Þjóðviljinn - 20.01.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.01.1966, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 20. janúar 1966. STORM JAMESON: ö; BLBNDA HJARTA því að það var alvanalegt að smábílar ækju þar um á leið til hótelsins. Gaude dró enga dul á það hve undrandi og gramur hann var yfir þessu. Glæpur sem honum hafði i fyrstu þótt svo einfaldur. næstum bamaleg- ur og aðeins áhugaverður vegna þess, að fórnarlambið var mað- ur, sem hefði átt að vita betur — var nú að gera hann að gagn- lausum aula í annarra augum. Verst af öllu var, að þetta var sýnilega verk óvaninga sem enginn af atvinnuglæpamönnun- um af Rivierunni hafði tekið þátt í. Hann þjáðist af meltingar- truflunum. Það sem undirmenn hans urðu að þola, vissu aðeins þeir og fjölskyldur þeirra. George Leigton hafði haldið sig heima eftir fall sem brau-t í honum fjögur, stökk rif og brák- aði úlnlið. Hann borðaði nú í veitingahúsinu í fyrsta skipti eftir ránið. Til þess að halda afturbata hans hátíðlegan hafði Michal 'matbúið kvöldverð sem aðeins tilfinningalaus maður hefði getað neytt öðru vísi en þegjandi. Ekki svo að skilja að hann hefði þurft að trufla nautn sína með því að spyrja spuminga: læknirinn hafði gefið honum daglegar skýrslur um framvindu — eða framvinduleysi — máls- ins í höndum lögreglunnar. Und- ir máltíðarlokin, þegar hann var að hrósa Michal fyrir stórkost- lega matreiðslu, spurði hann: — Það fréttist ekkert um pen- ingana yðar. — Ðkkl neitt. sagði Michal. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó ..augavegi 18 III hæð (lyftaj SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 38-968 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN riamargötu lo Vonarstraetls- megin — Sími 14-6-62. Hárqreiðslustofa Austurbæjar Maria Guðmundsdóttir. Laugavegj 13 simi 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað Hann hló léttum hlátri. Þeir segja að monsieur Gaudo sé með meltingartruflanir, æðaþrengsli og byrjandi andateppu. Hann hefur ekki komið hingað í viku. — En þér hafið þá engar á- hyggjur? — Hvað myndi það stoða? Ef ég ætti aðeins þrjá mánuði eftir ódifaða, þá væri heimskulegt af mér að eyðileggja þá með á- hyggjum. — Satt er það, sagði Leigton. Hann horfði á Michal færa sig um salinn með Snöggum, næstum ósvífnislegum hreyfing- um. En ósvífni átti þessi maður ekki til. Hin ótæmandi orka og glaðlyndi hugans var eins og stöðug lind og þurfti naumast svefn til að endumýjast. Andar- tak hvarflaði. það að Leigton að lána honum þá peninga sem hann þurfti með til að bjarga málinu. Það myndi ganga nærri horlum að vísu, en hann gæti það. Á ég að gera það? hugsaði hann. Nei .... Honum var þvert um geð að blanda geði við nokk- um mann á þann hátt að gera honum greiða. Þakklæti, ef hann hlyti það, yrði honum aðeins til leiðinda, óg í rauninni trúði hann því ekki að þakklæti væri eðlileg, mannleg kennd. Dýr eru stundum þakklát, menn aldrei. Honum var mjög hlýtt til Grikkjans — en þó var kæm- leysið ríkara í fari hans. Áður var ég örlátur, hugsaði | hann geðbrigðalaust. Ekki leng- ur, ég er of gamall, of þreyttur. Það væri aðeins til leiðinda að sjá hann daglega sem skuldu- naut gagnvart lánadrottni. Eitt vissi hann. Aristide Mic- hal myndi ekki biðja hann um lán. Kurteisi hans og alúð voru honum eðlileg, ekki tilbúin sýndarmennska, ekki viðskipta- framkoma, heldur innsta eðli. Þegar hann stóð þama brósandi og athugull að taka á móti pöntun frá einhverjum betri borgara, þá gerði hann það sem jafningi. Að biðja um gjöf — gjöf eða lán, hver var munur- inn? — var honum fjarri skapi. Hann hafði aldrei leitað á náð- ir neins. Það voru viðskipta- vinir hans, það voru þorpsbúar sem letuðu á náðir hans. I kaffisalnurrf síðar um kvöld- ið var allur -hópurinn mættur í fyrsta skipti síðan Englending- urinn hafði orðið fyrir óhapp- inu, og jafnvel Larrau gamli lét í ljós ánægju sína með því að panta handa sér annað glas af ódýra víninu sem hann var að drekka. Pibourdin kom ögn seinna en hinir, og hann var barmafullur af elskulegri illkvittni. Hann byrjaði á því að spyTja Michal með ólýsanlegum samúðarsvip, hvort það væri rétt að lögreglan hefði sent eftir Philippe til að spyrja hann um mennina tvo sem Pibourdin hafði séð hann með í Nice aðeins fáeinum kvöldum fyrir ránið. — Þangað til fyrir viku, sagði Michal rólega, var monsieur Gaude hér annan hvem dag að spyrja spjörunum úr hvern ein- asta mann sem dvalizt hefur hér