Þjóðviljinn - 05.01.1966, Síða 3
Johnson áætlar a5 verja miljörðum |
dollara til stríðsins í Vietnam
■
■
■
■
Mun biðja þingið um fimm miljarða dollara til stríðsins á þessu
fjárhagsári og stórfellda hækkun fjárveitingarinnar á því næsta
WASHINGTON 4/1 — Niðurstöðutölur fjárlagafrumvarps
Johnsons forseta sem lagt verður fyrir fulltrúadeildina
þegar þing kemur saman í næstu- viku munu vera 110 til
115 miljarðar dollara og má af því ráða að ætlunin sé að
verja miljörðum dollara til stríðsins í Vietnam á næsta
ári. Þessi áætlun gefur til kynna að Bandaríkjastjórn
hafi þegar lagt á ráðin um stórfellda útfærslu stríðsins í
Vietnam á þessu ári, hvað sem líður svo allri svonefndri
„friðrasókn" hennar.
Niðurstöðutölur á fjárlögum
yfirstandandi fj árhagsárs voru
tæpir 100 miljarðar dollara, svo
að hér er um mikla hækkun
að ræða, og vafalítið að veru-
legur hluti hækkunarinnar er
ætlaður til stríðsins í Vietnam,
enda hefur spurzt að Johnson
muni fara fram á að þingið sam-
þykki aukafjárveitingu til stríðs-
ins á yfirstandandi fjárhagsári
sem lýkur 30. júní og muni hún
nema fimm miljörðum dollara
eða 215.000.000.000 króna.
getið til að ætlunin sé að hann
fari til Moskvu, en ekki fékkst
það staðfest í Washington í dag.
hafa f jóra daga á strönd Suð- j
ur-Vietnams norður af Nha |
Trang tæpa 400 km fyrir norð- j
austan Saigon. Sveitir úr Saigon- !
hernum og suðurkóreskar her-
sveitir hafa þar barizt gegn
skæruliðum og beitt bæði eld-
vörpum og eiturgasi til að svæla
þá út úr jarðgöngum þeirra.
Ásökun frá Peking
Sén Ji, utanríkisráðherra Kína,
segir í viðtali sem birtist í mál-
gagni japanskra kommúnista,
„Akahata“ í dag, að leiðtogar
Sovétríkjanna hafi liðsinnt
Bandaríkjamönnum til að senda
herlið til Vietnams.
— Hefðu Sovétríkin í raun-
inni viljað aðstoða vietnömsku
þjóðina, þá hefðu þau getað
gert hvaða ráðstafanir sem væri
til að draga vígtennurnar úr
Bandaríkjamönnum. Það hafa
sovézkir leiðtogar ekki gert.
Heldur hafa þeir þvert á móti
lagt sig alla fram til að auð-
velda Bandaríkjamönnum að
ein.beita herafla sínum gegn
Vietnam, sagði Sén Ji.
Þingið hefur áður tvívegis
veitt s'líka aukafjárveitingu á
þessu fjárhagsári.
Bill Moyers, blaðafulltrúi for-
setans, skýrði frá því í dag að
í fjárlagafrumvarpinu væri gert
ráð fyrir 7 miljarða dollara
halla. Hann sagði að ekki yrði
reynt að jafna þann halla með
auknum sköttum, en vildi ekk-
ert segja um hvemig farið yrði
að því.
Hafnað í Hanoi
Stjóm Norður-Vietnams segir
í yfirlýsingu sem birt var í dag
að meðan Bandaríkin haldi á-
ffam yfirgangi sínum gagnvart
hinni vietnömsku þjóð, muni
hún berjast fyrir sjálfstæði sínu.
1 yfirlýsingunni segir að
Bandaríkjastjórn hafi fyrir
skömmu hafið svonefnda „frið-
arsókn“ og jafnframt hafi ver-
ið gert bráðabirgðahlé á loftár-
ásunum til að sanna að hugur
fylgdi máli. En staðreyndirnar
sýni að í hvert sinn sem Banda-
ríkjamenn búist til að herða
stríðið tali þeir um frið.
Lýst er sök á hendur Banda-
ríkjamönnum fyrir að hafa hafn-
að fjögurra atriða tillögum
Norður-Vietnams um friðsam-
lega lausn. Þessi fjögur atriði
feli i sér pólitísk og hemaðarleg
meginákvæði Genfarsamn.ing-
anna frá 1954.
Harriman til Moskvu?
Sendiboðar Johnsons forseta
sem eiga að ,,kynna stefnu
Bandaríkjanna í Vietnam“ eru
enn á þeysingi milli höfuðborga.
