Þjóðviljinn - 05.01.1966, Side 8

Þjóðviljinn - 05.01.1966, Side 8
0 SlÐA — ÞJÖDVIEJINN — Miðvíkudagur 5. janúar 1966. • Talar um Kurt Weill og Bert Brecht í kvöld • Við viijum vekja sérstaka athygli á þeim dagskrárlið i útvarpinu í kvöld. sem hefst kl. 15. mín. yfir 10. Þar talar Kristján Ámason um eitt fraagasta verk þeinra félaga K”r* Weill og Bertolts Brechts, i;.»ccht >,Uppgang og hrun Maha- gonny-borgar“ og kynnir þætti úr þvi. Lotte Lenya fer með aðalhlutverkið í óperunni en aðrir flytjendur eru Gisela Litz, Sigmund Both. Horst Gúnter, Peter Markwort o.fl. ásamt kór og hljómsveit. Stj. er Wilhelm Brúckner-Rúgge- berg, sem er íslenzkum tónlist- arunnendum að góðu kunnur frá heimsókn sinni hingað fyr- ir allmörgum árum, en þá stjómaði hann tónleikum Sin- ' fóníusveitar Islands. 13.00 Við vinnuna. ' 14.40 Sigrún Guðjónsdóttir les skáldsöguna Svört voru segl- in. 15.00 Miðdegisútvarp. Templ- arakórinn syngur. Philharm- onia leikur þætti úr Þymi- rós, eftir Tjaikowský. Kim Borg syngur aríur úr Igor fursta, eftir Borodin. K. Sroubek og útvarpssveitin í Prag leika Konsert-pólonesu fyrir fiðlu og hljómsveit eft- ir Fibich. 16.00 Síðdegisútvarp. B. Holly R. Garcia. P. Paramillo, S. O. Sandberg, E. Hauge, E. Kaare, The Jordanaires o.fl. leika og syngja. 18.00 Útvarpssaga barnanna: Á krossgötum, eftir Aimée Sommerfelt Þýðandi: Sigur- laúg Björnsdóttir. Lesarl: Guðjón Ingi Sigurðsson leik- ari (1). 20.00 Daglegt mál. 20.05 Efst á baugi. 20.35 Raddir lækna: Snórri Páll Snorrason talar um há- an blóðþrýsting. 21.00 Lög unga fólkisins. Gerð- ur Guðmundsdóttir kynnir. 22.15 Bertolt Breoht: Erindi og ópera. Kristján Ámason menntasikólakennari talar um BreCht og kynnir síðan óperuna Mahagonny, eftir K. Weill við texta Brechts. Flytjendur: L. Lenya, G. Litz, S. Roth, H. Gúnter, P. Markwort o.fl. ásamt kór og hljómsveit. Stjómandi: W. Brúchner-Rúggenberg. 23.55 Dagskrárlok. Atta riddarar og þrír stórriddarar í fyrradag barst Þjóðviljan- um eftirfarandi frétt frá orðu- ritara: Forseti íslands hefur eftirfarandi menn ht merkjum hinnar íslenzKU fálkaorðu: 1. Elías Halldórsson, forstjóra, Reykjavík, stórriddarakrossi, fyrir störf í þágu sjávarút- vegsins. 2. Jóhannes Nordal, bankastj., Reykjavík, stórriddarakrossi, fyrir embættisstörf. 3. Svanbjörn Frímannss., banka stjóra, Reykjavík, stórridd- arakrossi, fyrir störf að bankamálum. 4. Áma Árnason, kaupmann, Reykjavík, riddarakrossi, fyr- ir störf að slysavarnamálum. 5. Björn E. Árnason, endur- skoðanda, Reykjavík, ridd- arakrossi, fyrir margháttuð opinber störf. 6. Guðmund Kr. Guðmundsson, bónda Kvígindisfelli, Tálkna firði, riddarakrossi, fyrir búnaðar- og félagsmálastörf. 7. Jóhannes Jónsson, útgerðar- mann, Gauksstöðum, Garði, riddarakrossi, fyrir störf að s j ávarútvegsmálum. 8. Jónu Guðmundsdóttur, íyrrv. yfirhjúkrunarkonu, Reykja- vík, fyrir hjúkrunarstörf. 9. Magnús J. Brynjólfsson, for- stjóra, Reykjavík, riddara- krossi, fyrir viðskipta- og fé- lagsmálastörf. 10. Níels P. Sigurðsson, deild- arstjóra, Reykjavík, riddara- krossi, fyrir störf á vegum utanríkisþjónustunnar. 