Þjóðviljinn - 05.01.1966, Side 12

Þjóðviljinn - 05.01.1966, Side 12
k i Hér er Halldór Bjarnason „ Við fáum ekki sjómenn á bátana ii Það er til lítils að setja yfirnefndir og skammta naumt fiskverð. Það er lítil stjórnvizka og stefnir aðeins heil- um atvinnuvegi í rúst. Eina vitið er að búa út efna- hagslegan ramma fyrir eðlilegan rekstur á útgerð til bolfiskveiða og þar má ekki gleyma hlut sjómannanna, — annars hverfa þeir í land og við reynum að losa okkur við fleytumar. Síðustu tvö árin hefur fiskverð hækkað erlendis, en okkur hefur verið vikið til hlið- ar við úthlutun á þessum ávinningi, — við erum alltaf látnir mæta afgangi og horfir nú til vandræða með að halda bátunum úti. i Við náðum tali a£ Halldóri Bjarnasyni í gærdag um borð i bát hans Jóni Bjarnasyni við Grandagarð og spjölluð- um við hann vítt og breitt um útgerð á bolfiskveiðar. Við bíðum spenntir eftir, fiskverðinu þessa daga og er | mikið í húfi, hvernig til tekst ™ um ákvörðun þessa fiskverðs, — það er svo mikið í húfi, að þarna er í rauninni verið að gera út um útgerð mikils fjölda af bátum. Það er ekki mikil stjórn- list að drepa niður undir- stöðuatvinnuveg eins og þorsk og ýsuveiðar og hefur hinn efnahagslegi rammi kringum þessa útgerð þróazt svo hörmulega síðustu árin, að þetta er orðið vonlaust að halda þessum fleytum úti nema stórfelld hagræðing komi til og lagast ekki öðru vísi en að hækka fiskverðið að miklum mun í þetta sinn. Bátar mínir fiskuöu sæmi- lega á síðasta ári en kjör sjómannanna voru hvergi ná- lægt því að vera samkeppn- isfaer við laun í landi og útgerðarkostnaður hefur þotið * I I I I I ! upp síðustu árin í verðbólg- unni og hefur hvergi verið í samræmi við þær fiskverðs- hækkanir, sem fengizt hafa seint og illa. — þó hefur fiskverð erlendis hækkað mikið síðustu tvö árin, en við erum hafðir síðastir á blaði við skiptin á slíkum feng í þjóðarbúið. Það er verið að reka beztu sjómennina í land og okkur gengur ákaflega illa að ráða menn á bátana núna í ár. Ég vissi af kollega mínum, sem auglýsti eftir mönnum í fyrradag á bát sinn og hafði hann haft mikjnn viðbúnað í auglýsingaheiminum og settist svo niður við símann og beið eftir upphringingum. Síminn hreyfðist ekki allan daginn og er ekki farinn að hringja ennþá, — það vant- ar ekki, að við auglýsum eftir sjómönnum þessa daga, en það er rýr eftirtekjan. I morgun hitti kollegi minn siðmar.n á götu og reyndi að fala hann sem háseta í vetur. Nei. — ég fer ekki á sjóinn, — við erum hættir að líta við sjónum, — ég stunda núna íhlaupavinnu við byggingar á i'andi, — við sleppum þannig við skatt- ana, — fáum mikiu betra kaup við þessa vinnu og borgum minni skatta, — það er lóðið. Og Halldór heldur áfram: Fyrir nokkrum dögum hringdi ég til Færeyja og átti tal þar við færeyskan út- gerðarmann og reyndi að heyra í honum hljóðið, — hvort færeyskir sjómenn vildu koma til fslands og ráða sig á íslenzku bátana. Færeyski útgerðarmaðurinn sagði mér, að sjómenn þar hefðu gert það ákaflega gott í haust við línuveiðar við ísland, — þeir hefðu aflað þetta 1600 til 2000 kitt í túr og selt það á Bretflandsmark- aði fyrir 9 þúsund pund, — þeir hefðu lítinn hug að fara til Islands eins og í pottinn væri búið fyrir sjómenn þar núna. Það er til lítils að setja yfimefndir og láta þær skammta naumt til útgerðar og sjómanna með lágu fisk- verði, — útvegur leggst af sjálfu sér niður með slíkum ramma, — þar á ég við alla báta, sem stunda bolfiskveið- ar, — sjómennirnir leita í land eftir hægari