Þjóðviljinn - 12.01.1966, Síða 3

Þjóðviljinn - 12.01.1966, Síða 3
Miðvikudagur 12. janúar 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3 Bálför Shastri gerð með viðhöfn í dag NÝJU DELHI 11/1 — Mikill fólksfjöldi á flugvellinum í Nýju Delhi grét í morgun, þegar líkkista Shastri heitins forsætisráðherra var tekin út úr flugvélinni sem kom með hana frá Tas'jkent. Radakrishna forseta Indlands hafa borizt samúðarkveðjur úr öllum . heimshornum og eru menn á einu máli að mikill skaði sé • að láti þessa merk- ismanns. f morgun var hegar 1 stað hafin undirbúningur að bálför inni í fyrratnálið, sem verðu gerð á.ba'kka Jumna fljóts. Líi' Shastri lá í dag á viðhafnarbör um á heimili hans } Nýju Delh o.g gengu þúsundir fram hjá því. Á morgun er hann hefur ver-' ið brenndur að réttum helgisið- um Hindúa verður ösku hans dreift í Ganges. Gestir Sovézki forsætisráðherrann Aleksei Kosyigin kom í dag með flugvél til Nýju Delhi og heim- sótti strax ekkju Shastri til að votta henni samúð sína. Seinna í dar komu einnig til Nýju Delhi Hubert Humphrey varaforseti Bandaríkjanna og Mountbatten lávarður sem var síðasti varakonungur Breta á Meinuð þingseta ATLANTA 11/1 — Ungum blökkumanni sem hefur gagn- rýnt stefnu Bandarík'janna í Vietnam var í gær meinað að taka sæti sitt á löggjafarþingi Georgíufylkis í Bandaríkjunum. Hann var kosinn á þetta þing ií fyrra. falli Shastri bárust til Indlands í fyrrinótt var elzt} ráðherra'nn í rí'kisstjóminn} Gulzarilal Nanda gerður að forsætisráð- herra. Hann gegndi því embætti einnig } nokkra daga eftir lát Nehru. Fréttamenn í Nýju Delh} telja að nú séu miklar líkur á því, ið hann haldi þessu embætti ’ftir að Kongressflokkurinn hef_ ir tekið úrslitaákvörðun seinna þessar} viku. Nanda lýsti því yfir i dag. að 'ndverjar mundu halda í heiðri amninginn sem þeír Ayub vhan forset} og. Shastr} heit- nn gerðu með sér í Tasjkent ag undirrituðu } gær. Ráðstefna samveldis- landa sett í Nígeríu LAGOS 11/1 — Fulltrúi Zambíu krafðist þess, að Bretar beittu vopnavaldi til að fella ríkisstjórn Smith í Ródesíu á setningarfundinum í Lagos í dag, en þangað eru komn- ir fulltrúar 20 samveldislanda, í þeirra hópi 11 forsætisráð- herrar til að ræða um Ródesíumálin á tveggja daga ráð- stefnu. Á ráðstefnunni í dag gerði Wilson grein fyrir stefnu Breta. Setningarfundurinn var hald- inn fyrir lokuðum dyrum, en eftir hann var skýrt frá því að varaforseti Zambíu, R. Kamanga hefði lagt mikla áherzlu á nauð- syn þess að beita vopnavaldi. Hann gerði það ljóst að Zam- bía krefst þess, að Bretar skuli sem skjótast senda herlið til að taka raforkuverið við Kariba- stífluna en hún stendur Ródes- íumegin við landamæri ríkj- anna. Hófsamir Að frátöldum þessum ræðu- manni herma fréttir, að fulltrú- ar hafi verið hóglátir í ræðum sínum á setningarfundinum. Fyrirfram óttuðust ýmsir fréttamenn að Afríkuríkin mundu reyna að notfæra sér Danska stálkubamið Tina loksins fundið i\anda forsætisráðherra Gromyko fi.il Rómar RÓM 10/1 — Utanríkisráð- herra Sovétríkjanna Gromyko er væntanlegur í tveggja daga heimsókn til Rómaborgar í fe- brúar næstkomandi í boði ít- ölsku ríkisstjómarinnar. Þessar fréttir hafa komið af stað miklum vangaveltum um það, hvort Gromyko muni ganga fyrir páfa. Indland} og verða Þeir fulltrú- ar landa sinna við bálförina. Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar í dag til að hlaða mik- inn bálköst og setja upp sterk- byggða girði.ngu til að halda á- horfendum í hæfilegr} fjarlægð, en rúml 3 milj. manna voru við- staddir bálför Nehru heitins í maí 1964. Búizt er einnig við miklum mannfjölda 1 á morgun því Shastri hafði áunnif} sér mikl- ar vinsældir í forsætisráðherra- tíð sinni. Næstj forsætsráðherra Mikið hefur verið um það rætt í, Indlandi hver verða muni næsti forsætisráðherra Ind- verja. Rétt eftir að fréttir af frá- Fara dóminískir leiðtogar úr landi SANTO DOMINGO 11/1 — Góð- ar heimildir voru sagðar fyrir þvi í Santo Domingo í dag, að alþjóðlegir samningamenn hefðu svo gott sem lokið háleynilegum íundum, þar sem rætt hefur verið um leiðir til að fá leiðtoga hinna andstæðu fylkinga í Dóm- iníkanska lýðveldinu til að fara úr landi svo friður verði trygg- ari. Fulltrúar OAS (Bandalags Ameríkuríkja) og páfagarðs hafa látið mjög að sér kveða í sam- bandi við ákvörðun Hector Gar- cia-Godoy forseta í fyrri viku að senda helztu leiðtoga hinna stríðandi fylkinga innanlands í embættisstörf í utanríkisþjón- ustunni. Báðir aðilar, Stjórnlagasinnar og herinn, hafa hingað til virt þessa fyrirskipun að vettugi. Á fimmtudag í fyrri viku hafði herinn mikinn viðbúnað, þegar vinstrisinnar efndu til kröfu- gangna og kom þá til árekstra með þeim og herdeildum úr OAS hernum í landinu. Fréttir herma að samningum hafi fleygt fram í dag og munu ef til vill fyrstu leiðtogarnir fara úr landi í dag. f Sagt er að Stjórnlagasinnar ætli í námsferð til ísrael. KAUPMANNAHÖFN 11/1 — Hin þriggja mán. gamla Tina Wiegels fannst í dag í bezta yfirlæti í Helsingör um 40 km norður af Kaupmannahöfn. Barninu var rænt fyrir utan verzlun í Kaupmannahöfn 14. desember síðastliðinn og hefur síðan • allt verið á öðrum endanum hjá lögregl- unni í Danmörku við leit að því. Auk þess hafði Kragh forsætisráðherra skorað á barnsræningjann að skila barn- inu í nýársræðu sinni til þjóðarinnar og auðmaður hafði boðizt til að borga 100.000 krónur ef henni yrði skilað. væri fundin gáfu blöðin í Kaup- mannahöfn út dreifimiða. Rúmlega 4.200 manns hafa snúið sér til lögreglunnar á þessu tímabili og haldið sig hafa upplýsingar um barnsránið og 12.000 manns verið yfirheyrðir, en það var ekki fyrr en í dag að kunningi konunnar, sem rændi barninu skýrði lögregl- unni frá grunsemdum sínum, að barrfið sem konan kvaðst hafa_ alið væri greinilega of stórt eft- ir aldri. Konan sem rændi Tinu er 23 ára gömul og missti barn sem hún hafði gengið með í nóvemb- er. Hún hafði þráð mjög að eignast barn og til þess að halda fósturlátinu leyndu fyrir manni sínum segist hún hafa rænt Tinu. Eiginmaður konunnar sagðist hafa haldið að hún hefði alið barn þann 14. desember. Eftir læknisrannsókn í dag kom það í ljós, að Tina hefur verið vel haldin og þyngzt um hálft kíló þessar fjórar vikur. Foreldrar Foreldrar Tinu, Hanne og Pet- er Wiegels sem er nemandi í arkítektúr fóru strax til Hels- ingfors, þegar tíðindin bárust. Mikill mannfjöldi hafði safn- azt saman bæði til að sjá Tinu og þá ekki síður barnsræningj- ann en hún og maður hennar voru' handtekin og færð á lög- reglustöðina í Helsingfors. Aðeins tíu mínútum eftir að fréttir bárust um það að Tina Leigubílstjórar -skrúfuðu nið- ur rúðurnar í bílum sínum og hrópuðu fréttina. í strætisvögn- um ög sporvögnum tilkynntu ökumenn tíðindin í hátalara sína. Víða mátti sjá fólk faðmast í gleði sinni. Hamingjuóskir K. Axel Nielsen dómsmála- ráðherra hefur sent Eivind Lar- sen lögreglustjóra skeyti þar sem hann óskar lögréglunni til hamingju með þennan gleðilega árangur. Foreldrunum hafa að sjálf- sögðu borizt fjölmargar heilla- óskir. Utvarps -og sjónvarpsmenn hafa komið heim til Tinu í dag og haft útsendingar þaðan. Foreldrarnir lögðu- áherzlu á það, að þau þörfnuðust fyrst og fremst friðar og næðis'öll þrjú. ráðstefnuna til að þjarma að Wilson forsætisráðherra fyrir linku hans við uppreisnarstjórn hvíta minnihlutans í Ródesíu. Samveldislönd Fundir eru haldnir í Palace hótelinu í Nigeríu og er þetta í fyrsta skipti sem ráðstefna