Þjóðviljinn - 12.01.1966, Qupperneq 5
Miðv&udagur 12. janúar 1366 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g
BARNALEIKRIT ÞJÖÐLEIKHOSSINSí
Ferðin tíl Limbó
eftir Ingibjörgu Jónsdóttur og Ingibjargu Þorbergs.
Leikstjóri: KIem«nz Jónsson.
IV WWVVVVVVVVVVVVVVVVVVW\VVWIVVVVVVVVVVVVVV/VVVVVVVVVWWVV\VVWIA/VVVVVVVVVVVVW,VVVVVVVVWWVVVYVVVVV\VV\AVVVWVVVV\AVVVIVVAVVVVA*VVVVV\AAAAWVVVVVIVV\*A^
Slökkviliðsstjórinn (Árni Tryggvason í miðið), ásamt aðstoðarmön,num sínum. Fremst Maggi mús
(Ömar Ragnarsson) og Malla mús (Margrét Guð mundsdóttir).
að sjá annan eins samsetnina
á prenti og það í leikskrá
Þjóðleikhússins sjáflfs, og eru
sýnishornin þó valin af skárri
endanum.
Ingibjörg Þorbergs samdi
lögin og er annar höfundur
leiksins. Tónlist hennar er
mi'kil að vöxtum, en um list-
rænt gildi hennar er mér of-
raun að dæma. Alþekktir al-
þýðusöngvar liggja víða að
baki, hin einföldu lög falla vel
að efninu og láta oft þægilega
í eyrum, en tilþrifamikil er
tónlist hennar ekki. Carl Bill-
ich stjórnar hljómsveitinni og
■ bregzt ekki bogalistin fremur
en áður, hefur verkefnið á
valdi sínu.
Klemenz Jónsson er löngu
orðinn þekktur sem vandvirk-
ur, dugmikill og liu gkvæmur
stjórnandi barnaleika, og laet-
ur galla textans ekki á sig fá,
heldur fyllir út í eyðumar af
fremsta megni, beitir margvís-
iegum brögðum, hefur mörg
spjót á lofti. Sýningin er
skrautleg og fjölbreytt og yf-
irleitt hiklaus og hröð, og þeg-
ar allt um þrýtur grípur leik-
stjórinn blátt áfram til venju-
legrar trúðlistar, skrúðgöngur
eru tíðar eldglaerngar. þrum-
ur og þórdunur, eða blátt á-
fram eltingaleikur fram og
aftur um sviðiS, ósvikið hopp
og hí; alit vekur þetta athygli
og áhuga hinna litlu leikgesta.
Leikstjórmn nýtur ágætrar
samvinnu annarra listamanna
— ballettmeistari leikhússins
Fay Wemer hefur samið all-
marga einfalda og snotra dansa
handa nemendum sínum, tiu
smámeyjum; stúlkurnar litlu
eru léttstígar og leikglaðár og
leggja sig ailar fram, en fá
að vonum ekki miklum ár-
angri náð; en þrátt fyrir allan
ungæðisbraginn eru dansar
þeirra á meðal hinna ánægju-
legustu atriða. Um hitt er ekki
minna vert að Fay Wemer
hefur tekizt að þjálfa leikend-
urna sjálfa vonum bet.ur, marg-
ir hópdansar þeirra bera vott
um atorku hennar og smekk-
vísi. Loks teiknaði Gunnar
Bjarnason leikmyndir og bún-
inga og á miklu og margþættu
hlutverki að gegna. Borgin í
Limbó er hin mesta listasmíð,
þrauthugsað verk og vel unn-
ið. og um búningana gegnir
sama máíi. tJtlit músa og jarð-
arbúa er ágætlega við hæfi, og
það vandasama verk að gera
Limbóbúa áþekka boltum hef-
ur Gunnari tekizt eins vel og
krafizt verður með sanngimi.
Bumbur þessar og blöðrur eru
að vísu harla meiningarlitlar
að mínu viti og ekkert sér-
stakt augnayndi, en ef til vill
er ég einn um þá skoðun.