vinnu, sem er betur borguð og útgerð- armenn reyna hver um ann- an þveran að losna við bát- ana, — það er svart fram- undan í þessum efnum. Eina raunhæfa ieiðin er að hækka fiskverðið og það að stórum hluta núna. Kanns.ki hefur Jónas Har- alz lært eitthvað í Ghana. Upphaf fundarins í Tasjkent lofar géSi um árangur hans Ayub Khan og Shasfri ræddust við einslega í gær og sovézkir talsmenn segja fundinn þegar hafa heppnazt TASKJENT 4/1 — Talið er að upphaf viðræðufunda leið- toga Indlands og Pakistans, Shastris og Ayubs Khans, 1 Tasjkent í Sovétríkjunum lofi góðu um árangur af þeim og sovézkir talsmenn sögðu í dag að þegar væri óh^it að fullyrða að ráðstefnan hefði heppnazt. Aðrir efast þó um að þeim j Shastrj og Ayub muni takast að jafnan þann mikla ágreining sem er milli þeirra þá viku sem viðræðunum í Tasjkent er ætl- að að standa. eri viðurkennt er að þegar hafi nokkuð unnizt við það aö Shastri og Ayub hafa ræðzt við undir fjögur auigu og þegar ráðgert að þeir ræðist oftar við einslega. Á fundinum í lag lagði Shas- tri til að Indverjar og Pakistan- ar gerðu með sér griðasáttmála sem byggðist á gagnkvæmri virðingu fyrir landsréttindum þeirra. Hann nefndi ekkj Kas- mír beinlínis. en gaf í skyn að lausn Kasmírdei'lunnar þyrfti ekki að vera forsenda fyrir slík- um griðasáttmála. Þessi tillaga Shastris virðist vera mjög svipuð tiilögu Ayubs á allsherjarþingj sÞ um að rík- in serndu um að halda frið hvort við annað en í svarræð sinni í dag sagði hann að var anlegup friður fengist þv; að- eins ag rutt væri úr vegj þeim Framha’d á 9. síðu. Desember- mánuður | óvenju kaldur Svo sem kunnugt er hefur Veðurstofan fólk við veðurat- huganir á Hveravöllum í vetur. og er það mikilvægur liður í könnun á veðurfari hálendisins. Meðalhitinn í desember rejmd- ist -4-8,3°C, úrkoma í mánuð- inum mældist 14 mm og bjart sólskin var í 6 kltrkkustendir og 12 mínútur Lægstur loft- hiti í mannhæg mældist á 2. dag jóla, -1-22,0°, en hæstur hiti +4,7° þann 15. Meðalvind- hraði í 10 mínútur komst hæst í 52 hnúta, en það samsvarar 10 vindstigum. Til samanburðar má geta þess að í Reykjavík mældist meðaihitj í desember -4-1,3°. en á Akureyri -4-4,9°. Úrkoma í Reykjavík var 41 mm, en á Akureyri 33 mm. Sólskin mæld- ist í Reykjavík 14% klukku- stund. Yfirleitt má seigja. að des- ember hafj vérið mjög kaldur og úrkomulítill um allt land. Hefur ekki mælzt jafnkaldur desembermánuður á Akureyri frá 1917. en þá var meðalhit- inn þar -4-5.4°. — (Frá Veðurstofunni). Þór liggur enn ó hliðinni Varðskipig Þór liggur ennþá á hliðinni í Slippnum og sögðu starfsmenn þar í gærdag, að sennilega kæmist skipig ekki á flot fyrr en næsta föstudag eða lauigardag. en þá verður stærsti straumur og þá svo mikið flóð að takast meai að ná varðskip- inu á flot. Starfsmennirnir í Slippnum töldu. að dráttarvagninn undir skipinu værj mikið skemmdur og raunar kominn út af spor- inu að hluta og kafari kannaði eitthvað skemmdir í gærdag á bakborðshlið og sýnist skipið hafa orðið fyrir merkilega litl- um spjöllum að því er séð varð í gær. ! \ I I I Það slys varð um kl. átta í gærkvöld, að 15 ára drengur, Hendrik Th. Gunnlaugsson, til heimilis í Stóragerði 22, varð undir bifreið á mótum Háaleit- isbrautar og Miklubrautar. Hlaut Hendrik skurð á enmi og var fluttur á Slysavarðstof- una. Raan nt í skurð Um kl. hálísex í gær varð það óhapp við mót Nýbýlavegs og Hafnarfjarðarvegs þar sem steypubíll var að draga kranabíl, að taugin slitnaði og bremsur kranabílsins biluðu og rann hann út af vegin.um og Oenti á hliðinni í skurði. Ekki urðu slys á mönnum. 