Þjóðviljinn - 05.01.1966, Síða 2

Þjóðviljinn - 05.01.1966, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 5. janúar 1966. Dagbók úr Gríni- fangeisi Einn þekktasti málvísinda- maður Norðmanna, Carl Mar- strander, er nýlega látinn. Aí þvi tilefni rifjaðist upp eftir- farandi saga: Marstrander var á hemámsárunum tek- inn til fanga og sat á Gríni- fangelsi. í fangeJsinu dundaði Marstrander við það að halda dagbðk, sem hann skrifaði á klósettpappír og keltnesfcu. Þjóðverjar komust óvart i dagbókina, en skildu að sjálf- sögðu ekki neitt í neinu, og klósettrúllan var send til dulmálsdeildarinnar í Beirlín. Fangelsisyfirvöldin fengu svo nofckru síðar eftirfarandi svar: Þetta virðist einna helzt vera skrifað á torskilinni, keltneskri málýzku. Fangels- isyfirvöldin ættu að hafa samband við prófessor í Osló að nafni Marstrander. . .! Agnar, Jöku/I, Karí Ó. og Þórarinn fengu styrkina Á gamlársdag fóru fram í Þjóðminjasafninu styrkveiting- ar úr rithöfundasjóði Ríkisút- Hug- sjónabarátta Svissnesfci alúmínhringur- inn hefiur haft miklum og fjölbreytilegum liðsafla á að- skipa í samningum sínum við íslenzk stjómarvöld. Koma þar ekki aðeins við sögu for- ustumenn sjálfs auðfélagsins, heidur og alþjóðlegir fjár- málamenn af ýmsu tagi, þandarískix lögvitringar og fulltrúar aiþjóðabankans f Washington. En svo mjög sem sérfræðingar þessir hafa látið að sér kveða, eru þeir þó allir eins og böm í sam- anburði við íslenzkan áhuga- mann, Eyjólf Konráð Jónsson hæstaréttarlögmann, stjóm- málaritstjóra Morgunblaðsins. Hann hefur vaðið eld og brennistein í þágu hringsins allt frá því það kvisaðist í upphafi að svissneska auðfé- lagið kynni að vilja festa fé sitt hér á landi og þiggja meðgjöf með raforku. Hefur Eyjólfur hagnýtt til fullnustu þá aðstöðu sína að ráða yfir víðlesnasta blaði landsins; hann tók þar skilyrðislausa afstöðu með hinu erlenda auðfélagi, löngu áðuir en nokfcuð var um það vitað hvers kyns samningar stæðu til boða; hann hefur andmælt hverri einustu röksemd sem fram hefur komið um aðgát af Islendinga hálfu. Og þess- ar skoðanir hafa ekki verið fluttar f greinum sem Eyjólf- ur hefur borið persónulega á- byrgð á, heldur í nafnlausum forustugreinum sem skrifaðar hafa verið á ábyrgð mið- stjómar Sjálfstæðisflokfcsins — löngu áður en sú stjóm hafði tekið nokkra afstöðu. Svo ríkur er áhugi Eyjólfs að hann lagði það á sig á síð- asta ári að fara til Banda- ríkjanna og setjast á skóla- bekk í nokkra mánuði til þess að afla sér aukinnar vit- neskju um það hvemig auð- fyrirtæki hreiðra um sig í vanþróuðum löndum. Sumir telja að þessi dugnaður Eyj- ólfs Konráðs Jónssonar stafi af þvi að hann sé launaður umboðsmaður svissneska auð- félagsins, en aðrir halda þvl fram að jafn ósérhlífin at- orka geti ekki sprottið af öðru en brennandi hugsjón. Báðar kenningamar geta ver- ið réttair; hugsjónir sumra manna eru dálítið einkenni- legar. Hæg heimatökin En hernaðaráætlun sviss- nes'ka auðfélagsins er ekki fólgin í