Leikendurnir eru ekki færri
en nítján talsins auk dansmeyj-
anna ungu, og skylt að geta
stuttlega þeirra helztu. Tveir
snjallir skopleikarar Þjóðleik-
hússins hafa öðrum fremur
orðið eftirlæti bama á síðari
árum og mjög að verðleikum,
Bessi Bjamason og Árni
Tryggvason; hvorugur þeirra
liggur á liði sínu, öðru nær,
en tækifærin minni en skyldi.
Bessi er vísindamaðurinn, sá
aulalegi náungi, og er vart
lagt eitt einasta verulega fynd-
ið orðsvar í munn. Leikarinn
bætir það upp með þöglum
leik, þeirri sérstæðu trúðlist
sem honum er í- blóð borin;
ótrúlegur léttleiki hans og
limamýkt Iætur aidrei að sér
hæða. Ámi Tryggvason er
Framhald á 7. síðu.
músabömum tveim sem asrið
heimskulegur og hjákátlegur
prófessor sendir í eldflaug til
mánans, en mýslumar lenda
raunar á einhverju óþekktu
og nafnlausu smástimi sem
skáldkonan skírir Limbó —
en eins og kunnugt er notaði
Dante og guðfræðingar á mið-
öldum nafn það um forgarð
vítis. Ibúar dverghnattar þessa
em með þeim ósköpum fæddir
að þeir líkjast venjulegum
gúmmfboltum, en lifa, hugsa
og starfa annars á mjög svip-
aðan hátt og fólk á okkar
jörð; húsakynni þau sem Masa
við sýn eiTi í fáu frábmgðin
konungshöllum og köstulum
miðalda. Músabörnin tvö lenda
að sjálfsögðu í ýmsum hœttum
og ævintýmm á hinnni kyn-
legu stjörnu og fljúga að því
búnu aftur til jarðar, en frá
þeim málum hirði ég ekki að
skýra nánar. 1 mínum augum
er leikritið mikið bunnmeti,
söguþráðurinn mjóstrokulegur
og slitróttur með afbrigðum;
ævintýrið skortir bæði spennu
og röklega hugsun. En hvað
um það — börn eru ekki að
brjóta heilann um slíka hluti,
þau skemmtu sér ágætlega, að
minnsta kosti þau yngri, kunnu
vél að meta allan barnaskap-
inn. Mikið er sungið sem að
líkum lætur, en textarnir því
miður gerðir af miklum van-
efnum; Ingibjörg Jónsdóttir er
sýnilega sneydd allri hag-
mælsku. Stuðlasetning er henni
að mestu lokuð bók, og flestir
söngvamir bragðdaufir og
khíðurslegir; nokkra kímni má
þó sumstaðar finna. Þótt ó-
sanngjarnt sé að krefjast þess
að barnakvæði hafi bókmennta-
gildi er óneitanlega leiðinlegt
Próíesorinn (Bcssi (Bjarnason) og Kobbi aðstoðarmaður hans
(Lárus Ingólfsson).
Fyrir tólf árum var erlent
bamaleikrit sýnt á fjölum
Þjóðleikhússins og hét „Ferðin
til tunglsins“, en þar var með-
ál annars sagt frá tveimur
bömum sem svifu um heima
— að vísu aðeins í draumi
Þá hugþekku sýningu munu
ýmsir geyma í minni, ekki sízt
vegna dansanna sem Erik Bid-
sted samdi og stjómaði af
alkunnri snilli. I leikriti Ingi-
Ömurleg sjón í borgarstjórn:
Íhaldsfulltrúarnir felldu hverja einustu breyt-
ingartillögu Alþýðubandalagsins
Fulltrúar Alþýðubandalagsins og Framsóknar neituðu að taka ábyrgð
á áætluninni, en kratinn galt henni samþykki sitt!
