Þjóðviljinn - 12.01.1966, Síða 10

Þjóðviljinn - 12.01.1966, Síða 10
Rætt við tvo af gestunum er keppa ú skákmótínu ■ Þjóðviljinn átti í gær tal við tvo a£ erlondu skákmeisturunum sem hingað eru komnir til að taka þátt í Reykjavíkurmótinu 1966 er hefst í kvöld og verða þeir kynntir stuttlega hér á eftir en hinir gestimir verða kynntir hér í blaðinu síðar. Sovézki stórmeistarinn Vasjúkof kveðst hafa byrjað tiltölulega seint að tefla — eða fimmtán ára að aldri. Engu að síður hefur hann náð glæsilegum árangri á mörgum þýðingarmiklum mótum. Hann varð alþjóð- legur meistari árið 1957 og stórmeistaratitil hlaut hann árið 1961. Nafnbótina . hlaut hann fyrir frábæra frammi- stöðu á alþjóðlegu móti í Moskvu, sem margir stór- meistarar tóku þátt í, þ.á.m. Smyslof, Bronstein og Frið- rik Ólafsson. Þar deildi Vasjú- kof fyrsta sæti með Smyslof. Vasjúkof hefur teflt tvær skákir við Friðrik Ólafsson og vann hann aðra skákina en hin varð jafntefli. Vasjúkof Vasjúkof kemur hingað frá Hastings, þar sem hann náði þriðja sæti. í fyrra tók hann þátt í alþjóðlegu móti í Pól- landi ,og deildi þar fyrsta sæti með ungverskum meist- ara. Hann segir að sér hafi ekki gengið rétt vel á sov- ézka meistaramótinu í fyrra — en beztum árangri á sov- ézku meistaramóti náði hann 1961 er hann deildi 4.-5. sæti með Tal — en í því móti tóku þátt hvorki meira né minna en ellefu stórmeistar- ar. ★ Finnski skákmeistarinn Böök er tvímælalaust kunn- asti skákmaður Finna. Sagðist hann 9 sinnum hafa tekið þátt í finnska meistaramótinu og borið sigur úr býtum í sex skipti. Þá kvaðst hann hafa teflt á þrem Norður- landamótum og varð skák- meistari Norðurlanda árið 1947 eftir sigur í einvígi við sænska skákmeistarann Stolz. Böök kvaðst einnig hafa tek- ið þátt í ýmsum alþjóðleg- um skákmótum en einnig hef Böök ur hann. ritað allmikið um skák, bæði greinar og bæk- ur. Böök kvaðst hafa teflt við nokkra íslenzka skákmenn og nefndi í því sambandi Ás- mund Ásgeirsson, Guðmurid S. Guðmundsson, Guðmund- Pálmason. Inga R. Jóhanns- son, Ingvar Ásmundsson og Magnús Sólmundarson, en hins vegar kvaðst hann aldrei hafa teflt við Friðrik Ólafs- som Hann sagðist hafa teflt tvívegis við O’Kelly en hvorki við Vasjúkof né Wade. Böök kvaðst ekki hafa teflt mikið í mótum að undan- förnu en fengizt meira við að rita um skák. Reykjavíkurmótið 1966: Þrír stórmeistarar eru meðal keppenda ■ Reykjavíkurmótið hefst í kvöld kl. 7 í Lídó og er það annað alþ'jóðlega skákmótið sem haldið. er hér á landi. Þátttakendur eru 12, þar af 5 erlendir skákmeistarar, og eru þrír stórmeistarar meðal keppenda, þeir Vasjúkof frá Sovétríkjunum, O’Kelly frá Belgíu og Friðrik Ólafsson, og þrír alþjóðlégir skákmeistarar, Böök frá Finnlandi, Wade frá Bretlandi og Kieninger frá Vestur-Þýzkalandi. Islenzku keppendurnir, aðrir en Friðrik Ólafsson eru Guð- mundur Pálmáson, Freysteinn Þorbergsson núverandi Norður- landameistari, Guðmundur Sig- urjónsson Islandsmeistari 1965, Bjöm Þorsteinsson Reykjavíkur- meistari 1965 og landsliðsmenn- irnir Jón Kristinsson og Jón Hálfdánarson. Töfluröð keppenda er þessi: 1 Guðmundur Sigurjónsson, 2. Böök, 3. O’Kelly, 4. Biöm, 5. Friðrik. 