áhlaupinu einu sam- an undir forustu hins gunn- reifa Morgunblaðsriddara; það beitir einnig, þeirri kænsku sem nefnd er tangar- sókn. I samninganefnd ís- lenzka ríkisins — þeirri sem á að gæta hagsmuna hinna innbomu — er að finna ungan lögfræðing, Hjört Torfason héraðsdómslög- mann. Ekki sfcal dregið í efa að hann sé greindujr maður og gegn, en þó mun mörgum finnast undariegt að nýliði skyldi valinn til jafn vanda- samra starfa en gengið fram hjá fjölmörgum hálærðum lögfræðingum og þaulreynd- um samningamönnum. A þessari ráðabreytni er naum- ast til önnur skýring en sú að Eyjólfúr Konráð Jónsson og Hjörtur Torfason starf- ræfcja lögfræðiskirifstofu sam- an og hafa svarizt í mjög ná- ið fóstbræðralag. Hinir raun- vemlegu samningar eiga sér trúlega stað á lögPræðiskrif- stofunni á Tryggvagötu 8 milli Eyjólfg Konráðs Jóns- sonar, hins gunnreifa fulltrúa svissnesfca alúmínhringsins, og Hjartar Torfasonar, hins harðskeytta fulltrúa íslenzku rikisstjómarinnar. Hefði raunar verið meiri vinnuhag- ræðing f því að viðurkenna þá staðreynd þegar í upphafi, í stað þess að vera að setja á svið umfangsmikið og kostn- aðarsamt samningakerfi með stjómamefndum og bing- mannanefndum, ferðalögum, veizluhöldum, sfcýrslugjöfum og umræðum á alþingi. En einhverju verða menn að fóma fyrir lýðræðið — Austri. varpsins og tónskáldasjóði Ríkis- útvarpsins. Hlutn leikritahöfund- arnir Jökull Jakobsson oK Agn- ar Þórðarson 25 þúsund krónur hvor úr rithöfundasjóðnum en Þórarinn Jónsson og Karl Ó. Runólfsson hlutu siimu upphæð hvor um sig úr tónskáldasjóðn- um. Formaður rithöfundasjóðsins. Kristján Eldjám þjóðminja- vörðpr afhentj þeim Jöfcli og Agnari verðlaunin og gat hann þess að þetta væri í 10. sinn sem úthlutað væri úr sjóðn- um og hefðu alls 19 rithöfund- ar hOotið styrki, allt ljóðskáld- og skáldsagnahöfundar nema þeir Jökull og Agnar. Útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason afhenti styrkina úr Jökull Jakobsson tópskáldasjóðnum en annað tón- skáldið, Karl Ó. Runólfsson, var ekki í bænum. Meðal gesta við athöfn þessa voru menntamálaráðh. Gylfi Þ. Gíslason og Helgi Sæmundsson formaður menntamálaráðs svo Og formenn rithöfundasamtak- anna. Gúmmífatagerðin Vopni 25 ára Um þessi áramót voru liðin 25 ár síðan Gúmmífatagerðin Vopni tók til starfa, en stofn- andi fyrirtækisins og eigandi frá upphafi er Sveinbjöm Friðfinnsson. Sveinbjöm hefur skýrt Þjóð- viljanum svo frá starfsemi fyrirtækisins: — Verksmiðjan hóf starf- semi sína með framleiðslu sjó- fatnaðar úr gúmbomum dúk- um, en hann þótti míkill kjör- gripur borið saman við olíu- boma klæðnaðinn. Fljótlega var„ svo tekinn með alklæðn- aður (jakki og buxur) handa mönnum sem stunda útistörf allskonar. Þá tóku við plastbornu dúk- amir bæði til land- og sjó- klæðnaðar, það þótti léttara og hagkvæmara. Verksmiðjan hefur ávallt lagt stund á að vanda bæði efni og vinnu, aukið smám saman vélakostinn, t.d. fengið fullkomnustu rafsuðuvélar. — Það má taka fram, sagði