Þjóðviljinn - 02.02.1966, Side 5

Þjóðviljinn - 02.02.1966, Side 5
Miðvíéaðagur 2. EetoJar 1966 — ÞJÓÐVHJINN — SlÐA 5 Öflugt starf Verk- lýðsféiagsins Ein- ingar á Akureyri □ A aðalítmdi Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri, sem haldinn var 9. jan., kom fram að starf félagsins hafði verið oflugt á árinu og létu fundarmenn í ljós ánægju sína með starfsemina. Var stjórn félagsins, lítið hreytt, einróma kosin. Formaður félagsins, Bjorn Jónsson, flutti skýrslu stjómar- innar um starfseml félagsins á sl. ári, en starfsmenn félagsins fluttu reikninga þess og skýröu þá. Þar kom fram að félags- menn eru nú 600 að tölu. Höfðu 103 gengið í félagið á árinu en 9 látizt og 88 sagt sig úr fé- laginu eða flutt torott af félags- svæðinu. Fjölgun félagsmanna var því lítil. Fjárhagur félagsins breyttist mjög til bóta á árinu og varð eignaaukningin rúmlega 595 þús. kr. Nema bókfærðar eignir félagsins nú tæplega 1,1 mi«lj. króna. Um 80 félagsmenn og konur höfðu á árinu notið bóta úr Sjúkrasjóði félagsins og sam- þykkti fundurinn að hækka verulega bætur úr sjóðnum. Nemur hækkun dagpeninga allt að 70%. Á árinu voru gerðir 10 kjara- samningar við atvinnurekendur um hinar ýmsu starfsgreinar, sem félagið nær yfir, en kjara- málin voru að sjálfsögðu meg- inviðfangsefnið í starfi félags- ins. Af annarri starfsemi má nefna að félagið rak sumardvalar- heimili fyrir böm félagsmanna og naut til þess styrks frá Ak- ureyrarbæ, og frá Félagsmála- ráðuneytinu. Dvö«idu 46 böm á heimilinu og gekk rekstur þess ágæta vel. Þá hefur félagið í undirbún- ingi ásamt Fájlltrúaráði verka- lýðsfélaganna og Alþýðusam- bandi Norðurlands að fá í þjónustu sína sérmenntaðan starfsmann í vinnurannsóknum, vinnuhagræðingu og launa- kerfum sem á slíku byggjast. Hefur nefnd sú sem annast framkvæmdir í þessum málum, af hálfu hins opinbera, sam- þykkt að þessir aðilar eigi kost á að koma til náms á vegum Iðnaðarmálastofnunar Islands, væntan«legum starfsmanni sín- um í þessum málum. Mun nám- ið aðilum kostnaðarlaust. Margt fleira kom fram I starfsskýrslu félagsstjómarinn- ar, sem sýndi að starfsemin hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Tóku allmargir fundar- manna til máls um skýrsluna og reikningana og létu i Ijósi ánægju sína yfir vel unnum störfum að kjaramálunum og öðrum verkefnum. Uppsti'llinganefnd félagsins BJÖBN JÓNSSON formaður verkalýðsfélagsins Einingar lagði fram tillögur um skipun stjómar og trúnaðarmannaráðs fyrir næsta ár og vom uppá- stungur hennar samþykktar einróma. Þessir skipa nú fé- lagsstjóm: Form,: Björn Jónsson, vara- form.: ÞórhaMur Einarsson, rit- ari: Rósberg G. Snædal, gjald- keri: Vilborg Guðjónsdóttir, meðstjómendur: Marta Jó- hannsdóttir, Björgvin Einars- son, Jón Ásgeirsson. Varstjóm: Gunnar Sigtryggsson, Freyja Eiríkdóttir, Björn Gunnarsson, Bjöm Hermannsson, Sigurpál- ína Jóhannesdóttir. Trúnaðarmannaráð: Ámi Jóns- son, Jónfna Jónsclóttir, Björn Hermannsson, Gunnar Sig- tryggsson, Freyja Eiríksdóttir, Geir ívarsson, Gústaf Jónsson, Auður Sigurpálsdóttir, Ingólf- ur Ámáson, Margrét Magnús- dóttir, Jóhann Hannesson, Ad- Olf Davfðsson. Varamenn I trúnaðarmanna- ráð: Axel Kristjánsson, Eiður Aðalsteinsson, Gunnar Konráðs- son, Gunnfríður Jóhannsdóttir, Ruth Bjömsdóttir, Jóhannes Halldórsson, Ölafur Þórðarson, Gunnar Aðalsteinsson, Margrét Steindórsdóttir, Hilma