6. Vasjúkof. 7. Jón Kristinsson, 8. Freysfeinn, 9. Jón Hálfdánarson, 10. Wade, 11. Kieninger og 12. Guðmundur Pálmason. f 1. umferð, sem tefld verður í kvöld eigast bví þessir við: Guðmundur Sigurjónsson og Guðmundur Pálmason. Böök og Kieninger, O’Kelly og Wade, Biöm og ■ Jón Hálfdánarson. Friðrik og Freysteinn, VaSjúkof og Jón Kristinsson. Að mótinu standa Skáksam- band Islands og skákfélögin í Reykjavík, Taflfélag Hrevfils og tafldeild Breiðfirðingafélagsins. Skákstjóri er Guðmundur Arn- Sef!S mm (ffln A Samkvæmt upplýsingum frá bæjarfógetaembættinu á Akra- nesi, hefur miðaldra Reykvík- ingur setið í varðhaldi á Akra- nesi síðan á nýjársdag og er þessum manni gefið að sök, að hafa leitað á drengi til fylgilags við sig þar á staðnum. Þessi Reykvíkingur kom til Akraness sl. haust og hefur unnið þar við hafnargerð, — er þetta einstæðingur, sem hef- ur haft skamma viðdvöl á hverj- um stað í einu og flutt sig á milli staða og mun áður hafa orðið ber að slíkri ágengni. Næstu daga verður bessi mað- ur úrskurðaður til vistar á sjúkrahúsi. laugsson menntaskólarektor og mótsstjóri Gunnar Gunnarsson. Út verður gefin vegleg mótsskrá sem Baldur Pálmason ritstýrir og Bragi og Sigurjón Þorbergs- synir munu gefa út fjölritaðar allar skákir mótsins eftir hverja umferð. Mótið hefst í kvöld eins og áður segir og stendur yfir til 28. þ.m. Verður 2. umferð tefld á morgun kl. 7 e.h. Veitt verða sex verðlaun, samtals að upphæð um 47 þúsund krónur. Eru 1. verðlaun 400 dollarar og 2. verð- laun 300 dollarar. Aðgöngumið- ar eru seldir á 75 krónur en einnig er hægt að kaupa miða að öllum umferðunum í einu og kosta slíkir miðar 500 krónur. Tefldir verða 40 leikir á 5 tím- um. Mótið er helgað 40 ára afmæli Skáksambands íslands, en það var stofnað á Blönduósi árið 1925. Eru heiðursgestir mótsins þrír: Ari Guðmundsson, fyrsti forseti sambandsins, Jón Sig- urðsson, fyrsti ritari þess, og Þorsteinn Thorlacius ritstjóri Is- lenzks skákblaðs, en bað kom út um það leyti sem Skáksamband- ið var stofnað. Miðvikudagur 12. janúar 1966 — 31. árgangur — 8. tölublað. Alvarlegt bílslys á Reykjavegi í gær Alvarlegt umferðarslys varð í gærmorgun á Reykjavegi er híll ók þar á fótgangandi ungan mann, sem slasaðist mikið og varð að flytja hann á sjúkrahús. Slysið varð rétt fyrir kl. 9 og var þá enn dimmt og slæmt skyggni. Var bíllinn á leið norð- ur Reykjaveg á móts við Laug- arnesskólann þegar hann lenti á manninum, sem gekk í sömu átt, en þarna er nýmalbikuð alc- braut en engin gangstétt. Kveðst bílstjórinn allt í einu hafa séð manninn og þá hemlað, en það skipti engum togum, hann lenti vinstra megin framan á bifneið- inni, kastaðist frá henni út fyr- ir akbrautina og lá þar meðvit- undarlaus. Maðurinn sem heitir Hinrik Einarsson, til heimilis að Háa- leitisbraut 20, er tvítugur að aldri og slasaðist hann allmikið og var fluttur á Landakotsspít- ala. Alþjóðleg frímerkjasýning SIPEX 1966 í Washington Dregið um röð keppenda á Reykjavíkurmótinu. T. v. Guðmund- ur Pálmason, t.h. Guðmundur Arlaugsson skákstjóri. Á milli þeirra sjást O’Kelly og Kieninger. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Dagana 21.—30, maí n.k. verður haldin alþjóðleg frí- merkjasýning í Washington, sem nefnist Sixth Internati- onal Philatelic Exhibition, skammstafað SIPEX. Sýn- ingin er haldin undir vernd F.I.P., alþjóðasamtaka frí merkjasafnara og samtaka blaðamanna, sem skrifa um frímerkjasöfnun, A.I.J.P. Þetta er fyrsta sýning sinnar tegundar, sem haldin er í Wash- ington, en’ sú sjötta innan Bandaríkjanna. Næst á undan Eldur um borð í Snæfellinu Um kl. hálfellefu í fyrrakvöld kom upp eldur um borð í Snæ- fellinu þar sem það lá við Torfunesbryggju á Akureyri. Hafði þar kviknað í út frá olíu- kyndingu í lúkar og tókst slökkviliðinu fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. Ekki urðu teljandi skemmdir af eldi, en talsverðar af reyk. Sovézk nefnd í Ulan Bator ULAN BATOR 11/1 — Sendi- nefnd ríkisstjórnar og kommún- istaflokks Sovétríkjanna undir forystu Leonids Bréznéfs kom í dag til Ulan Bator höfuðborgar Mongólíu í opinbera heimsókn. Nefndinnj var tekig með mik- illi viðhöfn og mannfjöldi var á götunum. Talið er að þessi heimsókn muni vera þýðingarmikil, því búizt er við að sovézkir og mongólskir forystumenn muni m.a. ræða um utanríkismál, og landamæri Mongólíu liggja að kínverska alþýðulýðveldinú í suðri og austri. Samvinnutryggingar kynna nýjungar í bílatryggingum ■ Forráðamenn Samvinnutrygginga boðuðu í gær blaða- menn á sinn fund til að kynna breytingar á bifreiðatrygg- ingum, sem teknar verða upp hjá þeim á þessu ári. Er þar um að ræða endurskoðun og breytingu á ’bónuskerfinu og nýja tryggingu, sem ekki hefur tíðkazt áður hér á landi, ökumanns- og farþegatryggingu. Ásgeir Magnússon framkvstj. Samvinnutrygginga sagði, að undanfarin ár hefði afkoma á- byrgðartrygginga bifreiða verið ákaflega slæm og hefðu t.d. Samvinnutryggingar tapað ár- lega um 5 milj. kr. árin ’63 og ’64. Hefði því tryggingariðgjald- ið verið hækkað í fyrra og virt- i ist afkoma ársins 1965 ætla að | koma þannig út, að iðgjöldin . nægðu fyrir tjónum og kostnaði. | Sl. ár leituðu bifreiðatrygg- ingafélögin sameiginlega til Bjarna Þórðarsonar trygginga- fræðings um tillögur til úrbóta á bifreiðatryggingakerfinu og hafa Samvinnutryggingar nú fallizt á tillögur hans og á- kveðið breytingar samkvæmt þeim., en hin félögin ekki, — enn a.m.k. Hefur bónuskerfið verið end- urskoðað og nú gert ráð fyrir i stighækkandi afslætti, þannig, að eftir eitt tjónlaust ár verði veittur 15% afsláttur, eftir tvö 30%, þrjú 40%, fjögur 50% og eftir fimm tjónlaus ár 60% af- sláttur. Þeir sem tjónlausir voru sl. ár fá þó 30% afslátt við endur- nýjún í vor. Valdi bifreiðin bótaskyldu tjóni lækkar afslátt- urinn um tvö stig. Jafnframt þessu verða í ríkari mæli en áð- ur hækkuð iðgjöld þeirra, sem valda endurteknum tjónum. Þessar breytingar taka gildi 1. maí n.k. Nýjung: Ökumanns- og farþegatrygging Sem kunnugt er, er ökumaður hvorki tryggður með ábyrgðar- né kaskótryggingunni og aðdrag- andi slyss getur einnig verið þannig, að farþegi fái heldur ekki tjón sitt beétt. Hafa því