11. Þórstein Bjamason, körfu- gerðarmann, Reykjavík, ridd- arakrossi, fyrir störf að mál- efnum blindra. • Margs er að gæta — Notaðu ekki lakkskó, svo karlmennirnir sjái ekki nærfötin þín endurspeglast í þeim. — Gættu þín á karlmönn- um, sem standa fyrir neðan stigann til þess að geta horft upp til þín. — Forðastu hvítan lit, hann minnir á rúmföt. — Settu púður í baðið, svo líkami þinn speglist ekki í vatninu. ( — Úrdráttur úr siðaregl- um, sem stúlkum eru kenndar í nokkrum kaþólsk- um skólum Bandaríkjanna.) AUGL ÝS/NG um hækkun á sérstöku innflutningsgjaldi af benzíni. Samkvæmt lögum um breytingu á 85. gr. vegalag- anna hækkar sérstakt innflutningsgjald af benzíni úr kr. 2,77 í 3,67 af hverjum lítra frá og með 1. þessa mánaðar. Hækkunina ber að greiða af benzínbirgðum, sem til eru í landinu nefndan dag. Þó skulu g'jaldfrjáls- ir 300 lítrar hjá hverjum eiganda. Fyrir því er hér með skorað á alla þá, sem áttu birgðir af benzíni nefndan dag, að tilkynna lög- reglustjórum, í Reykjavík tollstjóra, um birgðir sín- ar þann dag, og skal tilkynningin hafa borizt fyr- ir 12. þ.m. Fjármálaráðuneytið, 4. janúar 1966. • Brúðkaup • Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Óskari J. Þorlákssyni ungfrú Guðrún Gyða Þórólfs- dóttir og Loftar Páll Bjama- son. Heimili þeirra er að Stóragerði 10 Reykjavík. (Hlustað á útvarp á 3. í jóhim). Sýnist hafa sannazt nóg saga af hvalfiskinum, að hann gleypti, að hann spjó aftur spámanninum. Gamli Jónas gekk í lið góðra afla megin. Nafni hans úr kanans kvið kemur heilaþveginn. Habakúk. • Ort á áramótum (Ljósmyndastofa Þóris). • Fyrir * skömmu voru gefin saman í hjónaband í Dóm- kirkjunni af séra Óskari J. Þorlákssyni ungfrú Guðbjörg Bryndís Sigfúsdóttir og Odd- geir Júlíusson. (Stúdíó Guðmundar) • Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Kópavogskirkju af séra Gunnari Ámasyni ungfrú®- Hekla Gestsdóttir og Skúli fs- leifsson. Hugur manna heims iurv ból hatar glæparíkin. Kæra þau við kvalastól kvenna- og barnalíkin. Ben. frá Hofteigi. Fiskimál • Vísan um hval- inn, kanann og spámanninn • Nýlega vom gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Óskari J. Þorlákssyni ung- frú Guðbjörg R. Jónsdóttir og Skúli Ólafsson Grenimel 40. (Stúdió Guðmundar) • Nýlega voru gefin saman í hjónabcmd af séra Þorsteini Bjömssyni ungfrú Ingveldur Rósinkranz og Þór Ámason. Heimili þeirra er að Grettis- götu 44. (Ljósmyndastofa Þóris). (Ljósmyndastofa Þóris). • Fyrir skömmu voru gefin saman í hjónaþand í Neskirkju af séra Frank M. Halldórsssyni ungfrú Erla Hafdís Sigurðar- dóttir og Sigurður Valur Magn- ússon Mjósitræti 6. (Stúdíó Guðmundar) Framhald af 4. síðu. til 12% af brúttó-aflaverð- mæti skipsins. Talað hefur verið jöfnum höndum um þessar tvær leiðir til að létta undir með norskri þorskútgerð nú á næstu tímum og hafa þessi skrif sífellt orðið hávær- ari eftir því sem liðið hefur á haustið. Þar sem ég veit að allur fjöldinn ,af íslenzkum útgerðar- og sjómönnum fylg- ist lítið með hvað gerist í þessum málum í næstu lönd- um við okkur, svo sem Noregi, þar sem margt er líkt á sviði sjávarútvegs og hér, þá þykir mér rét.t, að koma þessum frétt- um á framfæri, þar sem uppi er um það sterkur orðrómur, að breyting muni brátt gerð á stofnlánum norska fiskveiði- flotans, sem muni gera rekst- ur hans hagkvæmari í fram- tíðinni. Blaiaútgáfa Val til mikils sóma Valsmenn hafa fyrir mörg undanfarin jól gefið út mynd- arlegt hefti af félagsblaði sínn VALSBLAÐINU. Fyrir síðustu jól kom út nýtt, stórt hefti og að vanda mjög