Þjóðviljinn - 28.09.1965, Side 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — ÞrJðjudagur 28. september 19S5
• Frá náttúrunnar hendi
• Nátthagi heitir þessi staður í útjaðri Berserkj ahrauns á Snæfellsnesi og var verið að smala þar
saman fé og flytja burt á vörubíl í síðustu viku. Króin myndast þarna mjög skemmtilega frá
náttúrunnar hendi, þvi að háar og langar hrauntungur liggja báðum megin við hana. (Ljósm. vh.).
heyrt
• Þeir
gleymdust!
• Er það satt, að forráðamenn
Laugarásbíós hafi alveg gleymt
að bjóða islenzku olympíuför-
unum á boðssýninguna á kvik-
myndinni um Olympíuleikana i
Tokíó 1964 sl. föstudagskvöld?
• Fótabúnaður
guðs
• Barnafossar í Borgarfirði
þykja ærið merkilegir og fagrir.
Sagt er að þeir dragi nafn af
því, að tvö böm frá næsta bæ,
hafi farið yfir steinboga við
fossana og drukknað. Átti bá
bóndinn að hafa brotið niður
steinbogann.
Fyrir stuttu var ferðafólk að
skoða fcssana, sem oft ber við.
Var þar móðir með tvö böm
uui það bil fjögurra ára gömul
og prílaði annar strákurinn
mikið í klettunum, en móðirin
var orðín ein taugahrúga af
angist. Fór þá önnur ferðakona,
að segja barninu söguna af
bömunum sem drukknyðu. Þá
spyr sá stutti: ..Drukknuðu bau
þá?” „Já” segir konan. „Eru þau
þá dauð?“ „Já, þau eru dáin”.
— „Eru þau þá núna hjá
guði“? — „Já þau eru hjá
guði“. — „Var þá guð í gúmmí-
stígvélum?"
• Grín í
guðspjöllunum
• Séra Jakob varði á laugar-
daginn doktorsritgerð sína um
kímni og háð í Nýja testament-
inu og þessvegna fannst okkur
tilvalið að hafa fyrripartinn
svona að þessu sinni:
Að guðspjöllunum gaman or
og grínið margt í þeim.
Og nú er það ykkar að
botna. Botnarnir eiga að koma
í • laugardagsblaðinu, svo að við
þnrfum helzt að fá þá fyrir
fimmtudagskvöld. Síminn er
eins og áður 17500, en þaö má
líka senda bréf.
• Vísa til JMP
• Á laugardaginn sendi JMP
vísu til Torfa Ólafs og nú
hefur okkur borizt eftirfarandi;
Svar til J.M.P.
Bíttu á jaxlinn JMP,
ég vil sjá þig glaða.
Svona auðmýkt ætla ég sé
oftast nær til skaða.
• Enn um kjötið
• I gær barst okkur eftirfar-
andi vísa:
Unnsteinn engum gefur grið
grípur smyglsins polla.
Jafnvel kjötíð fær ei frið
í frystigeymslu Tolla.
Séra Sigvaldi.
• Losnar Odell?
• I kvöld fæst úr því skorið
hvort Odell losnar úr prísund
þeirri, sem „konan í minkn-
um“ hneppti hann í í síðasta
þætti framhaldsleikritsins
„Konan í þokunni“. Fjórði
þáttur verður fluttur í kvöld.
Framhaldsleikrit útvarpsins
hafa náð geypilegum vinsæld-
um meðal hlustenda og er nú
stundum ekki fundafært í fé-
lögum kvenna og unglinga á
þriðjudögum vegna framhalds-
leikrita. Þó munu fá eða engin
framhaldsleikrit hai'a náð jafn-
miklum og almennum vinsæld-
um og leikrit Gunnars M.
Magnúss þó að síðara leikritið
um Bólu-Hjálmar hafi verið
sýnu vinsælla og notið almenn-
ari hylli.
Annars er fátt eitt mark-
vert í útvarpinu í kvöld, sem
ástæða er til að vekja athygli
hlustenda á, þó sjálfsagt sé að
geta þess að klukkan 20.55
flytja kór og hljómsveit rúss-
neska útvarpsins „Snædrottn-
inguna", leikhústónlist opus 12
eftir Tjaikovský. Alexander
Gauk stjórnar.
13.00 Við vinnuna.
15.00 Miðdegisútvarp: Erlingur
Vigfússon syngur. Sigurveig
Hjaltested syngur. Fílharm-
oníusveitin í Berlín Ieikur
slavneska dansa eftir Dvorák;
von Karajan stj. M. Schech.
