Þjóðviljinn - 12.01.1966, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 12. janúar 1966
Otgefandi: Sameiningarfloklcur alþýðu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði.
Augiýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Prentírelsi / hættu
yíða á Vesturlöndum er það sívaxandi vandamál
hversu erfiðlega gengur að halda úti blöðum,
sem ekki eru fyrst og fremst kostuð af auglýsend-
um. Þannig hafa gagnmerk blöð grannlanda okk-
ar, blöð sem hin öfluga verkalýðshreyfing landa
eins og Norðurlanda og Bretlands höfðu byggt
upp í áratugi, orðið að hætta útkomu. Þetta er
síður en svo vegna þess að þau blöð hafi orðið
undir í samkeppninni um gott blað, og þau hefur
heldur ekki skort mikla útbreiðslu. í þessum hópi
eru t.d. aðalblað Sósíaldemókrataflokksins sænska
Morgontidningen, sem flokkurinn varð að gefast
upp við fyrir nokkrum árum, og nú virðist stór-
blað sænska Alþýðusambandsins, Stockholmstidn-
ingen, ætla að fara sömu leiðina. Þegar þess er
gætt að Sósíaldemókrataflokkur Svíþjóðar nýtur
stuðnings um helmings sænsku þjóðarinnar og
hefur verið stjómarflokkur í áratugi, er auðskil-
ið að blaðadauðinn á Vesturlöndum er ekki neitt
auðvelt viðfangsefni. Og hitt ætti að vera auðskil-
ið, að ‘með þeim erfiðleikum sem orðnir eru á
blaðaútgáfu er sjálft prentfrelsið í hættu, það er
hætta, á einokun þeirra blaða sem auðvald land-
anna vill að komi út og vill styðja.
Jjetta vandamál er opinskátt rætt víða í grann-
löndum okkar, og er vart deilt um ástæðurn-
ar. Að því virðist komið, að auglýsingamagn ráði
langmestu um líf og viðgang blaða. Einnig hér
er farið að ræða þetta mál sem þjóðfélagslegt
vandamál, sem snerti lýðræði og prentfrelsi í land-
inu og ekki að ástæðulausu. Og það er táknrænt
að hér er það Morgunblaðið, málgagn íslenzks
auðvalds og gróðamanna, sem hefur það eitt til
mála að leggja að miklast af þeim forréttindum
er aðstaða þess sem auðvaldsblaðs gefur því gagn-
vart öðrum íslenzkum blöðum. Blaðið tekur því
fjarri að til greina komi hér fjárhagslegur styrk-
ur til blaða íslenzkra stjómmálaflokka, enda þótt
því hafi verið fleygt hér eins og í grannlöndum
okkar einvörðungu sem ráðstöfun til vamar prent-
frelsi og lýðræðisréttindum. Sem vænta má met-
ur Morgunblaðið meir þau forréttindi auðsins sem
eru að verða svo mikilsráðandi um blaðaútgáfu
á Vesturlöndum og geta einnig hér haft hin af-
drifaríkustu áhrif, ef lýðræðisöfl þjóðfélagsins og
þá fyrst og fremst verkalýðshreyfingin verða ekki
þess megnug að afstýra því.
Ant frá fyrstu áratugum hefur verkalýðshreyf-
ingin á íslandi verið að berjast fyrir því að
byggja sér upp blöð, málgögn sem gætu verið
hreyfingunni sóknarsverð og Varnarskjöidur. Þessi
blöð hafa eflzt og stækkað úr litlum mánaðarblöð-
um í stór dagblöð, eftir því sem alþýðuhreyfing-
unni hefur vaxið fiskur um hrygg. En alþýðan
hefur enn ekki náð nægilegum áhrifum á stjóm-
nálasviðinu til að móta íslenzkt þjóðfélag og því
Vmar nú ofurvald auðs og auðvalds einnig þeim
«’grum sem íslenzk alþýða hefur unnið á þessu
sviði. Blöðin eru albvðu hvers lands h'fsnauðsvn
í hagsmuna- og réttarbaráttunni, og því
ríður á miklu 'að afstyrt verði einokun auðvalds-
ins í íslenzkri blaðaútgáfu. — s*
Hversvegna árásirnar
á garðyrkjuskólann?
Mér er ekki ljóst, hvað veld-
ur skrifum Jóns H. Björnsson-
ar garðaarkitekts. Alla menn og
stofnanir má gagnrýna, og hafa
menn hinar ólíklegustu skoðan-
ir n?er því um allt milli him-
ins og jarðar, og eru sumir
þannig gerðir, að þeir kjósa
að bera skoðanir sínar á torg.
