Þjóðviljinn - 28.01.1966, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 28.01.1966, Qupperneq 4
r 4 StBA — ÞJÓÐVTLJINN — FSstudagur 28. janúar 1966. CTtgefandi: Sameinirjgarflokkur alþýöu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Siguröur Cuömundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Siguröur V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Síml' 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Auglýsingástjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Bæjarútgerðír yerkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hefur fylgí þeiri venju undanfarin ár að fjalla almennt um atvinnumál kaupstaðarins á fyrsta fundi sínum á nýju ári, og bjóða á hann bæjarstjórn og bæjar- stjóra. Hlífarfundurinn sem haldinn var 23. þ.m. ræddi ýtarlega þessi mál og samþykkti í fundarlok einróma tillögur frá stjórn félagsins. Segir m.a. að „framtíð byggðarlagsins krefjist hraðari þróunar í atvinnumálum Hafnfirðinga, bæði varðandi bætt skilyrði til aukins sjávarútvegs og nýtingar afla þess sem á land berst. Fagnað var aukningu báta- flotans og nýrri niðursuðuverksmiðju. Hins vegar víttu Hlífarverkamennirnir aðgerðarleysi í hafnar- málum og töldu að samdráttur í rekstri bæjarút- gerðarinnar skaði Hafnarfjörð. Og meðal þeirra til- lagna sem félagið samþykkti um bætt atvinnulíf á staðnum var „að bæjarútgerðin verði aukin meo kaupum og rekstri skuttogara af hæfilegri stærð og allur rekstur bæjarútgerðarinnar færður í ný- tízku horf." gjamþykkt hinna hafnfirzku verkamanna um þetta efni verður Morgunblaðinu tilefni heiftarlegrar árásar á bæjarútgerðir almennt, og hefur blaðið allt á hornum sér. Því er haldið fram að „þau bæj- arfélög sem aldrei létu glepjast til þess að setja á stofn bæjarútgerðir" séu nú „mun betur sett en hin sem réðust í þann rekstur." Sala hafnfirzku togaranna úr landi er talið sérstakt afrek enda þótt' þær sölur hafi verið fyrir neðan allar hellur að verðlagi og aðstæðum athuguðum. Morgunblaðið notar tækifærið til árása á Bæjarútgerð Reykja- víkur enda þótt flokkur þess hafi jafnan ráðið þar öllu vegna meirihluta síns, og vitnað er til þess í réttlætingarskyni að bæjarútgerð togara hafi ver- ið lögð niður í Neskaupstað. Þar er raunar ólíku saman að jafna. Norðfirðingar voru svo óheppnir að missa báða nýsköpunartogara sína í sjóinn, og fámennið á staðnum og stórfelld atvinnuleg upp- bygging varð þess valdandi að erfitt reyndist að manna togarana. Þessi skilyrði eru öll önnur í fjöl- mennum stöðum eins og Reykjavík, Hafnar- firði og Akureyri, enda hafa bæjarútgerðirnar á öllum þessum stöðum verið drjúgur þáttur í at- vinnulífi og reynzt stórvirk tæki til öflunar dýr- mæts hráefnis fyrir fiskvinnslustöðvar í landi. Og þess má minnast að .í stríðslokin var ekki hærra risið á einkarekstrinum í togaraútgerð en svo, að bæjarútgerðirnar urðu að koma til svo endurnýjun togaraflotans gæti gerzt á þann hátt sem varð. |?ulltrúar Alþýðubandalagsins í útgerðarráði og borgarstjórn Reykjavíkur hafa hvað eftir annað flutt um það tillögur og borið fram kröfur um end- urnýjun bæjarútgerðartogaranna, nýtízku skip og bættan rekstur. Þar er tvímælalaust um hagsmuna- mál borgarbúa að ræða. Og skyldu verkamennirnir í Hlíf ekki vera dómbærari um það en Morgun- blaðið hvað’atvinnulífi Hafnfirðinga