I.'Seefried. R. Streich, Fisch-
er-Dieskau, K. Böhme o.fl.
syngja atriði úr Rósariddan-
anum. eftir R. Strauss. East-
man-Rochester hljómsveitin
leikur lög eftir Weinberger.
Liszt og Dinicu; F. Fennell
stj.
16.30 Síðdegisútvarp: T. Rossi
syngur nokkur lög. E. Ross og
hljómsveit hans leika sömbu-
syrpu. D. Carroll og hljóm-
sveit hans leika ýmis lög.
17.00 Endurtekið tónlistarefni.
18.30 Harmonikulög.
20.00 Daglegt mál.
20.05 Þjóðlög frá Bretlandi: K.
Ferrier syngur: P. Spurr leik- **
ur með á píanó.
20.15 Þriðjudagsleikritið: Kon-
an í þokunni, eftir Lester
Powell. Þýðandi: Þorsteinn
ö. Stephensen. Leikstjóri:
Helgi Skúlason. Fjórði þáttur.
Leikendur: Rúrik Haraldsscfnr
Sigríður Hagalín, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir. Róbert Am-
finnsson. fflvar R. Kvaran.
Gísli Alfreðsson, Þorsteinn ö.
Stenhensen, Jón Aðils. Bené-
dikt Árnason. Ema Gísladótt-
ir. Sigmundur örn Amgríms-
son, Jónas Jónasson.
20.55 Snædrottningin. leikhús-
tónlist op. 12 eft.ir Tjaikovský.
kór og hljómsveit rússneska
útvarpsins flytja. A. Gauk
stjórnar.
21.30 Fólk og fyrirbæri. Æivar
R Kvaran segir frá.
22.10 Kvöldsagan: Afbrýði efti-
Frank O'Connor. Þýðandi
Sigurlaug Björnsdóttir. Guð-
jón Ingi Sigurðsson les (1)
22.30 Guðmundur Jónsson stj.
þætti með misléttri músik.
23.20 Dagskrárlok.
f FAVELUNNI -
Þar sem ólíft er
DAGBOK CAROLINU de JESUS
Carolina Maria dc Jesus er svört kona sein
á heima í Sao Paulo í Brasilíu. 1 þrettán ár
af ævi sinni (hún er nú rúmlega fimmlug)
átti hún heima í favelunni, fátækrahverfi
Sao Paulo, ásamt börnum sínum þremur.
Atvinna hennar var að safna nýtilegum
hlutum úr sorpinu. og selja þá. Þetta var
erfitt óskemmtilegt og lítift upp úr því aft
hafa. Samt tókst hcnni aft halda lífinu í sér
og bömunum öll þessi ár.
Carolina hafði lært aft lesa og skrifa í
æsku. Hverja stund, sem hún átti afgangs
frá erfiði sínu, hafði hún til lestrar og skrifta.
Hún orti Ijóft, samdi ævintýraleiki og sögur,
drcymdi um aft vcrfta frægur rithöfundur
(það varft hún!), en dagbækur sínar, sem nú
hafa verið gefnar út í þúsundum ef ekki
miljónum eintaka. ætlafti hún fyrst cngum
manni aft sjá. Tilviljun réð þvi aft þær fund-
ust hjá henni og voru birtar. Og má Iengi
leita fyrr cn finna megi gagngerðari Iýsingu
á vesöldinni í fátækrahverfum stórborganna
í Brasilíu en í þessari bók einnar hinnar
umkomulausustu í miljónamergft vesaling-
anna í Suður-Ameríku.
Brasilía er af náttúrunnar hendi hift mesta
kostaland, og svo er megnið af Suður-Amer-
iku. Sama er hvað talið er, málmar og annaft
sem vinna má úr jörðu, jarðargróftur, —
hvaðcina. Samt lifa þar (i S-Ameríku) a.m.k.
140 miljónir manna af 200 miljónum alls, í
svo sárri ncyft, aft það getum við varla gert
okkur í hugarlund. Erlendir auðhringir
(bandariskir flestir) raka saman fé, og áhrif
þcirra cru gcysileg. Flestar tilraunir til úr-
bóta hafa hingað til runnið út í sandinn.
Þjóðviljinn mun birta hér á siðunni næstu
vikurnar frásögn Carolinu Mariu de Jesus
eins og hún skráði hana í dagbækur sinar.
15. júlí, 1955. Afmælisdagur
Veru dóttur minnar. Ég hefði
þurít að kaupa handa henni
skó, en matufinn er svo dýr,
að við getum ekki leyft okkur
þetta. Við megum engu eyða
nema fyrir mat. Ég fann skó
handa henni í ruslinu, þvoði
þá. bætti og fékk henni þá.