Vissar drengskaparreglur hafa
þó ailir sæmilegir' menn tam-
ið sér, þegar um skólastofn-
anir er að ræða. Sé það ekki
blátt áfram tilgangur gagnrýn-
andans að eyðileggja viðkom-
andi stofnun og starfsmenn
hennar flytur hann ekki gagn-
rýni sína tillitslaust, eins og
t.d. þykir sjálfsagt í stjórn-
málaskítkasti, þar sem lesand-
inn er löngu haettur að taka
alvarléga, þó andstæðingurinn
sé talinn landráðamaður, þjóf-
ur og starf hans og stofnanir
algjöriega misheppnað og á-
sakanirnar síðan studdar með
rangtúlkun, útúrsnúningum og
jafnvel ósannindum.
Gagnrýnandinn getur verið
velviljaður, en einnig óvild-
armaður. Tæplega virðist vafi
á því, að velviljaður gagnrýn-
andi myndi kjósa að snúa sér
til skólastjórans og kennara,
svo og ráðuneytis, áthuga alla
málavöxtu og að yfirveguðu
ráði færa fram tillögur sínar
til úrbóta. Gagnrýnandi getur
Hka hagað sér þannig, að
setja skoðanir sínar fram á
torgum og í dagblöðum algjör-
lega tillitslaust. Rutt úr sér
sundurlausum hugdettum, sam-
hengislausum. án þess að gera
sér neina rellu út af því, hvað
sé framkvæmanlegt, eða horfi
virkilega til góðs, eða sé yf-
irleitt í samræmi við fjárhags-
getu, og þarfir nemendanna.
Menn, sem setja fram -slíka
gagnrýni, geta haft tvennt í
huga. Annaff hvort að reyna að
upphefja sjálfa sig. í augum
þeirra, sem af eðli'legum á-
stæðum eru málvöxtum ókunn-
ir, eða þá beinlínis í þeim til-
gangi að valda tjóni, stofnun
eða starfsmönnum. I hrein-
skilni sagt, þá er þessi grein
ekki svaraverð. Aðeins vegna
þeirra, sem málavöxtum eru
ókunnir, skal bent á eftirfar-
andi.
"Námsefni hér í skólanum er
samsvarandi námsefni dönsku
garðyrkjuskólanna. Ég vil þó
leyfa mér að fullyrða að í ein-
stökum námsgreinum ér
kennslan meiri hér. Skólinn
hefur verið svo heppinn að
hafa og hafa haft í þjónustu
sinni vel menntaða og dug-
andi kennara í hinum ýmsu
námsgreinum, sem kenndar
eru við skólann. Greinarhöf.
telur sig og garðyrkjustjóra
Reykjavíkur hafa orðið fyrir
vonbrigðum hvað snertir und-
irstöðumenntun nemenda skól-
ans í skrúðgarðakennslu, verk-
legri. Þetta voru fróðlegar upp-
lýsingar. I mörg ár tók skól-
inn á móti nemendum, sem^;
stundað höfðu verknám hjá
þessum tveimur herrum. Hafa
einmitt mjög margir af nem-
endum skólans stundað skrúð-
garðaverknám hjá Alaska og
Reykjavíkurborg. Ber þá að
skilja ummæli greinarhöf.
þannig, að hann telji óeðlilegt,
að þörf sé á að kenna þeim
nemendum, er hjá honum eru
í þeim tilgangi að njóta sér-
þekkingar hans á þessu sviði.
Greinarhöf. óskar nú eftir á-
liti mínu um rekstursti'lhögun
garðyrkjuskólans. Sú ósk kem-
ur mér á óvart. Þegar hann
fyrir rúmu ári var að
semja uppkast að nýrri reglu-
gerð fyrir skólann, taldi hann
við samningu hennar enga þörf
á að leita míns álits né kenn-
ara skólans. Munu þess trú-
lega engin dæmi, að skólastjóra
og kennurum hafi verið sýnt
slíkt vantraust og lítilsvirðing
við samningu skólareglugerðar.
Greinarhöf. fullyrðir, að hinu
furðulega hugarfóstri sínu hafi
ekki verið illa tekið af garð-
yrkjustéttinni, það hafi hins-
vegar sætt „þarfri gagnrýni".
Um það getuiri við verið sam-
mála, að gagnrýnin var svo
þörf, að engar líkur eru til,
að reglugerðaruppkastið verði
nokkum tíma samþykkt. Grein-
arhöf. krefst þess, að ég biðji
hann afsökunar á því, að ég
telji hann þröngsýnan. Það get
ég ekki gert. Ég tel það mikla
þröngsýni að krefjast þess, að
garðyrkjuskólinn verði afhent-
ur aðiljum sem greinarhöf.