G Eins og áður hefur verið skýrt frá hér
í blaðinu felldi íhaldsmeirihlutinn í borgar-
stjórn Reykjavíkur sl. föstudagsmorgun all-
ar breytingartillögur borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins við fjárhagsáætlun borgarinn-
ar. Sömu útreið hlutu og breytingartillögur
hinna minnihlutaflokkanna. Þær voru einn-
ig allar felldar.
Var bað ömurleg sjón eð
horfa upp á handjárnaða í-
haldsfulltrúana hindra hverja
einustu viðleitni tii umbóta á
hinu stórgallaða frumvarpi.
Gilti það einu hvort um var
að ræða sjálfsagðar og ræki-
lega rökstuddar tillögur um
sparnað í rekstri bo-rgarsjóðs
eða um hækkuð framlög til
menningar- o-g félagsmála.
Ljóst var við þessa eftir-
minnilegu atkvæðagreiðslu
að Geir Hallgríinsson borg-
arstjóri liafðj ckkj í einu
einasta atriði þorað að
treysta á sjálfstæða dóm-
greind flokksmanna sinna.
í þess stað voru íhaldsfull-
trúarnir allir með tölu
bundnir og handjárnaðir
svo rækilega, að þeir
greiddu ekki aðeins atkvæði
cins Ojr vel smurð en hugs-
unarlaus vél gegn öllum til-
lögum minnihlutans, hcldur
hlýddu þcir einnig út í æs-
ar banni I)orgarst:'ra við
að flytja sjálfir svo mikið
sem eina breytingartillögu
við áætlunina!
Allar tekjuöflunartillögur Al-
þýðubandalagsins (hækkun að-
stöðugjalda o.fl.) voru felldar.
svo og allar tillögur um
sparnað í rekstri og niður-
skurð óþarfra útgjalda. Hvergi
mátti spara krón,u í öllu því
umfangsmikla eyðslukerfi borg-
arsjóðs, scm tckur til sín i
rekstrargjöld 6fiJ,7 milj. af 842
milj. kr. hcildartckjum borg-
arsjóðsins.
Hór verður á eftir greint
frá atkvæðagreiðsl-unni um
ýrnsar umboðatillögur fulltrúa
Alþýðubandalagsins, bæðj þær
er snerta aukin fjárframlög
til byggingarframkvæmda og
framlög til ýmissa mcnningar-
og félagsmála.
Ilækkun framlags borgar-
sjóðs tij skólabygginga úr 25
milj í 53 milj. var felld með
9 atkv. (íhaldsins) gegn 3 at-
kvæðum (Alþýðubandalagsinsl
Fulltrúar Framsóknar og krat-
inn sátu hjá
Ilækkun framlags tii Bygg
ingarsjóðs Reykjavíkurhorgar
(íbúðabyggin-gar) úr 20 milj.
50 milj. var felld meg 9 atkv
(íh.) gegn 3 atkv. (Alþýðu-
bandalagsins) Framsókn os
kratinn sátu hjá.
Hækkun framlags til bygg-
ingar nýs borgarbókasafns úr
500 þús. í 1 milj. var felld
með 9 atkv. (íh.) gegn 3 (Al-
þýðubandal.). Framsókn og
kratin-n sátu hj-á.
Hækkun framlags til leik-
húsbyggingar úr 2 milj. í 3
milj. var felld með 9 atkv.
(íh.) gegn 5 atkv. (Alþýðu-
bandalagsins og Framsóknar).
Kratinn sat hjá.
Ilækkun framlags til nýrra
leikvalla iir 4 milj. í 5,5 milj.
var felld með 9 atkv. (íh )
gegn 5 atkv. (Alþýðubandalags
og Framsóknar). Kratinn sat
hjá
Hækkun framlags f'1 niynd-
listarhúss og almenningsgarðs
á Miklatúni úr 5,5 milj. í 6.5
milj. var felld með 9 atkv.
(íh.) gegn 3 atkv. (Alþýðu-
bandalagsins) Framsókn oa
kratinn sátu hjá.