Ég átti ekki eitt cent til að
kaupa brauð fyrir. svo ég þvoði
þrjár flöskur og fór með bær
til Amolds. Hann tók ”ið
flöskunum og fékk mér brauð.
Svo fór ég að selja pappírinn
minn. Ég fékk 65 cruzeiros. Ég
eyddi 20 cruzeiros fyrir kjöti.
Ég fékk eitt kíló af fleski og
eitt af sykri og ost fyrir sex
cruzeiros. Þá voru aurarnir
mínir þrótnir!
Mér var illt í allan dag. Mér
fannst ég vera með kvef, Ég
fékk verk í br.ióstið þegar !»ið
á kvöldið. Ég fór að hósta. Ég
ákvað að fara ekki út að safna
pappír. Ég leitaði að Joao :,yni
mfnum. Hann var í Felisberío
de Carvalho-stræti skammt *rá
rriarkaðstorginu. Strætisvagn
hafði ekið á dreng á gangstétt
og fólk safnaðist að. Joao v'ar
í hópnum miðjum. Ég stuggaði
honum heim.
Ég þvoði bömunum. hátt.aði
bau- síðan þvoði ég sjálfri mér
og fór f rúmið. Ég beið bangað
til klukkan var 11 eft.ir ónefnd-
um manni. Hann kom ekki. Ég
tók aspirín og laeðist út af* eft-
ur. Þegar ég vaknaði var sól
komin á loft. Dóttir mfn Vera
Eunice sagði við mig: „Sæktu
vatn. mamma".
— 16 júlí. — Ég fór á fæt-
ur og hlýddi Veru Eunice.
Ég fór og sótti vatnið. Ég bjó
til kaffi. Ég sagði bömunum að
ég ætti ekkert brauð, og að þau
yrðu að drekka kaffið brauð-
laust og borða með því kjöt og
farinha1) Mér var illt og ég
ákvað að lækna mig sjálf. Ég
stakk tveim fingrum niður í
kverkarnar tvisvar, seldi upp,
og þóttist vita að ég hefði orð-
ið fyrir göldrum. Óþægindin í
maganum hjöðnuðu og ég fór
til Senhor Manuel með nokkrar
pjátursdósir að selja honum. Ég
sel ,allt sem ég finn í ruslinu.
Hann fékk mér 13 cruzeiros.
Ég reyndi að gleyma því ekki
að ég þurfti að kaupa brauð,
sápu og mjólk handa Veru
Eunice. Ekki mundu 13 cruzeir-
os duga fyrir því. Ég fór heim-
ef heimili skyldi kalla, þennan
kofa, óróleg og uppgefin. Ég
fór að hugsa um það hve erf-
iða ævi ég ætti. Alltaf að bera
pappir, þvo af bömunum, að
rölta um götumar allan daginn.
Samt vantar mig allt til alls.
Vera á enga skó og hún vill
ekki ganga berfætt. 1 tvö ár
hefur mig vantað kjötkvörn.
Og saumavél.
Ég fór heim og eldaði morg-
unmat handa. bræðrunum.
Hrísgrjón, baunir og kjöt, og
svo fór ég aftur að ná í panp-
ír. Ég skildi börnin eftir, sagði
þeim að leika sér í húsagarðin-
um og fara ekki út á götuna.
því þar eru þau ekki óhult fyr-
ir þessum skelfilegu nágrönn-
um mínum. Mér var illt og
langaði til að mega leggja mig.
En fátækir mega aldrei hvíla
sig, sá munaður er þeim bann-
aður. Ég var óróleg með sjálfri
mér og fannst forlög mín 111.
Ég safnaði pappfr í tvo poka.
1)Farinha: gróft hveitimjöl.
Síðan fór ég aftur og náði f dá-
lítið að brotajárni, pjáturdósir,
og eldivið. Alla leiðina var ég
að hugsa um hið sama, — þeg-
ar ég kem inn í faveluna aftur
verður nokkuð nýtt að frétta.
Líklega hefur þessi Dona Rosa
og þessi andskotans María
Engill verið að misþyrma börn-
unum mínum. En Vera Eunice
svaf og bræðumir voru að leika
sér úti. Ég hugsaði: klukkan er
ekki nema 2. Kanski ég fari
aftur, og það sleppi svo vel að
ekkert komi fyrir. Joao sagði
mér að vöruvagninn sem út-
hlutar peningum væri kom-
inn og væri að úthluta matvæl-
um. Ég tók pokann minn og
flýtti mér út. Þetta var Þá
forustumaður Spiritist Center
í Vergueiro Street 103.
Ég náði í tvö kíló af hrís-
grjónum, tvö af baunum, og tvö
af makaróni. Ég var fegin.
Vörubíllinn fór. Óróleikinn h'ð
innra með mér dvínaði einnig.