er hollt? — s. Flug með kjarnasprengjur mun nú bunnuð yfír Spáni MADRID 26/1 — Enn hafa Bandaríkjamenn ekki viljað staðfesta að fundizt hafi tvær vetnissprengjur á botni Mið- jarðarhafs sem sleppt hafi verið úr bandarískri sprengju- flugvéJ sem fórst yfir Suðaustur-Spáni á mánudaginn í síð- ustu viku. Bandaríski flugherinn hefur ekki einu sinni fengizt til að viðurkenna að kjarnasprengjur hafi verið með flugvélinni. Þetta hefur þó verið játað óbeinlínis þar sem haft var eftir góðum heimildum í Madríd í dag að bandarískum flugfélum myndi bannað að taka eldsneyti í lofti yfir Spáni framvegis og í Washington var frá því skýrt að bandarískum flugvélum myndi ekki framar leyft að fljúga með kjarnasprengjur yfir spænsku landi. A thugasemdir um biíreiðatryggingar Frá tryggingafélaginu Hag- tryggingu hf. hefur Þjóðviljan- um borizt eftirfarandi athuga- semd um bifreiðatryggingar: Vegna yfirlýsinga, sem birzt hafa í blöðum og útvarpi frá bifreiðatryggingafélögum, um breytingar á hinu hefðbundna bónuskerfi. vill Hagtrygging h.f. taka fram eftirfarandi: - 1. Svo“ sem kunnugt er, hóf Hagtrygging starfsemi sína í apríl s.l. með nýju iðgjaldafyr- irkomulagi, sem var frábrugðið því. er tíðkazt hafði hér á landi. 2. Þetta er ekki bónuskerfi. og á ýmsan hátt frábrugðið hinu nýja formi á bónuskerf- inu, sem flest hinna eldri tryggingafélaga hafa nú ákveð- ið að taka upp. 3. Kerfi Hagtryggingar er fjölflokkakerfi með mjög breiðu bili á iðgjaldasviðinu. 4. 1 kerfi þessu geta góðir og gætnir ökumenn með hag- stæðum ökuferli komizt í lága iðgjaldaflokka strax. 5. Færsla milli flokka er verulega frábrugðin því. sem tíðkast í bónus’kerfinu. 6. Minniháttar tjón valda ekki færslu milli flokka, nema þá því aðeins, að um mikla vankunnáttu í akstri hafi verið að ræða, eða vanþekkingu á umf erðarreglum. Viss tjón. sem ökumaður get- ur ekki komið í veg fyrir, þrátt fyrir fulia aðgæzlu og rétta hegðun í akstri, valda ekki færslu milli flokka. Undir þetta heyra í flestum tilfell- um rúðubrot. 7. Fullnaðarrannsókn á tjóna- tíðni Hagtryggingar er enn ekki lokið, en tjónatíðnin er greinilega lægri en hjá hin- um tryggingafélögunum eftir þeim upplýsingum, sem þirzt hafa opinberlega. Á síðastliðnu ári var Hag- trygging með iðgjöld fyrir góða ökumenn, sem voru allt að 50% lægri en iðgjöld annarra tryggingafélaga. Mestu lækkanir, sem önnur tryggingafélög bjóða góðum ökumönnum, svara því nokk- um veginn til þeirra iðgjalda, sem Hagtrygging hafði á s.l. ári. 8. Þar sem iðgjaldakerfi Hagtryggingar hefur bæði reynzt vinsælt meðal bifreiða- eigenda og einnig traustur rekstrargrundvöllur fyrir fyrir- tækið, verða að • þessu sinni eingöngu gerðar smávægilegar breytingar á kerfinu. Þessar breytingar munu þó miða að breikkun á iðgjalda- bilinu, þannig að hinum beztu ökumönnum með hagstæðan ökuferil eru nú boðin betri kjör en áður. Hinsvegar mega þeir, sem títt valda tjónum, búast við því að tryggingar verði kostnaðarsamari fyrir þá en áður. 9. Við þessar breytingar á iðgjaldakerfinu er höfð hlið- sjón af þeirri reynslu á tjóna- tíðni, sem félagið hefur fengið, og sömuleiðis tekið tillit til þeirra verðhækkana, sem urðu á síðari hluta ársins 1965. Þessum verðhækkunum er fyr- irhugað að mæta að nokkru leyti með aukinni rekstrarhag- kvæmni, og hindra þannig að þær komi fram í iðgjöldum. 