Þjóðviljinn - 03.02.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVXLJINN — Fimmtudagur 3. febrúar 1966.
Frá síðasta fundi Ferðamáiaráðs. talið frá vinstri: Lúðvík Hjálm týsson frá veitirigahúsunum, Geir Zoega frá ferðaskrifstofunum,
Sigurður Magnússon, Loftleiðum, Stefán Haukur Eiríksson, vara maður í ráðinu fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins, Sigurlaugur Þor-
kelsson, Eimskip, Lárus Ottesen, Ferðafélagi Islands og Birgir Þorgeirsson fuiitr., Flugféiags Isl., í Ferðamannaráði. Ljósm. A.K,
Færri ferðamenn ef verðbólga eykst
■ Gefin hefur verið út fyrsta starfsskýrsla Ferðamála-
ráðs og nær hún yfir tímabilið frá 7. júlí 1964 til 31. des-
ember 1965. Ferðamálaráð var stofnað 30. apríl 1964 og er
tilgangur þess að bæta ástandið í ferðámálum um land
allt og auka ferðamannastrauminn til landsins.
Þann 7. júlí 1964 kom Ferða-
málaráð saman til fyrsta fund-
ar og hafa verið haldnir 65
fundir síðan. Til að byrja með
voru fundirnir haldnir á Hótel
Borg, en í febrúar 1965 fékk
ráðið húsnæði að Skólavörðustíg
12. í október 1964 var Ludvig
Hjálmtýsson ráðinn fram-
kvæmdastjóri Ferðamálaráðs.
í lögum um ferðamál frá apríl
’64 er gert ráð fyrir að ráðið sé
ólaunað og er ætlazt til að sú
miljón króna, sem ákveðin er í
áðurnefndum lögum, renni ó-
skert í ferðamálasjóð, ásamt því
fé, sem heimild er fyrir að taka
að láni til handa ferðamála-
sjóði, til endurlána til gisti- og
veitingahúsa.
Snemma sáu fulltrúar í Ferða-
málaráði að ekki var mögulegt
að rækja nógsamlega þau störf,
sem gildandi lög um ferðamál
ætla því að vinna, nema tryggð
yrði aðstoð daglegrar fram-
bvæmdastjórnar og í október
1964 var send tillaga til sam-
göngumálaráðuneytisins, þess
efnis, að ráðinu yrði heimilað
að ráða mann til daglegrar
framkvæmdastjórnar, einnig að
ráðið fengi einhver fjárráð til
skrifstofukostnaðar o. fl. og var
im.t‘-
KORKIÐJAN HF. Skúlagötu 57, sími 23200
hefur tekið að sér einkaumboð á hita- og
loftræstitækjum fyrir enska fyrirtækið
COPPERAD Ltd., COLNBROOK, BUCKS
HITATÆKI
Fyrir íbúðir, skrifstofur og skóla.
Glugga ofn
Blásara konvektor
Gólflista ofn
Konvektor
Heimsþekkt gæði
Hagkvæmt verð
Upplýsingar:
Sími 23-200.
COPPERAD
HITATÆKI
KORKIÐJAN HF.
Skúlagötu 57
Sími 23200.
tillagan samþykkt á Alþingi.
samtímis var fjárlagagreiðsla til
ferðamálasjóðs hækkuð úr einni
miljón króna í eina og hálfa
miljón, en seinna var hún lækk-
uð aftur, niður í 800.000.00.
í maí 1965 efndi Ferðamálaráð
til ferðamálaráðstefnu að Val-
höll á Þingvöllum. Ráðstefnuna
sóttu rúmlega 70 manns, en boð-
ið var til ráðstefnunnar þeim
aðilum, sem ætla má að láti sig
ferðamál einhverju skipta.
Dagskrá ráðstefnunnar var í
fjórum liðum og voru rædd hót-
elmál, samgöngumál, íslenzk
landkynning og fjármál ís-
lenzkra ferðamála. Það var al-
mennt álit fundarmanna, að með
stofnun Ferðamálaráðs, væri
stigið spor í rétta átt, hinsvegar
töldu þeir að ferðamálasjóði
væri nauðsynlegt að hafa miklu
meira fé til ráðstöfunar _en það,
sem lög gera ráð fyrir. Ákveðið
var að slík ráðstefna yrði hald-
in árlega og verður hún næst
haldin að vori, á Akureyri.