50 flöskur af smyglvíni fundust Selá i Er SELÁ kom himgað tál Reykjavíkur milli jóla og mýárs fundust í slkipimu 50 flösteur af smygduðu áfengi af ýmsum teg- undum. Hafa tvedr skipverjar játað við yfiirheyTslur að beir eigi vínið. Bíllinn fór til Raufarhafnar Nýlega var dregið í happ- drætti Krabbameinsfélags Rvík- ur og var aðalvinningur Consul Cortina bifreið og er vinnings- -úmerið 14430. Vinningshafi hefur þegar gef- ið sig fram og reyndist hann vera Ingimundur Amason á Rauf arhöfe. Miðvikudagur 5. janúar 1966 — 31. árgangur — 2. tölublað. Frá fyrsta leik FH í nýju íþróttahöllinni í Laugardalnum. Þá kepptu Hafnfirðingar við tékkneska liðið Karviná og varð jafn- tefli. — Ljósm. Þjóðv. A.K. Leikmenn fredens- borgkoma ámorgun Eins og áður hcfur verið sagt frá í fréttum eiga ísl. handknatt- leiksmeistarar, lið Fimleikafé- Iags Hafnarfjarðar, að mæta (norska Iiðinu Fredensborg í Evrópubikarkeppninni i hand- knattlcik mcistaraliða og heldur síðan það liðið, sem sfgrar, á- fram í keppnjnni. Samið hefur verið um, að báðir Ieikirnir fari fram hér á landi og koma Norð- mennirnir til Reykjavíkur á morgun. Keppni F. H. og Fredensborg verður háð í íþróttahöllinni í Laugardal föstudagskvöld og sunnudag. Forleikir verða leikn- ir bæði skiptin og mun forleik- urinn á föstudag hefjast telukk- an 8.15 e.h., en á sunnudag tel. 4 e.h. Dómari í báðum leikjunum verður danskur, Poul Ovdal að nafni, en markdómarar verða Magnús Pétursson og Valur Benediktsson. Fari svo að liðin skilji jöfn eftir báða leikina, er búizt við að samið veröi um að leika úrslitalei'kinn á sunnu- dags- eða mánudagskvöld, en framkvæmdastjóri Í.B.R. hefur lofað aðstoð við að koma leikn- um á ef þörf fcrefur. Norðmennimir koma hingað á morgun með flugvél frá Flug- félagi Islands og er komutími áætlaður telutekan fjögur eftir hádegi. Þeir dveljast hér í boði F. H. og munu búa á Hótel Sögu. Á laugardag munu þeir Framhald á 9. síðu. Dætt í stiga Það slys varð í Oddfellow- húsinu við Vonarstræti um kl. sex í gær, að maður datt þar i stiga, meiddist talsvert og varð að flytja hann á Slysavarðstof- una. Fór í kappakstur við slökkviliðið tlm miðnætti í fyrrinótt hand- tók lögreglan í Reykjavík ung- an pilt, sem hafði farið I kapp- akstur við slökkvillfðið er það var á leið í brunakvaiðningu suður í Kópavog. Ók pilturinn hvað eftir annað fram úr slökkviliðsbílnum og var nærri því búinn að koma honum út af veginum. Kappaksturinn hófst á Hring- braut, þar sem ökuþórinn fór fram úr slökkviliðsþilnum þótt hann væri með rauð ljós og sírenumar á og æki á a.m.k. 80 km. hraða. Fór hann þá svo nærri slökkviliðabflnum, að öku- maður hans varð að aka upp á gamgstétt tll að forða slysi. Slökkviliðsbílinn fór íram úr hinum á Miklatorgi, en hann herti þá enn ferðina og fór aft- ur fram úr á móts við Hlíð- arenda við Reykjanesbraut. Telja verður slíkan kappakst- ur við slökkviliðs- og lögreglu- bíla mjög ámælisvert brot á umferðarlögunum og stórhættu- legt athæfi, þar sem slíkt get- ur bæði valdið stórslysi og eins orðið til að tefja starfsmenn slökkviliðs og lögreglu við mik- ilvæg þjónustustörf sín í þágu almennings. Því miður er þessi leikur piltsins ekkert ^insdæmi. Eldur í húsi Soítalast. I gær um kl. 2 var slökkvi- liðið kvatt að húsinu Spítala- stíg 4. Var talsverður eldur í húsinu, en tókst fljótlega að slökkva. Skemmdir urðu ekki miklar. »

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.