Harriman aðstoðarutanríkisráð-
herra kom í dag til Kaíró og
ræddi við Nasser forseta. Hann
hefur áður verið í Póflandi, Jú-
góslavíu, Indlandi. Pakistan og
Iran og mun eiga að fara til
enn eins lands. Þess- hefur verið
Ein af hörðum orustum Victnamstríðsins hefur staðið undanfarið á óshólmum Mekongfljóts, rétt við
landamæri Kambodja og skammt austur af Saigon. Bandaríkjamcnn beittu þar allri manndráps-
tækni sinni, stórskotaliði, napalmsprengjum og citurgasi og sögðust hafa unnið mikinn sigur, hafa
fellt 111 skæruliða, handtekið sjö og aðra 502 sem grunm: léki á að væru skæruliðar. — Myndin
sýnir Bandaríkjamenn sækja fram á þessum slóð um.
Sovézk sendinefnd er á förum
til Hanoi og verður Sélepin for- •
maður hennar.
1 Washington er sagt að ætla
megi að hléið á loftárásum á
Norður-Vietnam muni standa
fram yfir vietnömsku nýárshá-
tíðina sem stendur dagana 20.—
24. janúar. Þjóðfrelsisfylkingin
í Suður-Vietnam hefur boðizt til
að gera vopnahlé þá daga.
Eiturgas cnn
í Saigon var í dag skýrt frá
hörðum bardögum sem staðið
Leiðtogar verkfallsmanna í
New York settir í fangelsi
..........................
■
■
Bandarikin brennimerkt \
á ráðstefnunni í Havana í
NEW YGRK 4/1 — Michael
Quill, leiðtogi 35.000 starfsmanna
við almenningsfarartæki New
York borgar sem hófu verkfall
á nýársdag, var í dag tekinn
höndum ásamt fjórum sam-
starfsmönnum sínum. Engar
horfur eru á lausn verkfallsins
og fyrirsjáanlegt algert öng-
þveiti i umferð Sitórborgarinnar.
Hæstiréttur New York fyrir-
skipaði fangelsun Quills og fé-
laga fyrir að hafa óhlýðnazt
þeim fyrírmælum réttarins að
aflýsa verkfaliinu sem úrskurð-
að hafði verið ólögilegt. Quill
hafði svarað þeim úrskurði með
bví að fyrr færi hann í fang-
elsi en hann aflýsti verkfallinju.
Verkfallsins var tekið að gæta
fyrir alvöru í dag, en við það
hafa stöðvazt állir stræ'tisvagn-
ar og neðanjarðarlestir sem milj-
ónir borgarbúa nota til að aka
til vinnu sinnar og frá.
í dag urðu færri en í gæi við
þeim tilmælum Lindsays borg-
arstjóra að skilja bíla sína eftir
heima en fá heldur far með ná-
grönnum. Það tókst að afstýra
algeru öngþveiti í umferðinni í
dag en það er fyrirsjáanlegt ef
verkfallið heldur áfram.
1 kvöld bairst sú frétt að hálf-
um öðrum tíma eftir að Quill
var handtekinn hafi hann veikzt
skyndilega og verið fluttur í
Framhald á 9. síðu.
HAVANA 4/1 — 1 heiftþrung-
inni ræðu sem Dorticos, forseti
Kúbu, flutti þegar hann í gær
setti ráðstefnu þjóða rómönsku
Ameríku, Afríku og Asíu
brennimerkti hann Bandaríkin
sem höfuðfjanda friðar og fram-
fara í heiminum. •
Um 500 fulltrúar sitja ráð-
stefnuna frá þjóðfrelsishreyfing-
um í tæplega 100 löndum, ríkis-
stjórnum, andstöðuflokkum og
byltingarhreyfingum, allt eftir
því hvernig þjóðfrélsissinnum
hefur vegnað í starfi sínu.
Fulltrúa Vietnams fagnað
Setningarræðu Dorticos var
vel fagnað, en fögnuður fulltrúa
varð þó enn meiri þegar full-
trúar Þjóðfrelsisfylkingar Suð-
ur-Vietnams voru hylltir.
Furðulítill ágrciningur
Fréttaritari ,,l’Unitá“ í Havana
segir að furðulítill ágreiningur
hafi verið uití hverjir skyldu fá
sæti á ráðstefnunni, þegar haft
er í huga hve margvísleg þau
sarrjtök eru sem að henni standa
þótt öll vilji stefna að sama
marki. Hann nefnir nokkur
dæmi þess að nefndir sem mætt-
ar voru til ráðstefnunnar frá
rómönsku Ameríku fengu ekki
sæti á henni og réð því und-
irbúningsnefndin. Þannig var vís-
að frá fulltrúum frá Perú sem
eru í andstöðu við byltingar-
hreyfinguna þar og telja sig
fylgja sjónarmiðum Kínverja.
Einnig fulltrúi örlítils klofnings-
hóps frá Chi'le sem kennir sig
við Spartakus.
