Þjóðviljinn - 12.01.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.01.1966, Blaðsíða 1
Miðvifcudagttr.il2. janúar 19&6 — 31. árgangur — 8. tökiblað. Drnsku stúlkubarnið Tina fannst heil á húfi i gær eftir fjögarra vikna leit Bálför Shastri verður gerð / dag SJÁ SÍÐU 3 Hernámsframkvœmdirnar i Hvalfirði mjög stórfelldar Sfœrsfi samningur sem Ísíentkir acSalverkfakar hafa gerf - 900 daga vinna fyrir 700-300 manns - 300-400 milj. kr. samningur Björn Jónsson Áðalfundur Einingar Aðalfundur Verkalýðsfélags- ins Einingar á Akureyri var haldinn sl. sunnudag. 1 stjórn félagsins voru einróma kjörin Björn Jónsson, formaðuir, Þór- hallur Einarsson, varaformaður, Rósberg G, Snædal, ritari, Vil- borg Guðjónsdóttir, gjaldkeri og meðstjórnendur Marta Jóhanns- dóttir, Björgvin Einarsson og Jón Asgeirsson. Félagsmenn Einingar eru nú 660. Eignaaukning félagsins varð 595 þús. krónur á síðast- liðnu ári. Á þessum fundi var kosin nefnd til þess að hraða byggingu orlofsheimi'la á Norð- urlandi á' vegum verkalýðsfélag- anna. Enn fá togararnir gott verð erlendis Tveir íslenzkir togarar seldu afla sinn erlendis í gærmorgun. Bv. Maí seldi í Grimsby 180,5 lestir fyrir 20.454 sterlingspund. Er það ágætt verð. meðalverð á hvert kg kr. 13,65. Þá seldi Bjarni Ólafsson í Cuxhaven í Vestur-Þýzkalandi 55 léstir fyrir 70.700 mörk. ■ Eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu gerðu íslenzkir aðalverk- takar samning skömmu fyrir jól um hernámsframkvæmdir í Hvalfirði. Er þetta stærsti samningur sem íslenzkir aðalverktakar hafa gert frá upp- hafi vega, og mun heildarverðmætið-nema 300—400 miljónum króna. Gerður hefur verið rammasamningur um allt verkið og gengið frá endanlegum samningi um helming þess. ■ Áætlað er að verkið muni taka 900 vinnudaga og verður beitt hinum stórvirkustu vinnuvélum. Verkafólk mun verða um 100 manns að meðal- tali en getur komizt allt upp undir 300 manns þegar mest verður. Herskip og kafbátar ekki síður en olíuskip ■ Eins og kunnugt er á að koma upp nýjum olíugeymum í Hvalfirði og gera nýja bryggju. Verður hún gerð úr stálrúllum og steinsteypu, lengri en sú sem verið hefur í notkun og með stærri haus. Þá verður komið fyrir miklum múrningum í botni Hvalfjarðar, þar sem stór skip geta legið við legufæri — herskip og kafbátar ekki síður en olíuskip. Reynt að gera lítið úr öllu ■ Málsvarar hernámsflokkanna hafa alltaf talað um framkvæmdir í Hval- firði sem eitthvert smáræði, t.d. var svo gert í hinni upphaflegu skýrslu Guðmundar í. Guðmundssonar, fyrrveramii utanríkisráðherra, þegar hann viðurkenndi að samningar um Hvalf j örð hefðu verið gerðir að alþingi forn- spurðu. Þær staðreyndir sem hér hafa verið raktar sýna að framkvæmd- imar verða þær mestu sem ráðizt hefur verið í síðan íslenzkir aðalverk- takar tóku til starfa. Hvar á að taka vinnuaflið? ■ Athyglisvert er að ætlunin er að r áðstafa 100—300 manns til þessara hernámsframkvæmda á sama tíma og mörg hundruð manna þarf til virkj- unarframkvæmdanna við Búrfell — o g jafnframt því sem fyrirhugað er að mörg hundruð manna starfi á vegum svissneska alúmínhringsins við Straum. Tef/a á Reykjavíkur- mótinu 1966 Þrír erlendu skákmeistar- anna sem þátt taka í Reykja- víkurmótinu 1966. Talið frá vinstri: Wade, alþjóðlegur meistari frá Bretlandi, O'- Kelly stórmeistari frá Belgíu og Kieninger alþjóðlegur meistari frá Vestur-Þýzka- landi. Er myndin tekin í blaðaviðtali er Skáksamband- ið efndi til að Hótel Sögu í gær. — (Ljósm. Þjóðv. 'A.K.). Sjá frétt á síðu 12. Ella Fitzgerald kemur til Reykjavíkur / febrúar Tuttugasta og fjórða febrúar kemur hingað til Iands hin heims- þekkta söngkona EHa Fitzgerald ásamt Jimmy Jones tríói og heldur hér tvenna hljómleika í Háskólabíói. Ella hefur hér viku- dvöl á landinu og kemur til með að búa á Hótel Sögu. Ella Fitzgerald er nú að leggja upp í söngferðalag um Evrópu og kemur hingað frá London á heimleið til Bandaríkjanna. Heyrzt hefur, að Ítalía og Spánn hafi haft hug á að fá söng- konuna og hafi hún vísað þeim löndum á bug vegna íslandsferð- arinnar. Aðgöngumiðasala að tónleikunum í Háskólabíói hefst næstu daga og kostar hver miði sennilega um kr. 400,oo og er þá haft í huga miðaverð að tónleikum Louis Armstrongs á síðasta ári og dans verðbólgunnar síðan. Bókmenntaverðlaunum Norð- urlandaráðs útblutað / dag ■ í dag verður úthlutað bókmenntaverðlaunum Norður- landaráðs fyrir árið 1966 og fer úthlutunin fram á fundi sem dómnefndin heldur hér í Reykjavík og hefst hann kl. 10 f.h. Skipa dómnefndina tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna. ■ Fulltrúar íslands í dómnefndinni eru Helgi Sæmunds- son formaður Menntamálaráðs og Steingrímur J. Þorsteins- son prófessor. Erlend blöð hafa talið að norski rithöfund- urinn Johan Borgen sé sigursiranglegastur í ár. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.