Vigfús- dóttir, Jóhann Pálsson, Stefán Aðalsteinsson. Endurskoðendur: Sigurður G. Sigurðsson, Ragnar Pálsson, Skarðshlíð. Varamenn: Kristján Larsen, Ingólfur Ámas., Gmnd- arg. 4. Auk aðalfundarstarfa var á fundinum rætt um orlofsheim- ili verkalýðsfélaganna á Norð- urlandi og kjörin nefnd til að vinna að því máli af hálfu félagsins. í nefndina vom kosin: Rósberg G. Snædal, Ámi Jónsson og Vilborg Guðjónsd. TILKYNNING Athygli innflytjenda skal hér með’ vakin á því, að samkvæmt auglýsingu viðskiptamálaráöu- neytisins dags. 21. janúar 1966, sem birtist í 6. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1966, fer fyrsta út- hlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1966 fyrir þeim innflutningskvótum sem taldir eru í auglýsingunni, fram í febrúar 1966. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 15. febrúar n.k. Landsbanki fslands Útvegsbanki fslands A VARP TH ÍSLCNDMA frá Menningar- og friðarsamtökum íslenzkra kvenna B Sa geigvænlegi atburður varð Í17. janúar s.L, að tvær bandarískar herflugvélar rákust á í lofti yfir suðausturhluta Spánar, og hafði önnur þeirra, þotan B-52, kjarnorkusprengjur innanborðs. Af- leiðingar þessa atburðar hafa orðið hinar alvar-^ legustu fyrir íbúa spænsku landsvæðanna og vald- ið ótta um allan heim. □ Menningar og friðarsamtök íslenzkra kvenna beina þeirri áskorun til íslenzku þjóðarinnar, að hún hugleiði hvílíka tortímingarhættu hið æðis- gengna kapphlaup um framleiðslu kjarnorku- og vetnisvopna kallar yfir heiminn. □ Herseta í 15 ár hefur slævt svo dómgreind okkar, að fæst okkar leiða hugann að því hvers- dagslega að okkur sé nokkur hætta búin af völd- um hennar. En þegar við fréttum af slíkum atburð- um og þessum úti í heimi, hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki sé einnig flogið yfir höfðum okkar með kjarnorkusprengjur. Atburður sem þessi hlýtur að vekja okkur til vitundar um það að ekkert nema almenn og alger afvopnun og af- nám allra herstöðva getur firrt heiminn þvílíkri hættu sem ýfir honum vofir af völdum þessara hræðilegu vopna. □ Við heitum á íslenzku þjóðina alla að sam- einast um þá kröfu að allar herstöðvar verði lagð- ar niður til að komast hjá gereyðingu, annaðhvort af völdum kjarnorkustyrjaldar eða kjarnorkuslysa. Örfá orð til biskupsins hr. Sigurbjarnar 1 litlu bókinni yöar, „Vori brugöið" sem i eru erindi og ritgerðir frá árunum 1943—48 er að finna þessar málsgreinar: „Nú hafa voldugir menn og ríkar stéttir úti í löndum kom- iö auga á nýtt hlutverk handa þessum hólma. Nú er það ekki skreið eða tóvara, sem mestu skiftir, nú er það hernaðar-®,- gagnið. Þegar á er sótt um áhrif hér og ítök af þessum sökum, þá megum við hafa það hugfast, að við erum ekki aðeins að hafa vit fyrir sjálfum okkur með því, að standa eindregið gegn slíku. Við erum að kjósa köllun landsins við mannkynið í heild“. Með tilliti til samátoyrgðar forráðamanna íslenzku þjóðar- innar í stríði Bandaríkjanna í Vietnam, er það heilög skylda yðar, sem biskups Islands og heiðursdoktors Lútherska heimssambandsins, að láta það nú sitja fyrir öllu öðru að gera opinberlega grein fyrir því, Einarssonar hvernig þér forsvarið það nú að standa ekki eindregið gegn vopnavaldinu og síaukinni her- væðingu í landinu. Það er óhugsandi að þér get- ið látið þessi orð sem vind um eyru þjóta. 