Þá voru einnig útilokaðir full-
trúar skæruliðahreyfingar þeirr-
ar í Guatemala sem er undir
stjóm Jon Sosa. Fulltrúar
Guatemala eru frá Byltingar-
hemum (FAT), en að honum
standa ýms öfl, kommúnistar,
stúdentar og jafnvel lýðræðis-
sinnaðir liðsforingjar.
Annars eru nefndimar frá
rómönsku Ameríku skipaðar
fulltrúum allra hinna margvís-
legu afla sem vinna gegn heims-
valdastefnunni og nýlenduarð-
ráninu. Nefndin frá Argentínu
er þannig skipuð bæði komm-
únistum, perónistum og ..vinstri-
kommúnistum“ sem sagt hafa
skilið við flokkinn, en berjast
þó við hlið hans.
Miðvikudagur 5. janúar 1966 — ÞJÖÐVXLJINN — SlÐA J
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Brezkir menntamenn
um Vietnamstriðið
Á Þorláksmessu birtist á heilli síðu í brezka blað-
inu „The Times“ ávarp vegna stríðsins í Vietnam.
Ávarpið er mjög á sömu leið og önnur sem mennta-
menn í mörgum löndum hafa birt að undanförnu.
Það fer hér á eftir:
„Þungan kvíða hefur sett að okkur við fréttir
um frekari útfærslu hernaðar Bandaríkjanna
í Vietnam og að verið sé að undirbúa loft-
árásir á Hanoi og Haiphong og umhverfi
þeirra. Við lesum með skelfingu að Dean Rusk
utanríkisráðherra hafi nýlega sagzt ekki sjá
neinar líkur á málamiðlun í Suður-Vietnam.
Við óttumst að ríkisstjóm Bandaríkjanna
kunnj nú þegar að hafa ákveðið að eina hugs-
anlega lausnin í Vietnam sé hemaðarleg.
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert
opinskátt að á tímabilinu frá því í desember
1964 til maí 1965 hafi því borizt tilboð frá
Norður-Vietnam um að hefja samningaviðræð-
ur; að frumkvæðið í maí hafi komið í kjölfar
fimm daga hlésins á loftárásum á Norður-
Vietnam, og að öllum frumkvæðum hafi ver-
ið hafnað vegna þess að sett hafi verið óað-
gengileg skilyrði: Við vonum að fréttir þess
efnis að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafj litlu
sinnt nýlegu frumkvæði af ítalskri hálfu reyn-
ist ekki á rökum reistar. Það er einlæg sann-
færing okkar að reyni Bandaríkin að finna
lausn í Vietnam aðeins á vígvöllunum og með
langvarandi hörmungum, bæði fyrir Vietnama
og Bandaríkjamenn, muni það spilla hverjum
sigri sem kynni að vinnast og vekja beizkju
og tortryggni sem endast muni heilan manns-
aldur.
Þess vegna vonum við að ríkisstjórn Banda-
ríkjanna muni sýna vilja sinn til friðsamlegr-
ar lausnar með því að fallast á eftirfarandi til-
lögur: 1) Hætt sé loftárásum á Norður-Viet-
nam, 2) viðurkennt sé að Þjóðfrelsisfylking-
in sé réttmætur samningsaðili, 3) fallizt sé á
að ákvæði Genfarsamninganna frá 1954 séu
lagalegur, siðrænn og hagnýtur grundvöllur
þess friðar sem um verður samið“.
Benjamin Britten Graham Greene
Undir þetta ávarp rita þrjátíu og átta menn og konur, öll
þjóðkunn í Bretlandi og mörg um ailan heim. Nöfnin eru birt
í stafrófsröð og skulu hér nokkur nefnd: A. J. Ayer, prófessor
í heimspeki í Oxford, C. M. Bowra, rektor Wadham College
í Oxford, Sidney Brenner, líffræöingur við ríkisrannsökna-
stofnunina í Cambridge, tónskáldið Benjamin Britten, lei'k-
stjórinn Peter Brook, förstjóri Royal Shakespeare Theatre,
vísindamaðurinn og nóbelsverðlaunahafinn Boyd Orr lávarð-
ur, G. M. Carstairs, prófessor í Edinbarg, myndhöggvarinn
Hugh Casson, listfræðingurinn Kenneth Clark, C. A. Coulson,
stærðfræðiprófessor í Oxford, E. R. Dodds, prófessor í grísk-
um bókmenntum í Oxford, William Empson, prófessor í ensk-
um bókmenntum í Sheffield, söngvarinn Geraint Evans, rit-
höfundurinn Graham Greene, myndhöggvarinn Barbara Hep-
worth, sa gnf ræðingurinn Christopher Hill, visindamaðurinn
Francis Huxley, Paul Johnson, ritstjóri ,,New Statesman“,
biskupar ensku kirkjunnar í Llandaff (Wales), Southwark og
Woolwich (London), leikarinn Michael Redgrave, fyrrverandi
erkibiskup kaþólskra í Bombay, jesúítinn T. D. Roberts, mál-
arinn Graham Sutherland.