Hækkun framlags til bygg-
ingar barnaheimila úr 21,5
milj í 3a milj. var felld með
9 atkv. (íh.) gegn 3 atkv. (Al-
þýðubandalagsins). Framsóku
og kratinn sátu hjá
Hækkun framlags til dval-
arheimilis fyrir. aldrað fólk var
felld með 9 atkv. (íh.) gegn 6
atkv. allra minnihlutaflokk-
anna. Vakti ekki sízt athygli
við þessa atkvæðagreiðslu að
Þórir Kr. Þórðarson var neydd-
ur tii að taka þátt í að ðrepa
tillöguna sem átti að auðvelda
ag hrinda í framkvæmd til-
lögum sem hann hefur sjálfur
staðig að í velferðarmálum
aldnaðra. Var hér um að ræða
hækkun úr 250 þús, f 1 milj.
króna.
Ofangreindar tillögur snerta
allar eignabreytingaáætlun
frumvarpsins. Hér fer á eftir
frásögn af atkvæðagreiðslu Um
nokkrar breytingartillögur Al-
þýðubandalagsins vig rekstrar-
áætlunina Og sem miguðu að
auknum stuðningi við ýmis
menningarfélagsmálefni.
Tillaga um að veita 100 þús.
kr. styrk til Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar var
felld með 9 atkv. (íh.) gegn G
atkv. allra minnihlutaflokk-
anna.
Tillaga um að bækka styrk
til Fóstruskóla Sumargjafar úr
200 þús í 265 þús. var felld
með 9 atkv. (íh.) gegn 6 atkv
allra minnihlutaflokkanna.
Tillaga uni að veita 200 þús
kr sem námsstyrki til félags
ráðgjafanáms var felld með '•
atkv. (íh.) gegn 6 atkv. allra
minnihlutaflokkanna.
Tillaga um að hækka styrk-
ion til Bókasafns Dagsbrúnar
úr 20 þús. í 30 þús. var felld
með 8 atkv. ’(íh.) gegn 6 atkv.
allra minnihlutaflokkanna. Guð-
jón Sv Si'gurðsson sat hj-á við
þessa atkvæðagreiðslu.
Tillaga um að hækka styrk-
inn til I.úðrasveitar verkalýðs-
ins úr 15 þús. í 30 þús. kr. var
ffelld meg 9 atkv (íh.) gegn
5 at'kv (Alþýðubandalags og
Framsóknar). Kratinn sat hjá.
Söm-u úrslit urðu u-m vara-
tillögu, einnig írá Alþýðu-
bandalagi. um að hækka styrk-
inn í 20 þús. Hún var einnig
fellrl með 9:5 atkv.
Tillaga uin að hækka styrk
til rekstrar barnaheimila fyrir
vangefin biirn úr 1 milj. ; 1
milj 125 þús. kr. var felld
með 9 atkv. (íh.) gegn 5 atkv.
(Alþýðubandal. og Frams.)
Kratinn sat hjá.
TiIIaga um að veita 1 milj.
kr. til aðstoðar við húsnæðis-
lausar fjölskyldur. samkvæmt
nánari ákvörðun borgprráðs.
var felld með 9 atkv (íh.)'
gegn 5 atkv. (Alþýðubandal.
og Frams.). Kratinn sat hjá.
Tillaga um að hækka fram-
lag til ræktunar borgarlands-
ins úr 200 þús. í 300 þús. kr.
var felld með 9 atkv. ;(Ih.V
gegn 5 atkv (Alþýðubandal.
og Framsókn). Kratinn sat hjá.
Þess ma að lokum geta að
fjárhagsáætlunin í heild eins
og íhaldið gekk frá henni, með
stóraukinni eyðslu í rekstur-
inn en að sama skapj minnk-
uðum framlögum til bygging-
arframkvæmda og menningar-
mála. var sambykk; meg 10
=amhlj. atkvæðum íhalds og
krata. Fulltrúar Alhýðubanda-
'agsins og Framsóknar tóku
ekk; þátt í atkvæðagreiðslunni.
bar sem þeir töldu áætlunina
svo háskalega gallaðn að
bej„ sætu ekki tekið á henní
ábyrgð