2. febr. ’66. Guðrún Pálsdóttir. Skozkt knatt- spyrnulið með „Gullfaxa” Gullfaxr1 Flugfélags Islands mun fljúga frá Reykjavík hinn 14. þ.m. til Edinborgar, þar sem hann tekur knattspyrnu- menn og flytur til Bmo í Tékkóslóvakíu. Þetta er knatt- spyrnulið Dumfermline, eitt af beztu liðunum í 1. deild Skot- lands. Að loknum kappleik Skota og Tékka mun flugvél- in flytja þá fyrmefndu heim til sín 17. febrúar. 1 Aðdragandi og atvi k Ben Barka-málsins 7 oo Lögreglubíll frá aðalstöðvunum Nú er farið með Ben Barka og fylgdarmenn hans í tveim- ur bílum eftir bílabrautinni suður af París. Honum er ó- kunnugt um hvert ferðinni er heitið. Sá sem Ben Barka er í er frá aðallögreglustöðinni í París, búinn sérstakri loftnets- stöng fyrir radíósíma. í fyrri bílnum eru leiguspæj- arar lögreglunnar sem ráðnir höfðu verið sem hjálparmenn til að fylgjast með ferðum Ben Barka. Síðari bíllinn fylgir honum fast eftir. Við stýrið í honum situr Souchon lögregluforingi sjálfur, en við hlið hans Lopez erind- reki og hann stjómar ferðinni. Aftan í er Ben Barka, Voitot lögregluforingi honum á aðra hlið, en enn einn leiguspæjari á hina. Ekið er til villu, sem einn vitorðsmanna, Boucheseice, á í Fontenay-le-Vicomte. Það er þar sem franska gagnnjósna- þjónustan og leyniþjónusta Marokkós hafa mælt sér mót. Um það hefur verið samið að Oufkir hershöfðingja verði gert viðvart um leið og „bögglinum hefur verið komið til skila“. Hershöfðinginn bíður síma- hringingarinnar í Rabat þar sem hann snæðir kvöldverð með konungi. Þegar skyggja tekur stöðvast enn einn bíU fyrir framan hús- ið. Það er leigubíll og í honum er Georges Figon. Frá þessari stundu er aðalvitni málsins, sem næsta hálfan mánuð Ijóstr- ar upp um meginatriði þess, á sjónarsviðinu. Gagnnjósnaþjón- ustuna mun iðra þess lengi og sárlega að hafa ekki komið honum fyrir kattarnef. Oufkir kemur til skjalanna Undir eins og Lopez er kom- inn inn í villuna hringir hann í númerið 20103 í Rabat, höf- uðborg Marokkós. Hiann skýrir Oufkir hershöfðingja frá því að ,,böggullinn sé kominn ti'l skila” og að „þess sé vænzt að hershöfðinginn komi sem allra fyrst“. Daginn eftir tekur Oufkirsér far með flugvél til Parísar um Genf. Hann kemur til Orly- flugvallar síðla laugardags. I fylgd með honum er yfirmaður leyniþjónustu hans, Chtouki, sem frá því í maí hefur haft umsjón með öl'lum aðgerðum í samvinnu við leyniþjónustu frönsku stjómarinnar. Það er vitað hvað gerðist þennan örlagaríka dag. Ætlun- in hefur verið að marokkóski innanríkisráðherrann komi að sækja Ben Barka til að fara með hann til Marokkós. Um það hefur verið samið við frönsku leyniþjón«ustuna. En um leið og hann sér Ben Barka, þennan svama óvin sinn, miss- ir hann alla stjóm á sjálfum sér, tekur upp hníf og veitir Ben Barka hverja rýtingsstung- una af annarri, þar til Ben Barka missir meðvitund. Það er farið með Ben Barka með- vitundarlausan heim til Lop- ez og þar lætur hann líf sitt. Eftir morðið heldur Oufkir hershöfðingi, sem enn er í skjóli frönsku leyniþjónustunn- ar, út á Orly-flugvöll, og tekur þar flugvél til Genfar. Þetta er á sunnudagsmorgun. Við brottförina segir Oufkir hinum frönsku vitorðsmönnum sínum að hann muni komaaft- ur til Parísar eftir þrjá daga og muni þá gera upp reifacúng- ana við þá, greiða þeim um- samda 700.000 franka. Aðstoðar- maður hans, Chtouki, verður eftir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.