innan dyra lengur en í tíu mínútur. Þegar honum datt ekk- ert betra í hug spurði hann Theresu gömlu hvað hefði verið það síðasta sem hún gerði á hót- elinu áður en hún fór heim. Hún sagði honum það: það sama og hún gerði á morgnana klukk- an fimm þegar hún vaknaði og færi á fætur og bakvið sitt eigið hús. 15 — Var þá ekki sent eftir Phil- ippe til að yfirheyra hann hjá lögreglunni í Grasse? — Philippe? Jú. Og mér sjálfum, og konunni minni — þrisvar eða fjórum sinnum — og jafnvel Truchistráknum, sem var svo hræddur að faðir hans varð að taka í hnakkadrambið á honum eins og kettlingi. — Að hverju er lögreglan að leita núna? spurði Leighton. — Alltaf því sama, sagði Mic- hal. Hann hló. Aleigu minni að undanskildum fjögurra vikna á- góða .... Nú halda þeir víst, að náungarnir tveir hafi aðeins ætl- að að hirða sölu dagsins eða það sem komið var í kassann og ef til viM það fémætt sem konan mín kynni að eiga í svefnher- berginu hjá sér: þeim hafi ekki dottið í hug að .hnífur þeirra kæmist í svo feitt. — En þeir vissu nóg til að fara beint til herbergis hennar, sagði Pibourdin brosandi. Og þeir vissu hvar það var. Hver hefði getað frætt þá um það? — Þú. Hver sem var. Hver okkar sem var. Eða þá að þeir fundu það út sjálfir. Larrau rak upp hlátursroku. Enginn okkar er hafinn yfir grun. Hreint enginn. Eina skyn- samlega leiðin til að lifa lífinu er að treysta, engum, hvorki eiginkonu né bömum né vinum — hver sem er getur gert þig að fífli þegar minnst varir. Og hvers vegna? Vegna þess. Pibourdin spurði ísmeygilega. — Gerði konan þin þig nokk- um tíma'að fífli? — Ef út í það er farið, sagði Larrau og leit á hann eins og hann byggi yfir æðisgengnu leyndarmáli, þá segi ég já. Og það oftar en einu sinni. — Herra Larrau, sagði Leigh- ton kuldalega. Þér eruð maður að mínu skapi, en þessar sam- ræður era mér hvimleiðar. Þær fara ekki ve^ við kvöldverðinn minn. — Nú. Jæja, eins og yður þóknast, eins og yður þóknast. — Kvöldverðurinn sem ég var að borða, hélt Leighton á- fram, var á sinn hátt jafnstór- kostlegur og — hann þagnaði og beindi orðum sínum að skóla- stjóranum — og Iliadkviða eða annað meistaraverk eða þá mál- verk eftir snilling eða sinfónía eftir Mozart. Mér þætti gaman að vita hvaða hluta heilans mað- ur notar til að búa til meistara- verk, hvort heldur það er full- kominn kvöldverður eða eitt- hvað annað. — Af hverju endilega heil- ann? byrjaði Vincent. Hann fór að hósta og hóstinn gerði hann nærri mállausan. Að mínu viti, hvíslaði hann, þá getur hann skapað með hvaða líffæri sem vera skal. Það er þjálfunin sem máli skiptir — eða, vaninn. — Með miltanu? spurði Leigh- ton. — Já, því ekki miltanu? Michal hló. Nú skal ég segja ykkur eitt. Ég nota mismun- andi hluta líkamans við matar- gerðina hverju sinni. Finguma einn daginn, heilann, minnið. Þetta kvöld til dæmis notaði ég þann hluta líkamans sem ég myndi þuj-fa til að auka kyn mitt. — Afbragð. Ég trúi þér, sagði Leighton. Það var bjart og fallegt kvöld. næstum hlýtt Fleira fólk kom í veitingahúsið en undanfamar vikur, „gamla geitin" hafði meira að gera en hún komst yf- ir með góðu. móti og Michal var bakvið barinn næsta klutokutím- ann. Þegar hann kom aftur að borðinu var klukkan orðin yfír ellefu, Pibourdin og Larrau gamli vorg. báðir famir og læknirinn var að reyna að fá Vincent til að verða sér sam- ferða. Þessir tveir hálfsextugu menn voru ailltaf eins og skóla- drengir saman, þegar þeir voru ódrukknir, skiptust á stráksleg- um bröndurum, hnipptu hvor í annan og flissuðu. Læknirinn þoldi mikið, en það kom ævin- lega að því að Vincent upphóf þórðup sfóari 4660 — Að þrem vikum liðnum kemur Eddy að sækja Þórð. „Loksins er allt komið í lag,‘‘ segir hann, ,,þú ert frjáls." — ,,Þér hljótið að hafa mjög góð sambönd, skipstjóri," segir lög- reglustjórinn um leið og hann afhendir honum vegabréfið. Auð- vitað er gott að vera aftur orðinn frjáláf það var nokkuð biturt að sitja þrjár vikur alsaklaus í fangelsi. En hvað á nú að taka til bragðs? Um það hefur Þórður brotið heilann allan tímann i sem hann sat i fangaklefanum. Hann á ekki lengur neitt skip, ' neina peninga .... En hann verður að komast aftur heim með menn sína .... SKOTTA — Þegar ég sagði^st vera mikið fyrir útilíf,. meinti ég sólböð og svoleiðis. TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRE LINDARGÓTU 9 • REYKJAVIK ■ SlMl 22122 — 21260 Auglýsið í Þjéðviijanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.