fjölbreytt að efni og vel úr garði gert. I þessu hefti er m.a. birt jólahugleiðing eftir séra Sig- urð Hauk Guðjónsson Fjöldi greina er um félagsstarfið á liðnu óri og mörg viðtöl við eldri og yngri félaga: Magnús Bergsteinsson hinn gamalkunna knattspymumann, Sigríði Sig- urðardóttur fyrirliða landsliðs- ins í handknattfleik og íþrótte- mann ársins 1965, Sigurð Dags- son, Geir Guðmundsson, Erlu Magnúsdóttur, Stefán Sand- holt, Óla B. Jónsson (en Óli hefur nú tekið við þjálfun meistaraflokks Vals í knatt- spymu). Afmælisgreinar eru um nokkra Valsmenn og minn- ingargrein um séra Bjama Jónsson. Þáttúrinn ,,Hver er Valsmaðurinn?" fjallar að þessu sinni um Svein Zoega. Grein er um Puskas og sitt- hvað fleira. Ritstjórar þessa myndarlega Valsblaðs eru Einar Bjömsson, Frímann Helgason og Gunnar Vagnsson. NÁMSKEIÐ í JÚDÓ Hið nýja félag judó-manna hér, Judokwai, efnir til nám- skeiðs fyrir byrjendur, og stendur það til janúarfoka, en þá er von á erlendum judo- þjálfara til félagsins og er mið- að við að þátttakendur í þessu námskeiði hljóti nægan undir- búning til þess að geta farið í framhaldsæfingar til hans. 1 athugun er að efna til keppni í byrjun febrúar og síðan aftur í byrjun maí og veita þá stig fyrir kunnáttu og getu í judo. Stigveitingar Judokwai eru viðurkenndar hvar sem er í heimin.um, svo að það er eftirsóknarvert fyrir þá sem áhuga hafa á að hljóta frama í judo að’ hlotnas.t stig innan Judokwai. Innritun í námskeiðið fer fram að Langagerði 1, föstu- dagxnn 7. jan. kl. 8 s.d. og laugardaginn 8. jan. kl. 4 sd. Þar fer einnig fram á sama tíma innritun á „old boys æf- ingar“. í Judokwai er lögð á- herzla á það, að judo er ekki fltti börn 104 ára TEHERAN — Þrítug eiginkona hins 104 ára gamla bónda Sou- fis í íran ól manni sínum ný- lega tvíbura. Þar með eignað- ist Soufis áttunda og níunda barn sitt eftir „aðeins sjö hjónabönd“. Soufi þessi býr með fjöl- skyldu sinni í þorpinu Subj- ehlu við Riz í Norðvestur-íran. Öldungurinn lét svo um mælt við blaðamenn, að hann hlakk- aði til þess að eignast fleiri böm áður én hann yrði 150 ára gamall. — Þess má raunar geta, að elzti sonur Soufis er 81 árs að aldri. aðeins fyrir keppnismenn, það er raunveru'lega alhliða lík- amsræktarkerfi fyrir unga sem gamla. Það, sem nefnt er hér „old boys æfingar" er að- eins til þess að undirstrika, að ekki er lögð áherzla á að búa menn undir keppni í þeim tímum, heldur verða léttari, en þó alhliða æfingar til að auka þol og mýkt, auk þess, sem kennd verður sjálfsvöm.. Stjóm Judokwai vill minna á, að í Judobókinnl eftir R. Bowen og Hodkinson er mik- inn fróðleik af finna um judo, og mælir með að judomenn kynni sér hana vel til þess að efla sem bezt þekkingu sina og árangur sinn í judo. lá «,-v | U törit. '/f ‘ S* í/I/fe fl fl 0. fl u fl D J n IrxríP Einangrunargler Framleiði einuogis úr úrvaJs gleri. — 5 ára ábyrgðx PantiS tímanlega. Korkiðfan it.f. Skúlagötu 57. — Siml 23200. Verkstjóranámskeið Næsta verkstjóranámskeið verður haldið sem hér segir: Fyrri hluti 7.—19. febrúar 1966 Síðari hluti 21. marz til 2. apríl 1966 Umsóknarfrestur er til 25. janúar n.k. Allar upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Iðnaðarmálastofnun íslands, Skipholti 37. Stjórn Verkstjórnarnámskeiðanna. 1 í

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.