Ég neytti rósemi minnar of fór
að lesa. Ég náði í vikublað og
settist í grasið, og lét sólar-
geislana verma mig á meðan.
Ég skrifaði á miða og fékk syni
mínum Joao og bað hann að
fara með þetta til Senhor Arn-
aldo til að kaupa tvo skammta
af aspiríni og brguð. Svo setti
ég vatn í kaffi yfir’ eldinn.
Joao kom aftur og sagðist hafa
týnt skömmtunum. Ég fór með
honum til baka sömu leið. Við
fundum þá ekki. Þegar ég kom
heim var mikil ærusta v!ð
dyrnar hjá mér. Börn og kon-
ur sögðu að José Carlos hefði
kastað steinum í hús þeirra.
Þau heimtuðu að fá að refsa
honum.
17. júlí. Dásamlegur dagur.
Heiðríkur himinn og ekki ský-
skaf á lofti. Sólskinið var heift.
Ég fór á fætur kl. 6.30 og sótti
vatn. Ég átti ekki nema eina
sneið af brauði og 3 cru-
zeiros . . . Ég skipti sneiðinni
milli barnanna og setti baun-
irnar. sem ég fékk i fvrradag
írá Spiritist Center yfir eld.
Svo fór ég að þvo þvott. Þegar
ég kom aftur neðan frá ínni
voru baunimar soðnar. Bömin
báðu um brauð. Ég fékk Joao
þessa þrjá cruzeiros til að
kaupa brauð fyrir. 1 dag var
það Nair Mathias sem byrjaði
að áreita bömin mín. Silvia og
hennar maður eru farin að
fljúgast á á almannafæri. Hann
slær hana og ég get ekki til
þess vitað að börnin séu vitni
að þessu. Þau heyra þetta voða-
lega orðbragð. Æ, ef ég gaeti
komizt héðan í einhvern skárri
stað. Ég fór til Dona Floreia
til þess að biðja hana um lauk.
Ég fór til Dona Analia, og hún
svaraði mér eins og ég bjóst
við:
— Ég á engan lauk!
Ég fór að taka inn þvottinn.
Dona Aparecida sagði við mig:
— Ertu ólétt?
— Nei, frú, svaraði ég.
Ég bölvaði henni í hljóði. Ef
ég er ólétt þá er það nokkuð
sem hana varðar ekkj um. Ég
þoli ekki þessar kerlingar i
favelunni, þær em svo forvitn-
ar. Tungan í þeim er eins og
kjúklingafætur, sem þurfa að
klóra í allt. Þær eru sem sé að
þvætta það að ég sé ólétt! Sú
sem ekki veit neitt til þess, það
er ég sjálf!
Um kvöldið fór ég út aðsafna
pappír. Þegar ég fór framhjá
knattspyi-nuvellinum sem kennd-
ur er við Sao Paulo, voru á-
horfendurnir að streyma út. Af
þeim voru allir hvítir nema
einn, hann var svartur. Sá
svarti fór þegar í stað að á-
reita mig:
— Ertu nú að safna pappír,
heillin? Gættu að hvar þú geng-
ur, gæzkan!
Mér var illt og mig langaði
til að Ieggja mig, en áfram hélt
ég samt. Ég mætti hóp af
kunningjum og stanzaði til að
tala við þá. Þegar ég var á
leiðinni upp Tiradentes Avenue
mætti ég nokkrum konum. Ein
þeirra sagði við mig:
— Er þér batnað i fótun-
um?
Eftir það að gerð var þessi
aðgerð á fótunum á mér líður
mér betur, lof sé guði. Ég_ gat
meira að segja dansað á kjöt-
kveðjuhátíðinni í fjaðrakjóln-
um mínum. Það var José Torr-
es Netto læknir sem gerði bessa
aðgerð á mér. Þegar ég var
spurð hvernig mér líkaði vdð
Carlos Lacerda, svaraði ég eins
og satt var:
— Hann er bráðgáfaður, en
hann hefur enga mennfcun.
Hann er maður fátækrahverí-
anna. Hann er góður til að
spana til ósamlyndis, veKja
deilur.
Ein af konunum sagði að bað
væri verst að kúlan sem litti
höfuðsmanninn skyldi ekk)
hitta Carlos Lacerda.
— En röðin kemur að honum.
vertu viss, sagði önnur.
Margt fólk hafði safnazt sam-
an umhverfis okkur og alhr
horfðu á mig. Ég fór hjá mér
af því að ég var að safna
pappír og klædd í tötra. Ég
vildi helzt ekki láta tefja mig
þama, því ég þurfti að halda
áfram. Ekki veitti af. Ann-