Samgöngumálaráðherra heim-
ilaði Ferðamálaráði að fá próf-
essor Ejler Álkjær frá Kaup-
mannahöfn hingað til lands til
ráðuneytis um framtíðarskipu-
lag ferðamálanna í landinu, en
Álkjær hefur m.a. verið ráðu-
nautur ríkisstjóma Nepal og
Túnis um ferðamál.
Sex af meðlimum Ferðamála-
ráðs fóru í kynnisferð um land-
ið s.l. sumar og var sú ferð þátt-
ur í heildaráætlunargerð um
framtíðarskipan gistihúsamál-
anna í landinu. Farið var um
Austur-, Norður- og Vesturland
og komið við á 31 veitinga- og
gististað. Heildarmyndin af á-
standi veitinga- og gistihúsanna
á landsbyggðinni er sú, að hrein-
læti og snyrtimennsku er mjög
ábótavant. Enda þótt trassaskap-
ur og kæruleysi sýnist oft vera
undirrót þess sem ábótavant er,
virðist oftar, að vankunnátta or-
saki þann frumstæða aðbúnað
og aumu afgreiðsluhætti, sem
uppá er boðið. Þátttakendur í
ferðinni eru einhuga um, að
ferðin hafi verið til mikillar
nytsemdar, og Ferðamálaráði til
aukins skilnings á þeim marg-
víslega vanda, sem úrlausnar
bíður.
Ferðamálaráð hefur látið sig
varða mörg fleiri mál og rætt
á fundum sínum, t.d. rætt um
verðlag á veitinga- og gistihús-
um, tillögur til úrbóta í vega-
skiltamálum Reykjavíkur voru
sendar vegamálastjóra og borg-
arráði Reykjavíkur og óskað var
eftir að Geysisnefnd og Náttúru-
vemdarráð beittu sér fyrir, að
Geysir í Haukadal .yrði endur-
vakinn o. m. fl.
Ferðamálaráð hafði ekki tök
á að birta i skýrslu þessari yfir-
lit yfir fjölda ferðamanna á ár-
inu 1965 og gjaldeyristekjur sem
öfluðust þeirra vegna, en yfirlit
um ferðamennina verður birt í
Þjóðviljanum innan skamms. En
á árinu 1964 komu 22.969 er-
lendir ferðamenn til landsins,
fyrir utan þá sem komu með
skemmtiferðaskipum.
Samkv. upplýsingum Seðla-
bankans námu kaup bankanna á
erlendum gjaldeyri ferðamanna
Framhald á 7. síðu.
Námskeið / sjúkrahjálp
/ Landspítalanum
Ákveðið er að hefja kennslu í sjúkrahjálp í Land-
spítalanum, samkvæmt reglugerð dóms- og kirkju-
málaráðuneytisins, dags. 12. nóv. 1965, og byrja
fyrsta námskeiðið 1. marz næst komandi.
Námskeiðið stendur í 8 mánuði og lýkur með
prófi. Nemandi, sem stenzt prófið hlýtur starfs-
heitið sjúkraliði.
Laun til sjúkraliða verða samkvæmt reglum um
laun opinberra starfsmanna. Nemendur i sjúkra-
hjálp skulu fá 60% af launum sjúkraliða, frían
búning og þvott á honum.
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi skyldu1
námsstigsins og vera ekki yngri en 17 ára og ekki
eldri en 50 ára. Umsóknir ásamt heilbrigðis- og
siðferðisvottorði skulu sendar til forstöðukonu
Landspítalans, sem mun láta í té frekari upplýs-
ingar.
Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 20. febr. n.k.
Reykjavík, 2. febr. 1966. ,
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Verðlækkun á hjólbörðum
500x16 kr. 625,00
750x20 kr. 3047,00
825x20 kr. 3454,00
— Sendum gegn póstkröfu —
Mars Trading Company hf.
Klapparstíg 20. — Sími 17373.
Vatteraðar kuldaúlpur
lopapeysur, gallabuxur og margt fleira.
t . j, 'ii .
Verzlun Ö.L.
Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).
AÐALFUNDUR
Hjarta- og æðasjúkdómavarnafélags
Reykjavíkur
verður haldinn í Gyllta salnum á Hótel Borg,
miðvikudaginn 2. febrúar n.k.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Sýndar verða tvær danskar kvik-
myndir um hjartaverndarmálefni
(ca. 20 mín.).
Stjórnin. >
AGFA-GEVAERT