Sveinbjöm ennfremur, að allir dúkar eru fengnir frá Víking- verksmiðjunum í Noregi; þeir hafa reynzt langbeztir, hvað snertir mýkt og slitþol. Regnfataframleiðslan nær iil allra, bæði til sjós og lands, einnig bama og unglinga. Ég vil nota tækifærið, sagði Sveinbjöm Friðfinnsson að lokum, að þakka öllum þeim mikla fjölda, sem skipt hefur við fyrirtækið og borið því vel söguna. AÐALFUNDUR FÉLAGS ÍSL. MYNDUSTARMANNA Aðalfundur Félags íslenzkra myndlistarmanna var haldinn hinn 6. des. sl. Sem að líkum lætur var skálabyggingin á Miklatúni efst á baugi og þótti nú vænlegar horfa en fyrir ári. þegar menn veltu vöngum yfir einmana bílskrjóð í vonlitlu happdrætti. Stjórnin taldi góð- ar vonir til þess að hafizt yrði handa jafnvel á næsta vori og með Iögmálið í huga, að hálfn- að sé verk þá hafið er, ríkti bjartsýni á fundinum. f stjórn voru endurkjömir Sigurður Sigurðsson formaður. Valtýr Pétursson gjaldkeri, en í stað Harðar Ágústssonar. sem baðst undan endurkjöri varð Kjartan Guðjónsson ritari. f sýningamefnd voru kosnir málararnir Jóhannes Jóhannes- son. Steinþór Sigurðsson, Eirík- ur Smith, Si'gurður Sigurðsson og Hafsteinn Austmann. og myndhöggvararnir Sigurjón Ól- afsson, Guðmundur Benedikts- son og Magnús Á. Ámason. Fulltrúar í Bandalagi ísl lista- manna urðu: Magnús Á. Árna- son. Kjartan Guðjónsson, Kristj- án Davíðsson. Eiríkur Smith og isjálfkjörinn Sigurður Sigurðs- son formaður. Talsvert fjör hefur verið í sýningum utanlands og innan og ÞRÍFÓTUR Stór og góður þrífótur óskast til kaups. Þarf að vera nothæfur til ,,close up“-myndatöku. Hringið í síma 2-08-05 sem fyrst. sýningar framundan erlendis. M. a. er í bígerð æskulýðs-,.bienn- ale“ á vegum Norræna lista- bandalagsins þar sem aldurs- takmark verður 30 ár og sýn- ingar á Norðurlöndum til skipt- is. Samþykkt var að bjóða þrem nýjum mönnum að ganga í fé- lagið og eru það málaramir Hringur Jóhannesson, Sveinn Snorri Friðriksson og mynd- höggvarinn Jóhann Eyfells. SKIPAUIGtKÐ KIKISINS M.B. OTUR fer til Rifshafnar, Ölafsvíkur, Grundarfjarðar, Stykkishólms og Flateyrar á fimmtudag. Vörumóttaka á miðvitoudag. Skinnjakkar á stúlkur og drengi. . HVÍTAR SKYRTUR, allar stærðir. SKYRTUHNAPPAR os bindi o.m. fl. Góðar vörur á góðu verði. Verzlun Ó. L. Traðarkotssundi 3 ímóti Þjððieikhúsinuy. Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar að hinum ýmsu deildum Land- spítalans. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona Landspítalans í síma 24160 og á staðnum. Skrifstofa ríkisspítalanna. HIOLBARÐAR FRA , , SOVETRIK3UNUM REYNSLAN HEFUR SANNAÐ GÆÐIN MARS TRADING €0. H.F. KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373 BLAÐDREIFING Unglingar óskást til blaðburðar í eftir'tal- in hverfi: Hjarðarhaga — Skipholt — Kleppsveg — Múlahverfi. Sími 17-500. KÓPAVOGUR: Laust hverfi: — Digranesvegur. Upplýsingar í síma 40-753. ÞJÓÐVILJINN. vlnsœlasfir skartgripir jóhannes skólavörðustíg 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.