forsætisráðherra samveldisland- anna er haldinn utan Stóra- Bretlands. Tvö samveldislönd taka ekki þátt í ráðstefnunni, en það eru Tanzanía, og Ghana, sem bæði tvö hafa slitið stjórnmálasam- bandi við Breta vegna stefnu þeirra í Ródesíumálinu. Lögreglan í Lagos kom í dag í veg fyrir kröfugöngu sem átti að fara til að mótmæla stefnu yfirvaldanna í Nigeríu og að þau skuli ekki hafa fylgt for- dæmi Ghana og Tanzaníu í mál- inu. Hið skyndilega fráfall Lal Ba- hadur Shastri á mánudagskvöld setti mikinn svip á setningar- fundinn £ dag. Báru flestir þátttakenda svört hálsbindi eða önnur sorgarmerki. Næstu aðgerðir Forsætisráðherra Nigeríu Ba- lewa sagði í setningarræðu sinni að stejjpa verði stjórn Smith svo fljótt sem mögulegt sé. Hann sagði, að leiðtogar sam- veldislandanna yrðu að ákveða til hvaða ráðstafana skyldi grip- ið ef efnahagslegar þvingunar- ráðstafanir dugi ekki. Balewa lagði til að Wilson forsætisráðherra efndi til fund- ar bæði með hvítum og hör- undsdökkum íbúum Ródesíu til þess að vinna að nýrri stjórnar- skrá fyrir landið. Þá var skýrt frá því, að Ba- lewa geri ekki ráð fyrir- afrískri meirihlutastj órn i Ródesíu í ná- inni framtíð. En hann lagði til, að Bretar ákvæðu tímatakmörk- in er afrísk stjórn skyldi taka við í Ródesíu. Súkarno vísar bandarískum blaðamönnum frá indónesíu DJAKARTA 11/1 — Sukarno forseti skipaði í dag, að öllum bandarískum fréttamönnum skyldi vísað úr landi. Um , leið og Sukarno fékk Subandrio utanríkisráðherra þetta mál í hendur lýsti hann því yfir, að bandarískir fréttamenn gefi gjörsamlega ranga mynd af ástandinu í landinu og skrifi stöðugt þannig, að það særi, tilfinningar Indónesa. Subandrio skýrði seinna ídag frá því að fréttamönnum tveggja bandarískra fréttastofa Associ- ated Press og United Press In- ternational og fréttamönnum bandaríska stórblaðsins New York Times yrði vísað úr landi og skrifstofum þeirra lokað. Heimsvaldasinnar Sukarno forseti sagði að frétta- mennirnir sem skrifuðu í Time, Newsweek U. S. News and World Report særðu stöðugt til- finningar Indónesa, en þættust þó vera vinir þeirra. ‘Blaðakostur heimsvaldasinna og nýlendustefnunnar nýju hef-. ur dregið upp mjög ýkta og rangfærða mynd af ástandinu í Indónesíu. Lygar Forsetinn lýsti þvi yfir að sér- ílagi væru blaðafregnir um á- greining milli hans og hernaðar- stjórnar landsins rangar. í bandarískum blöðum hefur SKÓÚTSALA 50% AFSLÁTTUR Kvenkuldaskór, leður og gúmmí. — Drengjaskór — Telpnaskór. KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP. Skóverztuh Péturs Andréssonar Laugavegi 1 7. SKÓVERZLUNIN Framnesvegi 2. einnig verið sagt, að varnar- málaráðherra Indónesa Abdul Haris Nasution væri æðsti mað- ur hersins, en það er í reynd forseti landsins sjálfur. Aðvaranir Sukarnó minnti á að útlendir blaðamenn sérstaklega banda- rískir hefðu áður verið varaðir við að skýra ranglega frá á- standinu í landinu. Það hefur komið fyrir ekki, sagði hann. En við ráðum landi okkar og þess vegna hef ég falið utan- ríkisráðherranum að visa úr landi öllum bandarískum blaða- mönnum. Versnandi samhúð Utanríkisráðuneytið í Dja- karta skýrði frá því, að ekki liefðu verið sett nein tímatak- mörk fyrir því hvenær frétta- mennirnir skyldu hafa sig á brótt. í sambandi við þessi málsagði Sukarno enn fremur, að samhúð Indónesíu og Bandaríkjanna hefði hraðversnað upp á síð- kastið vegna þess að Banda- ríkjamenn hefðu oft komið fram gagnstætt þeim skilyrðum sem vera þyrftu fyrir friðsamlegri sambúð. Útvarpið í Djakarta sagði að Sukarno hefði gefið þessi fyrir- mæli því hann hefði ekki getað látið það viðgangast, að Banda- ríkjamenn stiftiduðu neðanjarð- arstarfsemi í Indónesíu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.