10. Félagið hefur athugað þá nýbreytni, sem eitt af trygg- ingafélögunum hefur tekið upp, að bjóða hinum tryggðu við- bótarökumanns-tryggingu og sérstaka farþegatryggingu. Mál þetta er í athugun. og verður skýrt frá níðurstöðum þess áð- ur en tryggingatímabilinu lýk- ur. Hagtryggingar h.f. Sýningur hefjust brátt á „Tíu litlir negrustrákur" I byrjun næstu viku verður frumsýnt spennandi sakamála- leikrit í Félagsheimili Kópavogs. Er hér um að ræðó. leikritið TÍU LITLIR NEGRASTRAK- AR, eftir hina víðfrægu skáld- konu Agöthu Christie. Leikfélag Kópavogs sýnir leikritið, en þýðinguna gerði Leif Gundel látinn KHÖFN 26/1 — Leif Gundel, einn af ritstjórum ,,Land og Folk“ sem starfað hafði við blaðið frá 1945, lézt í gær- kvöld. Á stríðsárunum var Gundel þulur í dönsku deild brezka útvarpsins. Hildur Kalman. Þrátt fyrir nafnið eru leikendur ellefu talsins. Með þrjú veigamestu hlutverkin fara þau Magnús B. Kristinsson, Helga Harðardótt- ir og Sigurður Grétar Guð- mundsson. Aðrir leikendur eru: Guðrún Þór, Auður Jónsdóttir, Ámi Kárason, Theodór Halldórsson, Björn Magnúson, Pétur Sveins- son, Leifur ívarsson og að ó- gleymdum formanni Leikfélags Kópavogs, Guðmundi Gíslasyni. Enn hefur ekki verið ékveð- ið nákvæmlega hvenær frum- sýningin verður, en hún fer fram í næstu viku, eins og áð- ur segir. Leikstjóm hefur Klemenz Jónsson annazt. Auglýsing um gjalddaga fyrirframgreiðslu opinbérra gjalda 1966 Samkvæmt reglugerö um sameiginlega inn-; heimtu opinberra gjalda nr. 95/1962, ber hverj- um gjaldanda í Reykjavík að greiða á fimm gjalddögum frá febrúar til júní, fyrirfram upp i: opinber gjöld, fjárhæð sem svarar helmingj-. þeirra gjalda, er á hann voru lögö síöast liöiö ár:. Gjöldin eru þessi: , i Tekjuskattur, Eignarskattur, Námsbókagjald; Kirkjugjald, Lífeyristryggingagjald, Slysatrygg- ingagjald, IÖnlánasjóðsgjald, Alm.tryggingasjóÖs- gjald, Tekjuútsvar, Eignarútsvar, Aöstööugjald. Atvinnuleysistryggingagj ald, Kirkj ugarðsgj ald, / Launaskattur, Sjúkrasamlagsgjald. Fjárhæð fyrirframgreiöslu var tilgreind á gjáld/l heimtuseðli, er gjaldendum var sendur aö lok- inni álagningu 1965 og verða gjaldseölar vegna/ fyrirframgreiðslu því ekki sendir út nú. Fyrsti gjalddagi fyrirframgreiðslu er 1. febrúar •' n.k. , ’ Kaupgreiöendum ber að halda eftir opinberum gjöldum af latmum starfsmanna og verður lögð rík áherzla á aö full skil séu gerð reglulega. GJALDHEIMTUSTJ ÓRINN Tilboð óskust í kranabifreið (Wrecker) er verður sýnd a> : Grensásvegi 9 næstu daga kl. 10 — 11 árdegís V Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri föstudag- f inn 28. þ.m. kl. 11 árdegis. > ý Sölunefnd varnarliðseigna TILKWNING frá Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda Athygli félagsmanna skal vakin á því, að þeir sem ætla aö skipta um ábyrgðartryggingu hinn 1. maí 1966, skulu hafa sagt upp gildandi trygg-, ingu fyrir 1. febr. n.k. SKRIFSTOFAN, BOLHOLTI 4, í; v Símar 33614 og 38355. i Blaðadreifing Unglingar óskast til blaðburðar í eítirtal’ hverfi: Vj Óðinsgöfu — Laufásveg — Hverfisgötu Ííí** — Sklpholt — Múlahverfi — Sogamýri. ÞJÖÐVILJINN sími 17-500. •-V; /’ Pökkunurstúlkur óskast í frystihús. — Fæði og húsnæði. FROST H.F. Hafnarfirði. — Sími 50565.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.