blaðamenn
frá vestur-þýzka æsifréttablað-
inu „Bild“ náþu í fjórmenn-
ingana, lofuðu hverjum þeirra
250 mörkum og héldu þeim
konunglega veizlu, meðan
skráð var frásögnin af „ævin-
týrum“ þeirra.
Að sjálfsögðu var frásögn
blaðsins full af andkommún-
istískum áróðri. En staðreynd-
ir málsins lágu ljósar fyrir, og
Vestur-Þjóðverjar neyddust til
þess að endurskoða kenningu
sína um „hugsjónastárf“ njósn-
aranna. Til þess að reyna að
snúa sig út úr óþægilegri að-
stöðu, héldu vestur-þýzk blöð
því fram, 'að „vissir óverðugir
aðilar“ hefðu í einstaka tilfell-
um misnotað „frelsisþrána“
og gert að féþúfu.
Njósnaramir höfðu nú við
orð að höfða mál á hendur
þeim er þá höfðu ginnt til
njósna. Lögreglan í Vestur-
Berlín kvaðst mundu rannsaka
starfsemi njósnahringanna. En
svo var gripið fram í gang
málsins, og nokkrum dögum
síðar var það tilkynnt, að
njósnaramir hefðu nú alveg
hætt við að fara í mál, enda
væri þeim ekki einu sinni
kunnugt um nöfnin á yfirboð-
urum sínum. . 4
Þess má svo að lokum geta,
að blaðið „Stuttgart Zeitung“
sem mjög hafðí vakið athygli
á þessu máli, er nú hætt að
komá út, af fjárhagsástæðum.
Stórfyrirtæki hættu nefnilega
að auglýsa í blaðinu. Það ge.t-
ur að sjálfsögðu v^rið tilvilj-
un. En hver veit?
,(New Times“).
Frá velmektardögum Hitlers og þýzku nazistanna. „Foringinn '
sjálfur gengur þama í broddi fylkingar SS-manna framhjá haka-
krossfánaröð.
Qfte£oi
S A L T
CEREBOS
í HANDHÆGU BLÁU bÓSUNUM
HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA
Messrs. Kristján Ó. Skagfjörð Limited
Post Box 41X. REYKJAVÍK, Iceland
f
t
4