Samvinnutryggingar ákveðið að taka upp sérstaka ökumanns- og farþegatryggingu gegn 250 kr. gjaldi á ári og verður þetta við- bótartrygging við ábyrgðar- eða kaskótryggingu ökutækis. Samkv. þessari nýju tryggingu er hver ökumaðúr ,og farþegi slysatryggður fyrir eftirtöldum upphæðum: Vig dauða: kr. 200.000,00. Út- fararkostnaður; kr. 20.000,00. Við algera örorku: kr. 300.000,00, Græna kortið Samvinnutryggingar hafa lengi útvegað viðskiptavinum sínum alþjóðlegt tryggingaskírteini, „Green Card“, sem hafa verður í höndum við akstur í útlönd- um og hefur þetta kostað nokk- urt aukaiðgjald. Framvegis munu Samvinnutryggingar veita þeim viðskiptavinum sem þess óska þessa þjónustu án auka- gjalds. „Öruggur akstur“ í Reykjavík í næstu viku verður stofnað- ur í Reykjavík klúbburinn ,.Ör- uggur akstur“ en Samvionu tryggingar hafa að undanförnu gengizt fyrir stofnun slíkra klúbba víða um land. Meðlimir Framhald á 6. síðu. þessari var FIPEX, sem margir minnast. Þegar er vitað um íslenzka þátttöku í sýningunni, en full- trúi hennar á Islandi hefur ver- ið skipaður Sigurður H. Þor- steinsson og geta áhugamenn snúið sér til hans í pósthólf 1336, Reykjavík eða beint til undirbúningsnéfndar SIPEX, 408 A Street. S.E. Washington D.C. 20005, USA, fyrir 15. janúar. Helztu reglur um þátttöku í SIPEX 1966 eru, auk alþjóðlegra reglna FIP um sýningu frí- merkýa og' reglna AIJP um sýningu frímérkjabókmennta, eftirfarandi: Sýningin er opin öllum söfn- urum og eru verðlaun veitt sýn- ingarefni, en ekki sýnanda. Eng- ar skorður eru um fjölda sýn- ingarefna frá hverju.m einstak- lingi Sýningarefni verður skipt í deildir og þeim í flokka. Minni söfn en 2 rammar (32 albúm síður) verða ekki tekin með, en hámark er 10 rammar eða 3 albúm. Söfn, sem ekki hafa unnið verðlaun á alþjóða- sýningum eða silfur eða hlið- stæð 2. verðlaun á þjóðlegum sýningum er aðeins hægt að sýna með sérstöku leyfi sýning- arnefndar og sama máli sk^iptir með söfn. sem áður voru sýnd ,.án samkeppni" eða eru nú sýnd í fyrsta skipti. Sýnendur skulu senda stutta lýsirigu á sýningarefni sínu með umsókn um töku þess á sýn- inguna. Umsóknareyðublöð fást hjá fulltrúa sýningarinnar. Sýn- ingarefni verður að afhenda til 14 mai. Sérstök deild verður fyrir söfn unglinga 12 til 18 ára. Allar nánari upplýsingar má fá hjá fuWtrúa sýningarinnar hér á landi: Sigurði H. Þor- steinssyni. f Verzlunarmannafélagi Rvík- ur varð sjálfkjörið til stjórnar og trúnaðarmannaráðs, og kom einungis fram einn Iisti. 1 stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur eru: Guðmundur H. Garðarsson formaður, Magnús L. Sveinsson, Bjöm Þórhallsson. Hannes Þ. Sigurðsson, Helgi E. Guðbrandsson, Bjarni Felixson, Hailldór Friðriksson. 1 varastjórn Grétar Haraldsson. Óttar Okt- ósson og Richard Sigurbaldason. Hljép fyrir bíl Lítill drengur varð í gær fyr- ir bíl á Rauðalæk er hann hljóp "ikyndilega út á götuna. Dreng- urinn, sem heitir Lárus Hjörtur, 4 ára, til heimils að Rauðalæk 26, var fluttur á Slysavarðstof- una, en reyndist hafa sloppið við teljandi meiðsli.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.