m
aunakerfum
I nútímatvinnurekstri gegna
launagreiðslukerfi mikilvægu
hlutverki. Reynsla síðustu ára
hérlendis hefur sýnt, að tilhög-
un á launagreiðslukerfum getur
ráðið miklu um samkeppnis-
hæfni einstakra fyrirtækja. I
því efni getur verið um ýms-
ar leiðir að ræða, eftir aðstæð-
um, og verður að teljast mik-
ilvægt, að forstöðumenn fyrir-
tækja hafi öðlazt nokkra yfir-
sýn vfir það, hvaða leiðir þeim
eru færar í þessum efnum. <?>
Það hefur orðið að ráði, að
Iðnaðarmálastofnun 'dands í
samvinnu* við Industrikonsu-
lent A/S boði til kynningar á
framleiðníaukandi launakerfum
dagana 3.—5. febrúar n.k. A
dagskrá þessa fundar verða
m.a. tekin fyrir eftirfarandi
atriði:
Helztu leiðir til aukningar
framleiðni í atvinnurekstri.
Kynning vinnurannsókna.
AlgengustU launakerfi.
Uppbvgging ákvæðiskerfa.
Ákvæði launahlutfalla.
Launakerfi fyrir störf f
híálpardeildum.
Launakerfi fyrir verkstjóra.
Viðhald launakerfa.
Dæmi um launakerfi í notk-
un hérlendis.
Fyrirlesarar verða sérfræð-
ingar frá Industrikonsulent
A/S og Iðnaðarmálstofnun Is-
lands. Þessi kynning er ætluð
fyrir forstöðumenn fyrirtækja
og nánustu samstarfsmenn
þeirra.
Allar nánari upplýsingar og
umsóknareyðublöð er að fá í
Iðnaðarmálastofnun íslands,
Skipholti 37. Umsóknarfrestur
er til 24. janúar n.k.
(Fréttatilkjmning frá IMSl).
sjálfur telur þröngsýna og á-
hugalausa um málefni skólans.
Hafa bændur ekki á undan-
förnum árum eflt sölusamtök
sín? Hvað á að kaila tillögu-
mann, sem telur, að. sölusam-
tök garðyrkjustéttanna standi
þróun garðyrkjunnar fyrir
þrifum? Eða mann, sem vill
að Skógrækt ríkisins hætti að
ala upp trjágróður? Að Reykja-
víkurborg ' geri slíkt hið sama,
en láti skattborgara borg^
brúsann. Sé ekki þannig þenkj-
andi maður þröngsýnn, þá er
mér ekki Ijós merking þessa
orðs.
Greinarhöf. telur sig hafa
gagnrýnt garðyrkjustjóra
Reykjavíkur meira en flestir
aðrir Þar sem hann er garða-
arkitekt, gefur það að sjálf-
sögðu vísbendingu um þörfina
fyrir gagnrýni. Greinarhöf
ræðir oft um þarfa og ,,holla
gagnrýni“, sem sé hverri stofn-
un, sem fyrir verður, til hinn-
ar mestu blessunar. Ég efa
ekki að hann vill veita garð-
yrkjustjóra Reykjavíkurborgar
slíka blessun. Gæti ég raunar
aðstoðað hann með því að
rifja upp ummæli hans um
menntun, þekkingu og ■ hæfni
garðyrkjustjórans, en auk þess
er auðvelt að afla upplýsinga
um stjóm og rekstur skrúð-
garða borgarinnar.
Ég hefi nú um nokkur ár
átt við vanheilsu að stríða og
mun greinarhöf. veba það vel
kunnugt. Það voru sérs.taklega
smekkleg huggunarorð, sem
hann beindi til mín, og sem
mér ber skiljanlega að þakka,
sem sé, að eftir minn dag verði
mér áreiðanlega bakkað mikið
og óeigingjamt starf.
Unnsteinn Ölafsson.
ÚTSALA HJÁ
ANDRÉSI
í öllum deildum.
MIKIL VERÐLÆKKUN
Herradeild — (1. hæð);
Karlmannaföt verð frá kr. 600,—
Terylene-buxur verð frá kr. 375,—
Stakir karlmannajakkar verð frá kr. 845,—
Drengjaföt og stakir drengjajakkar, vinnu-
buxur, margar stærðir o.m.fl. mjög ódýrt.
Dömudeild — (götuhæð):
Kápur verð frá kr. 500,—-
Dragtir verð frá kr. 500,—
Nælonsloppar verð frá kr. 195,—
Blússur og fleira — lágt verð.
Herradeild (götuhæð):
Herraskyrtur
Herraskyrtur, prjónanælon
Drengjaskyrtur
Bindi
Hanzkar
Gallabuxur (drengjastærðir) frá kr. 130,'
Gallabuxur (karlm.stærðir) á kr. 175,
á kr. 95,—
á kr. 140,—
á kr. 110,—
á kr. 50,—
á kr. 50,—
Notið einstakt tækifæri og gerið góð kaup
meðan úrvalið er mest.
jóhannes skólavörðustíg 7